Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stj órnarandstaðan segir yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar innihaldslitla
Hærri skattleys-
ismörk sögð
vera blekking
Sagt í samræmi við forsendur fjárlaga
vegna verðlagshækkana
Islendingar
beita sig
viðskipta-
þvingunum
SIGHVATUR Björgvinsson við-
skiptaráðherra segir að íslendingar
beiti sjálfa sig viðskiptaþvingunum
í viðskiptum með olíu.
„Það er nákvæmlega það sem
íslenska þjóðin hefur gert með
ákvörðunum Alþingis um það
hvernig haga skuli verðjöfnun á
olíu,“ sagði Sighvatur á Alþingi í
gær.
Ráðherra var að svara spumingu
frá Guðmundi Hallvarðssyni þing-
manni Sjálfstæðisflokks um flutn-
ingsjöfnunargjald á olíu og undan-
þágu, sem eriend skip eða íslensk
skip skráð erlendis fá frá því gjaldi.
Guðmundur og Sighvatur sögðu
báðir, að þetta iagaákvæði, sem
Alþingi setti í vor, leiddi til misrétt-
is milli útgerðaraðila sem kæmu í
íslenska höfn, eftir því hvort þeir
væru íslenskir eða útlendir. Hins
vegar hefði þetta ákvæði einnig
aukið viðskipti erlendra skipa í ís-
lenskum höfnum.
------» ♦ ------
Fjögur slys
á 2 tímum
FJÖGUR umferðarslys urðu á um
um það bil tveimur klukkustundum
frá um klukkan hálfeitt til hálfþrjú
eftir hádegi í Reykjavík í gær. Fimm
manns leituðu læknisaðstoðar en
enginn var taiinn alvarlega meidd-
ur._
A Reykjanesbraut við Stekkjar-
bakka var maður fluttur á sjúkra-
hús eftir árekstur tveggja bíla.
Annar þeirra var óökufær eftir.
A mótum Kringlumýrarbrautar
og Listabrautar urðu tveir árekstrar
á sömu stundu um klukkan hálftvö.
Ökumaður eins bílsins leitaði sjálfur
læknisaðstoðar.
Þá var maður færður á sjúkrahús
eftir þriggja bíla árekstur á
Kringlumýrarbraut. Einnig var öku-
maður fluttur á slysadeild eftir
árekstur á mótum Grensásvegar og
Hæðargarðs.
FULLTRÚAR stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi gagnrýndu ríkis-
stjórnina harðlega í gær fyrir þá
yfirlýsingu sem gefin var á laugar-
dag um aðgerðir til að stuðla að
aukinni atvinnu, stöðugleika og
kjarajöfnun. Umræður urðu um
, yfirlýsinguna í tengslum við frum-
vörp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga
og tengd mál.
Yfirlýsingum safnað
á einn stað
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
þingmaður Framsóknarflokks og
fonnaður fjárhags- og viðskipta-
nefndar Aiþingis, sagði að í yfír-
lýsingunni- væri safnað saman á
einn stað ýmsum ákvörðunum sem
teknar hefðu verið áður, ýmist í
tengslum við kjarasamninga eða
fjárlagagerð, þannig að' nánast
ekkert stæði eftir.
Hann nefndi meðal annars, að
í Ijós hefði komið að sú hækkun
skattleysismarka, sem boðuð er í
yfirlýsingunni, væri að mestu leyti
í samræmi við forsendur fjárlaga
vegna verðlagshækkana. Upplýst
hefði verið af fulltrúum fjármála-
ráðuneytisins á fundi í efnahags-
og viðskiptanefnd í gærmorgun
að um væri að ræða viðbótarút-
gjöld upp á 2-300 milljónir fyrir
ríkissjóð.
Hreinar blekkingar
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Alþýðubandalags, sagði að
á ferðinni væru hreinar blekking-
ar. Að miklu leyti væri um að
ræða gömul vanefnd loforð sem
ríkisstjórnin væri að reyna að selja
fólki í allt að þriðja sinn, svo sem
sérstakt átak í vegamálum. Þá
væri einnig kostulegt, að ríkis-
stjórnin lýsti því sérstaklega yfir
að hún væri hætt við að svíkja
samkomulag við sveitarfélögin um
að þau þyrftu ekki að greiða í
atvinnuleysistryggingasjóð.
