Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 ÁrmannJ.Lárusson 1649 HelgiVíborg Skor lokakvöldsins var: 1593 Helgi Víborg ArmannJ.Lárusson 556 542 Freyja Sveinsdóttir Þrösturlngimarsson Suðurnesjamenn 458 443 443 MINNINGAR MARTA EYJOLFS- DÓTTIR + Marta Eyjólfs- dóttir fæddist á Steinum, A-Eyja- fjðllum, 20. april 1898. Hún andaðist á Skjólvangi í Hafn- arfirði 26. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugar- neskirkju 30. sept- ember. HÚN Marta móður- systir mín.er dáin. Ekki áttum við hjón- in von á því, að það væri í síðasta skipti, sem við mynd- um sjá hana Mörtu, þegar við heim- sóttum hana í sumar sem leið á Skjólvangi. Við drukkum með henni kaffi, en þegar því var lokið stóð Marta upp og við hjónin studdum hana bæði, en allt hjúkrunarfólk sem við mættum á göngunum og þekkti auðvitað Mörtu brosti svo einkennilega. Allt í einu segir Marta: „Þið þurfið ekki að styðja mig, ég Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greínum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og stðrf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. get alveg gengið ein." Nú skildi ég afhverju hjúkrunarkonurnar bróstu svona skelmis- lega. Marta sagði mér margar sögur af sjálf- um mér, þegar ég var lítill, bæði frá Vest- mannaeyjum og Hvolt- ungu. Hvernig ég fékk ör á ennið, eða þegar ég sökk í fjóshauginn í Götu (einn af Steina- bæjum) og Bergur Magnússon bjargaði mér og Marta tók við mér og þvoði mér úti í bæjarlæk, eða þegar Guðjón maðurinn hennar Mörtu hélt á mér í fanginu við brim- lendingu er siglt var á milli Vest- mannaeyja og Lands, en það var alltaf talað um að sigla milli Lands og Eyja. Þá var ég tveggja og hálfs árs gamall. Marta fór á hverju sumri heim í Hvoltungu til að hjálpa við heyskap- inn, en hún var forkur til allra verka og var alltaf að frá morgni til kvölds. Marta var dóttir Eyjólfs Halldórs- sonar, trésrruðs og bónda, sem ætt- aður var úr Árnessýslu en uppalinn á Stóra-Núpi hjá séra Valdimar Briem vígslubiskupi og sálmaskáldi og konu hans frú Olöfu. Móðir Mörtu var Torfhildur Guðnadóttir, bónda Magnússonar prests á Ey- vindarhólum undir Eyjafjöllum. Marta giftist Guðjóni Sveinssyni frá Selkoti 1929. Hún var sérstök kona. Allt hennar viðmót var svo Ijúft og hún blíðlynd með afbrigðum. Eg man ekki eftir að hafa séð hana reiðast, hallmæla eða tala illa um nokkra manneskju. Ég man eftir, að þegar einhver stal nýjum skóm sem ég átti, sagði Marta við mig: „Þór minn, hann stal þeim ekki, hann var armaðhvort drukkinn eða þurfti nauðsynlega á þeim að halda, en hann stal þeim ekki." Þar með var þetta útrætt mál og ég varð að kaupa mér nýja skó. Eitt sinn bakkaði strætisvagn á Mörtu og brákaðist í henni rifbein, en hún vildi ekki segja til um það, því hún var svo hrædd um að stræt- isvagnabílstjórinn fengi bágt fyrir. Þannig var Marta. Þegar pabbi og ég komum í heim- sókn til Mörtu fékk pabbi alltaf epli, en ég ekki (í þá daga voru epli mjög dýr og sjaldgæf). Ég spurði Mörtu afhverju pabbi fengi epli, en ekki ég. „Þór minn, hann pabbi þinn er útlendingur og við verðum að vera góð við hann. Þú skilur það, væni minn," sagði Marta. Ég sagði ekki neitt meir, en ég hef ekki skilið það enn þann dag í dag af hverju pabbi fékk epli, en ekki ég. Þó að pabbi væri Dani var eng- inn vondur við hann. Þegar Úrsúla kona mín flutti frá Þýskalandi til íslands 1964 var Marta henni stoð og stytta alla tíð. Marta var leiðarljós og fyrirmynd fyrir konu mína. Góðmennska, elskulegheit og hin sjálfsagða fórn- fýsi einkenndu hana. Marta hjálpaði þar sem hún gat og neitaði aldrei nokkurri bón, svo