Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 43 AÐSENDAR GREINAR „ Vakna þú sem sefur, rís upp frá dauðum og þá mun Drottinn lýsa þér" ER ISLENSKA þjóðin á leið inn í bjart- ari og betri framtíð, eða erum við á vegin- um, sem leiðir þjóðina inn í myrkur og á end- anum eilífa glötun? Hver getur svarað slík- um spurningum og um leið boðið lausn sem virkar? Við eigum að- gang að dýrmætustu bók sem rituð hefur verið, en það er Heilög Ritning Guðs, Biblían. Hún er dýrmæt, því að í henni er að finna orð hins eina og sanna Guðs sem flestir ís- lendingar hafa játast skírn og fermingu, Örn Leó Guðmundsson gegn um eða u.þ.b. 92,5%. í henni er að fínna sannleik- ann um það hver Guð er, kærleika hans miskunn og umhyggju. Þar sjáum við að það er eðli Guðs að hjálpa og mæta hverskyns þörf barna sinna, en við þurfum að fara hans leið samkvæmt Ritningunni og þá uppgötvum við líka þvílíkan stórkostlegan föður við eigum. Við getum meðtekið gegn um Heilaga Ritningu það sem Guð vill segja við okkur og í henni skynjum við hjarta Guðs og vilja í öllum málum, sem snúa að lífinu í heild; og er þar ekkert undanskilið. I Biblíunni er „Sannleikurinn" ritað- ur og skilgreindur, og skýr munur gerður á réttu og röngu. Sá sem brýtur lög Guðs syndgar og afleið- ing syndar er aðskilnaður frá Guði, en þar getur maðurinn engu um breytt, því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. En með því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til að hver sem á hann trúir, glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf, þá hefur Guð, gegnum Jesú, opnað leiðina til sín og til eilífs lífs. Biblían segir okkur að allir menn þurfi á hjálpræðinu að halda og það sé meðtekið með því að: 1) Gera iðrun og trúa fagnaðarerind- inu, með því að gera sér grein fyrir að þeir eru syndarar og þurfa á hjálpræðinu að halda. 2) Játa Jesúm Krist sem Drottinn og trúa því í hjarta sínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum á þriðja degi. 3) Snúa baki við hinu gamla lífi og lífsstíl og hafa Guðsorð að leið- arljósi. Heilög ritning segir: „í því birtist kærleikur Guðs meðal vor að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að við skyldum lifa fyrir hann." Gengur íslenska þjóðin á Guðs- vegi á leið inn í bjarta og betri framtíð eða er hún á vegi sem ligg- ur til glötunar? Margir lifa eins og enginn Guð sé til né heldur dómur á hinum efsta degi. Hver er sá raunveruleiki sem við búum við í dag? Við búum við pólitíska spill- ingu og réttarfarslega hnignun, þar sem réttur sakbornings virðist vera borinn meira fyrir brjósti en fórnarlambs, þegnar þessa lands eru ekki lengur öruggir á götum úti, hvorki í borg eða bæ, vegna stöðugt aukins ofbeldis, rána og nauðgana og öryggisgæslu virðist mikið ábótavant. Fjölmiðlar spúa úr sér eitri, í formi stöðugt grófari ofbeldis og kláms og öfugugga- háttar. Með tilkomu kapalsjón- Það er ekki mitt að dæma menn eða mál- efni, segir Orn Leó Guðmundsson, sem hvetur fólk til að kynna sér boðskap Biblíunnar. varps, tölvuneta og vídeóiðnaðar- ins, geta menn horft upp á raun- veruleg morð og limlestingar á börnum og fullorðnum. Og klámið sem fólk getur nálgast, gengur langt út fyrir það sem kallast heil- brigt kynlíf, þar sem m.a. börn og dýr eru í aðalhlutverki. Allt of mikið af því efni sem Ríkissjón- varpið og Stöð 2 bjóða börnunum uppá, gengur út á ofbeldi í einni eða annarri mynd og er gjörsam- lega óboðlegt börnum. Enn fara fram fóstureyðingar, sem margir telja að eigi ekki rétt á sér. Hvað gera stjórnvöld og Þjóð- kirkjan? Mikil afkristnum hefur átt sér stað, jafnvel innan þjóðkirkj- unnar m.a. með tilkomu kvenna- guðfræði, nýguðfræði, spíritisma og burtskýringu á Biblíunni. Við verðum líka vör við þessa afkristn- un á öldum ljósvakans, en í staðinn bjóða menn nýöldina velkomna með sínum hindúisma/jóga, spírit- isma, norna- og álfatrú, „stjörnu- speki", lófalestri og heilun. Og nýöldin hefur þegar haldið innreið með kenningar sínar inn í mennta- kerfið erlendis, þar byrja þeir á barna: og dagheimilum og fara síðan áfram inn í skólana. Hvað er að