Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 47 FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Ný stjóm Hvatar kjörin AÐALFUNDUR Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar var hald- inn 24. nóvember sl. Gestur fundarins var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sem flutti erindi um íslenska kvennabar- áttu. Fimm konur komu nýjar inn í stjórn Hvatar. A mynd- inni má sjá sljórn Hvatar sem kjörin var, f.v.: Margrét Sigurð- ardóttir, Ingveldur Fjeldsted, Helga Ólafsdóttir, varaformað- ur, Ellen Ingvadóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, formaður, Anna Ingibergsdóttir, Erna Valbergsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Fjarverandi var Arna Guðmundsdóttir. Kvöld- og næturgöngur Hafnargönguhópsins Löng opn- unarvika á Laugavegi LÖNG opnunarvika verður þessa viku á Laugavegi og nágrenni. Opið verður miðvikudag og fimmtudag frá kl. 9-22 en á föstu- dag, Þorláksmessu, verður opið frá kl. 9-23 og aðfangadag kl. 9-12. Á föstudag, Þorláksmessu, milli kl. 13-20 munu jólasveinarnir gjöfulu koma í heimsókn á hesta- kerru í jólaskapi og fara um allan Laugaveg og Bankastræti. Kl. 15 syngur Hreindýrakór Söngskólans í Reykjavík og kl. 17 mun Samkór Kópavogs syngja jólalög. Milli kl. 16 og 23 mun Harmonikufélag Reykjavíkur, Lúðrasveit Verka- lýðsins, Acapello (fimm söngvarar án undirleiks), Blástursveit Lúðra- sveitar Reykjavíkur og Hreindýra- kór Söngskólans í Reykjavík skemmta vegfarendum. Hátíðar- kórinn mun síðan um kvöldið ganga niður Laugaveginn með friðarljós. Veitinga- og kaffihús bjóða fólk velkomið í jólaglögg og heitt kakó í skemmtilegu jólaumhverfi. Gluggagægir Gluggagægir kom í dag GLUGGAGÆGIR er kominn á kreik í byggð og ætlar starfsfólk Þjóð- minjasafnsins að fagna honum sér- staklega á Ingólfstorgi kl. 14 í dag. HAFNARGÖNGUHÓPURINN kveður gamla sólárið í miðviku- dagsgöngu sinni 21. desember og fagnar nýju með næturgöngu að- faranótt fimmtudagsins 22. desember á vetrarsólstöðum. Kvöldgangan Farið verður frá Hafnarhúsinu á miðvikudagskvöldið kl. 20 að venju og gengið með Tjörninni, suður Hljómskálagarðinn og Vatnsmýrina og til baka um Há- skólahverfið og gamla Vesturbæ- inn. Á leiðinni verður litið á vík- ingaskip í smíðum og lítinn árabát. Næturgangan Næturgangan hefst með því að safnast verður saman við Hafnar- húsið að vestanverðu upp úr kl. 23.30. Á miðnætti kl. 24 verður farið frá Hvalnum, útivistarvæði Miðbakkans, og gengið með höfn- inni út í Reykjarnes í Örfirisey og til baka og áfram með ströndinni inn á Laugarnestanga. Þaðan aft- ur niður á Miðbakka og nætur- göngunni lýkur þar rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina. Tilgangur næturgöngunnar er að minna á sólstöðumínútuna kl. 2.23 aðfaranótt fimmtudagsins en hennar verður minnst á táknræn- an hátt við Sólfarið við Sæbrautina gegnt Frakkastíg. Þá verður einn- ig minnst landtöku fyrstu íslensku landnámsfjölskyldunnar í tilefni af ári fjölskyldunnar. