Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 37
'+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 37 brseta inna m Ráðstafanir ríkisstjórnarínnar í efnahags- og skattamálum barni og hann taldi það meira for- gangsverkefni en eigin frami. Marie er sögð þekkja andleg og lík- amleg takmórk bónda síns betur en nokkur annar og hefur hún ávallt verið treg til að samþykkja að hann færi í forsetaframboð. „Það er orðið tímabært að Jacques slaki á. Ég hef áhyggjur af heilsu hans. Hann hefur stritað allt frá því að ég kynntist hon- um og hann þreytist nú mun fyrr en áður," sagði hún fyrir skömmu en tók þó fram að hún myndi ekki banna honum að bjóða sig fram. „Ég vil ekki að hann sé óhamingjusamur. Ef hann ber með sér dulda ósk um að bjóða sig fram mun ég fórna mér, rétt eins og hann hefði gert fyrir mig." Efnileg dóttir Umhyggja fyrir Xavier Aubry, dótt- urinni sem Delors tók fram yfir emb- ættismannaframann á sínum tíma, hefur eflaust einnig ráðið miklu. Aubry er ekki bara móðir eina barna- barns Jacques Delors heldur einnig bjartasta von kvenna í frönskum stjórrimálum. Er ekki talið útilokað að hún verði fyrsta konan sem nái kjöri sem forseti Frakklands. Ef Jacques Delors hefði boðið sig fram og náð kjöri er hins vegar ólík- legt að af því hefði getað orðið. Del- ors hefði ekki getað skipað dóttur sína í nein há embætti (s.s. ráðherraemb- ætti) vegna skyldleikans og hún hefði því verið nær útilokuð úr frönskum stjórnmálum næstu sjö árin. Ákvörðun föður hennar kann að breyta því. Hún auðveldar hins vegar ekki Sósíalistaflokknum lífróður sinn. Flokkurinn var upphaflega stofnaður af Mitterrand og hafði það helst að markmiði að koma honum í Elysée- höllina. Nú þegar hillir undir lok fjórt- án ára forsetatíðar virðist ekki ólík- legt að flokkurinn hverfi af sviðinu ásamt skapara sínum. Enginn augljós frambjóðandi Innbyrðis klofningur og óteljandi hneykslismál hafa leitt til^ þess að flokkurinn er rúinn trausti. I Evrópu- kosningum fyrr á árinu þurrkaðist hann nær út. Þar sem enginn augljós frambjóðandi (annar en Delors) er sjáanlegur er þetta mikið áfall fyrir sósíalista. Mörg nöfn eru nú nefnd til sögunn- ar en fá virðast líkleg til að freista franskra kjósenda. Michel Rocard fyrrum forsætisráðherra er mjög lík- legur frambjóðandi en mun varla valda mikilli spennu hvorki innan flokks né utan. Henri Emmanuelli flokksformaður er of nátengdur ýms- um spillingarmálum, Jack Lang, fyrr- um menningarmálaráðherra, er vin- sæll en hefur litla sem enga reynslu af utanríkis- eða efnahagsmálum og Pierre Mauroy er gamall og þreyttur. Þá haf a verið nef ndir þeir Lionel Josp- in, fyrrum menntamálaráðherra, og Bernard Kouchner, fyrrum mannrétt- indamálaráðherra. Allir eiga þessir menn það sameig- inlegt að vera fulltrúar ákveðinna hópa eða flokksbrota og enginn þeirra _________ gæti sameinað vinstrimenn á sama hátt og Delors. Áhrifin utan Frakklands verða eflaust einnig þó nokkur. Það verður ekki ¦^™^""™"" hinn Evrópusinnaði Delors, sem tekur við af Mitterrand. Þess í stað bendir flest til að það verði Chirac eða Balladur sem muni fara með málefni Frakklands á ríkjaráðstefnu ESB árið 1996. Ekki er útilokað að þeir muni frekar leita eftir samvinnu við Breta en Þjóðverja í þeim málefn- um, sem þar verða rædd. Þó að sú yrði ekki raunin er ljóst að Helmut Kohl Þýskalandskanslari hefur misst öflugan bandamann í barátturini fyrir evrópsku sambandsríki. I inut Kohl ir banda- lann Persónuafsláttur hækkar og mörk hátekjuskatts breytast I Einhleypur Einhleypur Einhleypur Hjón Hjón Hjón Mánaðarlaun Kr. 80.000 Kr. 160.000 Kr. 280.000 Kr. 150.000 Kr. 250.000 104.600 Kr. 500.000 209.200 Staðgreiðsla (41,84%) Persónuafsláttur nú 33.472 66.944 117.152 62.760 -23.944 -23.944 -23.944 -47.888 -47.888 -47.888 Hátekjuskattur (5%) +0 +0 Kr. 43.000 +4.000 +0 +0 +5000 Skattur Kr. 9.528 Kr. 97.208 Kr. 14.872 Kr. 56.712 Kr. 166.312 1.1 til 30.6 1995 Staðgreiðsla (41,84%) 33.472 66.944 -24.445 117.152 -24.445 62.760 -48.890 +0 Kr. 