Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 55 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í MOSKVU Brösótt gengi íslend- inga um helgina Tap gegn Norðmönnum SKAK ÍSLENSKA skáksveitin tapaði sinni fyrstu viðureign á Ólympíu- skákmótinu gegn sveit Georgíu í 9. umferð. Gæfan var sveitinni víðsfjarri og Georgía vann stóran sigur V/i-'h. íslensku stórmeistar- arnir tóku sig saman í andlitinu í tíundu umferð á sunnudag og unnu Chile 2 '/2-1 'h, en fyrir umferðina hafði íslenska sveitin ekki unnið sigur síðan í þriðju umferð. Úrslit í skákunum um helgina: 9. umferð: Island - Georgía ‘/2-3V2 Hannes H. Stefánsson - Azmaiparashvili 0-1 Margeir Péturss. - Sturua 'h-'h Helgi Ólafsson - Giorgadze 0-1 Helgi Áss Grétarsson - Zaichik 0-1 10. umferð: ísland - Chile 2V2-IV2 Jóhann Hjartarson - Morovic 0-1 Hannes H. Stefánss. - Egger V2-V2 Margeir Pétursson - Michel 1 - 0 Jón L. Árnason - Salazar 1-0 Það þarf að fara aftur til ársins 1986, í viðureignina gegn Englend- ingum í Dubai, til þess að finna verri ósigur hjá íslensku skáksveit- inni en í 9. umferð gegn Georgíu. Hannes Hlífar tefldi gáleysislega á fyrsta borði gegn Azmaiparashvili og náði aldrei að jafna taflið og tapaði eftir fremur skamma viður- eign. Margeir Pétursson lagði mikið á stöðuna gegn Sturua en hélt jafn- tefli. Helgi Ólafsson hafnaði jafntefli gegn Giorgadze á þriðja borði en mátti bíta í það súra epli að leika af sér skákinni nokkru síðar. Helgi Áss lenti í miklu tímahraki gegn Zaichik, annáluðum sérfræð- ing á því sviði, sem innbyrti vinning- inn eftir mikið handapat. Það er erfitt að setjast að tafli eftir slæman ósigur á Ólympíuskák- móti og þótt sigurinn gegn Chile á sunnudag hafi verið með minnsta mun var hann mikilvægur fyrir lokaumferðinar. íslenska skáksveit- in hafði teflt sex umferðir án þess að sigra og því var sigurinn kær- kominn. Jóhann Hjartarson tefldi á fyrsta borði gegn Morovic, sem um nokk- ura ára skeið hefur verið langstiga- hæsti skákmaður Chile með Elo skákstig með rúmlega 2.600 stig. Jóhann hafði svart og lenti snemma í erfiðleikum og tókst aldrei að jafna taflið þrátt fyrir góða tilburði. Egger beitt Aljékin vörn gegn Hannesi. Snemma urðu mikil upp- skipti og var samið um skiptan hlut. Margeir Pétursson sigraði Michel á þriðja borði með svörtu mönnun- um og Jón L. Árnason gjörsigraði Salazar á fjórða borði í snaggara- legri skák sem fylgir hér á eftir. Það stefnir í mjög spennandi baráttu um efsta sætið þegar fjór- um umferðum er ólokið á ðlympíu- skákmótinu í Moskvu. Sveitir Ge- orgíu, Rússlands I og Rússlands II auk Úkraínu hafa allar 26 vinninga eftir tíu umferðir. í 5-7 sæti eru Eistland, Ungveijaland og Bosnía Herzegovina með 25Vz vinning. Rúmvetjar koma í áttunda sæti með 25 vinninga og í 9.-14. sæti eru lýðveldi Júgóslavíu og Svartfjal- lands, Kína, Armenía, Holland, Kró- atía og England. Þing Alþjóðaskáksambandsins Fide hefst á þriðjudag og er búist við miklum átökum. Kosið verður um forseta sambandsins og hafa miklir flokkadrættir skapast við framboðin. Franski stórmeistarinn Kouatly, sem raunar er fæddur í Líbanon, nýtur stuðning flestra Evrópuþjóða. Samdráttur Campo- manesar, núverandi forseta Fide, og Garrí Kasparovs, sem ekki fýrir löngu sagði skilið við Alþjóða skák- sambandið Fide og stofnaði ný sam- tök skákmeistara PCA