Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðursystir mín elskuleg, FRÍÐA KNUDSEN, Hellusundi 6, Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala laugardaginn 10. desember. Hólmfríður Ólafsdóttir. + Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA LÁRUSDÓTTIR, Háaleitisbraut 39, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 9. desember. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstudaginn 16. desember kl. 14.00. Albert Ágústsson, Helgi Lárus Guðlaugsson, Anna Þórðardöttír, Þórey Guðlaugsdóttir, Magnús Óttarsson, Inga Jóna Guðlaugsdóttir, Jón Einarsson, Arnar Guðlaugsson, Eygló Jónsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN S. TRAUSTADÓTTIR, Suðurvangi 19a, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þann 11. desem- ber. Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Jón Trausti Harðarson, Fjóla Kristjánsdóttir Jóhanna Harðardóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Dagbjartur Harðarson, Anna Bergsdóttir, Guðlaugur Harðarson, Hafdís Bogadóttir, Erlingur Harðarson, Elsa Sigurfinnsdóttlr, Björk Harðardóttir, Renos Demetriou og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES K. BJÖRNSSON smiður frá Hjalteyri, ér lést þann 9. desember sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 15. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Möðruvöllum. Björn Jóhannesson, Lilja Guðmundsdóttir, Jón Jóhannesson, Ingibjörg M. Þórhallsdóttir, Henning Jóhannesson, Guðrún Gísladóttir, Ævar Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður Hátúni 4, sem lést á Droplaugarstöðum 7. þessa mánaðar, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. desember kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti Slysavarnafólag íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jóhannesdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Þóra Jóhannesdóttir. tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFURJÓNSSON húsasmiður, Digranesvegi 42, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. desem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SÍBS eða Samtök hjarta- sjúkiinga. Þórhanna Guðmundsdóttir, ÁsdísH.ÓIafsdóttir, KimLeunbach, Jóhann B. Ólafsson, Aðalheiður B. Kristinsdóttir og barnabörn. SÆVAR GUÐMUNDSSON + Sævar Guð- mundsson fæddist á Hvamms- tanga 4. apríl 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 4. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Vigdís Amundadóttir og Guðmundur Ey- steinsson, en hann lést árið 1985. Systkini Sævars eru: Aðalsteinn, Dagný, Gunnar, Gréta og Ásta. Sæv- ar fluttist ungur ásamt skyldu sinni til Reykjavíkur, og bjó þar þar til fyrir ári að hann fluttist í Mosfellsbæ. Sævar kvæntist árið 1992 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrefnu Sigurð- ardóttur. Hrefna á sex börn, Róbert, Davíð, Lottu, írisi, Söru og Daníel. Sævar starfaði lengst af sam bifreiðastjóri. Sævar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. fjöl- 0KKUR langar að minnst Sæv- ars, okkar elskulega bróður og son- ar sem lést svo óvænt. Fyrstu sam- eiginlegu minningarnar eru frá Nesjum, móts við Rauðhóla, þar sem við bjuggum, stór fjölskylda í lítilli íbúð. Dálítil einangrun og húsþrengsli hafa eflaust þjappað fjölskyldunni saman, enda erum við enn ákaflega samrýnd og þykir gott að hittast á góðri stund. Sæv- Blómastofa Friöfinns • Suðuríandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið off kvöld tíl kt. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öli tilef ni. Gjafavörur. % % i Erftdrykkjur ESJA HÓTEL ESJA Sími 689509 ar byrjaði 12 ára gam- all að vinna við skóg- rækt í Heiðmörk. Þar kynntist hann ýmsum góðum vinum og var margt brallað eins og gengur og gerist á þeim aldri. Hélst yin- skapur þeirra vinnufé- laganna alla tíð síðan. Lengst af vann Sævar sem bifreiðar- stjóri, fyrst við vöru- flutninga, en var síðar með sjálfstæðan at- vinnurekstur. Hann var mikill vinnuþjark- ur og þáði ekki alltaf laun fyrir störf sín. Vinnan var í hans augum ekki bara vinna, heldur líka áhuga- mál, og hann var auk þess afar bóngóður maður. Sævar bjó lengi á Skriðustekk 15 ásamt móður okkar. Milli þeirra var ávallt mjög sterkt og sérstætt , samband. Má segja, að þau hafi gætt hvors annars í orðsins fyllstu merkingu. Oft var glatt á hjalla