gerast á íslandi í þessum efnum, og hvað gera stjórnvöld og Þjóðkirkjan? í ljósi sögunnar og liðinna at- burða, innan ríkisstjórnarinnar, hlýtur það að teljast réttmæt krafa, að sett verði lög og starfs- reglur, sem ná til stjórnkerfisins í heild, þ.e. til allra stjórnmálaflokka og þings, sem og bæjarstjórna; lög sem loka fyrir spillingu og mis- notkun á valdi og fjármunum. Og kjör og önnur hlunnindi ráða- manna og annarra sérréttindahópa innan ríkis og bæja séu í samræmi við kjör almennings. Að lokum langar mig að koma inn á tillögur frá „samkynhneigð- um" um rétt til að búa í sambúð, þ.e. með þeim réttindum sem því fylgir, og kröfur um ættleiðingu barna og að fræðsluefni/námsefni um þeirra málefni verði innleitt í alla skóla, til að m.a. eyða öllum „fordómum". Þegar fólk ætlar að mynda sér skoðun á þessum tillög- um, við hvað á það að miða? Sum- ir vilja fylgja þróuninni, sem ég hef komið lítillega inn á hér á undan, þar sem engar hömlur eru og allir gera það sem þeir vilja og þeim sjálfum finnst rétt. En hver er ávöxturinn? Er hann góður og fallegur? Leiðir hann af sér lífsstíl sem allir gætu sagt að sé heilbrigð- ur og geri nútíma samfélög að betri samfélögum að búa í? Ef menn vilja miða sínar skoðanir út frá því sem Guðs orð segir, þá kemur það skýrt fram að Biblían kallar lífsstíl þennan kynvillu og fordæmir hann á greinilegan hátt. En er samt ekki að hafna mann- eskjunni heldur lífsstílnum sem slíkum. En er þá Guð fordómafull- ur? Ef það sem Biblían skilgreinir sem kynvillu er Guði á móti skapi, er þá rétt að samþykkja með lögum að þeir geti ættleidd börn? Hver ætlar að standa vörð um börnin og þeirra rétt? Hver er réttur foreldra og þeirra barna til að taka ekki við þeirri fræðslu sem reyna á að koma að í skólum landsins? Margir sem hafa verið samkyn- hneigðir hafa lýst því yfir, að þeir vissu, að lífsstíll þeirra væri rang- ur, ekki út frá þeim skilaboðum sem þjóðfélagið gaf þeim, heldur í hjarta sínu. Og þetta fólk upp- lifði sig óhamingjusamt og fjötrað. Fjöldi „samkynhneigðra" er- „Haltu í hendina á mér - snertu mig" GJÖRGÆSLUDEILD Landspítalans á um þessar mundir 20 ára afmæli. Ef til vill hefur þú, lesandi góður, átt þín spor þangað inn, hvort heldur í hlutverki sjúklingsins eða aðstand- andans. Undanfarin ár hafa miklar breytingar orðið á starfsemi deildarinnar og hefur hlutfall mikið veikra sjúklinga aukist. Framfarir í læknavísindum og flókinn tæknibúnaður gera stærri og flóknari skurðaðgerðir mögulegar. Fyrir um 20-30 árum þótti mikið viðhaft að hafa vökva renn- andi í æð. f dag eru framf- arirnar orðnar þvílíkar að til eru allskyns lyf sem t.d. hjálpa hjart- anu að dæla og ef þau hrökkva ekki til er alltaf möguleiki að leggja pumpu inn í ósæð líkamans til að gefa hjartanu stuðning. Hefði okkur íslendingum dottið í hug fyrir aldarfjórðungi síðan að við kæmum til með að eiga og nota tæki eins og hjarta- og lungnavél? Með hjálp tækninnar er oft hægt að gera kraftaverk og stundum finnst manni að sjúkl- ingurinn hverfi nánast í tækja- kostinn. Mikilvægi þess að bjarga lífi er sjaldnast umdeilanlegt, en á þeim stundum sem sjúklingurinn er veikastur getur umhverfi hans fremur líkst vélasal en sjúkra- stofu. Aðstandendur geta því átt í erfiðleikum með að nálgast og Rósa Jónsdóttir Þóra Jenný Gunnarsdóttir snerta sjúklinginn af ótta við að setja eitthvað úr skorðum. Þó er snerting kannski einu mögulegu samskiptin þeirra á milli. Af hverju er snerting svona mikilvæg og hvaða hlutverki getur hún gegnt í hátækniþjónustu? Snerting er notuð milli foreldra og barna, elskenda og vina, til að flytja boð umást, umhyggju og hluttekningu. í öllum menningar- samfélögum er snerting sönnun ástúðar og vinskapar. Það að forð- ast snertingu við aðra einstaklinga getur gefið til kynna fráhvarf frá ástúð eða félagslega höfnun. Skortur á snertingu getur hindrað og dregið úr þroska einstaklings- ins á ýmsum sviðum, s.s. hvað varðar þroska talmáls, vitsmuna og sjálfsvitundar. Rannsóknir á áhrifum snertingar hafa sýnt að sumar tegundir snertingar, t.d. rólegar strokur á bak og það að halda