Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin ífaðmi fjallkonunnar, uppgjör við menn- ingarástand, eftir Þorstein Ant- onsson. Á bókarkápu er varpað fram eftirfarandi spurningum, sem höf- undur leitast við að svara í bókinni: „Ríkir stöðnun eða vöxtur yfir mannlífi sem lætur sömu menn segja sér hið sama mörgum sinnum á dag? Hvar er kvika þjóðmenningarinnar á líðandi stund, vöxtur hennar, þrótt- ur? Meðal kvenfólksins? Á vettvangi skáldskaparins? Lífi í kaupstöðum og sveitum Iandsins svipar æ meir til mannlífsins í höfuðborginni. Hvert stefnir sú þróun? Borgaralegir lifnað- arhættir hrekja aðra og eldri úr vegi; stenst líferni borgarans samanburð við íslenska sveitamenningu fyrri tíma? Og ekki síst: Hvaða þjóðlífsein- kenni íslendinga hafa reynst lífseig- ust og þá af hverju?" Útgefandi er Bókmenntafélagið Hringskuggar. Bókin er í kiljuformi og kostar 1.478 krón ur í verslun um. Verð til félagsmanna Hringskugga er 1.000krónur. Bókin er 228 bls. að stærð. • BÓKIN Náttúrusýn, safn greina um siðfræði og náttúru er nú kom- in út á vegum Rannsóknarstofnun- arí siðfræði við Háskóla íslands. Ritstjórar eru Róbert H. Haralds- spn heimspekingur og Þorvarður Arnason líffræðingur. í bókinni er , á þriðja tug greina eftir jafnmarga höfunda en greinarnar fj'alla um sam- skipti manns og náttúru og falla I. fimm meginflokka: náttúru og trú, náttúra ogsiðfræði, náttúra og samfélag, náttúra oglistir ognátt- úra og vísindi. Páll Skúlason, pró- fessor, ritar inngang og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, lokaorð. Meðal greina í bókinni er áður óbirtur fyrirlestur sem dr. Sig- urður Þórarinsson, jarðfræðingur samdi árið 1977. í bókinni er jafn- framt fjöldi náttúruljóða eftir nítján íslensk skáld og eftirprentanir af nokkrum landslagsmálverkum. Bókin er 356 blaðsíður að stærð ogkostarkr. 3.200 (innbundin) og kr. 2.700 (kilja). • ÚT er komin ný bók eftir dr. Pál Sigurðsson prófessor við Lagadeild Háskóla íslands. Nefnist hún Höf- undarréttur — Meginreglur ís- lensks réttar um höfundar- vernd. Bók þessi, sem er fræðileg handbók í höf- undarrétti, er hin fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Páll Sigurðsson Höfundarréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar nefnd, sem fjallar um lögvarða höfundarvernd og skyld efni, þ.m.t. um réttarstöðu útgefenda og listflytjenda. Bókin skiptist í fimm höfuðþætti auk inngangskafla. I bó- karlok eru skrár yfir dóma, laga- greinar og ritheimildir, sem vísað er til, svo og ítarleg atriðisorðaskrá. Bókin, sem er 336 síður, erprent- uð í Gráskinnu, en útgefandi er Há- skólaútgáfan. • ÚT er komin bókin Tilfínningalíf karlmanna eftir Árna Þór Hilmars- son, en áður hef- ur komið út eftir hann bókin Upp- komin börn alkóhólista. Bók þessi er afrakstur tólf ára reynslu höf- undar við ein- staklings- og hjónabandsráðg- jöf. Bókin leyfir lesandanum að gægjast undir yfirborðið á tilfinn- ingalífi karlmanna og veitir innsýn inn í leyndarmál þeirra. Hún hefst með frásögn af því þegar ungur drengur uppgötvar hvað það þýðir að vera karlmaður og hvaða áhrif það hefur á líf hans strax í æsku. I framhaldi af þessari litlu sögu eru ýmsar hliðar á tilfinningaheimi karl- manna skoðaðar. Bókin er 105 blaðsíður oggefin út af höfundi sjálfum. Prentun og ¦ útlitshönnun bókarinnar annaðist Slapaprent hf. íNjarðvík. Bókinni er dre/ft afíslenskri Bókadreifingv ÁrnÍ Þór Ililmarsson BOKMENNTIR Æ visaga SORRY, MISTER BOSS - ÞÓRÐARSAGA JÓNSSONAR Róbert Brimdal skrásetti. Iðunn. 