Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13.DESEMBER1994 31 LISTIR Verksmiðjuiðnaður BOKMENNTIR Iönsaga BJARMI NÝRRAR TÍðAR eftir Ingólf V. Gíslason. Saga Iðju, félags verksmiðjufólks í 60 ár. Safn til Iðnsögu Islendinga IX. bindi. Rit- stjóri: Jón Böðvarsson. Hið islenska bókmenntafélag, 1994,453 bls. ÞÓ AÐ bók þessi sé skráð sem níunda ritið í Safni til Iðnsögu ís- lendinga eru bindin orðin ellefu alls, því að fyrsta og þriðja bindi eru tvöföld. Þetta er því þegar orð- ið feiknamikið ritsafn og líklega sér ekki fyrir endann á því. Eins og í undirtitli segir er hér skráð saga eins stéttarfélags, starfsfólks í verksmiðjuiðnaði. Rit- stjóri segir í aðfaraorðum að for- maður Iðju hafí farið þess á leit „að 60 ára saga félagsins yrði gef- in út á vegum Iðnsögu íslendinga". Tilmælin „komu á óbvart vegna þess að verksvið útgáfunnar er að lýsa vinnubrögðum, vinnustöðum, vélakosti og öðrum tækjum í iðnaði og breytingum sem verða í tímans rás". En tilmælunum var tekið, því að „yfírlit um margþætt starfssvið félagsmanna skýrir á ýmsan hátt framvindu í íslenskum iðnaði á þessari öld og er því gildur þáttur í iðnsögu 20. aldar". Samningur var því gerður „og ákveðið að sagan yrði skráð með iðnsögulegu ívafi". Mikil bók er þetta, hálft fímmta hundrað blaðsíður. Hún hefst eins og vera ber á stofnun Iðju, með myndum af fyrstu stjórn félagsins. Síðan er atburðarásin rakin. Fer drjúgur hluti frá- sagnar í að rekja póli- tísk átök í félaginu og um það, kjarabaráttu, verkföll og annað skylt efni. Eru greinargerðir um það næsta ítarlegar á stundum. Fróðleg er þessi saga og vel sögð. Maður kynnist hér ömurleg- um kjörum iðnverkafólks, sultar- launum, litlu starfsöryggi og slæm- um aðbúnaði. Baráttan fyrir úrbót- um var hörð og oft og einatt hatrömm, en skilaði hægt og síg- andi árangri. í bókarlok eru miklar skrár. Skrá er um stjórnir Iðju og starfs- menn félagsins. Tilvísanaskrá er geysilöng, svo og skrá um heimild- ir, prentaðar, óprentaðar og viðtöl, yfírlit um fjölda Iðjufélaga, skrá um myndir, töflur og nöfn. Mikill fjöldi mynda er í bókinni svo og innfelldir textar. Öll ber b.ókin Ingólfur V. Gíslason merki vandaðra vinnu- bragða. En þetta er saga Iðju og lítið þykir mér fara fyrir hinu „iðnsögulega ívafí". Hún er skrifuð frá ákveðnum sjónar- hóli og leynir sér ekki hvorum megin hryggj- ar samúð höfundar liggur. Þannig á saga stéttarfélags auðvitað að vera og er' ekkert við það að athuga. Hins vegar hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort hún á heima í þessu safni. Vissulega er þarna skráður einn kafli í sögu verk- smiðjuiðnaðar, en hinir allir eru óskráðir. Ég sé ekki betur en hér sé um umtalsverða stefnubreytingu hjá ritstjórn að ræða. Verði þeirri stefnu áfram haldið má búast við að Safn til Iðnsögu íslendinga verði býsna stórt. Hvenær verður þá Iðn- sagan sjálf skráð? En hún átti víst að koma í kjölfar safnsins. Væri ekki réttara að láta stéttarfélögin sjálf um að rita sögu sína (eins og raunar oftast hefur verið gert) og láta sér nægja að styðjast við þau rit eins og aðrar heimildir í bókum Iðnsögusafnsins? Sigurjón Björnsson. Að byggja skilningsbrú? BOKMENNTIR Minningabók BRYNJA OG ERLINGUR FYRIR OPNUM TJÖLDUM eftir Brynju Benediktsdóttur, Erling Gíslason og Ingunni Þóru Magnus- dóttur. Utg. Mál og menning 1994. ÞAÐ verður ekki á íslenska les- endur logið, þeir hafa mikið gaman að því að lesa frásagnir fólks af ævi sínu og starfi. Ekki hvað síst þegar þekkt fólk á í hlut og umtal- að nokkuð. Leikararnir og hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason hafa sett svip sinn á ís- lenskt leikhúslíf í áratugi þó þau séu enn á góðum aldri. Þau hafa unnið ýmsa eftirminnilega sigra. Saga þeirra hefur alla burði til að vera forvitnileg. Þau velja þá leið að hefja frá- sögnina að góðum og gegnum ís- lenskum sið, segja á sér deili og stiklað er á bernsku og æskuárum hvors um sig. Þetta eru skemmti- legir kaflar og leiða fram fyrir les- anda tvær afskaplega ólíkar mann- eskjur. Erlingur kaldhæðinn nokk- uð, virðist hafa húmor fyrir sjálfum sér, kannski dálítið kærulaus og tekur sig og fleira hæfilega