Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 36
“ 36 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÖÐUGLEIKIOG KJARAJÖFNUN RÍKISSTJÓRNIN hefur tekið ákveðið frumkvæði í kjaramálum með yfirlýsingu sinni um aðgerðir til aukinnar atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnunar. Fyrstu viðbrögð talsmanna launþega og vinnuveitenda eru já- kvæð og benda til þess, að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar- innar muni greiða fyrir gerð kjarasamninga. í yfirlýsingunni segir, að ákveðin þáttaskil hafi orðið í efnahagsmálum og hægfara efnahagsbati í augsýn. Meginverkefnið sé að tryggja áframhaldandi stöðugleika, jöfnun lífskjara með bættum kjörum lægst launaða fólks- ins. Undir engum kringumstæðum megi hverfa aftur til óstöðugleika, óðaverðbólgu og erlendrar skuldasöfnunar, sem bitni verst á þeim lakast settu. Mest athygli hefur að vonum beinzt að tillögum stjórn- arinnar í skattamálum. Þar ber hæst, að persónuafsláttur verður hækkaður þegar um áramótin og aftur á miðju ári, sérstakur eignaskattur (ekknaskattur) afnuminn, frumvarp um afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna verður lagt fram og ráðstafanir gerðar þegar á næsta ári til að létta henni af lífeyrisþegum. Þá verður svonefndur há- tekjuskattur framlengdur um eitt ár, en viðmiðunarmörk- in hækkuð, og boðað að fjármagnstekjuskattur verði tek- inn upp í lok næsta árs. Frekari aðgerðir verða gegn skattsvikum og reglur hertar um nýtingu uppsafnaðs taps við sameiningu fyrirtækja. Tekið verður á greiðsluvanda vegna húsnæðislána, þegar íbúðareigendur hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna tekjusamdráttar, svo óg gerðar ráðstafanir til frekari lækkunar húshitunarkostnaðar á dýrustu landsvæðunum. Fjárhagur heilbrigðisstofnana verður styrktur áfram. í yfirlýsingu sinni boðar ríkisstjórnin aðgerðir til auk- innar atvinnu og eflingar atvinnulífsins. Sérstakt átak verður gert í vegamálum í þessu skyni og leitað verður samstarfs við sveitarfélögin um verkefni til atvinnusköp- unar, en í staðinn horfið frá beinum greiðslum þeirra í Atvinnutryggingasjóð. Ekki er minna um vert, þegar til lengri tíma er litið, að gripið verður til aðgerða til nýsköp- unar í atvinnulífinu og frumvarp lagt fram í því skyni, sem m.a. mun greiða fyrir vöruþróun og markáðssókn. Sérstakar aðgerðir verða til að auka erlendar fjárfesting- ar í landinu. Skattalögum verður breytt til að örva fjár- festingu og nýsköpun. Fjárfestingar fyrirtækja munu njóta sérstakrar flýtifyrningar til skatts á árunum 1994 og 1995. Fjárfestingar einstaklinga með hlutabréfakaup- um hljóta áfram sérstakar skattaívilnanir. Þegar litið er á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í heild verður ekki annað séð en að boðaðar aðgerðir séu til fram- fara. Þær fela í sér aðgerðir í skattamálum, sem stuðla að kjarajöfnun og bættum hag láglaunafólks þegar á næsta ári, svo og aukinni atvinnu. Annað mun hafa áhrif til lengri tíma, svo sem aðgerðir til nýsköpunar í atvinnu- lífinu. Fjármagnstekjuskattur verður ekki tekinn upp fyrr en árið 1996. Ennþá er óljóst með hvaða hætti það verð- ur. Tími slíkrar skattlagningar virðist að renna upp, ljenni