Kristín Ástgeirsdóttir, þing-
maður Kvennalistans, sagðist hafa
haldið að ríkisstjórnin hefði ætlað
sér að færa þjóðinni nokkrar jóla-
gjafir, m.a. til að liðka fyrir kjara-
samningum, en þegar betur væri
að gáð sæist að þetta væri jóla-
kötturinn sem léki lausum hala
og nánast ekkert væri í pakkanum.
Hækkun skattleysismarkanna
væri mesta bjekkingin í plaggi rík-
isstjórnarinnar ogþær upplýsingar
fjármálaráðuneytisins, að í raun
væri um að ræða verðlagshækkuiij
hefðu komið verulega á óvart. I
heild væri því um að ræða sáralítl-
ar úrbætur en töluverð útgjöld
fyrir ríkissjóð án þess að Ieitað
væri leiða til tekjuöflunar á móti.
Lítíð fer fyrir kjarajöfnun
Jóhanna Sigurðardóttir þing-
maður utan flokka sagði að mjög
lítið færi fyrir kjarajöfnun í þeim
tillögum sem ríkisstjórnin boðaði
og það ylli vonbrigðum. Hún sagði
að það kostaði 1.500-1.600 millj-
ónir króna að hækka skattleysis-
mörkin í heild um 2.000 krónur
og spurði hvort ekki hefði verið
hægt að ráðstafa þessari upphæð
með öðrum hætti þannig að hún
skilaði sér til láglaunaheimilanna.
Þyrluvakt lækna í átta ár
Hafa bjargað
lífum á annað
hundrað manna
Ólafur Þ. Jónsson
yrluvakt lækna hef-
ur nú starfað í átta
ár samfellt. Ólafur
Þ. Jónsson, yfirlæknir á
Borgarspítala, hefur verið
læknisfræðilegur stjorn-
andi hennar síðan 1987,
en vaktin tók til starfa
1986. Ólafur starfaði tölu-
vert að þyrlu- og sjúkra-
flugi um og upp úr 1970,
en hefur ekki verið starf-
andi innan þyrluvaktarinn-
ar. Hann segir að ný björg-
unarþyrla sem væntanleg
er á næsta ári, muni bylta
björgunarstarfi hérlendis,
enda geti hún flogið lengur
en TF-SIF, geti athafnað
sig í verri veðrum og hafi
miklu meira burðarþol. Sú
• síðarnefnda hafí hins veg-
ar gert ómælt gagn.
„5-7 læknar eru starf-
andi innan þyrluvaktarinnar á
hveijum tíma, en á fjórða tug
lækna hafa starfað innan hennar
frá byijun. Flestir þeir læknar sem
bjóða sig fram til starfa í sveit-
inni, eru með grunnnám að baki,
um tveggja ára starfsreynslu og
á leið í sérfræðinám. Læknarnir
fara í öll leitar-, björgunar- og
sjúkraflug og svo hafa þeir líka
talið sér skylt að sinna leiðbeining-
um þegar leitað er-til þeirra vegna
veikinda skipstjórnarmanna á hafi
úti. Þeir hafa einnig tekið að sér
kennslu við Slysavarnaskóla sjó-
manna ásamt áhöfn þyrlunnar
víðs vegar um landið, auk þess
að vera í stöðugri þjálfun. Einn
læknir er í hverri flugferð. Þyrlu-
sveitin varð þannig til að nokkrir
ungir læknar ákváðu 1986 að
gerast sjálfboðaliðar í áhöfn þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.
Ári síðar var gerður sérstakur
samningur milli Borgarspítala og
Landhelgisgæslu sem hefur verið
í gildi síðan, og sér spítalinn þyrl-
unni fyrir læknum sem eru á vakt
allan sólarhringinn, allt árið um
kring. Útköll eru að meðaltali
80-110 á ári. Um miðjan október
sl. voru útköllin frá upphafi orðin
765 talsins, flugferðirnar 595 tals-
ins, 777 sjúkiingar eða aðrir þeir
sem bjargað hefur verið, hafa ver-
ið fluttir með þyrlunni, og á annað
hundrað mannslífum hefur verið
bjargað. Ástæður þess að flug-
ferðir eru heldur færri en útköll
eru aðallega þríþættar; veður hef-
ur hamlað flugtaki, í ljós hefur
komið að flugdrægi þyrlunnar
væri ekki nægilegt fyrir umbeðið
flug, eða læknir hafi metið að-
stæður svo að ekki væri ástæða
til að fljúga. Einstaka
sinnum hefur komið fyr-
ir að þyrlan hefur orðið
að snúa við vegna veðu-
rofsa, en það er sjald-
gæft. Könnun leiddi í
ljós að þyrlan var talin
nauðsynleg í 51% tilfella, mikil-
væg eða gagnleg í 33% tilvika,
og að læknir hefði verið nauðsyn-
legur í 33% tilvika og mikilvægur
eða gagnlegur í 65% tilvika.“
- Er tækjakostur viðunandi?
