Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær sonur minn og bróðir okkar, ANDRI MARINÓSSON, búsettur í Kaupmannahöf n, er lést þann 3. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 15. desember kl. 15.00. Monza Edvinsson, og systkini hins látna. t Móðir okkar, SIGURLAUG HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 60, lést laugardaginn 10. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Innilegar þakkirtil allra á Eir, sem sýndu henni umhyggju og alúð. Auður Helgadóttir Winnan, Elín Frigg Helgadótir, Lárus Helgason. t Elskuleg systir okkar og frænka, ÞÓREYSIGURRÓS ÞÓRARINSDÓTTIR, Eiríksgötu 9, lést á heimili sínu 12. þessa mánaðar. Ásgeir Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, Jósefína Gfsladóttir. t Móðir okkar, ., JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Hraunbæ 108, Reykjavík, andaðist á Höfn, Hornafirði, 9. desem- ber sl. Gerður og Iðunn Lúðvíksdætur. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, • GUÐMUNDUR MARÍUSSON - fyrrv. verkstjóri f Héðni, Blönduhlíð 18, lést í Borgarspítalanum 9. desember. < Vigdís Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Guömundsson, Hjördfs Einarsdóttir, Gfslína S. Kauffman, Róbert Kauffman, María J. Guðmundsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Jón Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA VETURLIÐADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. des- ember, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju 15. desember kl. 11.00. Sverrir Karvelsson, Halldóra Karvelsdóttir, Brynjar ívarsson, Jónfna Karvelsdóttir, Edward Scott, . Hafdís Karvelsdóttir, Sigurður Vésteinsson, Júlfana Karvelsdóttir, Hinrik Hinriksson, Karvel L. Karvelsson, Hrefna Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR H6LLUHRRUNI 14, HRFNRRFIRÐI, SÍMI 91-652707 \í UyyúUtb i3 EYGLO MARGRET THORARENSEN + Eygló Margrét Thorarensen fæddist í Reykjavík 11. júní 1935. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 5. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Thorar- ensen f. 1908, d. 1985, og Ástríður Eyjólfsdóttir, f. 1907. Systkini Ey- glóar eru Jón Ast- ráður Thorarensen, f. 1932, Guðrún Elín Thorarensen, f. 1933, Karólína Thorarensen, f. 1940, og Ragnar G.D. Her- mannsson, f. 1949. Eygló giftist árið 1955 Jóni H. Runólfssyni, löggiltum end- urskoðanda. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru 1) Runólfur ELSKULEG vinkona er kært kvödd og Guði falin. Þar sem kærleikurinn ríkir, kveð- ur sorgin dyra. Hún dvelur í hjörtum okkar, því við grátum það sem var gleði okkar, ást og hamingja. Nær fjörutíu ára vinátta gefur tilefni til meir en stuttra skrifa. Minningarnar streyma fram ein af annarri. Fyrst kemur upp í hugann mynd af ungu fallegu konunni með sitt bjarta bros, léttu lund og dill- andi hlátur, skapheit og tilfínninga- rík. Hún giftist ung Jóni Runólfs- syni endurskoðanda. Þeirra fyrsta heimili var á Bollagötu 2 í húsi for- eldra Jóns. Þau eignuðust þrjú börn, Runólf, Hilmar og Guðnýju. Eygló og Jón skildu, en voru ávallt miklir vinir, sem segir sína sögu. Tengda- dætur sínar mat Eygló mikils. Tvær litlar sonardætur og sonarsonur voru hennar líf og yndi. Á fyrstu búskaparárunum vorum við vinkonurnar heimavinnandi hús- mæður. Ófá skiptin skunduðum við um stræti og torg með börnin okk- ar og sundferðirnar í Vesturbæjar- laugina voru sérstaklega vinsælar. Heimsóknirnar til Eyglóar og Jóns voru tíðar og þar voru börnin okkar ætíð velkomin. Eygló var greind kona og hafði gaman af rökræðum. Þó að mikið væri prjónað og saumað var líka rætt ekki hvað síst um bókmenntir og listir, enda var eitt helsta áhuga- mál Eyglóar lestur góðra bóka og tíður gestur var hún í leikhúsum borgarinnar. Þótt við værum ekki alltaf sammála var litla „heimilis- þingið" okkar til fyrirmyndar, þar var rætt í bróðerni um málefnin. Kímnin var ekki langt undan og mikið var hlegið, jafnt við eldhús- borðið, í gamla góða saumaklúbbn- um eða á mannamótum. Einnig koma í hugánn ferðir okkar, ásamt góðum vinahópi, ýmist í byggð eða á öræfum. Eygló vann alla tíð mjög mikið, allt frá bernsku. Kornung, rétt 15 ára gömul, var hún svo lánsöm að ráða sig til heimilisstarfa hjá hjón- unum Guðnýju Eyjólfsdóttur og Erfídrykkjur Glæsileg kaffi-hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓm LÖFTLEIIIIR Þór, ráðgjafi, f. 1956. Kona hans er Elísabet Bjarnadótt- ir, f. 1962, og eiga þau einn son, ~ Bjarna, þau eru bú- sett í Svíþjóð. 