hefur verið frestað á meðan unnið hefur verið að því að ná vöxtum niður og auka sparnað í landinu. Við upptöku fjármagnstekjuskatts verður að gæta þess, að hann bitni ekki á sparifé barna, ungmenna og aldr- aðra og sanngjarnt frítekjumark því nauðsynlegt. Oðru máli gegnir um skattlagningu sparifjár sem 'beinlínis er fjárfest í tekjuöflunarskyni. Eðlilegt verður að teljast, að jafnhliða fjármagnstekjuskatti verði skattlagning ann- ara eignatekna endurskoðuð þannig að mismunun eigi sér ekki stað. Fagna ber því sérstaklega, að hinn ill- ræmdi „ekknaskattur“ verður afnuminn þegar um næstu áramót. Helzti ljóður á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er auk- inn fjárlagahalli, sem af þeim leiðir. Eitt helzta markmið efnahagsstjórnunar hlýtur að vera jafnvægi í ríkisrekstr- inum. Annað leiðir til hærra vaxtastigs en ella og vinnur gegn auknum fjárfestingum í atvinnulífinu, sem er aftur á móti forsenda aukinnar atvinnu. Þegar á heildina er litið og með tilliti til kjarasamninganna framundan er réttlætanlegt, að ríkisstjórnin taki nokkra áhættu í þess- um efnum. Strangt aðhald þarf þó áfram í ríkisbúskapn- um. 'TZ + Jacques Delors býður sig ekki fram til forseta Vonir vinstrimanna orðnar að engn AF ERLENDUM VETTVANGI AKVÖRÐUN Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambands- ins, að gefa ekki kost á sér í frönsku forsetakosningunum á næsta ári, kom flestum mjög á óvart. Vissulega hafði orðrómur kömist á kreik í lok síðustu viku um að hann myndi ekki fara í framboð en hitt var þó enn talið líklegra, allt að því óhjá- kvæmilegt. Delors var talinn eini frambærilegi maðurinn sem franskir vinstrimenn gætu boðið fram og nýj- ustu skoðanakannanir bentu til að hann myndi vinna sigur á jafnt Edou- ard Balladur forsætisráðherra og Jacques Chirac, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Útgáfa bókar þar sem hann lýsir viðhorfum sínum í síðasta mán- uði var talin enn ein staðfestingin á væntanlegua framboði. Ljóst var, að byði hann sig ekki fram myndi það valda upplausn á vinstrivæng fran- skra stjórnmála. Það hversu lengi hann dró að svara spurningunni um framboð, var einnig talið benda til þess að hann myndi að lokum gefa kost á sér. Yfirlýsing um framboð var einungis formsatriði. í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld gerðist aftur á móti hið óvænta. Del- ors sagðist ekki gefa kost á sér. Þrennt hefur líklega öðru fremur ráðið ákvörðun Delors. í fyrsta lagi að þær sambandsríkjahugmyndir, sem hann er persónugervingur fyrir, eiga sífellt minna fylgi að fagna meðal þjóða Evrópu. Það varð Ijóst í þjóðar- atkvæðagreiðslunum í Danmörku og Frakklandi um Maastricht-sáttmál- ann og Ijölmargar skoðanakannanir benda til að andstaðan sé síst minni í mörgum öðrum aðildarríkjum. Nið- urstaða nýlegrar könnunar í Frakk- landi var sú að 66% franskra kjósenda eru þeirra skoðunar að Evrópusam- starfið eigi að byggja á nánu sam- starfi sjálfstæðra ríkja. Einungis 16% kjósenda telja sambandsríki ESB-ríkj- anna æskilegan kost. Mikil óvissa rikir að sama skapi um það hvort hin háleitu markmið Maastricht-sáttmálans muni nokkurn tímann ná fram að ganga. Ríkisstjórn- ir ESB-ríkja virðast