13.870 104.600 209.200 -48.890 Persónuafsláttur -24.445 -48.890 Hátekjuskattur (5%) +0 +0 +2.750 Kr. 95.457 +0 Kr. 55.710 +2.500 Kr. 162.810 Skattur Kr. 9.027 Kr. 42.499 1.7 til 31.12 1995 Staðgreiðsla(41,84%) Persónuafsláttur Hátekjuskattur (5%) 33.472 -24.845 +0 66.944 -24.845 +0 117.152 -24.845 +2.750 62.760 -49.690 +0 Kr. 13.070 104.600 -49.690 +0 209.200 -49.690 +2.500 Skattur Kr. 8.627 Kr. 42.099 Kr. 95.057 Kr. 54.910 Kr. 162.010 Hátekjuskattur kemur á mánaðartekjur umfram 200 þús. kr, hjá einstaklingi en 400 þús. kr. hjá hjónum. Þessi mörk verða 225 þús. kr og 450 þús. kr. Hjón fullnýta persónuafsláttinn. Halli ríkissjóðs eykst um 2 milljarða Tekjuskattur einstaklinga lækkar um 8.400 krónur á næsta ári miðað við árið í ár RÁÐSTAFANIR ríkisstjórn- arinnar auka halla ríkis- sjóðs um tvo milljarða króna frá því sem ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarpi vegna ársins 1995. Það er einkum átak í vegamálum til að treysta atvinnu í landinu á næsta ári sem eykur halla ríkissjóðs, en áætlað er að veita 1.250 milljónum króna til þessa verkefnis. í fjárlagafrumvarpinu var reiknað með að hallinn yrði rúmlega 6,5 millj- arðar króna á næsta ári, þannig að með þessum breytingum gæti hallinn orðið um 8,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins sundurliðast þessi aukni halli þannig að ákvörðun um niðurfellingu sér- staks 0,75% eignaskatts á eignir umfram tæplega 10 milljónir króna eða svonefnds ekknaskatts lækkar tekjur ríkissjóðs samkvæmt áætlun- um um 120 milljónir króna. Skattur- inn var lagður á árið 1989 og var þá mikið gagnrýndur. Hér eftir verð- ur því eignaskattur innheimtur í einu þrepi, sem er 1,2% á eignir umfram rúmlega 3,5 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að skattfrelsi 15% tekna úr lífeyrissjóði kosti ríkis- sjóð um 250 milljónir króna í minni tekjum á næsta ári, en mjög erfitt er að áætla nákvæmlega hvað þessi breyting muni kosta ríkissjóð, auk þess sem líklegt er að kostnaðurinn eigi eftir að aukast í framtíðinni vegna fjölgunar ellilífeyrisþega. Samtals 10% af launum eru greidd til lífeyrissjóðs, 4% af launþega og 6% af atvinnurekanda. Launþegi greiðir skatt af framlagi sínu og til þessa hefur einnig verið greiddur skattur af tekjum úr lífeyrissjóði umfram það sem nemur persónuaf- slætti viðkomandi og því - þess vegna haldið fram að um tvísköttun sé að ræða. 15% skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóði er hins vegar talið jafngilda framlagi launþega til sjóðsins. Það ""—""—"" sem á vantar samanstendur annars vegar af framlagi vinnuveitenda, sem ekki er tekinn staðgreiðsluskattur af, og hins vegar af fjármagnstekjum sjóðsins sem ekki eru skattlagðar. Þetta þýðir að af 25 þúsund króna tekjum úr lífeyrissjóði þarf að greiða skatt af 21.250 krónum. Fjárfestingar örvaðar Breytingar eru einnig gerðar á skattalögum til að örva fjárfestingar og nýsköpun í atvinnulífinu. Fjárfest- ingar fyrirtækja á árunum 1994 og 1995 munu njóta sérstakra flýtifyrn- Ríkisstjórnin kynnti á laugardag ráðstafanir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun. Hjálmar Jónsson kynnti sér ráðstafanirnar, einkum að því leyti sem þær snúa að breytingum á skattheimtu og útgjöldum ríkissjóðs. FJARLAGAHALLINN eykst við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Myndin er frá því fjárlagafrumvarpið var kynnt í haust. Persónuaf- sláttur hækk ar um 900 krónur inga til skatts og er reiknað með að það kosti ríkissjóðs í kringum 100 milljónir í minni skatttekjur. Þá verð- ur horfið frá því að skerða skattaaf- slátt vegna hlutabréfakaupa frekar en búið er. Áfram verður heimilt að draga 80% af kaupverði hlutabréfa frá skattskyldum tekjum upp að ákveðnu marki sem er um 100 þús- und krónur fyrir einstakling og um 200 þúsund krónur fyrir hjón og er - gert ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs verði 80 milljónum króna minni á næsta ári vegna þessa. Þá er gert ráð fyrir að samstarf vjð sveitarfélög ——^— um atvinnuskapandi að- gerðir