Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 49

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 49 Hver siglir und- ir fölsku flaggi? FÖSTUDAGINN 2. desember birtist grein í Mbl. eftir Valgerði Gunnarsdóttur, vara- þingmann Alþýðu- flokksins. í greininni, sem ber yfirskriftina „Er Jóhanna Sig- urðardóttir trúverðug- ur leiðtogi?" viðrar varaþingmaðurinn skoðanir sínar á fyrr- um flokkssystur og finnur henni flest til foráttu. Helsta áhyggjuefni Valgerð- ar virðist vera að stefnuskrá Jóhönnu og Þjóðvakans sé keimlík stefnu- skrá Alþýðuflokksins. Hún veltir einnig fyrir sér þeirri spumingu hvað sé nýtt við við framboð Jó- hönnu og hvað komi til með að breytast. Valgerður Gunnarsdóttir furðar sig jafnframt á því að Jó- hanna skildi leyfa sér að ganga úr ríkisstjóm og síðar Alþýðu- flokknum. Líklega er Valgerður búin að gleyma að sjálf gekk hún úr Alþýðubandalaginu til þess að taka þátt í stofnun Samtaka um nýjan vettvang og bætti um betur og gekk þaðan til liðs við Alþýðu- flokkinn. Hún ætti því að tala var- lega um fólk sem skiptir um flokka. Reginmunur er þó á flokkaskiptum þessara tveggja kvenna. Undan- farin þrjú ár hefur Valgerður verið varaþingmaður Alþýðuflokksins. A þeim tíma hefur hún oft og tíðum setið um tíma á Alþingi. Aftur á móti vita fæstir hvað hún hefur verið að gera þar - ef hún hefur þá gert eitthvað. í prófkjörsbaráttu sinni talaði hún m.a. fjálglega um gildi öflugs heilbrigðiskerfís og mikilvægi forvama í heilbrigðisþjónustu. Hvað hefur Valgerður gert til þess að efna þau fýrirheit frekar en stalla hennar Petrína Baldursdóttir sem virðist hafa það eitt markmið sem þing- maður að verja vafa- samar gerðir Jóns Baldvins og rakka nið- ur Jóhönnu Sigurðar- dóttur? Að minnsta kosti verður þessara tveggja „þingmanna“ ekki minnst á spjöld- um sögunnar sem öt- ulla framfylgjenda jafnaðarstefn- unnar. Sjálf sat ég nokkra þing- flokksfundi með Valgerði og Petr- ínu og ekki minnist ég þess að þær hafi gert annað en brosa fallega framan í formanninn. Sú fullyrðing að þær hafi verið eitt sterkasta bakland Jóhönnu er því eins og hver önnur skreytni. Munurinn á Jóhönnu og þeim tveimur konum sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í að gagnrýna hana er einfaldlega sá að Jóhanna er jafnaðarmaður en þær ekki; jafnaðarmaður sem vill hrinda jafnaðarstefnunni í framkvæmd og efna kosningalof- orð sín í stað þess að senda kjós- endum langt nef eftir kosningar eins og þær stöllur og aðrir Al- þýðuflokksþingmenn hafa gert og misnotað um leið hina fallegu jafn- aðarhugsjón - sjálfum sér til fram- dráttar. Jóhanna Sigurðardóttir og hennar fólk í Þjóðvaka þarf svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir að bjóða fram stefnuskrá sem er keimlík stefnu Alþýðuflokksins Ragnheiður Davíðsdóttir Stjómmál snúast ekki um einkahagsmuni mis- viturra manna, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, þeirra sem með blekkingum hefurtekist að komast til áhrifa. - því stefnuskrá verður aldrei ann- að en orðin tóm ef efndirnar vant- ar. Ef Valgerður viil fá svar við spurningu sinni hvort Jóhanna Sig- urðardóttir sé trúverðugur leiðtogi er svarið þetta: Skoðaðu heima- verkefnin þín og þá muntu sjá það sem þú og flestir Alþýðuflokks- menn (einkanlega þingmenn og ráðherrar) hafa gleymt, þ.e. að stjórnmálaflokkur er ekkert annað en málefnin sem hann stendur fyr- ir. Stjórnmál snúast EKKI um einkahagsmuni