staðráðnar í að gefa ekki eftir réttinn til að móta sjálf- stæða utanríkisstefnu og varnar- stefnu. Vandræðagangur Evrópusam- bandsins í málefnum Balkanskaga er besta dæmið um hve hægt miðar í átt að sameiginlegri utanríkisstefnu. Það sama á við um peningalega samrunann. Gengissamstarf Evrópu (ERM) er í upplausn og er þess skemmst að minnast að fjármálaráð- herrar ESB-ríkjanna náðu ekki sam- komulagi um þrengri _______________ sveiflumörk Evrópugjaldm- iðla innan ERM á síðasta fundi sínum. Núverandi sveiflumörk eru það rúm að þau geta vart talíst þau „eðlilegu" mörk sem Maastricht kveð- ur á um að gjaldmiðlar verði að halda sig innan um tveggja ára skeið áður en þeir geta tekið þátt í samrunanum. Nánir samstarfsmenn Delors voru í síðustu viku farnir að gefa í skyn að hann teldi hugsanlegt að hann myndi gera Evrópusýn sinni erfiðara fyrir færi hann í framboð. Upphaf kosningabaráttunnar bend- ir til að Evrópumálin verði eitt helsta kosningamálið og hafa bæði Chirac Reutfir JACQUES Delors lýsir því yfir í viðtali á sjónvarpsstöðinni TFl, að hann muni ekki bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Jacques Delors vartalinn eini maðurinn sem gat sameinað franska vinstrimenn fyrir for- setakosningamar á næsta ári. Sú ákvörðun hans að gefa ekki kost á sér er reiðarslag fyrir Sósíalistaflokkinn, skrifar Steingrímur Sigurgeirsson, og nær ömggt er talið að hægrimaður taki við af Fran^ois Mitterrand Frakklandsforseta. „Hefði hamlað frama dótt- urinnar“ og Balladur tekið mun þjóðernislegri afstöðu en Delors. Ef kosningabarátt- an snerist upp í harða deilu um Evr- ópumá! var hætt við að það gæti leitt til mikils bakslags fyrir sambands- ríkjasinna. Hægrimenn myndu herð- ast í andstöðu sinni og Delors, sem forseti framkvæmdastjórnarinnar undanfarin tíu ár, kynni að reynast auðvelt skotmark. Er þess skemmst að minnast að í 'kosningabaráttunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Maastricht sögðu sumir stuðnings- menn sáttmálans að í hvert skipti sem Delors tjáði sig um málið glötuðust tíu þúsund atkvæði. Vill ekki sambúð í öðru lagi er líklegt að Delors myndi eiga erfitt með að ná stefnu sinni fram jafnvel þó að hann næði _________ kjöri sem forseti. Hægri- menn eru í meirihluta á franska þinginu og þrátt fyrir að forsetinn geti nýtt sér rétt sinn ti! þingrofs og ......... boðað til nýrra kosninga eru ekki miklar líkur á að Sósíalistaflokk- urinn næði þar miklum árangri. Þó að Frakkar virðist nokkuð hallir undir Delors í skoðanakönnunum, er ekkert sem bendir til að þeir séu á þeim buxunum að hleypa vinstrimönn- um til valda á ný. Deíors yrði því að sætta sig við þá „sambúð“ (cohabitali- on), sem reynst hefur Frangois Mit- terrand svo erfið. Nefndi Deiors þetta sérstaklega í sjónvarpsyfirlýsingu sinni og sagðist ekki hafa áhuga á að starfa með ríkisstjórn sem „endur- speglaði ekki“ hugmyndir hans. Málamiðlanir og samstarf eru ekki sterkustu hliðar Delors. Hann er skap- stór og þekktur fyrir að strunsa út af fundum vegna smávægilegs ágreinings. Francois Mitterrand sagði eitt sinn að Delors gæti aldrei orðið forseti þar sem að enginn yrði eftir til að taka við afsagnarbeiðninni. Persónulegar ástæður I