Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnarandstaðan segir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar innihaldslitla Hærri skattleys- ismörk sögð vera blekking Sagt í samræmi við forsendur fjárlaga vegna verðlagshækkana Islendingar beita sig viðskipta- þvingunum SIGHVATUR Björgvinsson við- skiptaráðherra segir að íslendingar beiti sjálfa sig viðskiptaþvingunum í viðskiptum með olíu. „Það er nákvæmlega það sem íslenska þjóðin hefur gert með ákvörðunum Alþingis um það hvernig haga skuli verðjöfnun á olíu,“ sagði Sighvatur á Alþingi í gær. Ráðherra var að svara spumingu frá Guðmundi Hallvarðssyni þing- manni Sjálfstæðisflokks um flutn- ingsjöfnunargjald á olíu og undan- þágu, sem eriend skip eða íslensk skip skráð erlendis fá frá því gjaldi. Guðmundur og Sighvatur sögðu báðir, að þetta iagaákvæði, sem Alþingi setti í vor, leiddi til misrétt- is milli útgerðaraðila sem kæmu í íslenska höfn, eftir því hvort þeir væru íslenskir eða útlendir. Hins vegar hefði þetta ákvæði einnig aukið viðskipti erlendra skipa í ís- lenskum höfnum. ------» ♦ ------ Fjögur slys á 2 tímum FJÖGUR umferðarslys urðu á um um það bil tveimur klukkustundum frá um klukkan hálfeitt til hálfþrjú eftir hádegi í Reykjavík í gær. Fimm manns leituðu læknisaðstoðar en enginn var taiinn alvarlega meidd- ur._ A Reykjanesbraut við Stekkjar- bakka var maður fluttur á sjúkra- hús eftir árekstur tveggja bíla. Annar þeirra var óökufær eftir. A mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar urðu tveir árekstrar á sömu stundu um klukkan hálftvö. Ökumaður eins bílsins leitaði sjálfur læknisaðstoðar. Þá var maður færður á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut. Einnig var öku- maður fluttur á slysadeild eftir árekstur á mótum Grensásvegar og Hæðargarðs. FULLTRÚAR stjórnarandstöð- unnar á Alþingi gagnrýndu ríkis- stjórnina harðlega í gær fyrir þá yfirlýsingu sem gefin var á laugar- dag um aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun. Umræður urðu um , yfirlýsinguna í tengslum við frum- vörp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga og tengd mál. Yfirlýsingum safnað á einn stað Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknarflokks og fonnaður fjárhags- og viðskipta- nefndar Aiþingis, sagði að í yfír- lýsingunni- væri safnað saman á einn stað ýmsum ákvörðunum sem teknar hefðu verið áður, ýmist í tengslum við kjarasamninga eða fjárlagagerð, þannig að' nánast ekkert stæði eftir. Hann nefndi meðal annars, að í Ijós hefði komið að sú hækkun skattleysismarka, sem boðuð er í yfirlýsingunni, væri að mestu leyti í samræmi við forsendur fjárlaga vegna verðlagshækkana. Upplýst hefði verið af fulltrúum fjármála- ráðuneytisins á fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gærmorgun að um væri að ræða viðbótarút- gjöld upp á 2-300 milljónir fyrir ríkissjóð. Hreinar blekkingar Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, sagði að á ferðinni væru hreinar blekking- ar. Að miklu leyti væri um að ræða gömul vanefnd loforð sem ríkisstjórnin væri að reyna að selja fólki í allt að þriðja sinn, svo sem sérstakt átak í vegamálum. Þá væri einnig kostulegt, að ríkis- stjórnin lýsti því sérstaklega yfir að hún væri hætt við að svíkja samkomulag