Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMHUGUR
í VERKI
FYRSTU viðbrögð landsmanna við landssöfnuninni
Samhugur í verki sem hófst kl. 20 í gærkveldi, eru
fagur vitnisburður um hug þjóðarinnar, þá djúpu sam-
kennd og einlægu samúð, sem hún vill sýna fjölskyldunum
í Súðavík, sem eiga um svo sárt að binda.
Þegar þjóðin stendur frammi fyrir jafn hörmulegum
atburðum og þeim, sem áttu sér stað í Súðavík, koma
hennar helstu mannkostir í ljós. Hún sameinast um að
gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að lina sárs-
aukann, sefa sorgina og hjálpa.
Áður en eiginleg söfnun hófst í gærkveldi, höfðu nán-
ast 15 milljónir króna safnast og kl. 20.30 nam söfnunar-
féð rúmri 21 milljón króna. Upp úr kl. 22 í gærkveldi nam
upphæðin 34,5 milljónum króna og er söfnuninni lauk um
kl. 23.00 höfðu safnast 38 milljónir króna. Þessi miklu
og skjótu viðbrögð bera íslendingum lofsvert vitni og
vekja vonir um góðan árangur þá þijá daga sem eftir lifa
söfnunarinnar.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði þetta
sameiginlega átak Rauða krossins, Hjálparstofnunar kirkj-
unnar og fjölmiðla, með ávarpi sem sent var út í beinni
útsendingu á báðum sjónvarpsstöðvunum og öllum út-
varpsstöðvum og er birt í heild í Morgunblaðinu í dag.
Frú Vigdís sagði m.a.: „Á þungbærum stundum þjöppum
við okkur saman, heilsteypt þjóð við andstreymi í íandi,
þar sem náttúruöflin hafa birst okkur grimm og óvægin.
Harmar hafa sótt okkur heim og við finnum það glöggt,
sem endranær, þegar að okkur er höggvið, hve nákomin
við erum hvert öðru.
Átakanlegur missir og harmur eins, verður missir og
harmur þjóðarinnar allrar. Hvarvetna á íslandi, dvelur
hugur manna, þessar stundir hjá þeim sem orðið hafa
fyrir miklum raunum. Samhygð okkar er einlæg og sterk
og öll vildum við eiga ráð til að létta þeim þungar sorgar-
byrðar.
Við stöndum máttvana andspænis því, sem orðið er og
ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar, heldur
er sá einn kostur okkar, að halda áfram og leita allra
leiða til að milda áföllin og vernda þá, sem fyrir reiðar-
slagi hafa orðið. Okkur gefst nú öllum færi á að rétta
þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okkar í lands-
söfnun, sem ber einkunnarorðin Samhugur í verki. Stuðn-
ingur okkar og einhugur, getur á þann veg veitt þeim,
sem að hefur verið vegið, styrk til að ganga til móts við
komandi tíma.“
Hafsteinn Númason og Berglind M. Kristjánsdóttir
misstu börn sín þijú í snjóflóðinu. Harmur þeirra er slík-
ur, að útilokað er fyrir aðra, að setja sig í þeirra spor. Því
er það hetjulega mælt hjá Hafsteini, á baksíðu Morgun-
blaðsins í gær, þegar hann segir: „Maður hugsar um að
gefast ekki upp, flytja suður og byija upp á nýtt einhvers
staðar annars staðar ... Við eigum ástvini annars staðar
á landinu sem standa við bakið á okkur og mér hefur
þótt vænt um þá almennu hluttekningu sem maður hefur
fundið fyrir um land allt í þessari miklu sorg.“
Enginn getur fært syrgjendunum aftur ástvinina, sem
þeir urðu að sjá á bak, í náttúrurhamförunum í Súðavík.
Það er bæði rétt og skiljanlegt, sem hin unga móðir, Sig-
ríður Rannveig Jónsdóttir, segir i samtali við Morgunblað-
ið í gær, en hún og maður hennar, Þorsteinn Örn Gests-
son, misstu dóttur sína, Hrafnhildi Kristínu, rúmlega árs-
gamla: „Mér er nákvæmlega sama um allar mínar eigur.
Þær skipta ekki nokkru máli. Það eru lífin sem skipta
máli.“
Undir þetta hljóta allir að taka, hvort sem þeir eru
syrgjendur frá Súðavík, eða aðrir Islendingar, sem úr
fjarska fylgjast með, af hluttekningu og eru með Súðvík-
ingum í huganum. Við vitum öll, að við færum syrgjendun-
um ekki aftur ástvinina, en við viljum gera hvað við get-
um, til þess að þeir, sem nú glíma við djúpa sorg, þurfi
ekki jafnframt að takast á við áhyggjur dægurþrasins.
Með almennri þátttöku í landssöfnuninni Samhugur í
verki, getur þjóðin lagt lítið lóð á vogarskálarnar, til þess
að styðja við bak Súðvíkinga. Morgunblaðið hvetur alla
landsmenn til þess að láta sér það tækifæri ekki úr greip-
um renna, heldur að sýna í reynd, samhug í verki, með
því að gefa til söfnunarinnar, sem stendur til sunnudags-
kvölds.