þriðja lagi eru persónulegar ástæður taldar liggja að baki ákvörð- uninni. Jacques Delors verður sjötug- ur á næsta ári og kjörtímabil Frakk- landsforseta er sjö ár. Hann yrði því hátt í áttræður er hann léti af emb- ætti. Eiginkona Delors til 44 ára, Marie, hefur ávallt verið stoð hans og stytta. Fyrir tólf árum misstu þau _________ eina son sinn, Jean-Paul, „ffelmut Kohl hvítblæði missir banda- mann“ en hann lést úr 29 ára gamall. Samband Jacques og Marie Delors hefur ávallt " verið mjög náið. Þau kynntust er Jacques var skrifstofumaður hjá Banque de France og eftir tveggja ára trúlofun giftu þau sig. Þau helg- uðu sig hvort öðru og hafa ávallt verið reiðubúin að fórna miklu fyrir hvort annað. Er Jacques Delors var á sínum tíma valinn úr hópi unga efni- legra manna að þreyta próf er hefði tryggt honum háttsetta embættis- mannastöðu til æviloka hafnaði hann boðinu. Eiginkona hans átti von á barni og hann taldi það meira for- gangsverkefni en eigin frami. Marie er sögð þekkja andleg og lík- amleg takmörk bónda síns betur en nokkur annar og hefur hún ávallt verið treg til að samþykkja að hann færi í forsetaframboð. „Það er orðið tímabært að Jacques slaki á. Ég hef áhyggjur af heilsu hans. Hann hefur stritað allt frá því að ég kynntist hon- um og hann þreytist nú mun fyrr en áður,“ sagði hún fyrir skömmu en tók þó fram að hún myndi ekki þanna honum að bjóða sig fram. „Ég vil ekki að hann sé óhamingjusamur. Ef hann ber með sér dulda ósk um að bjóða sig fram mun ég fórna mér, rétt eins og hann hefði gert fyrir mig.“ Efnileg dóttir Umhyggja fyrir Xavier Aubry, dótt- urinni sem Delors tók fram yfir emb- ættismannaframann á sínum tíma, hefur eflaust einnig ráðið miklu. Aubry er ekki bara móðir eina barna- barns Jacques Delors heldur einnig bjartasta von kvenna í frönskum stjórrimálum. Er ekki talið útilokað að hún verði fyrsta konan sem nái kjöri sem forseti Frakklands. Ef Jacques Delors hefði boðið sig fram og náð kjöri er hins vegar ólík- legt að af því hefði getað orðið. Del- ors hefði ekki getað skipað dóttur sína í nein há embætti (s.s. ráðherraemb- ætti) vegna skyldleikans og hún hefði því verið nær útilokuð úr frönskum stjórnmálum næstu sjö árin. Ákvörðun föður hennar kann að breyta því. Hún auðveldar hins vegar ekki Sósíalistaflokknum lífróður sinn. Flokkurinn var upphaflega stofnaður af Mitterrand og hafði það helst að markmiði að koma honum í Elysée- höllina. Nú þegar hillir undir lok fjórt- án ára forsetatíðar virðist ekki ólík- legt að flokkurinn hverfi af sviðinu ásamt skapara sínum. Enginn augljós frambjóðandi Innbyrðis klofningur og óteljandi hneykslismál hafa leitt tiþ þess að flokkurinn er rúinn trausti. I Evrópu- kosningum fyrr á árinu þurrkaðist hann nær út. Þar sem enginn augljós frambjóðandi (annar en Delors) er sjáanlegur er þetta mikið áfall fyrir sósíalista. Mörg nöfn eru nú nefnd til sögunn- ar en fá virðast líkleg til að freista franskra kjósenda. Michel Rocard fyrrum forsætisráðherra er mjög lík- legur frambjóðandi en mun varla valda mikilli spennu hvorki innan flokks né utan. Henri Emmanuelli flokksformaður er of nátengdur ýms- um spillingarmálum, Jack Lang, fyrr- um menningarmálaráðherra, er