Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 36
*" 36 ÞRIÐJUDAGUR13.DESEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ *H JlfofipiiiÞIjifeÍfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STOÐUGLEIKIOG KJARAJÖFNUN RÍKISSTJÓRNIN hefur tekið ákveðið frumkvæði í kjaramálum með yfirlýsingu sinni um aðgerðir til aukinnar atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnunar. Fyrstu viðbrögð talsmanna launþega og vinnuveitenda eru já- kvæð og benda til þess, að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar- innar muni greiða fyrir gerð kjarasamninga. í yfirlýsingunni segir, að ákveðin þáttaskil hafi orðið í efnahagsmálum og hægfara efnahagsbati í augsýn. Meginverkefnið sé að tryggja áframhaldandi stöðugleika, jöfnun lífskjara með bættum kjörum lægst launaða fólks- ins. Undir engum kringumstæðum megi hverfa aftur til óstöðugleika, óðaverðbólgu og erlendrar skuldasöfnunar, sem bitni verst á þeim lakast settu. Mest athygli hefur að vonum beinzt að tillögum stjórn- arinnar í skattamálum. Þar ber hæst, að persónuafsláttur verður hækkaður þegar um áramótin og aftur á miðju ári, sérstakur eignaskattur (ekknaskattur) afnuminn, frumvarp um afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna verður lagt fram og ráðstafanir gerðar þegar á næsta ári til að létta henni af lífeyrisþegum. Þá verður svonefndur há- tekjuskattur framlengdur um eitt ár, en viðmiðunarmörk- in hækkuð, og boðað að fjármagnstekjuskattur verði tek- inn upp í lok næsta árs. Frekari aðgerðir verða gegn skattsvikum og reglur hertar um nýtingu uppsafnaðs taps við sameiningu fyrirtækja. Tekið verður á greiðsluvanda vegna húsnæðislána, þegar íbúðareigendur hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna tekjusamdráttar, svo óg gerðar ráðstafanir til frekari lækkunar húshitunarkostnaðar á dýrustu landsvæðunum. Fjárhagur heilbrigðisstofnana verður styrktur áfram. í yfirlýsingu sinni boðar ríkisstjórnin aðgerðir til auk- innar atvinnu og eflingar atvinnulífsins. Sérstakt átak verður gert í vegamálum í þessu skyni og leitað verður samstarfs við sveitarfélögin um verkefni til atvinnusköp- unar, en í staðinn horfið frá beinum greiðslum þeirra í Atvinnutryggingasjóð. Ekki er minna um vert, þegar til lengri tíma er litið, að gripið verður til aðgerða til nýsköp- unar í atvinnulífinu og frumvarp lagt fram í því skyni, sem m.a. mun greiða fyrir vöruþróun og markaðssókn. Sérstakar aðgerðir verða til að auka erlendar fjárfesting- ar í landinu. Skattalögum verður breytt til að örva fjár- festingu og nýsköpun. Fjárfestingar fyrirtækja munu njóta sérstakrar flýtifyrningar til skatts á árunum 1994 og 1995. Fjárfestingar einstaklinga með hlutabréfakaup- um hljóta áfram sérstakar skattaívilnanir. Þegar litið er á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í heild verður ekki annað séð en að boðaðar aðgerðir séu til fram- fara. Þær fela í sér aðgerðir í skattamálum, sem stuðla að kjarajöfnun og bættum hag láglaunafólks þegar á næsta ári, svo og aukinni atvinnu. Annað mun hafa áhrif til lengri tíma, svo sem aðgerðir til nýsköpunar í atvinnu- lífinu. Fjármagnstekjuskattur verður ekki tekinn upp fyrr en árið 1996. Ennþá er óljóst með hvaða hætti það verð- ur. Tími slíkrar skattlagningar virðist að renna upp, h^enni hefur verið frestað á meðan unnið hefur verið að því að ná vöxtum niður og auka sparnað í landinu. Við upptöku fjármagnstekjuskatts verður að gæta þess, að hann bitni ekki á sparifé barna, ungmenna og aldr- aðra og sanngjarnt frítekjumark því nauðsynlegt. Öðru máli gegnir