Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR UNGLINGA/KORFUKNATTLEIKUR
Besta stúlknaliðið frá upphafi
- segir Sigurður Hjörleifsson þjálfari U-17 ára liðs stúlkna en liðið leikur á NM í Noregi dagana 26. -28.desember
„FRAMFARIRNAR hafa verið
gífurlegar. Fyrir sjö árum þjálf-
aði ég stúlknalandslið og man
þá að tvær til þrjár stúlkur
voru með góða boltameðferð.
Nú er fjöldinn allur af ef nileg-
um stelpum á aldrinum f jórtán
til sextán ára að spila körfu-
bolta og í þessum tuttugu
manna hópi eru allir leikmenn
með tæknina á hreinu," segir
Sigurður Hjörleifsson, þjálfari
stúlknalandsliðsins í körfu-
knattleik en liðið keppir á
Norðurlandamóti íOsló í Nor-
egi seint íþessum mánuði.
Sex landslið keppa á Norður-
landamótinu, en það eru auk
íslendinga lið Svía, Dana, Norð-
manna, Finna og Eista og sagði
Sigurður að lið sitt væri vís til alls
þrátt fyrir að árangur á Norður-
landamóti hafi ekki verið mikill
hingað til. „Þetta er aðeins í annað
sinn sem ísland sendir stúlknalið á
Norðurlandamót," sagði Sigurður.
< „Fyrra skiptið var árið 1989 og þá
þurfti íslenska liðið að þola fleng-
ingu í öllum leikjunum en ég á
ekki von á að sú saga endurtaki
sig. Við eigum eftir að standa okk-
ur hvort sem við náðum að vinna
einhverja leiki eða ekki," sagði
þjálfarinn.
Þrátt fyrir að ísland hafi aðeins
einu sinni keppt á þessu móti hafa
stúlkurnar sæmilega reynslu. Þeim
gekk vel á móti í Irlandi sl. vor þar
sem þær kepptu á móti með írskum
félagsliðum. Allflestar stúlkurnar
hafa líka fengið færi á að leika
með meistaraflokkum liða sinna og
sumar eru lykilmenn í fyrstu deild-
arfélögunum.
Morgunblaðið leit inn á æfingu
hjá hópnum sem fram fór í íþrótta-
húsinu í Vogum á Vatnsleysis-
strönd á föstudagskvöldið. Sautján
af þeim tuttugu stúlkum sem boð-
aðar voru mættu á æfinguna sem
hlýtur að teljast góð mæting sé
mið tekið af því að margar stúlk-
urnar eru í próflestri. Æfíngin í
Vogum var sú fimmta í röðinni og
framundan mikil keyrsla því alls
stefnir þjálfarinn að því að ná átján
æfingum áður en liðið heldur út til
Osló. Til að svo verði þurfa stúlk-
urnar að mæta á tvær landsliðsæf-
ingar á dag í nokkra daga.
Margar stúlknanna hafa leikið
saman í eitt og hálft ár og þær
leikjahæstu eiga sjö landsleiki að
baki með stúlkna- og unglingalið-
inu. Sigurður sagðí að ekki væri
langt að bíða þangað til nokkrar
þeirra stigu sín fyrstu spor með
A-landsliðinu. „Ef ég væri þjálfari
þess mundi ég velja helminginn af
þessum stelpum í það," sagði Sig-
urður. Það er þó ekki í hans verka-
hring að velja í A-liðið heldur Svala
Björgvinssonar en hann er þjálfari
liðsins.
Morgunblaðið/Frosti
Stúlknalandsllðshópurlnn sklpaður lelkmönnum sem fæddlr eru 1978 og síðar hefur æft að undanförnu fyrlr Norðurlandamótlð í
körfuknattlelk. Fremsta röð frá vlnstri: Rannvelg Randversdóttir [UMFN], Georgia Chrlstiansen [KR], Erla Reynlsdóttir [Keflavík],
Anita Sveinsdóttir [UMFG], Anna Pála Magnúsdóttlr [Keflavík]. Önnur röð frá vinstri: Hildur Ólafsdóttir [UBK], Sigrfður Kjartansdótt-
ir [UMFG], Ásta Guðmundsdóttir [Keflavík] og Júlía Jörgensen [Keflavík]. Þrlðja röð frá vinstri: Þóra BJarnadóttlr [KR], Eva Stefáns-
dóttlr [UMFN], Alda Jónsdóttlr [Val], Svana Bjarnadóttlr [UBK] og Signý Hermannsdóttir fVal]. Aftasta röð frá vinstrl: Stefanía
Ásmundsdóttir [UMFG], Kristín Þórarinsdóttlr [Keflavík] og Erla Þorsteinsdóttir [Keflavík]. A myndlna vantar þær Pálínu Gunnars-
dóttur [UMFN], Grétu Grétarsdóttur [ÍR] og Sigríðl Ingadóttur [UMFN].