vin- sæll en hefur litla sem enga reynslu af utanríkis- eða efnahagsmálum og Pierre Mauroy er gamall og þreyttur. Þá hafa verið nefndir þeir Lionel Josp- in, fyrrum menntamálaráðherra, og Bernard Kouchner, fyrrum mannrétt- indamálaráðherra. Allir eiga þessir menn það sameig- inlegt að vera fulltrúar ákveðinna hópa eða flokksbrota og enginn þeirra __________ gæti sameinað vinstrimenn á sama hátt og Delors. Áhrifin utan Frakklands verða eflaust einnig þó nokkur. Það verður ekki hinn Evrópusinnaði Delors við af Mitterrand. Þess í sem tekur stað bendir flest til að það verði Chirac eða Balladur sem muni fara með málefni Frakklands á ríkjaráðstefnu ESB árið 1996. Ekki er útilokað að þeir muni frekar leita eftir samvinnu við Breta en Þjóðverja i þeim málefn- um, sem þar verða rædd. Þó að sú yrði ekki raunin er Ijóst að Helmut Kohl Þýskalandskanslari hefur misst öflugan bandamann í baráttunni fyrir evrópsku sambandsríki. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- og skattamálum Persónuafsláttur hækkar og mörk hátekjuskatts breytast Einhleypur Einhleypur Einhleypur Hjón Hjón Hjón Mánaðarlaun Kr. 80.000 Kr. 160.000 Kr. 280.000 Kr. 150.000 Kr. 250.000 Kr. 500.000 Staðgreiðsla (41,84%) 33.472 66.944 117.152 62.760 104.600 209.200 Persónuafsláttur nú -23.944 -23.944 -23.944 -47.888 -47.888 -47.888 Hátekjuskattur (5%) +0 +0 +4.000 +0 +0 +5000 Skattur Kr. 9.528 Kr. 43.000 Kr. 97.208 Kr. 14.872 Kr. 56.712 Kr. 166.312 1.1 til 30.6 1995 Staðgreiðsla (41,84%) 33.472 66.944 117.152 62.760 104.600 209.200 Persónuafsláttur -24.445 -24.445 -24.445 -48.890 -48.890 -48.890 Hátekjuskattur (5%) +0 +0 +2.750 +0 +0 +2.500 Skattur Kr. 9.027 Kr. 42.499 Kr. 95.457 Kr. 13.870 Kr. 55.710 Kr. 162.810 1.7 til 31.121995 Staðgreiðsla (41,84%) 33.472 66.944 117.152 62.760 104.600 209.200 Persónuafsláttur -24.845 -24.845 -24.845 -49.690 -49.690 -49.690 Hátekjuskattur (5%) +0 +0 +2.750 +0 +0 +2.500 Skattur Kr. 8.627 Kr. 42.099 Kr. 95.057 Kr. 13.070 Kr. 54.910 Kr. 162.010 Hátekjuskattur kemur á mánaðartekjur umfram 200 þús. kr, hjá einstaklingi en 400 þús. kr. hjá hjónum. Þessi mörk verða 225 þús. kr og 450 þús. kr. Hjón fullnýta persónuafsláttinn. Halli ríkissjóðs eykst um 2 milljarða Tekjuskattur einstaklinga lækkar um 8.400 krónur á næsta ári miðað við árið í ár Ríkisstjómin kynnti á laugardag ráðstafanir RÁÐSTAFANIR ríkisstjórn- arinnar auka haíla ríkis- t sjóðs um tvo milljarða króna frá því sem ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarpi vegna ársins 1995. Það er einkum átak í vegamálum til að treysta atvinnu í landinu á næsta ári sem eykur halla ríkissjóðs, en áætlað er að veita 1.250 milljónum króna til þessa verkefnis. í fjárlagafrumvarpinu var reiknað með að hallinn yrði rúmlega 6,5 millj- arðar króna á næsta ári, þannig að með þessum breytingum gæti hallinn orðið um 8,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins sundurliðast þessi aukni halli þannig að ákvörðun um niðurfellingu sér- staks 0,75% eignaskatts á eignir umfram tæplega 10 milljónir króna eða svonefnds ekknaskatts lækkar tekjur ríkissjóðs samkvæmt áætlun- um um 120 milljónir króna. Skattur- inn var lagður á árið 1989 og var þá mikið