Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 69 Erla Reynlsdótir, Keflavík. Fjórar ferðir aþessuári Hópurinn er samrýmdur enda erum við erum búnar að vera lengi saman og þekkjumst vel úr yngri flokkunum,“ sagði Erla Reyn- isdóttir sem er fyrirliði stúlkna- landsliðsins og ekki óvön því að keppa erlendis. Ferðin til Noregs á Norðurlandamótið verður hennar fjórða keppnisferð á árinu. Erla leikur sem bakvörður með Keflavík, bæði í unglinga- og meist- araflokki. „Það er miklu erfíðara að spila í meistaraflokki. Hraðinn er mikið meiri en í leikjum yngri flokkanna." Rannvelg Randversdóttir. Áhuginn hefur aukist Eg hef bætt mig í að rekja bolt- ann og það hefur aukið áhug- ann hjá mér,“ sagði Rannveig Randversdóttir úr Njarðvík ein af fjórum stúlkna sem eru ijórtán ára gamlar og yngstar í stúlknalandsl- iðshópnum. Jafnaldrar hennar eru þær Stefanía, Gréta og Eva. Rannveig leikur körfuknattleik nieð þremur flokkum, stúlkna-, unglinga og meistaraflokki Njarð- víkur. Anlta Svelnsdóttir. Mætti vera meiri áhugi Það mætti gjarnan vera meiri áhugi hjá stelpunum í Grinda- Vík. Við erum fáar á æfingum. Margar úr mínurn árgangi hafa farið í skóla út á land og það veld- ur því að við höfum ekki náð sér- stökum árangri í yngri flokkunum," sagði Anita Sveinsdóttir. „Aðstaðan er góð og við æfum lyftingar til að styrkja okkur í fráköstunum. Ekki veitir af, ég er svo lítil,“ sagði An- ita sem er 170 sentimetrar á hæð og spilar sem framherji. ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Keiluíþróttin eraðsækjaá LÍTIÐ hef ur farið fyrir keiluíþróttinni á síðustu árum en hún virð- ist njóta æ meiri vinsælda. Nýjasti keilusalurinn er í Mjódd og þeir sem spilar þar eru lausir við flókinn reikning til að telja stigin. Tölvur eru tengdar við allar brautir og stigafjöldi kepp- enda birtist jaf nóðum á sjónvarpsskjá. Morgunblaðið leit við í Mjódd- inni á sl. sunnudag og tók keiluspilara tali. Fyrstur fyrir svör- um varð þrettán ára piltur, Þórhall- ur Hálfdánarson. „Ég byijaði að spila keilu í Garða- bænum fyrir rúmu ári og spila næst- um því á hveijum degi. Eg er ekki kominn í lið ennþá en stefni að því að spila á íslandsmótinu eftir ára- mót.“ Þórhallur hjálpar til við af- greiðslustörfin í Keilusalnum í Mjódd og fær í staðinn að spila frítt. „Það getur verið erfitt að fella allar keilumar. Brautimar samanstanda af 38 - 40 listum og maður reynir að hitta ákveðinn lista til að fá kúl- una til að koma skáhallt á fremstu keilurnar. Árangurinn er svo upp og niður, besta skorið hjá mér í leik er 200 stig og það var á æfingu. Það vantaði sjö pinna í lokin og ég rétt náði þeim niður í síðasta skot- inu,“ sagði Þórhallur. Hann á sína eigin kúlu eins og flestir sem spila að staðaldri og segist stefna á að kaupa sér aðra betri á næstunni. í keilu eftlr langt hlé Pétur Berg Matthíasson, fimmt- án ára gamall var að spila við bróð- ur sinn Guðmund Rúnar. „Þetta er fyrsta skiptið sem ég spila í langan tíma, ég kom af því að mér þótti fyrri hálfleikurinn í ítalska boltanum í sjónvarpinu leiðinlegur. Ég hef aldrei æft en kom stundum í kei- lusalinn í Öskjuhlíð. Mér finnst muna sérstaklega um að þurfa ekki að reikna stigin, ég átti oft í vandræðum með það,“ sagði Pétur sem náði að skora 139 sem hann taldi vera besta skor sitt í þessari íþrótt. Þórður Kjartansson er einn sjö áhugamanna um keilu sem eru eig- endur af þessum stað en alls eru þrír salir á landinu, tveir í Reykja- vík og einn í Keflavík. Brautirnar í Mjódd voru áður í Garðabænum. „Það hefur verið unglingastarf frá byijun og umsvifin eru alltaf að aukast. Ég held að það séu 20 - 25 unglingar sem æfa keilu hér þennan stutta tíma sem þessi salur hefur verið opinn og eftir áramót stendur til að stofna Keiludeild ÍR. Fjöldinn er svipaður í Öskjuhlíðinni þannig að líklega æfa fjörtíu til fímmtíu unglingar þessa íþrótt á höfuðborgarsvæðinu. Tölvukerfið er bylting og á sinn þátt í því að ung- lingar haldast í íþróttinni. Æfingin tekur einn og hálfan tíma og nú fer allur sá tími í að hjálpa krökkunum að kasta rétt. Áður fót mikill tími í að kenna