við sveitarfélögin um að þau þyrftu ekki að greiða í atvinnuleysistryggingasjóð. Kristín Ástgeirsdóttir, þing- maður Kvennalistans, sagðist hafa haldið að ríkisstjórnin hefði ætlað sér að færa þjóðinni nokkrar jóla- gjafir, m.a. til að liðka fyrir kjara- samningum, en þegar betur væri að gáð sæist að þetta væri jóla- kötturinn sem léki lausum hala og nánast ekkert væri í pakkanum. Hækkun skattleysismarkanna væri mesta bjekkingin í plaggi rík- isstjórnarinnar ogþær upplýsingar fjármálaráðuneytisins, að í raun væri um að ræða verðlagshækkuiij hefðu komið verulega á óvart. I heild væri því um að ræða sáralítl- ar úrbætur en töluverð útgjöld fyrir ríkissjóð án þess að Ieitað væri leiða til tekjuöflunar á móti. Lítíð fer fyrir kjarajöfnun Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður utan flokka sagði að mjög lítið færi fyrir kjarajöfnun í þeim tillögum sem ríkisstjórnin boðaði og það ylli vonbrigðum. Hún sagði að það kostaði 1.500-1.600 millj- ónir króna að hækka skattleysis- mörkin í heild um 2.000 krónur og spurði hvort ekki hefði verið hægt að ráðstafa þessari upphæð með öðrum hætti þannig að hún skilaði sér til láglaunaheimilanna. Þyrluvakt lækna í átta ár Hafa bjargað lífum á annað hundrað manna Ólafur Þ. Jónsson yrluvakt lækna hef- ur nú starfað í átta ár samfellt. Ólafur Þ. Jónsson, yfirlæknir á Borgarspítala, hefur verið læknisfræðilegur stjorn- andi hennar síðan 1987, en vaktin tók til starfa 1986. Ólafur starfaði tölu- vert að þyrlu- og sjúkra- flugi um og upp úr 1970, en hefur ekki verið starf- andi innan þyrluvaktarinn- ar. Hann segir að ný björg- unarþyrla sem væntanleg er á næsta ári, muni bylta björgunarstarfi hérlendis, enda geti hún flogið lengur en TF-SIF, geti athafnað sig í verri veðrum og hafi miklu meira burðarþol. Sú • síðarnefnda hafí hins veg- ar gert ómælt gagn. „5-7 læknar eru starf- andi innan þyrluvaktarinnar á hveijum tíma, en á fjórða tug lækna hafa starfað innan hennar frá byijun. Flestir þeir læknar sem bjóða sig fram til starfa í sveit- inni, eru með grunnnám að baki, um tveggja ára starfsreynslu og á leið í sérfræðinám. Læknarnir fara í öll leitar-, björgunar- og sjúkraflug og svo hafa þeir líka talið sér skylt að sinna leiðbeining- um þegar leitað er-til þeirra vegna veikinda skipstjórnarmanna á hafi úti. Þeir hafa einnig tekið að sér kennslu við Slysavarnaskóla sjó- manna ásamt áhöfn þyrlunnar víðs vegar um landið, auk þess að vera í stöðugri þjálfun. Einn læknir er í hverri flugferð. Þyrlu- sveitin varð þannig til að nokkrir ungir læknar ákváðu 1986 að gerast sjálfboðaliðar í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ári síðar var gerður sérstakur samningur milli Borgarspítala og Landhelgisgæslu sem hefur verið í gildi síðan, og sér spítalinn þyrl- unni fyrir læknum sem eru á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Útköll eru að meðaltali 80-110 á ári. Um miðjan október sl. voru útköllin frá upphafi orðin 765 talsins, flugferðirnar 595 tals- ins, 777 sjúkiingar eða aðrir þeir sem bjargað hefur verið, hafa ver- ið fluttir með þyrlunni, og á annað hundrað mannslífum hefur verið bjargað. Ástæður þess að flug- ferðir eru heldur færri en útköll eru aðallega þríþættar; veður hef- ur hamlað flugtaki, í ljós hefur komið að flugdrægi þyrlunnar væri ekki nægilegt fyrir umbeðið flug, eða læknir hafi metið að- stæður svo að ekki væri ástæða til að fljúga. Einstaka sinnum hefur komið fyr- ir að þyrlan hefur orðið að snúa við vegna veðu- rofsa, en það er sjald- gæft. Könnun leiddi í ljós að þyrlan var talin nauðsynleg í 51% tilfella, mikil- væg eða gagnleg í 33% tilvika, og að læknir hefði verið nauðsyn- legur í 33% tilvika og mikilvægur eða gagnlegur í 65% tilvika.