vekur ennþá meiri athygli. Skeytin hafa gengið á milli þeirra eftir brotthlaup Ka- sparovs en skyndilega virðist allt hafa fallið í ljúfa löð og er jafnvel talið hugsanlegt að Campomanes hyggist leita eftir endurkjöri þrátt fyrir að umsóknartími um embættið sé liðinn. Það gæti hann með full- tingi % atkvæðabærra aðila á þing- inu sem hefst á þriðjudaginn. Ana- toly Karpov, sem er heimsmeistari Fide, teflir sem kunnugt er ekki á Ólympíuskákmótinu. Á blaða- mannafundi um helgina kvaðst hann eiga í höggi við andstæðinga sem væru á mála hjá mafíunni 0g hann kvaðst jafnvel hafa verið meinað um aðgang á opnun Ólymp- íuskákmótsins. Það bendir því margt til þess að átök verði á þinginu og verður fróð- legt að fylgjast með lokaumferðun- um á Ólympíuskákmótinu samhliða þingstörfum! Jón L Árnason hefur verið ein- arður kóngspeðsmaður í fyrsta leik en trúin virðist hafa förlað síðustu árin því æ oftar bregður hann fyrir sér enskum leik og gerir það stund- um listavel eins og skákin í tíundu umferð sýnir. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Salazar Enskur leikur. 1. c4 - e6, 2. Rf3 - d5, 3. g3 - Rf6, 4. Bg2 - Be7, 5. 0-0 - 0-0, 6. b3 - b6, 7. Bb2 - Bb7, 8. e3 — Rbd7, (Riddarinn er í flestum tilfellum betur staðsettur á c6. 8. c5, 9. De2 — Rc6 er algengara.) 9. De2 - c5, 10. d3 - Dc7, 11. Rc3 - Hac8, 12. Hacl - Db8?, 13. Rel - Hfe8, 14. f4 - dxc4, 15. bxc4 — Bxg2, 16. Rxg2 — a6, 17. e4! — Hed8, (Taflmennsku svarts er ábótavant, mennirnir illa staðsettir og hvítur hótaði einfald- lega að vinna mann með 18. e5) 18. a4 - Db7, 19. e5 - Re8, 20. f5 - Rb8?, 21. fxe6 - fxe6, 22. Df2! Sjá stöðumynd Hvítur hótar 23. Df7+ Kh8, 24. Df8+ og mát í næsta leik. 22. — Bg5 gengur auðvitað ekki vegna 23. Df8 mát og hvítur vinnur mann eftir 22. - Rc7 23. Df7+. Til að forðast mannstapi og máti er því 22..h6 eini leikurinn. Endalokin eru samt skammt undan eftir 23. Df7+ Kh7, 24. Rf4. Salazar hafði að minnsta kosti séð nóg og gafst upp. Kasparov missti af snjallri leið Garrí Kasparov hefur ekki náð sér á strik á Ólympíuskákmótinu og hefur aðeins 50% vinningshlut- fall. í skákþætti í Morgunblaðinu á laugardaginn var skýrð viðureign hans með svörtu gegn búlgarska stórmeistaranum Topalov sem Top- alov vann af miklu öryggi. Eftirfar- andi staða kom upp í skákinni eftir átjánda leik hvíts. Kasparov lék 18. — Rxe5? og eftir 19. Hbl Dxc3, 20. Dxc3 Hxc3, 21. Bxe6 fxe6, 22. Hxb7 varengum vörnum viðkomið. Skákáhugamað- ur hafði samband við mig og benti á möguleikarnir væru víðþættari en í fyrstu sýndist. Með aðstoð tölvu hafði hann rakið að átjándi leikur Kasparovs væri rangur. Svartur ætti hins vegar tvo mjög athyglis- verða möguleika. Annars vegar 18. — Dxal+, 19. Kf2 — Rxe5!, 20. Hxal — Rxg4+, 21. hxg4 — Bxc3, 22. Ddl — Bxal, 23. Dxal — Kd7 og svartur hefur tvo hróka og tvö peð fyrir drottn- ingu og riddara hvíts en hvítur hef- ur samt alla vinningsmöguleikana. 18. — Bxe5! virðist betri leikur. Svartur getur svarað 19. Bxe5 — Rxe5, 20. Hbl — Dxc3, 21. Dxc3 — Hxc3, 22. Bxe6 hvort heldur sem er með 22. — fxe6, 23. Hxb7 — Rd7 eða 22. — Hxg3 og hefur þá síst lakari stöðu. Hvítur leikur lík- lega best 19. Rge4!? með mjög flók- inni stöðu sem útilokað er að rekja í smáatriðum. Það sýnir vel upplýsingaþróunina í skákheiminum að sex fyrstu um- ferðirnar á Ólympíuskákmótinu eru þegar komnar til umboðsmanns hér á landi í gegnum Internet og diskl- ingar með öllum skákum úr Olymp- íuskákmótinu verða komnir til dreifingar áður en langt um líður. Karl Þorsteins ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Norð- mönnum með minnsta mun í elleftu umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu gær. