Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fórnarlömb jarðskjálftans í Japan rúmlega 4.000 Tj ónið í Kobe metið á 3.400 milljarða Gasský gætu hafa skapað al- heiminn Lundúnum. The Daily Telegraph. GRÍÐARSTÓR gasský, sem kunna að hafa skapað alheiminn, hafa fund- ist með hjálp geimsjónaukans Hubbie. „Þetta eru ský úr hreinu vetni,“ sagði Chris Impey, prófessor við Arizona-háskóla, annar af höfundum greinar um þetta fyrirbæri í vísinda- tímaritinu Nature. „Þau umlykja Vetrarbrautina og ná að minnsta kosti háifa leiðina til næstu stóru stjömuþoku, Andrómeduþokunnar, milljón ljósára leið.“ Fundurinn er óvæntur þar sem hingað til hefur verið talið að algjört tóm sé á svæðunum milli stjömuþok- anna. Skýin fundust í Hubble-sjónauk- anum þegar verið var að rannsaka dulstirni, eða kvasa, á jaðri alheims- ins. Geislamir frá dulstimunum veiktust lítillega þegar þeir fóru í gegnum skýin og afhjúpuðu þannig tilvist þeirra. Talið er að þetta sé frumgas, sem hafí skapað stjörnuþokumar og eigi eftir að skapa óteljandi þokur til við- bótar þegar fram líða stundir. „Vetnið er afar þunnt,“ sagði Im- pey. „Við getum jafnvel ekki sagt til um lögun skýjanna. Þéttleiki þeirra er aðeins milljónasti af þétt- leika sýnilegra vetnisskýja sem fylla Vetrarbrautina og sköpuðu stjöm- urnar.. . Og skýin eru algjörlega hrein. Þau hafa ekki vott af þyngri efnum eins og járni. Það sýnir að þau hafa aldr- ei orðið fyrir kjarnasamruna og að engin stjörnuþoka skapaði þau. Þessi ský hljóta að hafa verið til næstum frá upphafi tímans." Tókíó. Kobe. Reuter. HAGFRÆÐINGAR sögðust í gær telja, að tjónið af völdum jarðskjálft- ans í Kobe og nágrenni í Japan sl. þriðjudag, næmi 50 milljörðum doll- ara, jafnvirði 3.400 milljarða ís- lenskra króna. Til samanburðar nam tjón af völdum jarðskjálftans í Los Angeles í fyrra 20 milljörðum doll- ara. í gær höfðu fundist lík 4.015 manna sem fórust í skjálftanum og 587 var enn saknað, að sögn lög- regluyfírvalda. Er skjálftinn sá mannskæðasti í Japan frá 1923 er 140.000 manns týndu lífi í Tókíó og Osaka í Stór-Kanto skjálftanum svonefnda. Árið 1948 biðu 3.895 manns bana í Fukui-skjálftanum í Japan. Björgunarmenn eiga enn mikið starf fyrir höndum við leit að fólki í húsarústum. Vonast var til að tug- ir sérþjálfaðra svissneskra leit- arhunda, sem komið var með til Kobe í gær, myndu auðvelda þeim leitina. Það jók þó vanda þeirra í gær, að eldar kviknuðu að nýju víða í borginni í gærmorgun en slökkvi- liðsmönnum hafði tekist að ráða niðurlögum flestra þeirra þegar á daginn leið. Deilt á stjórnvöld Vatnslaust er að mestu í Kobe og urðu slökkviliðsmenn að leggja slöngur út í ár. Stór hluti borgarinn- ar var enn rafmagnslaus í gær, þriðja daginn í röð. Hátt í þijú hundruð þúsund manns, eða einn sjötti íbúa, hafast við í neyðarskýlum þar sem vistin hefur verið köld. Japönsk stjómvöld þykja hafa brugðist fálmkennt og illa við ham- förunum. Fjölmiðlar sögðu í rit- stjómargreinum, að svo virtist sem ekki væra til neinar skýrar áætlanir um viðbrögð við náttúrhamföram. Einkafyrirtæki hafa bragðist mun betur við og sent hvers kyns hjálpargögn, allt frá stóram raf- stöðvum og hitaofnum til vatns og matvæla. Reuter SAMGÖNGUR eru enn að miklu leyti lamaðar í borginni Kobe í Japan vegna jarðskjálftans sl. þriðjudag. Bæði þar sem götur hafa farið í sundur og vegna þess að hús hafa hrunið niður á þær. Á myndinni má sjá háhýsi sem fallið hefur á hliðina og lokað sex akreina hraðbraut. ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ASTRALÍA BANDARÍKIN BELGÍA BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND „ _ __ .. n 5 -•• AFS vill gera öllum kleift að gerast SKIPTINEMAR Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiöslukjör. Dreifa má greiðsium á allt að 18 mánuði. Enn eru nokkur sæti laus næsta sumar. «1» M 2 8 s gUpplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 91-25450. » Sími 91-25450. Alþjoðleg fræðsla og samskipti PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INPÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA AFS Á ÍSL4NDI D > Z s O SO X a of Yíir 25 lönd eru í boði í öllum heimsálfum. Ógleymanleg reynsla. Eykur þroska og víðsýni. Cagnlegt tungumáianám. 50 ára reynsla af nemendaskiptum. Brottför tvisvar á ári. i Tvísýnt ein- vígi í 18 sjómílur BANDARÍSKU skútustjórarnir Dennis Conner og Kevin Mahaney háðu tvísýnt einvígi í undankeppni Ameríkubikarsins í siglingum við San Diego sl. miðvikudagskvöld. Eftir 18‘/2 mílna kappsiglingu hafði Mahaney betur og sigldi skútunni Unga Ameríka yfir marklínuna 18 sekúndum á undan Stars & Stripes. Mahaney hefur tekið forystu í flokki veijenda með þrjú stig og er ósigraður. Hefur hann tvisvar sigrað kvennasveitina á skútunni America3 og Conner einu sinni. Conner tókst um síðustu helgi að rétta hlut sinn gagnvart konunum. Tapaði hann fyrir þeim í fyrstu við- ureign keppninnar en daginn eftir sigraði hann konurnar örugglega. í fyrstu lotum undankeppninnar keppa tvær skútur innbyrðis og hlýt- ur sigurskútan eitt stig. Keppir hver þeirra þrisvar gegn hinum. Tekur hver lotan við af annarri og í hverri þeirra fjölgar stigum fyrir sigur. Skútan Nýja Sjáland er efst sjö báta í áskorendaflokki með fjögur stig. Hefur Russell Coutts skútu- stjóri stýrt henni til sigurs gegn öll- um skútunum fjórum sem hann hef- ur att kappi við til þessa. Harðir bardagar í Bihac BARDAGAR í Bihac, griða- svæði múslima í Norðvestur- Bosníu, hafa verið að aukast síðustu daga og standa þeir á milli stjórnarhersins og mú- slimskra uppreisnarmanna, sem njóta stuðnings Serba í Krajina í Króatíu. Hafa þessar tvær síðarnefndu fylkingar ekki undirritað vopnahlés- samninginn. Til vopnavið- skipta hefur einnig komið suð- ur og suðaustur af Bihac. Gerir lítið úr ágreiningi YASSER Arafat, leið- togi PLO, Frelsissam- taka Palest- ínumanna, reyndi að gera sem minnst úr ágreiningn- um við ísra- elsstjórn um nýbyggðir gyð- inga á Vesturbakkanum á fundi með Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra ísraels, í gær. Á blaðamannafundi í Erez á Gaza hétu þeir báðir að standa að næsta stigi friðaráætlunar- innar en samkvæmt því eiga Palestínumenn að fá yfirráð yfir öllum Vesturbakkanum. Miklir mannskaðar í snjóflóðum TALIÐ er, að 200 manns hafi farist og um 400 er saknað eftir mikil snjóflóð í Kasmír- héraði á Indlandi. Raunar þyk- ir víst, að manntjónið sé miklu meira því að ófært er til ýmissa staða þar sem vitað er um skaða. Féilu mörg flóð á þjóð- veginn milli Srinagar og Jammu og hrifu líklega með sér fimm fólksflutningabif- reiðar. Margir Bret- ar illa læsir EINN af hveijum sjö Bretum er varia læs eða skrifandi og á bágt með einfaldan reikning. Kemur þetta fram í skýrslu, sem birt var í gær, og það vekur athygli, að margt fólk á þrítugsaldri er verr á vegi statt en foreldrarnir. Shírínovskíj vill verða for- seti VLADÍMÍR Zhírínovskíj, leiðtogi þjóð- emissinna í Rússlandi, hefur til- kynnt, að hann ætli að bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum í júní á næsta ári. Flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, fékk flesta menn kjörna á þing í kosningunum 1993. Kosið verður aftur til beggja deilda þingsins í desember á þessu ári en Zhírínovskíj vill flýta for- setakosningunum. Zhírinovskíj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.