framarlega sem henni var kostur að uppfylla hana. Hún reyndist, móður minni og fjöl- skyldu minni sem dýr gimsteinn. Marta hringdi alltaf einu sinni á ári í okkur eftir að við fluttum út til Þýskalands. Ef ég kom í símann vildi hún nú ekkert tala lengi við mig, heldur helst bara við hana Úrsúlu sína. Svona trygg var Marta og þær tvær góðar vinkonur, enda var það fyrsta verk Úrsúlu þegar við komum í heimsókn til íslands að heimsækja hana. Marta var mjög guðhrædd og trúuð kona og nú er Guð búinn að taka hana til sín. Hún mun ávallt lifa í minningu okkar. Kærri móðursystur minni þökk- um við öll fyrir allar þær nærveru- stundir og allt það sem hún hefur gert fyrir okkur. Við vottum Hilm- ari, Ólöfu tengdadóttur og sonum þeirra innilega hluttekningu í sorg þeirra. Hvíl í friði, elsku Marta. Eyjólfur Þ6r Busk og fjölskylda, Þýskalandi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ásgeir og Dröfn Reykjanesmeistarar REYKJANESMÓTIÐ í tvímenningi var spilað í húsi Bridssambandsins að Þönglabakka 1 sl. laugardag. Sautján pör spiluðu og urðu Dröfn Guðmunds- dðttir og Ásgeir Ásbjörnsson Reykja- nesmeistarar annað árið í röð með 91 stig yfir meðalskor. Næstu pör: Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergss. 57 Kjartanólason-ÓliÞórKjartansson 46 ÞórðurBjörnsson-MuradSerdar 40 Karl Einarsson • Karl G. Karlsson 38 Bridsdeild Húnvetningafélagsins Sextán pör mættu til keppni sl. miðvikudag og urðu úrslit þessi: Þorleifur Þórarinsson - Sigurður Karlsson 247 Guðlaugur Sveinsson - Róbert Sigurjónsson 235 Kári Sigurjónsson - Eysteinn Einarsson 233 Steindór Guðmundss. - Brynjólfur Óskarss. 228 Tvímenningur verður spilaður í Húnabúð miðvikudagskvöld kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag voru spilaðar 10 umferðir í Butler tvímenningnum. Staðan eftir 49 umferðir af 59 þannig Matthías Þorvaldsson - Jakob Kristinsson 275 SigurðurSverrisson-HrólfurHjaltason 271 SverrirÁrmannsson-ÞorlákurJónsson 252 JónBaldursson-SævarÞorbjörnsson 222 Helgi Sigurðsson - ísak Örn Sigurðsson 198 Helgi Jóhannsson - Guðm. Sv. Hermannsson 181 Haukurlngason-JónÞorvarðarson 173 Hjalti Eh'asson - Páil Hjaltason 155 Hæstu skor kvöldsins fengu Helgi Jóhannsson - Guðm. Sv. Hermannsson 80 Jón Ingi Björnsson—Oddur Hjaltason 65 Sigtryggur Sigurðsson — Bragi Hauksson 65 Sigurður Sverrisson — Hrólfur Hjaltason 61 Síðustu tíu umferðirnar verða spil- aðar nk. miðvikudagskvöld. Spilað er í nýju húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag Kópavogs Hjá Bridsfélagi Kópavogs var að ljúka hraðsveitakeppni félagsins. Lokastaða varð þessi: Þrösturlngimarsson 1732 Suðurnesjamenn 1665 HAMS 1651 Næsta fimmudagskvöld verður létt jolakvöld hjá bridsfélaginu. Suðurlandsmótið í tvímenningi Mótið var spilað laugardaginn 26. nóv. sl. Hótel Ork og var stjórnað af Kristjáni Haukssyni og honum til að- stoðar var Jóhanna Katrín dóttir hans. Tuttugu og fjögur pör tóku þátt í mótinu og öruggir sigurvegarar urðu Helgi G. Helgason og Kristján Már Gunnarsson en þeir tóku forustu um mitt mót og slepptu henni ekki eftir það. Pyrsta sætið í þessu móti veitir rétt til spilamennsku í 32ja para úrslit- um íslandsmótsins í tvímenningi, sem spilað verður í vor. Lokastaðan í mót- inu: Kristján MárGunnarsson - Helgi G. Helgason 197 Runólfur Jónsson - Steinberg Rikharðsson 124 GuðjónBragason-VignirHauksson 94 Grímur Arnarsson - Bjöm Snorrasorr 85 GuðjónEinarsson-VilhjálmurÞórPálsson 79 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 8. des. sl. lauk Hös- kuldarmótinu, sem aðaltvímenningur félagsins. Spilaður var tölvugefinn barómeter og