1994.223 síður. Fordómar ÞORÐUR Jónsson (f. 1944) hefur verið fatlaður frá fæðingu. En þrátt fýrir að vera bundinn við hjólastól og geta ekki klætt sig hjálparlaust, hefur hann ferðast víða um heim og látið marga drauma sína rætast. í Sorry, mister boss segir hann frá uppvaxtarárum í Keflavík, nokkurra ára búsetu í Ródesíu (nú Zimbabwe), stofnun heimilis í Reykjavík, bíla- braski og fleiru. Ródesíuár Þórðar (1973-1976) voru eigi tíðindalítil. Hann smyglar peningum fyrir kaupsýslumenn, braskar með bíla, kaupir matvöru- verslun, verður vitni að grimmdar- legum hermdarverkum og sleppur naumlega frá. Tæpur fjórðungur bókarinnar fer í að segja frá þessum árum. Þó margt þar sé fróðlegt og framandi, er þetta samt dapurlegur hluti vegna kynþáttafordóma Þórð- ar. Hann býr í Ródesíu á síðustu valdaárum Ians Smiths og „var mik- ið kynþáttamisrétti í landinu", eins og Þórður orðar það sjálfur á blaðs- íðu 71. Blökkumenn eru um sex milljónir á móti tvöhundruð þúsund hvítum. Þeir blökku algerlega rétt- indalausir í eigin landi, verða að sitja og standa eftir geðþótta hvíta mannsins. Á einum stað segir Þórð- ur frá því þegar vinur hans skýtur blökkumann í bakið svo bani hlýst af - fyrir það eitt að hnupla vín- flösku. Þórði finnst auðvitað langt gengið og telur sig lausan við kyn- þáttafordóma. En því miður er ég Þórður Jónsson stofnar sitt helst enga ekki sammála honum í því. „Það var ekki hægt að búa í þessu landi án þess að verða var við það kynþáttamisrétti sem þar ríkti," segir Þórður á blaðsíðu 101 og heldur áfram: „Þeir svörtu voru nánast meðhöndlaðir eins og húsdýr og þræl- ar í sínu eigin landi. Auðvitað varð maður fyrir áhrifum af þessum hugsunarhætti og fór að líta niður á þá. En hvernig á að útskýra það þegar svartur mað- ur kemur sér vel áfram, eigið fyrirtæki en vill svertingja í vinnu?" Ég gríp aftur niður í bókina þeg- ar Þórður er nýkominn heim: „Ég ætlaði mér að vísu að fara aftur til Ródesíu en sá samt sem áður ekki fram á að mér yrði það kleift, eins og ástandíð var þar. Ég reyndi þó að halda í vonina um að stjóm Ians Smiths næði að bæla uppreisnina nipur og friður kæmist á í landinu. Ég taldi að ef svarti meirihlutinn næði völdum væru dag- ar hvíta mannsins liðnir þar í landi og þar með væri ég búinn að tapa aleigunni, bæði föðurarfi mlnum og því sem ég hafði eignast meðan ég var ytra." (Bls. 139-140.) Stuttu síðar segir hann: „Ródes- íudraumurinn var á enda. Þessi paradís á jörð var orðin að logandi víti." Eins og Þórður tek- ur nokkrum sinnum fram í bókinni, er hann trúaður maður. Það er því hreint og beint skelfilegt, að Paradís skuli hann kalla þann stað þar sem blökku- maðurinn er kúgaður, fyrirlitinn, arðrændur. Paradís Þórðar var hel- víti á jörð fyrir blökku- manninn. Og það hlýt- ur að kallast mikil sjálfselska og fyrirlitn- ing á blökkumönnum, að vonast heitt og inni- lega eftir að Ródesía verði áfram fyrir þá helvíti á jörðu. Það er mikil synd af þessum þætti bókarinnar, því vel gæti ég trúað, að seigla Þórðar og velgengni í þjóðfélaginu, gæti verið öðrum fötl- uðum örvun og fordæmi. Skrásetjari Þórðar, Róbert Brimd- al, er einn helsti vinur hans. Ég er ekki viss um að svo náin tengsl séu heppileg, því skrásetjari þarf að hafa vissa fjarlægð á þann sem seg- ir frá. Ég velti líka fyrir mér, hvort þeir Þórður hafi áttað sig á þeim viðhorfum sem skína í gegn í Ródes- íuhlutanum, hvort þeir hafi áttað sig á þeim ótrúlega hroka sem felst í því' að kalla slíkt land Paradís á