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. Ekkert þátttökugjald. -----»-4 ♦----- Quicksand Jes- us með tónleika í kvöld HUÓMSVEITIN Quicksand Jesus heldur tónleika í kvöld, miðviku- daginn 21. desember, á veitinga- húsinu Tveimur vinum. Hljómsveitin mun kynna efni af nýútkominni plötu er ber heitið „The more things changs, the more they stay the same“. Hljóm- sveitina skipa: Franz Gunnarsson, gítar, Guðfinnur Karlsson, söngur, Arni Bjarnason, bassi, og Davíð Ólafsson, trommur. Vetrarsól- stöðuganga NVSV AÐ VENJU minnir NVSV á vetrar- sólstöður sem eru fimmtudaginn 22. desember með sólstöðugöngu. Lagt verður af stað á fimmtudag- inn frá Ingólfstorgi í ljósaskiptunum kl. 10.30 og fylgt nýjum og fyrirhug- uðum göngustígum milli útsýnis- staða. I Hallgrímskirkjuturni við sólris kl. 11.22, í Perlunni, útsýnis- palli, kl. 12.30, á Valhúsahæð kl. 14.30 og turni Landakotsspítala við sólarlag kl. 15.31. Komið verður nið- ur á Ingólfstorg í ljósaskiptunum. í göngunni verður rætt um hvað sé til ráða til að gera einstaklingum og fjölskyldum kleift að efla þekk- ingu sína á íslenskri náttúru, vöktun hennar og verndun og hafa áhrif á stefnumótun í þeim efnum á nýju sólári. Sólstöðuganga er öllum opin hvort sem þeir vilja taka þátt í göngunni, umræðunum og/eða njóta útsýnisins. -----» »- ■»- Hlaut Max- Weber verðlaun bæversku vísinda- akademíunnar BÆVERSKA vísindaakademían í Miinchen sæmdi á árlegri hátíðar- samkomu sinni, 3. desember sl., dr. Jón Axel Harðarson hinum nýstofn- uðu Max-Weber verðlaunum fyrir doktorsritgerð hans um rótarórista f' indógermanska frummálinu og afdrif þeirra í indóírönsku og grísku. Er Jón Axel fyrstur til að hljóta þessi verðlaun, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur á sviði húm- anískra vísinda. Jón Axel Harðarson starfar við háskólann í Freiburg. GUCCI Frábœr úr útlit og gœði GUCCI úrin fást hjá Garðari ðlafssyni úrsmið, Lækjartorgi. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morpnblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! • Heimilistækjadeild Falkans • Sængur og koddar Umboðsmenn um land allt Góða nótt og sofðu rótt Þekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 ■ Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Falkans • ÞREKPALLUR - AEROBIC-STEP. |§j| Þa6 nýjasta í þjálfun, þrek, þol og toygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Þrjár mismunandi hæðarstillingar, stöðugur á gólfi, æfingaleið- beiningar. Verð aöeins kr. 4.700. stgr. 4.495. Greiðslukort og greiðslusamningar Simar: 35320 j ¥ 688860 þ Ármúla 40 ÞREKSTIGI - MINISTEPPER. Litli þrekstiginn gerir næstum sama gagn og stór, en er miklu minni og nettari. Verð með gormum kr. 2.900, með dempurum (mynd) kr. 5.900, stgr. kr. 5.605 og með dempurum og teygju kr. 6.900, stgr. kr. 6.655. Einnig fyrir- liggjandi stórir þrekstigar, verð frá kr. 12.900, stgr. 12.255. ÞREKHJÓL. Verö aðeins frá kr. 14.400, stgr. kr. 13.680. Þrekhjól með púlsmæli kr. 16.800, stgr. kr. 15.960. Bæði hjólin eru með tölvumæli, sem mælir tlma, hraða og vegalengd, stillanlegu sæti og stýri og þæailegri þyngdarstillingu. ÆFINGABEKKIR OG LÓÐ. Bekkur með fótaæfingum (mynd) 11.500, stgr. kr. 10.925. Lóðasett 50 kg með tveimur handlóðum kr. 8.600, stgr. kr, 8.170. Tilboö: Bekkur + lóðasett kr. 18.090, stgr. kr. 17.185. Handlóð 2 x 1 kg kr. 950, 2 x 2,5 kg kr. 1.290 og 2 x 3,5 kg kr. 1.650. Aerobic-Step ÆKI - FRABÆRT VERD LÆRABANINN kominn aftur. Verð aðeins kr. 990 með æfingaleiðbeiningum. Margvíslegar æfingar fyrir læri, brjóst, handleggi, bak og maga. Notið tækifærið og kaupið ódýrt. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.