krökkunum að reikna með mismundandi árangri." Mikilvægt að eiga kúlu Flestallir sem æfa eru með eigin kúlu sem boruð er sérstaklega fyrir hvern og einn og Þórður segir að það sé mikilvægt ef árangur á að nást. Kúlur fyrir byijendur kosta um það bil sex þúsund krónur en hægt er að fá kúlur sem kosta upp í fimmtán þúsund krónur en þá er um að ræða nýjustu og bestu kúl- umar sem gefa möguleika á meiri snúningi. „Við lánum skó og sum- ir kaupa sér hanska til að styðja við úlnliðinn en nýliðum hættir oft til að taka of mikið á þegar þeir kasta,“ sagði Þórður. Bræðurnir Pétur Berg og Guðmundur Rúnar Matthíassynlr. Þórhallur Hálfdánarson spilar kellu nær daglega Körfuknattleikur: Tólf valdir á NM drengja IM lorðurlandamótið í körfu- knattleik fyrir drengi sem fæddir eru 1978 og síðar verður haldið í Sundsvall í Svíþjóð 27. - 29. desember. Mótið er opið Eyst- rasaltsþjóðunum en það verða ein- göngu Eistlendingar sem verða fulltrúar þeirra. Hinar þjóðiniar eru: Svíjijóð, _Finnland, Noregur, Danmörk og ísland. íslenska liðið hafnaði síðast í 4. sæti en ísland orðið Norður- unglinga, árið hefur einu sinm landameistari 1991. Hörður Gauti Gunnarsson er þjálfari unglingaliðsins og hann valdi nýlega þá tólf menn sem keppa fyrir íslands hönd í Sví- þjóð. Liðið er þannig skipað: Daníel Öm Ámason.........Haukum Róbert Leifsson..........Haukum Steinar Kaldal.................KR Finnur yilþjálmsson...........KR Baldur Ólafeson...............KR Daði Sigurþórsson.......Snæfelli SævarSigurmundsson...Þór Þorl.h. Hjörtur Þór Hjartarson.......Val Hlynur Þór Bjömsson..........Val Pétur Már Sigurðsson........Val Páll Vilbergsson.......Grindavfk Halldór Karlsson........Keflavík Finnur Vilhjálmsson er fyrirliði liðsins. Karfahjá Umf. Þrótti Við erum ennþá ekki komnir með nógu gott lið til að keppa á íslandsmóti. Við keppum æfinga- leiki og stefnum að því að vera með á íslandsmótinu næsta vetur,“ segja félagamir Jón Þorri Vilbergsson og Jón Grétar Heijólfsson sem æfa með Ungmennafélaginu Þrótti úr Vogum á Vatnsleysuströnd. Körfuknattleikur er ein þeirra greina sem Þróttarar byijuðu að stunda eftir að hið nýja íþróttahús var reist á síðasta ári. „Við erum á bilinu ellefu til tólf sem mætum á æfingar, við erum með einstaka leikmenn sem eru góðir en okkur vantar ennþá breidd." Nafnarnir eru í tíunda flokki sem æfir með níunda flokki. Þróttarar starfrækja einnig yngri flokk, fyrir þá sem fæddir eru 1982 og síðar. Þjálfari þessara liða er Jón Guð- mundsson, liðsstjóri Keflavíkurliðs- ins í úrvalsdeildinni. Jón Þorri Vilbergsson og Jón Grétar Herjólfsson æfa með Ungmennafélaginu Þrótti íVogum. Badmintonmót Úrslit á Badmintonmóti HSK sem haidið var í Þorlákshöfn þann 4. desember sl. Þátttakendur í mótinu voru 120 frá niu félögum. Snáðar (- 10 ára) 1. Daníel Reynisson..........Umf. Hrunam 2. Kári Georgsson............Umf. Hrunam 3. Jöhannes Helgason.........Umf. Hrunam Snótir (-10 ára) 1. Halldóra E. Jóhannsdóttir 2. Ásgerður Halldórsdóttir TBR 3. Hólmfnður Smáradóttir Hnokkar A (-12 ára) 1. Baldur Gunnarsson Þór ..Víkingi 2. Þorbjörn Þórðarson 3. Hlynur Kárason TBR Hnokkar B (-12 ára) 1. Guðmundur Biömsson 2. Guðmann Gunnsteinsson ...Umf. Hrunam 3. Ólafur Páll Ólafsson Víkingi Tátur A (-12 ára) TRR 3. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir TBR Tátur B (-12 ára) 1. Unnur Rán Reynisdóttir ....Umf. Hrunam bh Sveinar A (-14 ára) tbr 3. Haraldur Bjömsson Sveinar B (-14 ára) 2. Víðir Þór Þrastarson Þór 3. Einar Geir Þórðarson Meyjai- A (-14 ára) 1. Sara Jónsdóttir TBR 2. EvaPetersen TBR 3. fris Ellertsdóttir Meyjar B (-14 ára) 1. Bára Jónsdóttir 2. Klara Þórhallsdóttir bh 3. Þómnn Harðardóttir BH Drengir A (-16 ára) 1. Magnús Ingi Helgason 2. Pálmi Sigurðsson 3. Invólfur Invólfsson TRR Drengir B (-16 ára) 1. BrynjarSigurðsson Umf Hrunam 2. Sigurður Rúnar Amarson Umf. Þrótti 8. Jóhann 0. Sveinsson BH Telpur (-16 ára) 1. Ellý Sandra Ingvadóttir.........Víkingi 2. Kristín Svava Stefánsdóttir ...Umf. Þrótti 3. Eyrún Lóa Eiríksdóttir..........Víkingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.