Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 55

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 55 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í MOSKVU Brösótt gengi íslend- inga um helgina Tap gegn Norðmönnum SKAK ÍSLENSKA skáksveitin tapaði sinni fyrstu viðureign á Ólympíu- skákmótinu gegn sveit Georgíu í 9. umferð. Gæfan var sveitinni víðsfjarri og Georgía vann stóran sigur V/i-'h. íslensku stórmeistar- arnir tóku sig saman í andlitinu í tíundu umferð á sunnudag og unnu Chile 2 '/2-1 'h, en fyrir umferðina hafði íslenska sveitin ekki unnið sigur síðan í þriðju umferð. Úrslit í skákunum um helgina: 9. umferð: Island - Georgía ‘/2-3V2 Hannes H. Stefánsson - Azmaiparashvili 0-1 Margeir Péturss. - Sturua 'h-'h Helgi Ólafsson - Giorgadze 0-1 Helgi Áss Grétarsson - Zaichik 0-1 10. umferð: ísland - Chile 2V2-IV2 Jóhann Hjartarson - Morovic 0-1 Hannes H. Stefánss. - Egger V2-V2 Margeir Pétursson - Michel 1 - 0 Jón L. Árnason - Salazar 1-0 Það þarf að fara aftur til ársins 1986, í viðureignina gegn Englend- ingum í Dubai, til þess að finna verri ósigur hjá íslensku skáksveit- inni en í 9. umferð gegn Georgíu. Hannes Hlífar tefldi gáleysislega á fyrsta borði gegn Azmaiparashvili og náði aldrei að jafna taflið og tapaði eftir fremur skamma viður- eign. Margeir Pétursson lagði mikið á stöðuna gegn Sturua en hélt jafn- tefli. Helgi Ólafsson hafnaði jafntefli gegn Giorgadze á þriðja borði en mátti bíta í það súra epli að leika af sér skákinni nokkru síðar. Helgi Áss lenti í miklu tímahraki gegn Zaichik, annáluðum sérfræð- ing á því sviði, sem innbyrti vinning- inn eftir mikið handapat. Það er erfitt að setjast að tafli eftir slæman ósigur á Ólympíuskák- móti og þótt sigurinn gegn Chile á sunnudag hafi verið með minnsta mun var hann mikilvægur fyrir lokaumferðinar. íslenska skáksveit- in hafði teflt sex umferðir án þess að sigra og því var sigurinn kær- kominn. Jóhann Hjartarson tefldi á fyrsta borði gegn Morovic, sem um nokk- ura ára skeið hefur verið langstiga- hæsti skákmaður Chile með Elo skákstig með rúmlega 2.600 stig. Jóhann hafði svart og lenti snemma í erfiðleikum og tókst aldrei að jafna taflið þrátt fyrir góða tilburði. Egger beitt Aljékin vörn gegn Hannesi. Snemma urðu mikil upp- skipti og var samið um skiptan hlut. Margeir Pétursson sigraði Michel á þriðja borði með svörtu mönnun- um og Jón L. Árnason gjörsigraði Salazar á fjórða borði í snaggara- legri skák sem fylgir hér á eftir. Það stefnir í mjög spennandi baráttu um efsta sætið þegar fjór- um umferðum er ólokið á ðlympíu- skákmótinu í Moskvu. Sveitir Ge- orgíu, Rússlands I og Rússlands II auk Úkraínu hafa allar 26 vinninga eftir tíu umferðir. í 5-7 sæti eru Eistland, Ungveijaland og Bosnía Herzegovina með 25Vz vinning. Rúmvetjar koma í áttunda sæti með 25 vinninga og í 9.-14. sæti eru lýðveldi Júgóslavíu og Svartfjal- lands, Kína, Armenía, Holland, Kró- atía og England. Þing Alþjóðaskáksambandsins Fide hefst á þriðjudag og er búist við miklum átökum. Kosið verður um forseta sambandsins og hafa miklir flokkadrættir skapast við framboðin. Franski stórmeistarinn Kouatly, sem raunar er fæddur í Líbanon, nýtur stuðning flestra Evrópuþjóða. Samdráttur Campo- manesar, núverandi forseta Fide, og Garrí Kasparovs, sem ekki fýrir löngu sagði skilið við Alþjóða skák- sambandið Fide og