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi með hvítu mönnunum við Einar Gausel á fyrsta borði. Hannes fékk betra tafl og vann skiptamun, en vinningurinn var samt ekki auðsótt- ur. Svo fór að lokum að Norðmaður- inn féll í gildru og tapaði. Margeir Pétursson jafnaði taflið auðveldlega gegn Rune Djurhuus á öðru borði. Jafntefli var Margeiri ekki að skapi og hann teygði sig of langt í jöfnu hróksendatafli og tapaði. Jón L. Árnason vann tvö peð í viðureign- inni við Jonathan Tisdall, en Norð- manninum tókst að gera honum svo erfitt fyrir að lyktir urðu jafntefli. Helgi Ólafsson tefldi við Espen, eldri bróður Simens Agdesteins, á fjórða borði. Helgi var sleginn blindu í byijun og tapaði. Þetta tap, 1 'h-2'h gegn Norð- mönnum, veldur vonbrigðum, eins og úrslit síðustu umferða, og nú er íslenska sveitin nálægt 30. sæti með 24'h vinning af 44 mögulegum. í þeim þrem umferðum sem eftir eru á mótinu verða íslendingar að bæta sig verulega ef þeim á að takast að hækka sig svo um munar fyrir mótslok. Rússar eru í efstu sætum á mót- inu, A-sveitin hefur 29 vinninga, en B-sveitin (unglingasveitin) fylgir fast á eftir með 28 'h v. Þing FIDE hefst í dag í dag hefst þing FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, í Moskvu og mun það standa í þijá daga. Stöðug fundahöld hafa verið hjá væntan- legum fulltrúum á þinginu á undan- förnum dögum og mikil spenna rík- ir um framboð til forseta sambands- ins og þinghaldið allt. Sögusagnir um ráðabrugg Kasparovs og Campomanesar ganga fjöllunum hærra, en ekkert fæst staðfest. Franski stórmeistarinn Bachtiar Kouatly verður frambjóðandi Evr- ópulanda í forsetakjöri, en sagt er að honum hafi verið hótað öllu illu. 1 i 1 B ■ I I 1 I B i Gestgjafi: Sigurður Guomundsson. 'lahald iíHótelÖrk Losnib vib amstur og fyrirhöfn og njótib fribsældar og helgi jólanna meb fjölskyldu og vinum á Hótel Örk. Fjölbreytt jóladagskrá alla dagana - Frábærir veisluréttir á borbum. (c/ó/(tha/í/ii '■> f/Hi f/ióte/i Ch'/i ‘ kr. 19.900 Ekkert aukagjald fyrir einbýli! Jólapakkinn inniheldur: Fjórar nætur 23. -27. des., gisting, morgunverb af hlabborbi, veislukvöldverb alla aagana, ilmandi skötu á Þorláksmessu, 6 rétta veislu á abfangadagskvöld, fjölbreytt hlabborb á ióladag, jólaball barnanna a 2. jóladag, fjölbreytta dagskra alla cíagana og dansleik annan jóladag. öix 8 ■ ■ 1 1 8 B HVERAGERÐl. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775 Pamdís né++ ha»+dai+ við keeði+va m m 18. ÍSLAND Kosta Ríka Austurríki Slóvakía Holland Litháen Kína Úkraína Filippseyjar Georgía Chile Noregur vinn. % 1. borð: Jóhann Hjartarson - 'h - 'h 'h 0 'h - 0 - 2. borð: Hannes Hl. Stefánsson 1 - 1 * 'h 'h 1 'h - 0 'h 1 3. borð: Margeir Pétursson - 1 1 - 'h - 'h - 1 0 4. borð: Jón L. Árnason 1 - 1 'h 'h — 1 0 - — 'h 1. varam.: Helgi Ólafsson 1 'h 0 - — 'h — 1 0 1 0 2. varam.: Helgi Áss Grétarsson 1 1 - 'h - 0 - 'h 0 - - 4 3 3 2 2 2 2 2 'h 2 'h M,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.