misviturra manna sem með blekkingum hefur tekist að komast til áhrifa. Munurinn á Jóhönnu og „hinum“ er sá að hún er heiðarleg og tekur hagsmuni kjósenda fram yfir eigin hags- muni. Hún er stjómmálamaður með hugsjón sem vill hrinda jafnaðarstefnunni í framkvæmd til hagsbóta fyrir almenning í þessu landi. Á tímum siðspillingar í ís- lenskum stjórnmálum hlýtur þjóðin að taka ofan fyrir slíkum stjóm- málamanni. Jóhanna Sigurðardótt- ir skuldar því lítt vitrum og mis- stómm spámönnum Alþýðuflokks- ins enga skýringu. Verkin hennar og hugrekki tala sínu máli. Hitt er svo önnur saga hvort þeir sem undir fölsku flaggi hafa slysast inn á Alþingi dulbúnir sem jafnaðar- menn skuldi ekki kjósendum skýr- ingu á tilvist sinni þar. Höfundur er fylgismaður jafnaðarstefnunnar. SIEMENS S JOL*GJAFA Það er gaman að gefa vandaða gjöf —þú getur alltaf treyst á Siemens gceði. Kaffivél Kaffivélar - 6,10 og 12 bolla. Dæmi: Gæðavélin TC 10310. Hellir upp á 10 bolla á 6 mínútum. Verð frá kr. 2.900.- .' Handþeytari Handþeytari sem er fljótur að hræra, þeyta og hnoða. 3 hraðastulingar. 160 W. Verð kr. 2.990.- Vöfflujárn Vöfflujám með sdglausum hitastilh handa öllum vöfflufíklunum. Pau seljast eins og heitar... Verð kr. 6.500,- Minutugrill Mínútugrill fyrir steikina, samlokuna og annað góðgæti. Vöffluplötur fylgja meo. Namm! Verð kr. 10.900.- 7 Guf ustrokjárn Gufustrokjám sem sér til þess að allt verði slétt og fellt. Sérlega létt og meðfærilegt. Verð kr. 5.350.- Hraðsuðukanna Hraðsuðukanna sem leysir garnla gufukehlinn af hólrni. Með útsláttanofal og sýður mest 1,7 1 í einu. Verð kr. 5.700.- Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur. Rafstoían Hvitárskála Hellissandur: Blómsturvellir ■ Grundarfjörðun Guðni Hallgrlmsson ■ Stykkishólmur. Skipavík ■ Búöardalur. Asubúö Isafjörður Póllinn ■ Hvammstangi: Skjanni ■ Sauðárkrókur: Rafsjá ■ Siglufjörður. Torgið ■ Akureyri: Ljósgjafinn Húsavfk: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf ■ Neskaupstaður. Rafalda ■ Reyöarfjörður. Rafvélaverkst Árna E. ■ Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson • Brelðdalsvlk: Stefán N. Stefánsson • Höfn I Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkinn Garður. Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 628300 Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar 12. desember I N S B Æ K U R Villtir svanir Jung Chang MNMMMMMi I luktum heimi Fríða Á. Sigurðardóttir Kvikasilfur Einar Kárason ÖlafurJóhann Ólafsson Ei Ævinlega Guðbergur Bergsson I barndómi Jakobína Sigurðardóttir Oröastaöur - oröabók um íslenska málnotkun Jón Hilmar Jónsson immmmmmmmhMHMHMMHHHHHHHHHMHHMMNMMMNMMMMMMMNMMMMMMMMHMMMHMMMHI itl Grandavegur 7 Vigdfs Grímsdóttir Veistu, ef þú vin átt Aðalheiður Hólm, Þorvaldur Kristinsson Saga Halldóru Briem Steinunn Jóhannesdóttir BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Talnakver Sigrún Eidjárn og Þórarinn Eldjárn Enn fleiri athuganir Anders Jacobsen Matthildur fíoald Dahl Amó Amas Þorgrímur Þráinsson Draugur í sjöunda himm Kristín Steinsdóttir MMMMMMP’ Syngjandi beinagrind Sigrún Eldjárn Þýtur í laufi Astrid Lindgren MHMHMHHMI Gamlar vísur handa nýjum börnum Guðrún Hannesdóttir Röndóttir spóar Guðrún H. Eirfksdóttir Konungur Ijónanna Walt Disney .... ....., , Mál IMI og menning Laugavegi 18, sími 91-2 42 40 og Síðumúla 7-9, sími 91-68 85 77

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.