kosti ríkissjóð um 450 millj- ónir króna í auknum útgjöldum, en samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar þurfa sveitarfélögin ekki að greiða til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs heldur er gert ráð fyrir að að- ild þeirra að átaksverkefnum og at- vinnuskapandi aðgerðum komi í stað framlags þeirra. Þá nema viðbótarfj- árveitingar til sjúkrahúsa meðal ann- ars vegna sameiningar Landakots og Borgarspítala 350 milljónum króna á næsta ári. Samanlagt er þetta á milli 2,5 og 2,6 milljarðar króna. Á móti kemur hækkun bensínsgjalds sem þegar hefur komið til framkvæmda en áætlað er að það gefi 310 milljónir í auknar tekjur á árinu 1995. Þá verður hátekjuskattur áfram inn- heimtur á næsta ári, en ekki var gert ráð fyrir tekjum af honum í fjár- lagafrumvarpinu. Skatturinn er inn- heimtur eftir á og nam í ár vegna tekna á árinu 1993 um 400 milljónum króna. Tekjur af honum lækka á næsta ári, þar sem tekju- viðmiðunin hækkar. Hann verður ekki lagður á tekjur einstaklings undir 225 þús- und krónum á mánuði og ekki á tekjur hjóna undir 450 þúsund krónum. í ár ""~—"~" var hann lagður á tekjur einstaklings yfir 200 þúsund krónur og þann hluta tekna hjóna sem fóru yfir 400 þús- und krónur. Reiknað er með að skatt- urinn skili 300 milljónum króna í tekjur til ríkissjóðs á árinu 1995 eft- ir hækkun tekjuviðmiðunarinnar. Ef tekjuviðmiðunin hefði verið hækkuð í 250 þúsund krónur fyrir einstakling og 500 þúsund fyrir hjón, þannig að hátekjuskattur legðist einungis á tékjur yfir þessum mörkum, sýna útreikningar að tekjur af skattinum hefðu lækkað um helming og orðið 200 milljónir í stað 400 milljóna. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að skattfrelsismörk ein- staklings hækka um 2.150 krónur á næsta ári og fara úr 57.228 krónum eins og þau eru á síðari hluta þessa árs í rúmlega 59.300 krónur seinni part næsta árs. Þetta kemur til fram- kvæmda í tveimur áföngum. Gert er ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um áramót úr 23.944 krónum á mánuði eins og hann er nú í 24.445 krónur og um mitt næsta ár um 400 krónur til viðbótar í 24.845 krónur á mánuði. Þetta þýðir að stað- greiðsla einstaklings á fyrri hluta næsta árs lækkar um 501 krónu á mánuði og um 400 krónur til viðbót- ar síðari hluta ársins. Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur einstaklings á næsta ári lækkar samkvæmt þessu óháð tekjum um rúmar 8.400 krónur mið- að við árið í ár ef viðkomandi er ekki með svo háar tekjur að hann þurfi að greiða hátekjuskatt. Tekju- skattur hjóna sem bæði fullnýta per- sónuafslátt sinn lækkar um helmingi hærri upphæð eða rúmar 16.800 krónur á næsta ári ef þau greiða ekki hátekjuskatt. Ef hins vegar skoðað er hvernig skattbreytingarnar koma út fyrir fólk sem einnig greiðir hátekjuskatt kem- ur í ljós að einstaklingur sem er með 280 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir 1.751 krónu minna í skatta á mánuði á fyrri hluta ársins og 2.151 krónu á mánuði síðari hluta ársins. Samanlagt borgar hann rúmlega 23.400 krónur minna í skatta á næsta ári en í ár, þar sem hátekju- skattur hans lækkar um 15 þúsund krónur. Hjón sem hafa 500 þúsund krónur í tekjur saman borga 3.502 - krónur minna í skatta á mánuði á fyrri hluta næsta árs en í ár og 4.302 krón- um minna á mánuði síðari hluta ársins. Samanlagt borga þau rúmlega 46.800 ——— krónum minna í skatta á árinu 1995 en á árinu 1994, þar sem þau greiða 30 þúsund krónum minna í hátekjuskatt. Vegna hækkunar persónuafslátt- arins má gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs verði 470-480 milljónum minni en þær hefðu orðið að óbreyttum regl- um. í fjárlagafrumvarpinu var hins vegar gengið út frá því að persónuaf- sláttur myndi hækka í takt við launa- en ekki verðlagsbreytingar á næsta ári, þannig að þessi ákvörðun nú eyk- ur ekki halla fjárlaga frá því sem ráð var fyrir gert í frumvarpinu. Breytingar til að örva fjár- festingar og nýsköpun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.