Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málsvörn Guðmundar Árna BÆKUR Ævisaga HREINAR LÍNUR, LÍFS- SAGA GUÐMUNDAR ÁRNA Höfundur: Kristján Þorvaldsson. Út- gefandi: Fróði hf. 1994.244 bls. með myndum og nafnaskrá. I LIFSSÖGU Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrrverandi ráð- herra og bæjarstjóra í Hafnar- firði, núverandi þingmanns og varaformanns Alþýðuflokksins, er ekki vegið sérstaklega að neinum. Þvert á móti er hún skráð af meira umburðarlyndi en vænta hefði mátt eftir pólitískar raunir sögu- hetjunnar undanfarna mánuði. Bókina má frekar skoða sem upp- haf að nýjum kafla í lífssögunni en punktaftan við þátttöku Guð- mundar Árna í stjórnmálum. Sviptingar innan Alþýðuflokks- ins hafa verið miklar á þessu kjör- tímabili. Af 10 þingmönnum flokksins, sem náðu kosningu í apríl 1991, hafa þrír látið af störf- um (Eiður Guðnason, Jón Sigurðs- son og Karl Steinar Guðnason) og einn sagt skilið við flokkinn (Jó- hanna Sigurðardóttir). Við störf- um þeirra þriggja, sem hurfu til annarra starfa, tóku varaþing- menn með misjafnlega mikla stjórnmálareynslu. í þeim hópi var Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, ótvíræður sigurvegari fyrir hönd Alþýðu- flokksins í sveitarstjórnakosning- unum 1990. Maður, sem oft er nefndur til sögunnar, þegar rætt er um arftaka Jóns Baldvins Hannibalssonar á formannsstóli í flokknum. Við undirbúning þingkosninga haustið 1990 vildi Guðmundur Árni ekki sætta sig möglunarlaust við, að Jón Sigurðsson yrði færður úr Reykjavík í Reykjaneskjördæmi sem þingmaður. Erfitt er að átta sig á tímasetningum varðandi framboð Jóns, en kjarni frásagnar- innar er, að Jón Baldvin heimsótti Guðmund Árna og fékk samþykki hans fyrir því, að Jón Sigurðsson tæki fyrsta sætið. Jafnframt er gefið til kynna, að fyrir kosning- arnar 1991 hafi Jón Sigurðsson látið í veðri vaka, að hann gæti hugsað sér annan starfsvettvang fyrr en síðar. Loks er drepið á það, að Jónunum hafi ekki verið íjúft að Guðmundur Árni héldi þessu að þeim, en hann segist hafa látið sér það \ léttu rúmi liggja: „Eitt er víst. Ég var síður en svo áfjáður að fara inn í þessa ríkisstjórn. Taldi það ekki eftir- sóknarvert." Guðmundur Árni segir að Sig- hvatur Björgvinsson hafí hringt í sig um mánaðamótin maí/júní og spurt, hvort hann mundi neita sæti í ríkisstjórn, ef það byðist. Var svarið skýrt: Nei. Hinn 14. júní 1993 varð Guðmundur Árni heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra. Jón Baldvin gerði tillögu um nýju ráðherrana án þess að ráðgast við Jóhönnu Sig- urðardóttur varaformann. Varð Kristján Þorvaldsson Guðmundur Arni Stefánsson það henni tilefni til að segja af sér sem varaformaður 25. júní 1993. Hún vildi ekki vera nein „puntudúkka" við hlið Jóns Bald- vins. I bókinni segir, að hinn 9. júní 1993 hafi Guðmundur Árni farið til fundar við Jón Baldvin og rætt um þessa uppstokkun við hann. Þótti Jóni brýnt að koma ráðherra- málum flokksins á hreint. Síðar segir: „Jón Baldvin er þeirrar manngerðar að hann reynir að afgreiða svona mál hratt. Það er líklega rétt hjá honum því oft gagnar lítið að draga mál af þessu tagi á langinn. Það magnar aðeins vandamálin." Af frásögn Guð- mundar Árna má ráða, að þeir Jón Baldvin hafí aldrei náð að ræða samstarf sitt og stöðu Alþýðu- flokksins til þrautar. „Ég trúi því þó og vona að við náum að stilla strengi okkar í komandi kosninga- As>- FREMST <& &W $.& -V Af r í minnisbók FJOLVISS er eyðublað fyrir persónulegar upp- lýsingar um bókareiganda, sem gætu bjargað lífi hans ef slys ber að höndum (sbr. orðsendingu Óláfs Jenssonar, yfirlæknis Blóðbankans í minnisbók Fjölvíss 1995.) 'v *. ^T 4&ls>* Minnisbók FJOLVISS er eftirsótt, gagnleg og smekk- K'Íhí^Pj^- 'eg jóla- og nýársgjöf. Ef keypt eru 20 eintök eða fleiri, gyllum við nafn fyrirtækis, félags, félagasamtaka eða stofnunar, gefanda bókarinnar, framan á kápu hennar. 