Morgunblaðið - 20.01.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.01.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Krókur á móti bragði Átök um yfirráð yfir Stálsmiðjunni ÞANNIG hljóðar fyrirsögn í Morgun- blaðinu 6. janúar, trú- lega ritstjórnargrein. Mig langar að rekja atburðarásina í sögu Smiðjunnar frá því ég kom þar til starfa 1958, þá getur fólk dæmt sjálft um hvem- ig peningavaldið get- ur hjálpað mönnum fram og uppá við í lífnu án þess að meta mannkosti. Stálsmiðjan var 1958 traust og gott fyrirtæki, stofnað 1933 af Hamri og Héðni til að annast fyrst og fremst viðgerðir á skrokki og grófari bún- aði skipa, þá var allur byrðingur hnoðaður og gufuvélar í skipum. Ástmundur Guðmundsson, bróðir Sveins í Héðni, var ráðinn fulltrúi móðurfyrirtækjanna og rak hann smiðjuna þannig að hún öðlaðist mikið traust út á við. Ástmundur var eftirminnilegur maður, stór og myndalegur. Hann ýtti ekki þeim frá sér sem honum líkaði við. Fyrsta vetrardag 1973, þá kom- inn á sjötugsaldur, verður hann fyrir áfalli og lifir ekki mörg ár eftir það. í ársbyijun 1974 er Gunnar H. Bjamason verkfræðingur ráðinn framkvæmdastjóri, en hann hafði unnið á teiknistofunni frá 1959. Gunnar sýndi fljótt að hann var maður til að taka við þessu trausta fyrirtæki, duglegur og áræðinn og hann beið ekki eftir verkefnunum, hann sótti þau. Það má kannski segja að hæst hafi risið starfsemi Stálsmiðjunnar þegar smíðaður var dráttarbáturinn Magni fyrir Reykjavíkurhöfn, fyrsta stálskipið sem byggt var á Islandi. Þessi tólf ár sem Gunnar var framkvæmdastjóri var verkefna- staðan mjög góð, aldrei verið betri, en uppúr stendur smíði penstokka (þrýstivatnspípur) við Sigöldu- virkjun, sem Gunnar sótti til Portúgals sem undirverktaki hjá Sorefame. Þeir lögðu til stálið, rúmlega 1.000 tonn, og í fram- haldi af þessu verki fengum við smíði og uppsetningu á penstokk- um fyrir Hrauneyjarfossvirkjun sem undirverktaki hjá ítölsku fyr- irtæki og var þetta um 1.800 tonn af stáli. Bæði þessi verk gáfu Stál- smiðjunni góðan hagnað. Önnur verkefni sem voru í gangi um þetta leyti voru uppsetning á hreinsi- stöðvum fyrir Straumsvík, bygg- ing sanddæluskipsins Sandeyjar II, Kröfluvirkjun, verk fyrir Grundartanga, uppsetning sýru- verksmiðju fyrir Áburðarverk- smiðjuna o.fl. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hamar hf. lagði niður reksturinn í Borgartúninu 1985 og keypti Héðinshelm- inginn í Stálsmiðjunni og borgaði með sínum hlut í Járnsteypunni og einhverjar milljónir í peningum. Síðan flutti Hamar starfsemi sína í húsakynni Stál- smiðjunnar án þess að auka nokkuð á hús- næðið. Þrengdi þetta talsvert að starfsem- inni sem fyrir var, einnig að skrifstofu og stjómar- liði. Gunnari H. Bjamasyni var sagt upp ásamt tveimur öðram á skrifstofunni. Tæknideildin hélt velli, enda er það heili fyrirtækis- ins eins og Gunnar sagði einu sinni á góðri stundu. Skúli Jónsson og hans fólk hef- ur nú stjórnað um tíu ára skeið Hvað kom í veg fyrir samninga, spyr Jóhann Indriðason, „var þetta ef til vill valdníðsla“? og fór fyrirtækið í greiðslustöðvun snemma á árinu 1994 og má sjálf- sagt segja að staðan sé nokkuð góð fyrir nýja menn að taka við, miðað við niðurstöður nauðasamn- inga, einkum stuðningsyfirlýsingu Reykj avíkurhafnar. Þar sem Darrahópurinn var kominn með meirihluta hlutafjár í Stálsmiðjunni og uppfyllti skil- yrði til nauðasamninga, hvað kom þá í veg fyrir að semja við þá? Var þetta ef til vill bara valdníðsla? Hötundur er fyrrverandi starfsmaður í Stálsmiðjunni í 33 ár, seinnipartinn sem yfirverkstjóri. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 - 16 Jóhann Indriðason á Bóndadagi Blómaverslanir, blómaframleið' **wm AðvlT «■ l't6öu'S°’'s'!!^íírt!SS agð90“° .•■■flllSSSÖ* 0- ~!S*»*** K\\Ut V\at\ waw**roí_ ÓNa'sf'w A89--\ "V n\\soet PHÍI398--'M súpuW „am\e»en4ttW- u4^etttt4oro \ eC e«*#',a,a . . \ So \ m i 0PH3 0LL KV0LD TIL KL. 23 GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.