Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 22

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gagnnj ósnarinn Oleg Gordíevskíj vill birta nöfn tengiliða Sovétmanna í Bretlandi Stj órnmálamenn á mála hjá KGB? Lundúnum. The Daily Teleghraph. EINN þekktasti gagnnjósnari kalda stríðsáranna, Rússinn Oleg Gordíevskíj, hyggst birta nöfn helstu tengiliða Sovétmanna í Bretlandi í æviminningum sínum, sem út eiga að koma næsta sumar. Gordíevskíj var stöðvarstjóri sovésku öryggislögreglunnar KGB í Lundúnum er hann flúði til vest- urs árið 1985. Hafði hann þá um árabil látið bresku leyniþjón- ustunni í té upplýsingar um um- svif Sovétmanna á Vesturlöndum. Gordíevskíj þykir ein merkasta heimildin þegar saga KGB er ann- ars vegar og þykja upplýsingar hans áreiðanlegar. Ráðamenn leggjast gegn birtingu nafnanna Þegar njósnarinn gerðist lið- hlaupi afhenti hann breskum leyniþjónustumönnum lista með nöfnum tengliða Sovétmanna í Bretlandi sem hann sagði vera á mála hjá KGB. Nú vill Gordíevskíj birta þennan lista en á næsta ári, trúlega í júnímánuði, munu endur- minningar hans koma út í Bret- landi. Hins vegar þrýsta breskir ráðamenn á þessu sviði á Gordí- evskíj um að birta ekki nafnalista þennan. Haft er fyrir satt að á listanum sé að finna nöfn þekktra breskra stjórnmálamanna, blaða- manna og verkalýðsleiðtoga. Talið er að það hafí verið á grundvelli þessara upplýsinga Gordíevskíjs sem breska tímaritið The Spectator birti grein þar sem því var haldið fram að Richard nokkur Gott, bókmenntarit- stjóri breska blaðsins Guar- dian, hefði átt samstarf við Sovétmenn á dögum kalda stríðsins. Gott sagði upp starfí sínu í fyrri viku og viðurkenndi að hann hefði þegið boðsferðir erlendis af Sov- étmönnum. 10-15 nöfn Bethell lá- varður, einn af frammámönnum breska Ihalds- flokksins, sem hefur kynnst Gordíevskíj, sagði að á listanum væri að fínna 10-15 nöfn. Raunar kvaðst hann ekki hafa séð listann en honum skildist að nefndir væru til sögunnar nokkrir þekktir stjómmálamenn sumir lífs, aðrir liðnir. Flestir kæmu þeir úr Verkamannaflokkn- um en jafnframt mætti búast við að nöfn blaða- manna og verkalýðsleið- toga væri að finna á lista gagnnjósnarans. Lávarðurinn staðfesti að þrýst væri á Gordíevskíj um að birta ekki nöfnin, ráða- menn hefðu áhyggjur af að stjómmálalífið í landinu myndi raskast. Dæmdur til dauða Gordíevskíj skildi konu sína og tvær dætur eftir í Rússlandi er hann flúði til vesturs. Sex árum síðar fékk fjölskylda hans leyfi til að flytjast til Bretlands. Hjónin skildu en dætur þeirra búa í Bretlandi. Eiginkonan, Leyla, hefur ferðast aftur til heimalands- ins en þangað getur Gordíevskíj ekki haldið þar sem kveðinn var upp yfír honum dauðadómur þeg- ar upp komst um svikin. Oleg Gordíevskíj Reuter YASSER Arafat, leiðtogi PLO, skoðar styttu af Olof Palme í þinghúsinu í Stokkhólmi í gær. Arafat tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló á laugardag og hvatti í ávarpi sínu ísraela til að hraða friðarþróuninni og flytja ísraelska hermenn frá sjálf- sljórnarsvæðum Palestínumanna sem fyrst, þannig að hægt yrði að efna til kosninga. Arafat og ísraelsku friðarverlaunahaf- arnir tveir, Yitzhak Rabin, forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra, sögðust staðráðnir í að leysa öll vandamál sem kynnu að koma upp í viðræðunum um varanlegan frið milli ísraela og Palestínumanna. Viðræður ísraela og PLO Greinir á um dag- setningu kosninga Stokkhólmi. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sögðust í gær staðráðnir í að leysa öll ágreiningsmál sem hindrað gætu varanlegari frið á sjálfstjómarsvæðum Palestínu- manna eftir að hafa tekið við friðar- verðlaunum Nóbels í Ósló á laugar- dag ásamt Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels. ' Arafat og Peres komu saman í Stokkhólmi í gær eftir að ágreining- ur um dagsetningu fyrirhugaðra kosninga á sjálfstjómarsvæðum Palestínumanna hafði varpað skugga á verðlaunaafhendinguna í Ósló. Rabin sagði í gær að til greina kæmi að kosningunum á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna yrði flýtt og þær yrðu haldnar áður en brottflutningi ísraelskra hermanna þaðan lyki. Samkvæmt friðarsam- komulagi ísraels og PLO á brott- flutningi hermannanna að vera lok- ið fyrir kosningarnar. Arafat sagði á sunnudag að vandamál hefðu komið upp í viðræðunum varðandi dagsetningu kosninganna. Eftirfarandi botnar hlutu 1.—3. verðlaun í ferskeytlukeppni Hagkaups. um leið og við þökkum frábæra þátttöku, óskum við vinningshöfum til hamingju Fyrri partur: Þegar bæta á þjóðarhag þarf að reikna mikið Botn Á endanum kemst allt í lag ekkert loforð svikið. Anna Ágústsdóttir, Garðavegi 19,530 Hvammstanga. Fyrri partur: Sérhver maður ætti að elska konu sína Botn Allavega — eða hvað í það láta skína. Sigurgeir Þorvaldsson, Mávabraut 8C — 230 Keflavík. Fyrri partur: Sérhvermaður ættiað elska konu sína Botn en flestir munu þekkja það| að þessar hvatir dvína. Anna Margrét Sigurðardóttir, Hraunbæ 94, Reykjavík. HAGKAUP >1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.