stofnaði ný sam- tök skákmeistara PCA vekur ennþá meiri athygli. Skeytin hafa gengið á milli þeirra eftir brotthlaup Ka- sparovs en skyndilega virðist allt hafa fallið í ljúfa löð og er jafnvel talið hugsanlegt að Campomanes hyggist leita eftir endurkjöri þrátt fyrir að umsóknartími um embættið sé liðinn. Það gæti hann með full- tingi % atkvæðabærra aðila á þing- inu sem hefst á þriðjudaginn. Ana- toly Karpov, sem er heimsmeistari Fide, teflir sem kunnugt er ekki á Ólympíuskákmótinu. Á blaða- mannafundi um helgina kvaðst hann eiga í höggi við andstæðinga sem væru á mála hjá mafíunni 0g hann kvaðst jafnvel hafa verið meinað um aðgang á opnun Ólymp- íuskákmótsins. Það bendir því margt til þess að átök verði á þinginu og verður fróð- legt að fylgjast með lokaumferðun- um á Ólympíuskákmótinu samhliða þingstörfum! Jón L Árnason hefur verið ein- arður kóngspeðsmaður í fyrsta leik en trúin virðist hafa förlað síðustu árin því æ oftar bregður hann fyrir sér enskum leik og gerir það stund- um listavel eins og skákin í tíundu umferð sýnir. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Salazar Enskur leikur. 1. c4 - e6, 2. Rf3 - d5, 3. g3 - Rf6, 4. Bg2 - Be7, 5. 0-0 - 0-0, 6. b3 - b6, 7. Bb2 - Bb7, 8. e3 — Rbd7, (Riddarinn er í flestum tilfellum betur staðsettur á c6. 8. c5, 9. De2 — Rc6 er algengara.) 9. De2 - c5, 10. d3 - Dc7, 11. Rc3 - Hac8, 12. Hacl - Db8?, 13. Rel - Hfe8, 14. f4 - dxc4, 15. bxc4 — Bxg2, 16. Rxg2 — a6, 17. e4! — Hed8, (Taflmennsku svarts er ábótavant, mennirnir illa staðsettir og hvítur hótaði einfald- lega að vinna mann með 18. e5) 18. a4 - Db7, 19. e5 - Re8, 20. f5 - Rb8?, 21. fxe6 - fxe6, 22. Df2! Sjá stöðumynd Hvítur hótar 23. Df7+ Kh8, 24. Df8+ og mát í næsta leik. 22. — Bg5 gengur auðvitað ekki vegna 23. Df8 mát og hvítur vinnur mann eftir 22. - Rc7 23. Df7+. Til að forðast mannstapi og máti er því 22..h6 eini leikurinn. Endalokin eru samt skammt undan eftir 23. Df7+ Kh7, 24. Rf4. Salazar hafði að minnsta kosti séð nóg og gafst upp. Kasparov missti af snjallri leið Garrí Kasparov hefur ekki náð sér á strik á Ólympíuskákmótinu og hefur aðeins 50% vinningshlut- fall. í skákþætti í Morgunblaðinu á laugardaginn var skýrð viðureign hans með svörtu gegn búlgarska stórmeistaranum Topalov sem Top- alov vann af miklu öryggi. Eftirfar- andi staða kom upp í skákinni eftir átjánda leik hvíts. Kasparov lék 18. — Rxe5? og eftir 19. Hbl Dxc3, 20. Dxc3 Hxc3, 21. Bxe6 fxe6, 22. Hxb7 varengum vörnum viðkomið. Skákáhugamað- ur hafði samband við mig og benti á möguleikarnir væru víðþættari en í fyrstu sýndist. Með aðstoð tölvu hafði hann rakið að átjándi leikur Kasparovs væri rangur. Svartur ætti hins vegar tvo mjög athyglis- verða möguleika. Annars vegar 18. — Dxal+, 19. Kf2 — Rxe5!, 20. Hxal — Rxg4+, 21. hxg4 — Bxc3, 22. Ddl — Bxal, 23. Dxal — Kd7 og svartur hefur tvo hróka og tvö peð fyrir drottn- ingu og riddara hvíts en hvítur hef- ur samt alla vinningsmöguleikana. 18. — Bxe5! virðist betri leikur. Svartur getur svarað 19. Bxe5 — Rxe5, 20. Hbl — Dxc3, 21. Dxc3 — Hxc3, 22. Bxe6 hvort heldur sem er með 22. — fxe6, 23. Hxb7 — Rd7 eða 22. — Hxg3 og hefur þá síst lakari stöðu. Hvítur leikur lík- lega best 19. Rge4!? með mjög flók- inni stöðu sem útilokað er að rekja í smáatriðum. Það sýnir vel upplýsingaþróunina í skákheiminum að sex fyrstu um- ferðirnar á Ólympíuskákmótinu eru þegar komnar til umboðsmanns hér á landi í gegnum Internet og diskl- ingar með öllum skákum úr Olymp- íuskákmótinu verða komnir til dreifingar áður en langt um líður. Karl Þorsteins ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Norð- mönnum með minnsta mun í elleftu umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu gær. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi með hvítu mönnunum við Einar Gausel á fyrsta borði. Hannes fékk betra tafl og vann skiptamun, en vinningurinn var samt ekki auðsótt- ur. Svo fór að lokum að Norðmaður- inn féll í gildru og tapaði. Margeir Pétursson jafnaði taflið auðveldlega gegn Rune Djurhuus á öðru borði. Jafntefli var Margeiri ekki að skapi og hann teygði sig of langt í jöfnu hróksendatafli og tapaði. Jón L. Árnason vann tvö peð í viðureign- inni við Jonathan Tisdall, en Norð- manninum tókst að gera honum svo erfitt fyrir að lyktir urðu jafntefli. Helgi Ólafsson tefldi við Espen, eldri bróður Simens Agdesteins, á fjórða borði. Helgi var sleginn blindu í byijun og tapaði. Þetta tap, 1 'h-2'h gegn Norð- mönnum, veldur vonbrigðum, eins og úrslit síðustu umferða, og nú er íslenska sveitin nálægt 30. sæti með 24'h vinning af 44 mögulegum. í þeim þrem umferðum sem eftir eru á mótinu verða íslendingar að bæta sig verulega ef þeim á að takast að hækka sig svo um munar fyrir mótslok. Rússar eru í efstu sætum á mót- inu, A-sveitin hefur 29 vinninga, en B-sveitin (unglingasveitin) fylgir fast á eftir með 28 'h v. Þing FIDE hefst í dag í dag hefst þing FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, í Moskvu og mun það standa í þijá daga. Stöðug fundahöld hafa verið hjá væntan- legum fulltrúum á þinginu á undan- förnum dögum og mikil spenna rík- ir um framboð til forseta sambands- ins og þinghaldið allt. Sögusagnir um ráðabrugg Kasparovs og Campomanesar ganga fjöllunum hærra, en ekkert fæst staðfest. Franski stórmeistarinn Bachtiar Kouatly verður frambjóðandi Evr- ópulanda í forsetakjöri, en sagt er að honum hafi verið hótað öllu illu. 1 i 1 B ■ I I 1 I B i Gestgjafi: Sigurður Guomundsson. 'lahald iíHótelÖrk Losnib vib amstur og fyrirhöfn og njótib fribsældar og helgi jólanna meb fjölskyldu og vinum á Hótel Örk. Fjölbreytt jóladagskrá alla dagana - Frábærir veisluréttir á borbum. (c/ó/(tha/í/ii '■> f/Hi f/ióte/i Ch'/i ‘ kr. 19.900 Ekkert aukagjald fyrir einbýli! Jólapakkinn inniheldur: Fjórar nætur 23. -27. des., gisting, morgunverb af hlabborbi, veislukvöldverb alla aagana, ilmandi skötu á Þorláksmessu, 6 rétta veislu á abfangadagskvöld, fjölbreytt hlabborb á ióladag, jólaball barnanna a 2. jóladag, fjölbreytta dagskra alla cíagana og dansleik annan jóladag. öix 8 ■ ■ 1 1 8 B HVERAGERÐl. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775 Pamdís né++ ha»+dai+ við keeði+va m m 18. ÍSLAND Kosta Ríka Austurríki Slóvakía Holland Litháen Kína Úkraína Filippseyjar Georgía Chile Noregur vinn. % 1. borð: Jóhann Hjartarson - 'h - 'h 'h 0 'h - 0 - 2. borð: Hannes Hl. Stefánsson 1 - 1 * 'h 'h 1 'h - 0 'h 1 3. borð: Margeir Pétursson - 1 1 - 'h - 'h - 1 0 4. borð: Jón L. Árnason 1 - 1 'h 'h — 1 0 - — 'h 1. varam.: Helgi Ólafsson 1 'h 0 - — 'h — 1 0 1 0 2. varam.: Helgi Áss Grétarsson 1 1 - 'h - 0 - 'h 0 - - 4 3 3 2 2 2 2 2 'h 2 'h M,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.