Það sem einu sinni var
fallegt 230 manna þorp er
nú ekki svipur hjá sjon
Alger eyði-
legging
í miðhluta
Súðavíkur
Loks rofaði til í Súðavík í gær og þá blasti
við mönnum sú hrikalega eyðilegging sem
snjóflóðin hafa valdið þar. Blaðamennimir
Pétur Guuuarssou og Egill Ólafssou og
ljósmyndaramir Ragnar Axelssou og
Ingibjörg Ólafsdóttir hafa skráð atburðina
við Isafjarðardjúp í máli og myndum.
SKEMMDUNUM í Súðavík
eftir snjóflóðin sem féllu á
mánudag verður vart með
orðum lýst. Af um 70 hús-
um í bænum eru a.m.k. 22 gjöró-
nýt eða stórskemmdg. í miðhluta
bæjarins er eyðileggingin alger.
Það sem einu sinni var fallegt 230
manna þorp er nú ekki svipur hjá
sjón. Síðasta húsið skemmdist í
snjóflóði sem féll úr Traðargili á
hádegi í gær. Það hús var í bygg-
ingu.
Almannavamanefnd Isafjarðar
gaf fjölmiðlum kost á að skoða
afleiðingar snjóflóðanna í Súðavík
í gær. Eyðileggingin sem við blasti
er gífurleg. Á stóru svæði í mið-
hluta bæjarins eru öll hús annað-
hvort gjörónýt eða stórskemmd. í
útjaðri bæjarins eru einnig skemmd
hús, en úögur hús eyðilögðust í
snjóflóði sem féll að kvöldi mánu-
dags.
Snjóflóðið hefur leikið nokkur
hús þannig að það hefur fallið þvert
á húsin, farið í gegnum þau og
brotið niður þak, útveggi og allt
sem fyrir varð. Aðeins gaflarnir
standa uppi.
Ut um allt er brak úr húsunum,
stólar, föt, húsgögn, sængur, leik-
föng, reiðhjól, bílar. Öllu ægir sam-
an.
Nokkur hús standa uppi þrátt
fyrir að snjóflóðið hafi fallið á þau.
Flest eru þau stórskemmd. í einu
húsi eru herbergi full eða hálffull
af snjó. Dyr og gluggar eru brotn-
ir og skafrenningur á greiða leið
inn. í húsinu ýlaði brunaboði, fjór-
um dögum eftir að snjóflóðið féll.
Ljós í leikskólanum
Leikskólinn í Súðavík stendur
að mestu uppi þrátt fyrir að vera
í miðju snjóflóðasvæðinu. Hann er
hins vegar hálffullur af snjó og
mjög mikið skemmdur. Það var
undarleg tilfínning að kíkja inn í
leikskólann þar sem fyrir fáum
dögum voru börn að leik. Ósjálf-
rátt leitar hugurinn til bamanna
sem létust í flóðinu. Þrátt fyrir að
leikskólinn sé á kafí í snjó og stór-
skemmdur var ljós í einu herbergj-
anna. Rafmagn virðist ekki farið
af skólanum þrátt fyrir hamfarim-
ar. Ljósið er eins og tákn. Það er
þrátt fyrir allt ljós í myrkrinu.
Krafturinn í snjóflóðinu hefur
verið óskaplegur. Sjá má á stöku
stað steyputeina standa upp úr
veggjum. Sjö tommu þaksperrur
eru brotnar í mask. Þakplötur eru
undnar og rifnar.
Reynt að koma á vegasambandi
Eftir að veðrinu slotaði í gær
var hafíst handa við að ryðja snjó
af veginum á milli Súðavíkur og
ísafjarðar. Það er margra tíma
verk og ekki hættulaust. Á veginn
hefur fallið fjöldi snjóflóða og snjó-
flóðahættan vofír enn yfír.
Lík þeirra sem létust í snjóflóð-
inu verða flutt frá Súðavík til ísa-
fjarðar í dag. Kistulagning mun
fara fram á Isafírði og minningar-
þjónusta verður á ísafírði á morg-
un. Útför hinna látnu verður ekki
sameiginleg.
Hús og fiskur að skemmast
Rafmagn fór af Súðavík þegar
seinna snjóflóðið féll á bæinn að
kvöldi mánudags. Heimamenn
komu rafmagni á hraðfrystihúsið
Frosta með tengingu við rækju-
skipið Kofra, sem gert er út frá
Súðavík. í gær tókst síðan að koma
rafmagni á til bráðabirgða með því
að leggja kapal yfir snjóinn að dís-
ilrafstöðinni í útjaðri bæjarins.
Ekki reyndist hins vegar unnt
að koma rafmagni á frystivélar í
hraðfrystihúsinu. Þar liggur fískur
undir skemmdum, t.d. er þar mikið
af lausfrystri rækju sem líklega er
ónýt. Þau hús sem ekki lentu í
snjóflóðinu liggja einnig undir
skemmdum. Það var hins vegar
ekki fyrr en í gær, þegar veðrið
lægði og rafmagni var komið á,
sem aðstæður sköpuðust til að
forða húseignum frá frekari eyði-
leggingu.
Símasambandslaust er við Súða-
vík og verður ekki reynt að koma
símanum í lag fyrr en sérfræðingar
koma til bæjarins frá Reykjavík.
Aðeins einn farsími er í þorpinu.
í veðurhamnum í fyrrinótt slitn-
aði rækjuskipið Kofri frá bryggju
í Súðavík. Mikil hætta var talin á