hátíð- lega. Brynja kemur fyrir sjónir sem skapmikill og viðkvæmur töffari og tekur sjálfa sig mun alvarlegar en Erlingur. En þegar þau kynnast leikhúsinu, á sínum menntaskóla- árum og snúa sér síðan að henni er augljóst að það starf taka bæði mjög alvarlega - þó hvort á sinn hátt. Meginkostur bókarinnar er ein- mitt það hversu vel það kemst til skila hvað þau eru ólíkir einstakl- ingar og ólíkir listamenn. Hvað þau hafa ólíkt tungutak og ólík sjónar- mið. Hvort um sig hefur haldið sjálfstæði sínu í löngu hjónabandi og margs konar samvinnu í leikhús- inu. Sá háttur er yfirleitt hafður á að annað segir frá í einu þó stund- um komi innskot frá hinu. Ég gerði Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir. ekki úttekt á því en í fljótu bragði virðist Brynja segja ívið meira frá og m.a. fær Inuksýningin langa og mikla umfjöllun. Það er að mörgu leyti ágætt mál og oft fróðlegt enda fór hópurinn með þessa sýn- ingu til ótal landa og Inukævintýr- ið stóð yfir með hléum í allmörg ár. Samt fmnst mér frásagan stundum laus í sér og hefði mátt þjappa og þétta. Fengur er að kafl- anum um störf þeirra með Grímu- leikhúsinu og sama gildir um fjölda margt annað sem vikið er að í sög- unni. Þau segja í bókarlok að þau hafi ákveðið að setja þessa bók saman af því þau líti á sig sem tengiliði milli kynslóðar þeirra lista- manna sem gengin er og þeirrar sem er að vaxa úr grasi. I því hlut- verki hafi bæði þau og ýmsir aðrir staðið sig heldur illa því mörg verð- mæti hafi farið forgörðum sem eft- irsjá sé að og þannig ekki komist til næstu kynslóðar. Þeim finnst örla á hindurvitnum og ósiðum sem voru horfm. Þó hafi ytri aðstæður batnað, ágætir listamenn séu mættir til leiks en hætta sé á að upp komi samkeppni sem byggist á öðrum grunni en forsendum leik- listarinnar. Síðari hlutinn er ein- hver hálfkveðin vísa og segir ekki nóg. Er víst að lesendur geti botn- að? Það er án efa alltaf vandi að velja efni í frásögu á borð við þessa því hér er vitanlega margt og mik- ið að frétta. Mér finnst því að þau hafí ekki alveg gert upp við sig hvað vakti fyrir þeim. Með öðrum orðum, það er eklri nægilega mark- visst valið í sögu þeirra. Bókin hefði orðið fyllri ef það lægi ljóst fyrir. Ekki endilega lengri. En lík- lega betri. Mér finnst skrítið að hér um bil ekkert er sagt frá starfi þeirra á Akureyri og allt í einu er hlaupið yfir rösk tíu ár. Það er afleitt vegna þess að ákveðin samfella verður að vera til að yfirsýn náist. Þegar tekið er til við söguna á ný er að nálgast sá tími að nokkrum leikur- um, þ.á m. Brynju var sagt upp í Þjóðleikhúsinu eftir langt starf. Þessar uppsagnir voru umdeildar og reyndust raunar lögleysa, voru afturkallaðar og síðan endurtekn- ar. Oviðfelldinn framgangsmáti það gagnvart þeim sem við sögu komu. En átti málið sér kannski einhvern aðdraganda á þeim árum sem hvergi er vikið að. Sú hugsun hlýtur að skjóta upp kollinum og hefði verið eðlilegt að gera skýrari grein fyrir árunum á undan. í þeim sama eftirmála og vikið var að hér fyrr segja þau að> þau hugsi þessa bók sem brúarsmíði til skilnings innan samtíðar og til að miðla upplýsingum um hugsunar- hátt og ytri sem innri aðstöðu sem leiklistarfólk hafi ýmist notið eða þurft að glíma við. Einnig er sagt að oft ráði tilvilj- un hvað er tekið með og hvað ekki og eftir því hvaða heimildir voru tiltækar. Þessi skýring dugar mér ekki því efni í bók sem hugsuð er til að byggja brú skilnings samtíðar og nútíðar á ekki að byggjast á tilviljanakenndu „vali". Verkefna- og nafnaskrá fylgja. Margar myndir eru í bókinni og sumar hálfgerð frímerki og því Iítið á þeim að græða en hefðu notið sín stærri. Frágangur bókarinnar er að flestu leyti ágætur. Það eru margir plúsar við þessa bók. En þeir hefðu getað verið fleiri. Jóhanna Kristjónsdóttir. Sjátui hlutina ívíbara samhengi! kjarni málsins! ásiœg/uleya/ á/ qwirt/ Amerísk sófasett, stakir sófar og svefnsófar. Sófaborð í miklu úrvali. ítölsk leðurhúsgögn. Verðið er óvenju hagkvæmt enda er hér um lagersölu að ræða. Eínissaían hf. Husgagnalager Smiðjuvegi 9 - gul gata Kópavogi Sími 554-5400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.