gagnrýndur. Hér eftir verð- ur því eignaskattur innheimtur í einu þrepi, sem er 1,2% á eignir umfram rúmlega 3,5 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að skattfrelsi 15% tekna úr lífeyrissjóði kosti ríkis- sjóð um 250 milljónir króna í minni tekjum á næsta ári, en mjög erfitt er að áætla nákvæmlega hvað þessi breyting muni kosta ríkissjóð, auk þess sem líklegt er að kostnaðurinn eigi eftir að aukast í framtíðinni vegna fjölgunar ellilífeyrisþega. Samtals 10% af launum eru greidd til lífeyrissjóðs, 4% af launþega og 6% af atvinnurekanda. Launþegi greiðir skatt af framlagi sínu og til þessa hefur einnig verið greiddur skattur af tekjum úr lífeyrissjóði umfram það sem nemur persónuaf- slætti viðkomandi og því þess vegna haldið fram að um tvísköttun sé að ræða. 15% skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóði er hins vegar talið jafngilda framlagi launþega til sjóðsins. Það........... sem á vantar samanstendur annars vegar af framlagi vinnuveitenda, sem ekki er tekinn staðgreiðsluskattur af, og hins vegar af fjármagnstekjum sjóðsins sem ekki eru skattlagðar. Þetta þýðir að af 25 þúsund króna tekjum úr lífeyrissjóði þarf að greiða skatt af 21.250 krónum. Fjárfestingar örvaðar Breytingar eru einnig gerðar á skattalögum til að örva fjárfestingar og nýsköpun í atvinnulífinu. Fjárfest- ingar fyrirtækja á árunum 1994 og 1995 munu njóta sérstakra flýtifyrn- til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun. Hjálmar Jónsson kynnti sér ráðstafanimar, einkum að því leyti sem þær snúa að breytingum á skattheimtu og útgjöldum ríkissjóðs. FJÁRLAGAHALLINN eykst við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Myndin er frá því fjárlagaframvarpið var kynnt í haust. Persónuaf- sláttur hækk- ar um 900 krónur inga til skatts og er reiknað með að það kosti ríkissjóðs í kringum 100 milljónir í minni skatttekjur. Þá verð- ur horfið frá því að skerða skattaaf- slátt vegna hlutabréfakaupa frekar en búið er. Áfram verður heimilt að draga 80% af kaupverði hlutabréfa frá skattskyldum tekjum upp að ákveðnu marki sem er um 100 þús- und krónur fyrir einstakling og um 200 þúsund krónur fyrir hjón og er gert ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs verði 80 milljónum króna minni á næsta ári vegna þessa. Þá er gert ráð fyrir að samstarf vjð sveitarfélög ....... um atvinnuskapandi að- gerðir kosti ríkissjóð um 450 millj- ónir króna í auknum útgjöldum, en samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar þurfa sveitarfélögin ekki að greiða til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs heldur er gert ráð fyrir að að- ild þeirra að átaksverkefnum og at- vinnuskapandi aðgerðum komi í stað framlags þeirra. Þá nema viðbótarfj- árveitingar til sjúkrahúsa meðal ann- ars vegna sameiningar Landakots og Borgarspítala 350 milljónum króna á næsta ári. Samanlagt er þetta á milli 2,5 og 2,6 milljarðar króna. Á móti kemur hækkun bensínsgjalds sem þegar hefur komið til framkvæmda en áætlað er að það gefi 310 milljónir í auknar tekjur á árinu 1995. Þá verður hátekjuskattur áfram inn- heimtur á næsta ári, en ekki var gert ráð fyrir tekjum af honum í fjár- lagafrumvarpinu. Skatturinn