Komin í landslið eftir
að hafa æft í hálft ár
Svana Bjarnadóttir úr UBK var aðeins búin að æfa körfu-
knattleik í hálft ár þegar hún lék sinn fyrsta leik með
stúlknalandsliðinu. Rúmt ár er síðan hún byrjaði að æfa og á
sínum fyrsta vetri lék hún með þremur flokkum á íslandsmót-
inu. „Við vorum fáar sem æfðum hjá Breiðablik og það var
ætlast til mikils af manni strax. Við slíkar aðstæður þarf mað-
ur oft að leggja sig meira fram," sagði Svana sem leikur sem
miðherji enda rúmir 180 sentimetrar á hæð og því ein af hávaxn-
ari stúlkum í liðinu. „Ég get þakkað Sigurði (Hjörleifssyni) þjálf-
ara fyrir hvað ég hef náð langt. „Hann hefur kennt mér mikið
og það var hann sem kom mér í körfuboltann. Sigurður sá mig
i leikfimi í skólanum og bað mig um að byrja að æfa. Ég hafði
ekki mikinn áhuga á því til að byrja með en lét undan og nú
má segja að karfan sé númer eitt, tvö og þrjú fyrir utan skól-
ann. Eg get lítið tekið þátt í félagslífí í skólanum vegna þess
hve oft ég er að æfa en íþróttin hefur líka gefið mér mikið.
Andinn er góður í Blikaliðinu og svo hef ég lært gífurlega mik-
ið síðustu þriá mánuðina," sagði Svana.
Svana Bjarnadóttir, UBK.
Liðið valið
Sigurður Hjörleifsson þjálfari
stúlknalandsliðsins valdi um
helgina þær tólf stúlkur sem taka
munu þátt á Norðurlandamótinu,
Polar Cup í Noregi 27 - 30 þessa
mánaðar. Liðið verður þannig skipað:
Bakverðir
Erla Reynisdóttir...............Keflavík
Georgia Christiansen.................KR
Hildur Ólafsdóttir......................Val
JúlíaJörgensen..................Keflavík
Rannveig Randversdóttir.....UMFN
Framherjar
Anita Sveinsdóttir................UMFG
Ásta Guðmundsdóttir.........Keflavík
PálínaGunnarsdóttir............UMFN
Stef anía Ásmundsdóttir.......UMFG
Miðherjar
Erla Þorsteinsdóttir............Keflavík
Kristín Þórarinsdóttir.........Keflavík
Svana Bjarnadóttir..........Breiðablik
Stórar stelpur frá Keflavík
Vel fór á með þeim Júlíu og Stefaníu í einni pásunni. Eva, tll
vinstrl og Anna Pála, taka hlns vegar lífinu með stóískrl ró.
Við erum stubbar miðað við sumar af þeim leik-
mönnum sem keppa erlendis," segja þær Erla
Þorsteinsdóttir og Kristín Þórarinsdóttir hávöxnustu
leikmenn stúlknaliðsins, 182 og 184 sentimetrar á
hæð. Fimm leikmenn í liðinu eru yfir 180 sentimetr-
um á hæð og þær stöllur hæstar, 182 og 184 senti-
metrar. Báðar leika þær með Keflavíkurliðinu en sex
stúlkur í unglingalandsliðshópnum koma frá félag-
inu. Keflavíkurstelpurnar láta oft vel í sér heyra á
æfingum og það er oft stutt í glensið hjá þeim. „Það
koma aldrei upp nein vandamál hjá okkur og við
erum vinkonur innan vallar sem utan.
Segja má að lífið sé körfubolti hjá þeim vinkonun-
um þessa dagana. Þær voru á sinni annarri æfíngu
á föstudaginn og daginn eftir áttu þær að spila með
meistaflokki Keflavíkur og síðan beið þeirra önnur
æfing með stúlknalandsliðinu. Körfubolti er því stór
liður í dagskránni hjá þeim þessa dagana.
Kristín Þórarinsdóttlr og Erla Þorsteinsdóttir.
í
b
Á