keppnisstjóri var Guð- mundur Theódórsson. Lokastaðan: SigfusÞórðarson-GunnarÞórðarson 136 Guðjón Einarsson - Vilhjálmur Þór Pálsson 116 Kristján Már Gunnarsson - Helgi G. Helgason 100 Brymolfur Gestsson - Ríkharður Sverrisson 91 Björn Snorrason - Grímur Arnarson 58 skólar/ námskeið tölvur TOLVUXKOLI STJÓRNUNARFÉLAGS fSLANOS AOG NYHERJA 69 77 69 <Q> 62 1 O 66 NÝHERJI ¦ Tölvuskóli í fararbroddi öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. RAÐAUGIYSINGAR YMISLEGT TONUSMRSKOU KÓPfNOGS Jólatónleikar verða í tónleikasalnum, Hamraborg 11, 1. hæð, miðvikudaginn 14. desember kl. 20.30. Ókeypis aðgangur. Skólastjórí. ATVINNUHÚSNÆDI Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Óskum að taka á leigu verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, 80-150 fm, á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Tilboð, er greini staðsetningu og leigufjárhæð, sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Góð staðsetn- ing - 7619", fyrir fimmtudaginn 15. des. nk. Uppboð Framhald uppboðs á eftlrfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Sumarbústaður á lóð nr. 91 ( landi öndverðarness, Grímsnes- hreppi, talin eign Sigfúsar Jónssonar, gerðarbeiðandi Toilstjórinn í Reykjavík, föstudaginn 16. desember 1994, kl. 11.00. Sýslumaðurinn é Selfossi, 12. desember 1994. mmmmwm ------------- >IR - MANNFAGNADUR Félag matreiðslumanna Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn í Þara- bakka 3 í dag, þriðjudaginn 13. desember, kl. 15.00. Dagskrá: 1. Úrsögn Félags matreíðslumanna úr Þjónustusambandi íslands. 2. Kjaramál. 3. Framtíð Lífeyrissjóðs matreiðslumanna. 4. Önnur mál. Stjórnin. USTMUNAUPPBOD Málverkauppboð Gallerí Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30. Verkin eru sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll þriðjudaginn 13., miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. desember frá kl. 12-18. BÖRG v/Austurvöll, símí 24211. HÚSNÆDt ÓSKAST íbúð óskast í Vesturbæ Óskum eftir íbúð fyrir traustan leigjanda. Þarf að vera a.m.k. 3ja herb. eða stærri og laus strax. Upplýsingar veitir Fasteignamarkaðurinn hf., Oðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. SIMCI ouglýsingor I.O.O.F. Rb.1 = 14412138-Jv. DHLlN 5994121319 IV/V - 2 Jhv. ? EDDA 5994121319 III 1 ? FJÖLNIR 5994121319 I Jf. FRL. FERÐAFEIM ISLANDS MÖRKINNI 6 ¦ SÍMI 682533 Opið h ús í Mörkinni 6 þriðjudagskvöldið 13. des. (íkvöld)kl. 20.30 Kynning á áramótaferðinni 31.12-2.01 og sýndar myndir úr fyrri áramótaferöum. Kynntur verður ullarfatnaður tii vetrar- ferðalaga. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Fararstjórar verða á staðnum. Árbókin 1994 verður til sölu. Tunglvaka Ferðafélagsins og Allsnægtakiúbbsins laugardagskvöidið 17. des. Fólk mœti i Mörkina 6 frá kl. 18.30-19.30. Léttar kaffivéit- ingar. Brottför á vit œvintýranna kl. 20.00 og komið til baka milli kl. 23.00-24.00. Verð kr. 1.000. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferðafélag (slands. BORIS BRAVIN miöill - andleg ráðgjöf Einkatfmar [ sambandsfundum, áruteikningu, heilun, lestri úr fyrri lífum, andlegum þroska, persónuleikaþroska og dá- leiðslu. Hœgt er að panta tíma í sfma 91-24437. ADKFUK, Holtavegi Jólafundur í kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Allar konur velkomnar. KFUM og KFUK, Hafnarfirði Aðventukvöld verður ( kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 í húsi felaganna, Hverfisgótu 15. Fjölbreytt dagskrá. Happdrœtti. Sr. Frank M. Halldórsson sýnir myndir og hefur hugleiðingu. Kaffi. Stjórnirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.