á Skriðu- stekknum þegar hópurinn kom þar saman. Það var spilað, teflt og sungið, og var Sævar gjarnan fremstur í flokkí með hvers kyns grín. Hann hafði einstakt lag á að koma fram á glettinn hátt þannig að sjaldan sveið, þótt stundum væru gletturnar gráar. Hann var orðheppinn maður, svo sem eftir- farandi saga lýsir: Eitt sinn er hann vann hjá Kók kom hann inn í versl- un þar sem hann hitti fyrir inn- kaupastjórann. Sá spurði, hvort hann væri með eitthvað af viti. Þá svarar Sævar: „Já, já, vantar þig eitthvað af þvf?" Sævar kynntist Hrefnu konu sinni árið 1989, og hófu þau sam- búð 1991. Það var honum mjög mikils virði að eignast fjölskyldu og eigið heimili. Börnin veittu hon- um mikla ánægju og lífsfyllingu, enda var hann með afbrigðum barngóður maður. Þau hjón byggðu sér hús í Mosfellsbænum, sem þau fluttu í rétt fyrir síðustu jól. Þau lögðu mikla vinnu og umhyggju í þetta hús. Sævar gekk ekki heill til skógar, en veikindi sín bar hann ekki á torg. Það var þeirra vegna að hann varð að hætta bifreiðaakstri fyrr á þessu ári. Hann réðst í að opna Smur- og dekkjaþjónustu Breið- holts ásamt Ómari félaga sínum nú í haust. Hann batt miklar vonir við þetta fyrirtæki, og í það lagði hann sína síðustu krafta. Elsku Sævar, við söknum þín sárt. Okkur þykir öllum svo vænt um þig. Við vottum þér, Hrefna, og börnunum þínum okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Kveðja, móðir og systkini. I dag kveðjum við fósturföður og vin okkar, Sævar Guðmundsson, í hinsta sinn. Skyndilegt andlát hans er hrikalegt áfall fyrir okkur systk- inin og móður okkar Hrefnu Sigurð- ardóttur, og það mun taka okkur langan tíma áð jafna okkur á þessu áfalli. Þrátt fyrir að við hefðum ekki þekkt Sævar nema í fimm ár hafði hann mikil áhrif á líf okkar og vildi allt fyrir okkur gera. Sævar var mjög sérstakur mað- ur. Hann hafði mjög góða kímni- gáfu og þrátt fyrir mikil veikindi gat hann alltaf fundið spaugilegu hliðina á hlutunum og komið öllum til að brosa. Hann var mjög barn- góður og hugsaði um okkur systkinin eins og við værum hans eigin börn. Sævar var góður hlust- andi og við systkinin gátum alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á, því við gátum alltaf treyst á hann. Sævar var mikill vinnuþjarkur og þrátt fyrir mikla vinnusemi gat hann allaf fundið einhvern tfma'til að fylgjast með íþróttaiðkun okkar systkinanna eða hverju öðru sem við vorum að gera hverju sinni. Sævar var mjög vinamargur og hjálpsamur og vildi allt fyrir alla gera. Hann var einstakur maður og hans verður sárt saknað. Bless- uð sé minning hans. Elsku Sævar, við þökkum þér samfylgdina og allar ánægjustund- irnar sem þú veittir okkur. Guð blessi þig og varðveiti. Róbert Ericksson, Davíð Aðalsteinsson, Carlotta Rut Guðjónsdóttir, íris Dögg Guðjónsdóttir, Kolbrún Sara Guðjónsdóttir og Daníel Arnar Guðjónsson. Ótímabært fráfall, skyndilegur dauði, vekur mann til umhugsunar um lífið. Vinur okkar og mágur, Sævar Guðmundsson, er látinn langt um aldur fram. Margar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka, enda hressileiki og létt lund aldrei langt undan. Við minnumst sér- staklega samverustundanna á Skriðustekknum, þegar fjölskyld- urnar komu saman, enda var Sæv- ar sérlega barngóður og ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Með söknuð í hjarta og góðar minningar kveðjum við nú góðan dreng. Elsku Hrefna mín, megi Guð styrkja þig og börn- in á þessum erfiðu tímum. Kveðja, Ingólfur, Friðrik, Jan og Ragnheiður. Það er erfitt að skilja dauðann, en sennilega finnum við aldrei eins mikið fyrir honum og þegar hann hrifsar einhvern frá okkur sem við elskum. Við látum hugánn reika um fortíðina og kvíðum fyrir framtfð- inni vegna þess að elsku Sævar frændi okkar verður ekki hluti af henni. Sævar var stóri frændi okkar allra. Hann var frændinn sem mót- aði svo margar skemmtilegar minn- ingar í huga okkar og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Engum leiddist í návist hans enda þekktur fyrir glaðværð og skemmtileg uppátæki sem eru til margar sögur af. Þess vegna eru minningar okkar um hann góðar og dýrmætar og þegar við hugsum til baka hlaðast þær upp, fullar af Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. S. HELGASON HF STEINSIYIIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.