er inn- heimtur eftir á og nam í ár vegna tekna á árinu 1993 um 400 milljónum króna. Tekjur af honum lækka á næsta ári, þar sem tekju- viðmiðunin hækkar. Hann verður ekki lagður á tekjur einstaklings undir 225 þús- und krónum á mánuði og ekki á tekjur hjóna undir 450 þúsund krónum. í ár var hann lagður á tekjur einstaklings yfir 200 þúsund krónur og þann hluta tekna hjóna sem fóru yfir 400 þús- und krónur. Reiknað er með að skatt- urinn skili 300 milljónum króna í tekjur til ríkissjóðs á árinu 1995 eft- ir hækkun tekjuviðmiðunarinnar. Ef tekjuviðmiðunin hefði verið hækkuð í 250 þúsund krónur fyrir einstakling og 500 þúsund fyrir hjón, þannig að hátekjuskattur legðist einungis á tékjur yfir þessum mörkum, sýna útreikningar að tekjur af skattinum hefðu lækkað um helming og orðið 200 milljónir í stað 400 milljóna. Breytingar til að örva fjár- festingar og nýsköpun í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að skattfrelsismörk ein- staklings hækka um 2.150 krónur á næsta ári og fara úr 57.228 krónum eins og þau eru á síðari hluta þessa árs í rúmlega 59.300 krónur seinni part næsta árs. Þetta kemur til fram- kvæmda í tveimur áföngum. Gert er ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um áramót úr 23.944 krónum á mánuði eins og hann er nú í 24.445 krónur og um mitt næsta ár um 400 krónur til viðbótar í 24.845 krónur á mánuði. Þetta þýðir að stað- greiðsla einstaklings á fyrri hluta næsta árs lækkar um 501 krónu á mánuði og um 400 krónur til viðbót- ar síðari hluta ársins. Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur einstaklings á næsta ári lækkar samkvæmt þessu óháð tekjum um rúmar 8.400 krónur mið- að við árið í ár ef viðkomandi er ekki með svo háar tekjur að hann þurfi að greiða hátekjuskatt. Tekju- skattur hjóna sem bæði fullnýta per- sónuafslátt sinn lækkar um helmingi hærri upphæð eða rúmar 16.800 krónur á næsta ári ef þau greiða ekki hátekjuskatt. Ef hins vegar skoðað er hvernig skattbreytingarnar koma út fyrir fólk sem einnig greiðir hátekjuskatt kem- ur í ljós að einstaklingur sem er með 280 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir 1.751 krónu minna í skatta á mánuði á fyrri hluta ársins og 2.151 krónu á mánuði síðari hluta ársins. Samanlagt borgar hann rúmlega 23.400 krónur minna í skatta á næsta ári en í ár, þar sem hátekju- skattur hans lækkar um 15 þúsund krónur. Hjón sem hafa 500 þúsund krónur í tekjur saman borga 3.502 --------- krónur minna í skatta á mánuði á fyrri hluta næsta árs en í ár og 4.302 krón- um minna á mánuði síðari hluta -ársins. Samanlagt borga þau rúmlega 46.800 krónum minna í skatta á árinu 1995 en á árinu 1994, þar sem þau greiða 30 þúsund krónum minna í hátekjuskatt. Vegna hækkunar persónuafslátt- arins má gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs verði 470-480 milljónum minni en þær hefðu orðið að óbreyttum regl- um. í Qárlagafrumvarpinu var hins vegar gengið út frá því að persónuaf- sláttur myndi hækka í takt við launa- en ekki verðlagsbreytingar á næsta ári, þannig að þessi ákvörðun nú eyk- ur ekki halla fjárlaga frá því sem ráð var fyrir gert í frumvarpinu. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.