jörðu. Víða þóttist ég greina, að óvanur stílisti héldi um pennann. Kemur það helst fram í hversu stirð- lega frásögnin rennur, að of oft kemur út eins og verið sé að telja upp atvik en ekki skeytt um að hnýta þeim saman í frásögn. Óþarfa og áhrifalaus smáatriði eru ekki skorin burt og gerir það bókina lang- dregna. Dæmi um þetta má nefna snautlega frásögn af því þegar Þórð- ur og félagi hans sigla frá Mallorca til Höfðaborgar: Veðrið var gott, sól og blíða og við gátum slappað vel af á sigling- unni til Höfðaborgar. Við sátum mest uppi á dekki eða inni í matsal og drápum tímann með því að borða og drekka bjór. Á skipinu var tals- vert af fólki á leið til Suður-Afríku og við höfðum gaman af að rabba við ýmsa sem við kynntumst. (Bls 119.) Satt að segja, líkist Sorry, mister boss oft vinnuhandriti en ekki bók, og er það undrun að Iðunn skuli ekki hafa bent Róbert á leiðir til að gera frásögnina hnitmiðaðri. Og hvers vegna í ósköpunum er bókar- titillinn á ensku? Eg get að lokum ekki stillt mig um að víkja að einu atriði í Ródesíu- hlutanum. Þar segir meðal annars frá hvítum Ródesíumanni, Brendon að nafni, og íslenskum kokki, Gylfa Guðmundssyni. Þeir semja við Kjarvalsstaði að halda sýningu á afrískum listmunum. Sýningin virð- ist vera haldin vorið 1974. „Öllu hefðarfólki borgarinnar var boðið á opnunina, bankastjórum og forstjór- um - öllum sem einhver peningalykt var af" (bls. 89). En skyldu forráða- menn Kjarvalsstaða og þeir sem sýninguna sóttu, hafa vitað að blökku listamönnunum var gert að vinna fyrir hraksmánarleg laun djúpt inní frumskóginum með hvítan verkstjóra yfir sér og sá sem sló slöku við var rekinn? Hafa vitað, að þeir sem að sýningunni stóðu, litu á listamennina sem svartar, skyn- lausar skepnur? Jón Stefánsson Kaldhæðnisleg unglingabók bokmenntir Unglíngasaga BLAUTIRKOSSAR Smári Freyr og Tómas Gunnar. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. 1994. 153 bls.Verð 1.980 kr. „BLAUTIR kossar" segir frá ungl- ingnum Karli Ólafi Snorrasyni, sem einnig er sögumaður. Hann er 15 ára gamall og er í „Öskubakka- skóla", þar sem upphaf nýs skólaárs er að hefjast. Nýr nemandi, Vigdís, byrjar í skólanum og verður sögu- maður skotinn í henni. Sagan snýst svo um þetta samband og fyrstu kynnin af kynlífi þessara söguper- sóna, en jafnframt þessu er fjallað um samskiptin við skólann, foreldr- ana og kunningjana. í „Blautum kossum" koma því fyrir þessir dæmi- gerðu þættir sem eiga heima í flest- um unglingasögum seinni ára, þ. e. kæruleysið gagnvart skólanum, „partýin", átök við foreldra, böllin o.s.frv. Þetta efni hljómar ansi kunnug- lega og að sama skapi er atburðarás- in býsna einföld, þannig að fátt lítið nýtt er í þessari unglingabók hvað það varðar og því allt æði formúlu- kennt. Aftur á móti eru efhistökin aðeins annars eðlis. Annars vegar er sögumaður, Karl Ólafur, frekar opinskár og flíkar tilfinningum sínum og hins vegar er það hinn svarti húmor eða kaldhæðni sem textinn er fullur af, sem þó kemst til skila með misjöfnum árangri. Sögumaður, Karl Ólafur, sem seg- ir frá sér og sínum tilfinningum not- ar tungutak unglinganna og er text- inn því allur fullur af málfari þefrra eða eiginlega talmáli ungu kynslóð- arinnar. Þetta næst vel á tíðum en kafnar svo stundum í óhóflegri notk- un á þessu tungutaki eins og „skerí" (15), „sjor" (16) og „perralega" (17). En síðasttalda orðið er ekki innan gæsalappa og virðist stundum vera misbrestur á samræmi í því, t.d. vantar gæsalappir á orðið „þyt- hokký" (67). Þó er álitamál hvort svo hefði þurft þegar á heildina er litið. Jafnframt er alltaf álitamál hvernig eigi að stafsetja ensku uppá íslensku. Frásögnin er æði einföld eins og áður sagði og oft á tíðum er eins og endurtekningin verði textanum að bráð, enda verið að segja frá hlutum sem ekki þykja frásagnarverðir líkt og þegar sögumaður segir frá kóla- drykkju, snakk- og pizzuáti nokkrum sinnum. Textinn verður því æði eins- leitur á köflum þrátt fyrir að tungu- takið gefi textanum fjöibreytni og nokkuð opinskáar hugmyndir um kynlífið birtast, sem að vísu er ekki unnið nógu vel úr. Annar þáttur sem virðist verða ofnotkuninni að bráð er það þegar sögumaður ávarpar le- sanda í tíma og ótíma, sem er al- gengt í barnabókum, en virkar tak- markað í unglingabók. Með þessum eilífu ávörpum til lesanda sem sögu- maður stundar brýnir hann stundum lesanda til vafasamra dáða gagnvart foreldrum: „En eins og ég hef alltaf sagt, standið uppi í hárinu á foreldr- um ykkar og hikið ekki við það!" (77). „Blauta 4cossa" vantar því efnislégan grunn í upphafi jafnframt betri úr- vinnslu í persónusköpun þrátt fyrir að bregði fyrir húmor og orðræðu sem á stundum hittir í mark. Aftur á móti virðist hinn alvarlegi „undir- tónn", eins og segir á bókarkápu, ekki nást fram eða dýptina vantar í texta þeirra félaga. Þannig hefur þessum tveim ungu rithöfundum Smára og Tómasi tekist að ögra að einhverju leyti þeim unglingabókum sem vinsælastar hafa verið upp á síðkastið með því að nota talmál sinn- ar kynslóðar. Þrátt fyrir byrjendaörð- ugleika verður vonandi framhald á skrifum þeirra félaga. Einar E. Laxness Nýjar bækur Dordingull eftir Svein Einarsson BARNABOKIN Dord- ingull er eftir Svein Einarsson. Sagan gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og segir frá ungum pilti, Tryggva, sem liggur á spítala. Þang- að tekur Dordingull að venja komur sínar. Dordingull er sagna- karl sem lýkur upp ævintýraheimi fyrir Tryggva. Hann segir honum sögur, sem eiga sér rætur í þjóðsögum ogævintýrum. I kynningu útgef- anda segir: „Sagan um Dordingul vakti óskipta athygli þegar höfund- urinn las hana upp í Ríkisútvarpið síðastliðið sumar. Þetta er heillandi frásögn fyrir 7-11 ára börn, sem fullorðnir hafa ekki síður gaman af að lesa. Höfundurinn, Sveinn Sveinn Einarsson Einarsson, er löngu þjóðkunnur leikhús- listamaður. Hann hef- ur-ákveðið kveðið sér hljóðs á sviði barna- menningar. Bókin Gabríel í Portúgal hlaut barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur vorið 1986 og leikrit hans um Búkollu (1991), sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu á annað leikár, hlaut fádæma góðar viðtökur, jafnt hjá ungu kynslóðinni sem gagnrýnendum." (Jtgefandi er Ormstunga. Bókin um Dordingul er 111 síður. Mynd- irnar í bókinn hefur Magnús Valur Pálsson teiknað. Hann sá einnig nm útlitshönnun og kápu. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Árna Valde- marssonar. Rósir Brynju Bjarnadóttur ÞÁ VAXA rósir nefn- ist ný Ijóðabók eftir Brynju Bjarnadóttur. Eftir Brynju hefur áður komið út ljóða- bókin Úr pokahorn- inu, 1991. Brynja Bjarnadóttir var ein fimm skálda sem unnu til viðrkenn- ingar í ljóðasam- keppni Menningar- samtaka Sunnlend- inga 1994. í Þá vaxa rósir eru 42 ljóð sem skiptast í fjóra kafla. Bókin er 87 blaðsíður unnin í Skákprenti sem einnig gaf hana út. Bókin er til sölu í nokkrum bókaverslunum og hjá höfundi. Hún kostar 1.500 kr. Brynja Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.