9 litir á kápu fáanlegir. Hringið eða sendið bréf eða fax. Við sendum pöntunarlista og sýnishom ef óskað er. Bókin verður tilbúin fyrir jól. Verðið er ótúleqa láqt. Hér er pöntunarseðill fyrir þá, sem vilja fá bókina fljótt: l-_ Í'Ör^UNARSEÐILL_______________________ MINNISBÓK FJÖLVÍSS 1995 Litur á plastkápum, -_______ ]Möttáferð ? Glans áferð Pöntuð eintök alls Svart .Hvftt Blátt -Rauðköflótt skoskt Rautt------Vínrautt _Grænt------Grænköflótt____Rauðbrúnt sendið eða faxið seðilinn til; FJÖLVÍS, pósthólf 8055 128 Reykjavík, fax 91-683290, sími 681290 Við styðjum TÓNLISTARHÚS, af sjálfu leiðir! baráttu og vil leggja mitt af mörkum til þess að svo geti orð- ið," segir Guðmund- ur Árni. Þess er hvergi getið í bókinni, að Jóhanna sagði af sér varaformennsku vegna þessara ráð- herramála. Ágrein- ingur Jóns Baldvins og hennar þróaðist áfram fyrir opnum tjöldum og náði há- punkti á flokksþingi 10.-12. júní 1994. Þar fór Jóhanna fram gegn Jóni í fqrmannskjöri. Studdi Guðmundur Árni Jóhönnu í þeim slag og tók við varaform- annsembættinu að honum loknum. Eftir flokksþingið varð Guðmund- ur Árni félagsmálaráðherra (það var sagt hæfa betur varafomanni flokksins) en Sighvatur tók við heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu að nýju. Sighvatur hafði gert tilkall til að vera sjálfkjörinn vara- formaður, af þvi að hann væri eldri en þeir Guðmundur Árni og Öss- ur, sem kepptu um hnossið. Guðmundur Árni telur, að upp- haf endaloka sinna sem ráðherra megi rekja til uppsláttar í Press- unni 14. júlí 1994, þar sem fjallað var um viðskilnað hans í heilbrigð- is- í tryggingaráðuneytinu og í Hafnarfirði. Taldi hann, að heim- ildirnar hlytu að vera úr heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu, þótt rangar væru að hans mati. Sagt ^áföstudó^ - kjarni málsins! er frá samtali Guðmundar við Sig- hvat þennan sama dag um meint- ar missagnir úr ráðuneytinu og tengist Margrét Björnsdóttir, að- stoðarmaður Sighvats, grunsemd- um Guðmundar. Sakar Guðmund- ur hana og fleiri úr Félagi frjáls- lyndra jafnaðarmanna um „sví- virðilegar árásir" á sig. Hér skal þessi saga ekki rakin en Guðmundur Árni kaus að segja af sér ráðherraembætti föstudag- inn "11. nóvember. Lá þá fyrir skýrsla ríkisendurskoðunar um embættisfærslu hans í heilbrigðis- °S tryggingaráðuneytinu, sem beðið var um fyrir tilstilli þing- manna Alþýðuflokksins. Sagt er frá fundi ráðherra Alþýðuflokksins um frumdrög skýrslunnar að morgni 10. nóvember. „Ræddum einnig stöðuna innan flokksins og ríkisstjórnarinnar mjög hispurs- laust. Ekki virtist mikill baráttu- andi í kollegum mínum." Texti bókarinnar er yfirlætis- laus og ber þess að sjálfsögðu merki, að ekki var hafist handa við að semja hann, fyrr en eftir 17. nóvember síðastliðinn. Ekki verður sagt, að um hroðvirkni sé að ræða. Frásögnin mætti þó vera skipulegri og dýpri. Yfirborðsleg málsmeðferð rýrir heimildargildi bókarinna. Dómar um menn og málefni rista ekki alltaf djúpt. Bókin er ekki aðeins lífssaga Guðmundar Árna. Hún er einnig málsvörn hans. Að sjálfsögðu er hún ekki óhlutdræg. Astandið inn- an Alþýðuflokksins kann að vera þannig, a.ð nærgöngul lýsing Guð- mundar Árna af innri málum hans þessa stundina breyti ekki miklu. „Við stöndum á ákveðnum tíma- mótum í sögu Alþýðuflokksins. Það liðna má ekki trufla okkur nú þegar við þurfum að þétta rað- irnar og standa saman sem aldrei fyrr. Ég hef sagt það, og vonandi varð ákvörðun mín um afsögn til þess, að við getum nú tekið saman höndum og stormað til sóknar," segir Guðmundur Árni. Hann kann að hafa gert upp við hið liðna með bók sinni. Alþýðuflokkurinn er hins vegar enn í sárum qg margt af því, sem Guðmundur Árni seg- ir, ýfir gömul sár, þótt hann vilji bera smyrsl á þau. Björn Bjarnason. EIRVIK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 91-880200. E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.