um skattlagningu sparifjár sem beinlínis er fjárfest í tekjuöflunarskyni. Eðlilegt verður að teljast, að jafnhliða fjármagnstekjuskatti verði skattlagning ann- ara eignatekna endurskoðuð þannig að mismunun eigi sér ekki stað. Fagna ber því sérstaklega, að hinn ill- ræmdi „ekknaskattur" verður afnuminn þegar um næstu áramót. Helzti ljóður á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er auk- inn fjárlagahalli, sem af þeim leiðir. Eitt helzta markmið efnahagsstjórnunar hlýtur að vera jafnvægi í ríkisrekstr- inum. Annað leiðir til hærra vaxtastigs en ella og vinnur gegn auknum fjárfestingum í atvinnulífinu, sem er aftur á móti forsenda aukinnar atvinnu. Þegar á heildina er litið og með tilliti til kjarasamninganna framundan er réttlætanlegt, að ríkisstjórnin taki nokkra áhættu í þess- um efnum. Strangt aðhald þarf þó áfram í ríkisbúskapn- um. Jacques Delors býður sig ekki fram til for; Vonir vinstrimaj orðnaraðeng AF ERLENDUM VETTVANGI AKVÖRÐUN Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambands- ins, að gefa ekki kost á sér í frönsku forsetakosningunum á næsta ári, kom flestum mjög á óvart. Vissulega hafði orðrómur kömist á kreik í lok síðustu viku um að hann myndi ekki fara í framboð en hitt var þó enn talið líklegra, allt að því óhjá- kvæmilegt. Delors var talinn eini frambærilegi maðurinn sem franskir vinstrimenn gætu boðið fram og nýj- ustu skoðanakannanir bentu til að hann myndi vinna sigur á jafnt Edou- ard Balladur forsætisráðherra og Jacques Chirac, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Útgáfa bókar þar sem hann lýsir viðhorfum sínum í síðasta mán- uði var talin enn ein staðfestingin á væntanlegua framboði. Ljðst var, að byði hann sig ekki fram myndi það valda upplausn á vinstrivæng fran- skra stjórnmála. Það hversu lengi hann dró að svara spurningunni um framboð, var einnig talið benda til þess að hann myndi að lokum gefa kost á sér. Yfirlýsing um framboð var einungis formsatriði. í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld gerðist aftur á móti hið óvænta. Del- ors sagðist ekki gefa kost á sér. Þrennt hefur líklega öðru fremur ráðið ákvörðun Delors. í fyrsta lagi að þær sambandsríkjahugmyndir, sem hann er persónugervingur fyrir, eiga sífellt minna fylgi að. fagna meðal þjóða Evrópu. Það varð Ijóst í þjóðar- atkvæðagreiðslunum í Danmörku og Frakklandi um Maastricht-sáttmál- ann og fjölmargar skoðanakannanir benda til að andstaðan sé síst minni í mörgum öðrum aðildarríkjum. Nið- urstaða nýlegrar könnunar í Frakk- landi var sú að 66% franskra kjósenda eru þeirra skoðunar að Evrópusam- starfið eigi að byggja á nánu sam- starfi sjálfstæðra ríkja. Einungis 16% kjósenda telja sambandsríki ESB-ríkj- anna æskilegan kost. Mikil óvissa ríkir að sama skapi um það hvort hin háleitu markmið Maastricht-sáttmálans muni nokkurn tímann ná fram að ganga. Ríkisstjórn- ir ESB-ríkja virðast staðráðnar í að gefa ekki eftir réttinn til að móta sjálf- stæða utanríkisstefnu og varnar- stefnu. Vandræðagangur Evrópusam- bandsins í málefnum Balkanskaga er besta dæmið um hve hægt miðar í átt að sameiginlegri utanríkisstefnu. Það sama á við um peningalega samrunann. Gengissamstarf Evrópu (ERM) er í upplausn og er þess skemmst að minnast að fjármálaráð- herrar ESB-ríkjanna náðu ekki sam- komulagi um þrengri ________ sveiflumörk Evrópugjaldm- iðla innan ERM á síðasta fundi sínum. Núverandi sveiflumörk eru það rúm að þau geta vart talist þau """"""^ „eðlilegu" mörk sem Maastricht kveð- ur á um að gjaldmiðlar verði að halda sig innan um tveggja ára skeið