2) Hilmar, leikari, f. 1964. Kona hans er Sóley Elíasdóttir, f. 1967. Börn þeirra eru Gígja, þriggj'a ára og Eygló tveggja ára. 3) Guðný, þroskaþjálfi, f. 1968. Seinni sam- býlismaður Eyglóar var Gunnar Ólafsson leigubíl- stjóri.Eygló var við nám í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi 1954-55. Síðustu árin vann hún hjá, Námsgagnastofnun. Útför Eyglóar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Kristjáni Þorvaldssyni kaupmanni hér í borg. Þau hjónin reyndust henni alla tíð mjög vel og sýndu henni mikla vináttu. Var hún til heimilis hjá þeim þar til hún gift- ist. Talaði hún ávallt til þeirra hjóna af ást og virðingu og fannst þau og börn þeirra sem sín önnur fjöl- skylda. Eygló vann um árabil í mötuneyt- inu á Kirkjusandi en seinustu árin vann hún við afgreiðslu hjá Náms- gagnastofnun og hafði oft á orði hversu gott væri að vinna þar, enda varð henni vel til vina á vinnustað. Sambýlismaður og vinur .Eyglóar til margra ára var Gunnar Ólafsson leigubílstjóri. Reyndist hann henni afar vel og var hann henni við hlið þar til yfir lauk ásamt börnum hennar. Erfiðleika lífsins stóð Eygló okk- ar af sér með stakri prýði og var alla tíð vakandi yfír velferð barna sinna, fjölskyldu og vina. Á kveðjustund drúpum við höfði og þökkum af hjarta góða vináttu qg ógleymanlegar samverustundir. Ástvinum Eyglóar vottum við inni- legustu samúð. Drottinn blessi minningu Eyglóar Margrétar Thorarensen. Halldóra Salóme Guðna- dóttir, Unnur Jensdóttir. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf æska er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Elskulegu Guðný, Hilmar, Sóley og dætur, Runólfur Þór, Lísa og sonur, kæri Gunnar, elsku mamma. Systurnar gleði og sorg koma og fara í lífi okkar. Guð geymi ykkur öll og gefí ykkur styrk. Harmið ekki með tárum þó að ég sé látinn og hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í hiót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Þín systir, Karólína. Það er alltaf jafn erfítt að sjá á eftir vinum og sínum nánustu yfir móðuna miklu, þ'rátt fyrir að dauð- inn sé það eina, sem við eigum víst í þessum heimi. Eygló, fyrrverandi mágkona mín, barðist baráttu hinnar sönnu hetju í veikindum sínum. Það er með ólík- indum það æðruleysi og kjarkur sem hún sýndi. Ég spurði hana síðast nokkrum dögum fyrir andlát hennar hvernig hún hefði það, og þá svar- aði hún á sama hátt og alltaf: Alveg þokkalega. Nú sit ég hér og lít yfir farinn veg - tæp 40 ár - þar sem leiðir okkar ýmist lágu sundur eða sam- an, eins og gerist og gengur, og þar sem hafa skipst á skin og skúrir. Mér finnst sárt hversu ótímabær dauði hennar er, því mér fannst svo margt vera farið að ganga Eygló í haginn og yfír svo mörgu að gleðj- ast: góð atvinna, yndislegt heimili, þar sem gott var að koma, börnin uppkomin og búin að velja sér starf, sem gefur þeim lífsfyllingu, dásam- legar tengdadætur og ekki má gleyma barnabörnunum, litlu ljós- geislunum, sem nutu nærveru ömmu sinnar alltof stuttan tíma. Sorgin hefur dregið ský fyrir sólu. Þrátt fyrir ótal innlagnir á sjúkra- hús varð Eygló þeirrar gæfu aðnjót- andi vera heima til hins síðasta. Þetta hefði ekki verið mögulegt ef ekki hefði komið til dygg aðstoð Gunnars, fyrrverandi sambýlis- manns hennar, og dóttur hennar; Guðnýjar, en þær mæðgur bjuggu saman á Grenigrundinni. Ég er full aðdáunar á þeim dugnaði og elsku, sem þau hafa sýnt. I gegnum sorg- ina verðum við að eygja gleðina - gleðjast yfír því að hafa átt samleið um stund; gleðjast yfir því að Eygló er laus við þjáningu og sjúkdóma þess heims. Viljum við Vatnar með þessum fáu orðum þakka Eygló samfylgdina og gleðina, sem hún hefur veitt inn í líf okkar. Vertu kært kvödd, kæra mág- kona. „ Brynja. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðmundur I. Kristjánsson) Eygló frænka er dáin eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég hugga mig við það að núna líður henni vel og hún þjáist ekki. Ég veit að öll höfum við okkar tilgang í lífinu og það er ekki okkar að velja tímann sem við dveljum hér á jörðu. En ég veit að hún hefði viljað vera miklu lengur með fjölskyldunni sinni. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki komið við hjá Eygló frænku á aðfangadag eins og venj- an hefur verið. Missirinn er mikill og sorgin einn- ig, en ég sé frænku mína fyrir mér og segja mér að hætta öllu volæði, því það var henni ekki að skapi. Minningin um góða frænku sem hefur háð hetjulega baráttu lifir. Elsku Guðný mín, þú hefur misst góða vinkonu og móður sem þú hefur staðið við hliðina á eins og klettur í veikindum hennar, það er misjafnt sem á okkur mennina er lagt. Elsku amma mín, sorg þín er mikil. Kæru Guðný, Hilmar og Run- ólfur, ég votta ykkur öllum aðstand- endum samúð mína. Eva Arna Ragnarsdóttir. Yndisleg æska með Eygló var það sem hvert barn hefði óskað sér en mér og bróður mínum hlotnaðist. Ekki einasta passaði hún mig þegar foreldrar mínir voru erlendis, og var ég þá prinsessan fallega, heldur gerði hún æskuminningar tengdar sér og börnunum ljúfar og sérstakar. í bílnum hafði hún öll völd. Brosti út í annað og skipaði öllum að setj- ast „bak í bak". Enda var setningin nefnd svo, að hana ætti Eygló. Þessar minningar og aðrar þjóta um hugann um þessa yndislegu og hressu og hreint frábærlega vilja- sterku konu sem mun alltaf eiga hlut í mínu hjarta og verðugan sess í minningabankanum. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.