Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gagnnjósnarinn Oleg Gordíevskíj vill birta nöfn tengiliða Sovétmanna í Bretlandi Stj órnmálamenn á mála hjá KG6? Lundúnum. The Daily Teleghraph. EINN þekktasti gagnnjósnari kalda stríðsáranna, Rússinn Oleg Gordíevskíj, hyggst birta nöfn helstu tengiliða Sovétmanna í Bretlandi í æviminningum sínum, sem út eiga að koma næsta sumar. Gordíevskíj var stöðvarstjóri sovésku öryggislögreglunnar KGB í Lundúnum er hann flúði til vest- urs árið 1985. Hafði hann þá um árabil látið bresku leyniþjón- ustunni í té upplýsingar um um- svif Sovétmanna á Vesturlöndum. Gordíevskíj þykir ein merkasta heimildin þegar saga KGB er ann- ars vegar og þykja upplýsingar hans áreiðanlegar. Ráðamenn leggjast gegn birtingu nafnanna Þegar njósnarinn gerðist lið- hlaupi afhenti hann breskum leyniþjónustumönnum . lista með nöfnum tengliða Sovétmanna í Bretlandi sem hann sagði vera á mála hjá KGB. Nú vill Gordíevskíj birta þennan Iista en á næsta ári, trúlega í júnímánuði, munu endur- minningar hans koma út í Bret- landi. Hins vegar þrýsta breskir ráðamenn á þessu sviði á Gordí- evskfl um að birta ekki nafnalista þennan. Haft er fyrir satt að á listanum sé að finna nöfn þekktra breskra stjórnmálamanna, blaða- manna og verkalýðsleiðtoga. Talið er að það hafi verið á grundvelli þessara upplýsinga Gordíevskíjs sem breska tímaritið The Spectator birti grein þar sem því var haldið fram að Richard nokkur Gott, bókmenntarit- stjóri breska blaðsins Guar- dian, hefði átt samstarf við Sovétmenn á dögum kalda stríðsins. Gott sagði upp starfi sínu í fyrri viku og viðurkenndi að hann hefði þegið boðsferðir erlendis af Sov- étmönnum. 10-15 nöfn Bethell lá- varður, einn af frammámönnum breska íhalds- flokksins, sem hefur kynnst Gordíevskíj, sagði að á listanum væri að fínna 10-15 nöfn. Raunar kvaðst hann ekki hafa séð listann en honum skildist að nefndir væru til sögunnar nokkrir þekktir stjórnmálamenn sumir lífs, aðrir liðnir. Flestir kæmu þeir úr Verkamannaflokkn- Oleg Gordíevskfl um en jafnframt mætti búast við að nöfn blaða- manna og verkalýðsleið- toga væri að finna á lista gagnnjósnarans. Lávarðurinn staðfesti að þrýst væri á Gordíevskíj um að birta ekki nöfnin, ráða- menn hefðu áhyggjur af að stjórnmálalífið í landinu myndi raskast. Dæmdur til dauða Gordíevskíj skildi konu sína og tvær dætur eftir í Rússlandi er hann flúði til vesturs. Sex árum síðar fékk fjölskylda hans leyfi til að flytjast til Bretlands. Hjónin skildu en dætur þeirra búa í Bretlandi. Eiginkonan, Leyla, hefur ferðast aftur til heimalands- ins en þangað getur Gordíevskíj ekki haldið þar sem kveðinn var upp yfir honum dauðadómur þeg- ar upp komst um svikin. Reuter YASSER Arafat, leiðtogi PLO, skoðar styttu af Olof Palme í þinghúsinu í Stokkhólmi í gær. Arafat tók við friðarverðiaunum Nóbels í Ósló á laugardag og hvatti í ávarpi sínu ísraela til að hraða friðarþróuninni og flylja ísraelska hermenn frá sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna sem fyrst, þannig að hægt yrði að efna til kosninga. Arafat og ísraelsku friðarverlaunahaf- arnir tveir, Yitzhak Rabin, forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra, sögðust staðráðnir í að leysa 511 vandamál sem kynnu að koma upp í viðræðunum um varanlegan frið milli ísraela og Palestínumanna. Viðræður Israela og PLO Greinir á um dag- setningu kosninga Stokkhólmi. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sögðust í gær staðráðnir í að leysa öll ágreiningsmál sem hindrað gætu varanlegan frið á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna eftir að hafa tekið við friðar- verðlaunum Nóbels í Ósló á laugar- dag ásamt Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels. ' Arafat og Peres komu saman í Stokkhólmi í gær eftir að ágreining- ur um dagsetningu fyrirhugaðra kosninga á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna hafði varpað skugga á verðlaunaafhendinguna í Ósló. Rabin sagði í gær að til greina kæmi að kosningunum á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna yrði flýtt og þær yrðu haldnar áður en brottflutningi ísraelskra hermanna þaðan lyki. Samkvæmt friðarsam- komulagi ísraels og PLO á brott- flutningi hermannanna að vera lok- ið fyrir kosningarnar. Arafat sagði á sunnudag að vandamál hefðu komið upp í viðræðunum varðandi dagsetningu kosninganna. m w ppuo Eftirfarandi botnar hlutu 1.—3. verðlaun í ferskeytlukeppni Hagkaups. um leið og við þökkum frábæra þátttöku, óskum við vinningshöfum til hamingju Fyrri partur.- Þegar bæta á þjóðarhag þarf að reikna mikið Botn A endanum kemst allt í lag ekkert loforð svikið. Anna Agústsdóttir, Caröavegi 19,530 Hvammstanga. Fyrri partur: Sérhver maður ætti að elska konu sína Botn Allavega — eða hvað í það láta skína. Sigurgeir Þorvaldsson. Mávabraut 8C — 230 Kef lavík. Fyrri partur: Sérhver maður ætti að elska konu sína Botn en flestir munu þekkja það] að þessar hvatir dvína. Anna Margrét Sigurðardóttir, Hraunbæ 94, Reykjavík. i r HAGKAUP" í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.