áður en þeir geta tekið þátt í samrunanum. Nánir samstarfsmenn Delors voru í síðustu viku farnir að gefa í skyn að hann teldi hugsanlegt að hann myndi gera Evrópusýn sinni erfiðara fyrir færi hann í framboð. Upphaf kosningabaráttunnar bend- ir til að Evrópumálin verði eitt helsta kosningamálið og hafa bæði Chirac ¦K 'SSllSttís. "W «¦ W' ¦ \ w l :'¦'" /¦' ify^» #1 9nS m bL ¦ f*4 W* bai gai Reuter JACQUES Delors lýsir því yfir í viðtali á sjónvarpsstöðinni TFl, að hann muni ekki bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Jacques Delors var talinn eini maðurinn sem gat sameinað franska vinstrimenn fyrir for- setakosningarnar á næsta ári. Sú ákvörðun hans að gefa ekki kost á sér er reiðarslag fyrir Sósíalistaflokkinn, skrifar Steingrímur Sigurgeirsson, og nær öruggt er talið að hægrimaður taki við af Francois Mitterrand Frakklandsforseta. „Hefði hamlað frama dótt- urinnar" og Balladur tekið mun þjóðernislegri afstöðu en Delors. Ef kosningabarátt- an snerist upp í harða deilu um Evr- ópumál var hætt við að það gæti leitt til mikils bakslags fyrir sambands- ríkjasinna. Hægrimenn myndu herð- ast í andstöðu sinni og Delors, sem forseti framkvæmdastjórnarinnar undanfarin tíu ár, kynni að reynast auðvelt skotmark. Er þess skemmst að minnast að í 'kosningabaráttunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Maastricht sögðu sumir stuðnings- menn sáttmálans að í hvert skipti sem Delors tjáði sig um málið glötuðust tíu þúsund atkvæði. Vill ekki sambúð í öðru lagi er líklegt að Delors myndi eiga erfitt með að ná stefnu sinni fram jafnvel þó að hann næði ________ kjöri sem forseti. Hægri- menn eru í meirihluta á franska þinginu og þrátt fyrir að forsetinn geti nýtt sér rétt sinn til þingrofs og ^^~~ boðað til nýrra kosninga eru ekki miklar líkur á að Sósíalistaflokk- urinn næði þar miklum árangri. Þó að Frakkar virðist nokkuð hallir undir Delors í skoðanakönnunum, er ekkert sem bendir til að þeir séu á þeim buxunum að hleypa vinstrimönn- um til valda á ný. Delors yrði því að sætta sig við þá „sambúð" (cohabitati- on), sem reynst hefur Francois Mit- terrand svo erfið. Nefndi Delors þetta sérstaklega í sjónvarpsyfirlýsingu sinni og sagðist ekki hafa áhuga á að starfa með ríkisstjórn sem „endur- speglaði ekki" hugmyndir hans. Málamiðlanir og samstarf eru ekki sterkustu hliðar Delors. Hann er skap- stór og þekktur fyrir að strunsa út af fundum vegna smávægilegs ágreinings. Francois Mitterrand sagði eitt sinn að Delors gæti aldrei orðið forseti þar sem að enginn yrði eftir til að taka við afsagnarbeiðninni. Persónulegar ástæður I þriðja lagi eru persónulegar ástæður taldar liggja að baki ákvörð- uninni. Jacques Delors verður sjötug- ur á næsta ári og kjörtímabil Frakk- landsforseta er sjö ár. Hann yrði því hátt í áttræður er hann léti af emb- ætti. Eiginkona Delors til 44 ára, Marie, in hefur ávallt verið stoð hans og stytta. h< Fyrir tólf árum misstu þau ___________ eina son sinn, Jean-Paul, HellTIUt missir ba mann en hann lést úr hvítblæði 29 ára gamall. Samband Jacques og Marie Delors hefur ávallt ——¦ verið mjög náið. Þau kynntust er Jacques var skrifstofumaður hjá Banque de France og eftir tveggja ára trúlofun giftu þau sig. Þau helg- uðu sig hvort öðru og hafa ávallt verið reiðubúin að fórna miklu fyrir hvort annað. Er Jacques Delors yar á sínum tíma valinn úr hópi unga efni- legra manna að þreyta próf er hefði tryggt honum háttsetta embættis- mannastöðu til æviloka hafnaði hann boðinu. Eiginkona hans átti von á|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.