„Þegar TF-SIF kom hingað fyrst
til landsins, var hún án alls tækja-
búnaðar fyrir aðhlynningu og
lækningar um borð. Á þeim árum
sem þyrluvaktin hefur starfað, hef-
ur tækjabúnaðurinn tekið stakka:
skiptum og er nú nokkuð góður. í
vélinni eru nú hjartalínurit, sjálf-
virkur blóðþrýstingsmælir, súefnis-
búnaður, öndunarvélar og ýmiss
konar lyf. Ýmis félagasamtök hafa
gefið tæki af mikilli rausn, og er
þyrlan nú með ágætan búnað sem
vel er hægt er að bera saman við
►Ólafur Þ. Jónsson er fæddur
í Vík í Mýrdal 1935. Hann varð
stúdent frá MR 1955, lauk
læknaprófi frá HÍ 1962 og
stundaði framhaldsnám í
Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Varð yfirlæknir svæfingadeild-
ar Borgarspítala 1987, formað-
ur læknaráðs og yfirlæknir
spítalans frá 1983-87, kennari
við læknadeild HÍ frá 1976.
björgunarþyrlur erlendis. Einstaka
sinnum, þegar sækja þarf fyrir-
bura, hafa verið kallaðir til læknar
frá nýburadeild Landspítala sem
komið hafa með og haft sérstakan
nýburakassa meðferðis.“
- Er flogið við erfiðar aðstæður?
„Útköll yfir landi eru 55% af
heildarútköllum, en yfir sjó 45%.
Þau eru langalgengust í júlí á
bjartasta árstíma þegar mikið er
um ferðalanga og ýmislegt að.
gerast, og eru 45% útkalla á'milli
klukkan 8 og 16, 36% á milli 16
og 24, og 19% á milli miðnættis
og átta á morgnana. Meðalvið-
bragðstími áhafnar þyrlunnar frá
því að kallið kemur og þangað til
menn eru tilbúnir í flugið, annars
vegar í alfa-útkall þegar menn
verða að henda öllu öðru frá sér
og mæta án tafar til þyrlu, er 21
mínúta, en hins vegar 45 mínútur
í beta-útkall þegar ekki ríður jafn
mikið á. Menn hafa þó náð allt
niður í fimm mínútna viðbragðs-
tíma þegar þeir hafa verið nær-
staddir. í 15-20% tilvika hefur
veður meðan á flugi stendur verið
mjög vont, sem þýðir að vindhraði
er meiri en 40 hnútar og skyggn-
ið mjög lítið, stundum ísing, oft í
myrkri og staðhættir
erfíðir, eða flogið um
misvindabelti eða
nærri fjallshlíðum og
-tindum eða jöklum.
Langflestir þeirra sem
fluttir hafa verið, eru
karlmenn á aldrinum 20 til 40
ára, og algengasta ástæða fyrir
flutningi er slys af einhveijum
toga. Læknarnir hafa þui-ft að síga
niður úr þyrlunni á jökla, fjöll og
í skip f tæpum 20% ferðanna. Svo
dæmi séu tekin, voru 54 þeirra
sem fluttir voru árið 1991 lagðir
inn á spítala, þar af 25 í skurðað-
gerð og 29 inn á gjörgæsludeild,
sem sýnir vel að þeir sem fluttir
eru, eru oft mikið slasaðir eða
veikir og þarfnast aðhlynningar á
sjúkrahúsi sárlega. Þyrlan er oft-
ast notuð við sérstakar aðstæður,
þar sem hraði er mikilvægur eða
ekki er hægj; að komast að þeim
slasaða með neinum öðrum hætti.
Læknarnir eru hluti af harðsnú-
inni og vel æfðri áhöfn.“
Útköll frá
upphafi 765
talsins