“ - Er tækjakostur viðunandi? „Þegar TF-SIF kom hingað fyrst til landsins, var hún án alls tækja- búnaðar fyrir aðhlynningu og lækningar um borð. Á þeim árum sem þyrluvaktin hefur starfað, hef- ur tækjabúnaðurinn tekið stakka: skiptum og er nú nokkuð góður. í vélinni eru nú hjartalínurit, sjálf- virkur blóðþrýstingsmælir, súefnis- búnaður, öndunarvélar og ýmiss konar lyf. Ýmis félagasamtök hafa gefið tæki af mikilli rausn, og er þyrlan nú með ágætan búnað sem vel er hægt er að bera saman við ►Ólafur Þ. Jónsson er fæddur í Vík í Mýrdal 1935. Hann varð stúdent frá MR 1955, lauk læknaprófi frá HÍ 1962 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Varð yfirlæknir svæfingadeild- ar Borgarspítala 1987, formað- ur læknaráðs og yfirlæknir spítalans frá 1983-87, kennari við læknadeild HÍ frá 1976. björgunarþyrlur erlendis. Einstaka sinnum, þegar sækja þarf fyrir- bura, hafa verið kallaðir til læknar frá nýburadeild Landspítala sem komið hafa með og haft sérstakan nýburakassa meðferðis.“ - Er flogið við erfiðar aðstæður? „Útköll yfir landi eru 55% af heildarútköllum, en yfir sjó 45%. Þau eru langalgengust í júlí á bjartasta árstíma þegar mikið er um ferðalanga og ýmislegt að. gerast, og eru 45% útkalla á'milli klukkan 8 og 16, 36% á milli 16 og 24, og 19% á milli miðnættis og átta á morgnana. Meðalvið- bragðstími áhafnar þyrlunnar frá því að kallið kemur og þangað til menn eru tilbúnir í flugið, annars vegar í alfa-útkall þegar menn verða að henda öllu öðru frá sér og mæta án tafar til þyrlu, er 21 mínúta, en hins vegar 45 mínútur í beta-útkall þegar ekki ríður jafn mikið á. Menn hafa þó náð allt niður í fimm mínútna viðbragðs- tíma þegar þeir hafa verið nær- staddir. í 15-20% tilvika hefur veður meðan á flugi stendur verið mjög vont, sem þýðir að vindhraði er meiri en 40 hnútar og skyggn- ið mjög lítið, stundum ísing, oft í myrkri og staðhættir erfíðir, eða flogið um misvindabelti eða nærri fjallshlíðum og -tindum eða jöklum. Langflestir þeirra sem fluttir hafa verið, eru karlmenn á aldrinum 20 til 40 ára, og algengasta ástæða fyrir flutningi er slys af einhveijum toga. Læknarnir hafa þui-ft að síga niður úr þyrlunni á jökla, fjöll og í skip f tæpum 20% ferðanna. Svo dæmi séu tekin, voru 54 þeirra sem fluttir voru árið 1991 lagðir inn á spítala, þar af 25 í skurðað- gerð og 29 inn á gjörgæsludeild, sem sýnir vel að þeir sem fluttir eru, eru oft mikið slasaðir eða veikir og þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi sárlega. Þyrlan er oft- ast notuð við sérstakar aðstæður, þar sem hraði er mikilvægur eða ekki er hægj; að komast að þeim slasaða með neinum öðrum hætti. Læknarnir eru hluti af harðsnú- inni og vel æfðri áhöfn.“ Útköll frá upphafi 765 talsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.