í hendi, geta fram- kallað slökunarviðbrögð. Líkaminn er mjög misnæm- ur fyrir snertingu og sem dæmi þá eru hendur og andlit næmust. Sumir ein- staklingar hafa meiri þörf fyrir snertingu en aðrir og má þar fyrst og fremst nefna mikið veika sjúkl- inga. Snerting eykur já- kvæð viðbrögð þeirra. Einn- ig leiðir hún til bættrar lík- amsímyndar sjúklinga, en líkamsímyndin er oft skert vegna alvarlegra veikinda, taps á líkamshluta og/eða tengingar við fjölda tækja. Af þessu má sjá hversu mikilvægan sess snerting skipar í samskiptum okkar dag- lega lífs, hvort heldur við erum heilbrigð eða sjúk. I hjúkrun er snerting óhjá- kvæmilegur hluti af hjúkrunar- meðferð hvort sem verið er að veita aðhlynningu, gefa lyf eða halda í hendi sjúklings. Heilbrigð- isstarfsfólk getur nýtt sér snert- ingu, t.d. í formi nudds, til að auka vellíðan sjúklinga. Hvað er betra en góðar strokur á þreytt bak eftir langvarandi legu? Nudd er gefandi snerting og góð leið til að nálgast veikt fólk ekki síður en heilbrigt. Það sýnir umhyggju og veitir líkamlega slökun auk lendis hefur fengið lausn og hjálp þegar hann snéri sér til Drottins af heilu hjarta og hefur síðan snú- ið algjörlega frá sínum fyrri lífsstíl. Það er vitað að Petofilar, þ.e. » þeir sem leggjast með litlum börn- um, hafa stofnað félagssamtök erlendis og krefjast þess að vera samþykktir og lífsstíll viðurkennd- ur, á þeim forsendum m.a. að svo framarlega sem börnin og þeir séu sammála, þá sé vörknaðurinn í lagi. Hvernig ætla stjórnvöld og kirkjan að bregðast við þeirri þróun sem blasir við okkur? Það er ekki mitt að dæma menn eða málefni og það er ekki tilgang- urinn með grein þessari. Heldur sá að benda á Jesú Krist sem út- hellti blóði sínu á krossi fyrir 2.000 árum fyrir syndir mínar og þínar, til að við skyldum lifa réttlætinu. Hann reis upp á hinum þriðja degi og Hann lifir í dag. Hann er lausn- in fyrir þig og mig, í Honum er að finna það líf sem Guð skapaði og ætlaði okkur að lifa. Líf í kærleika til hvers annars og til Guðs, líf sem er í „harmón- íu" við Föðurinn og sköpunina og við okkur sjálf. Þar sem við uppfyll- um þarfir hvers annars, hugsum vel um og tölum vel um hvert ann- að og hjálpum hvert öðru. Þegar við tökum við hjálpræðinu í Jesú Kristi þá gerist stórkostlegt kraftaverk, eða eins og Ritningin segir: Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til." Höfundur staxfar að sölu- og markaðsmálum. Dé Longhi djúpsteikingarpottarnir með snúningsKÖrfunni eru byltingarkennd tækniný|ung Snerting skipar mikil- vægan sess í daglegum samskiptum fólks, segja Rósa Jósdóttir og Þóra Jenný Gunnars- dóttir, hvort heldur við erum heilbrigð eða sjúk. þess að vera andlega róandi. Á hátæknideild eins og gjör- gæsludeild Landspítalans er mikil- vægt að draga úr skaðlegum um- hverfisáreitum eins og hægt er. Einungis nauðsynleg tæki eru höfð í kringum sjúkling og reynt er að hagræða þeim þannig að aðstand- andinn eigi auðvelt með að nálg- ast sjúklinginn. Lengd heimsóknarinnar skiptir ekki öllu máli, en þegar þú, að- standandi góður, ert hjá sjúklingn- um, sýndu honum nærveru þína með því að snerta hann, taka utan um hann, tala til hans. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín en aðra breið þú ofan á mig er mér þá værðin rósamlig (Höf. ókunnur.) Höfundar eru hjúkrunar- fræðingar og starfa á gjörgæsludeild Lmidspítalans. Meö hallandi körfu sem snýst meöan á steikingunni stendur: • jafnari og f Ijótari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu f stað 3ja ttr. í öðrum. • mun stýttri steikingartími »50% ollu- og orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. F'rtu- og lyktareyoandi sfur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með stetkingunni, sjálf- hreinsandi húöun og tæm- ingarslöngu til að auövelda olfuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. I DeLonghi FALLEGUR, FLJÓTUR 0G FYRIRFERÐARLITILL I Verð aðeins frá 11.690,- til 13.990,- (sjá mynd) TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA iFOnix HÁTÚNI 4A SÍIVII (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.