Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINIUINGAR
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 37
BJARNISIGURÐUR
FINNSSON
+ Bjarni Signrður
Finnsson fædd-
ist á Ytri-Á í Ólafs-
firði 18. janúar
1928. Hann lést í
Landspítalanum 10.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Finnur
Björnsson, f. 16.
september 1895, d.
29. maí 1986, og
Mundína Freydís
Þorláksdóttir, f. 8.
apríl 1899, d. 5. des-
ember 1985. Hann
átti 19 systkini, þar
af komust 16 til fullorðinsára.
Eftirlifandi eru fjórtán. Hann
kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristínu Elísdóttur, hinn
15. desember 1949. Þau eignuð-
ust fjögur börn og eru þau: 1)
Elín, f. 1951, gift Halldóri
Ólafssyni, búsett í Hafnarfirði.
2) Erla, fædd 1953, gift Sigur-
geir Aðalgeirssyni, búsett á
Húsavík. 3) Haukur, f. 1956,
giftur Ernu Svavarsdóttur, bú-
settur í Hafnarfirði. 4) Hörður,
f. 1965, giftur Ollý Smáradótt-
ur, búsettur í Keflavík. Barna-
börnin eru orðin 11 og barna-
barnabörnin eru fjögur. Utför
Bjarna fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag.
í DAG kveð ég tengdaföður minn
Bjarna Finsson hinstu kveðju. Eg
kynntist tengdaforeldrum mínum
fyrst fyrir rúmum 13 árum er ég
kom fyrst inn á heimili þeirra á
Borgarholtsbrautina með Herði syni
þeirra. Ég man að það fyrsta sem
ég hugsaði var hvað
þau áttu fallegt heim-
ili. Seinna þegar við
bjuggum hjá þeim og
eftir að dóttir okkar
Kolbrún ída fæddist
kynntist ég elsku
þeirra og hlýleik. Þeg-
ar þau tóku mér eins
og sinni eigin dóttur
inn á þeirra heimili.
Eftir að við eignuð-
umst okkar eigin íbúð
á Selfossi voru það ófá-
ar ferðirnar sem amma
og afí komu til okkar,
alltaf tilbúin að hjálpa
okkur, við sem vorum eiginlega að
leggja af stað út í lífið ung og
óreynd.
Okkur er minnisstæð síðasta ferð
afa Bjarna á æskuslóðir hans á
Ytri-Á á Ólafsfirði sumarið 1993.
Hann hafði gaman af að segja frá
sögunni þegar hann tók nafna sinn
út á fjörðinn til að vitja netanna.
Þegar þeir komu í land, kaldir og
blautir, varð þeim stutta á orði að-
eins fimm ára að nú væri gott að
fá heitan kaffisopa hjá ömmu Stínu
eins og hann vissi að afi var vanur
að fá.
Það var gaman að sjá hvað Bjarni
hafði mikinn áhuga á sumarbú-
staðnum sem þeir feðgar smíðuðu
með hjálp barnanna og tengdabarn-
anna. Já, þær voru ófáar stundirnar
hans þar með fjölskyldu sinni.
Nú er búin þessi langa og stranga
barátta hans við krabbameinið.
Þrátt fyrir allan söknuðinn erum
við þó þakklát fyrir að hans þraut
er á enda. Hann átti elskulega eigin-
konu sem er búin að standa við
hlið hans í veikindum með ótrúleg-
um styrk og krafti. Megi algóður
Guð styrkja hana og börn þeirra á
þessum erfiðu tímum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Ollý Smáradóttir.
Okkur hér við Sundlaug Kópa-
vogs langar aðeins að minnast
Bjarna Finnssonar. Bjarni starfaði
hjá Sundlaug Kópavogs um nokk-
urt skeið eða þar til að hann varð
að láta í minni pokann fyrir þeim
sjúkdómi sem að endingu heltók
hann og kvaddi hann til feðra sinna.
Þegar sjúkdómurinn gerði fyrst
vart við sig hjá Bjarna tók hann
því með jafnaðargeði sem einkenndi
hann en hann var með óbilandi
baráttuþrek og barðist hatramlega
við þennan óboðna gest sem settist
að í líkama hans. Og þrátt fyrir
þetta hélt Bjarni áfram að vera
meinfyndinn og var gaman að glett-
ast við hann. Bjarni sá um bað-
vörslu í skólasundi, var þar bæði
strangur og hlýr. Sáum við hann
bæði hugga og hjálpa ungum mönn-
um.
Á sínum yngri árum var Bjarni
á síld með Eggert á Víði II., þeim
mikla aflamanni. Vann Bjarni einn-
ig hjá Vegagerð ríkisins í mörg ár
úti á landi við vegagerð og brúar-
gerð á stórvirkum vinnuvélum sem
þurfti örugglega að sýna útsjónar-
semi við.
Ekki kunnum við að segja frá
ætt Bjarna en hann var uppalinn á
Ytri-A í Ólafsfirði og átti mörg
systkini og hafði gaman af að minn-
ast þess. Þegar Ólafsfjörð bar á
góma birti yfir Bjarna og sögur frá
uppvextinum sagði hann með mik-
illi innlifun og var þá gaman að
hlusta á karl. Fiskurinn nánast upp
í fjöru, heyskapur að sumri eða
sögur um snjóinn að vetri.
Bjami kom í heimsókn til okkar
eftir að hann varð að hætta að vinna
og meðan heilsan hans leyfði það.
Kunnum við honum þakkir fyrir
þær heimsóknir og að fá að fylgj-
ast með honum. Margar góðar
minningar sem koma í huga okkar
hér við sundlaugina þessa dagana,
viljum við þakka fyrir. Þær minn-
ingar geymum við með okkur.
Starfsfólk Sundlaugar
Kópavogs.
í dag verður Bjarni Finnsson
lagður til hinstu hvílu eftir vist í
þessu jarðlífi. Vil ég kveðja þennan
góða mann með nokkrum orðum.
Kynni okkar urðu stutt en mjög
ánægjuleg. Ég hitti hann fyrst
haustið 1991. Hann var að hætta
störfum hjá Strætisvögnum Kópa-
vogs en ég var að leita eftir starfs-
manni við sundlaugina. Mér eru enn
í fersku minni fyrstu kynnin. Hann
kom gangandi í áttina til mín kím-
inn á svipinn með hattinn á kollin-
um. Mér leist strax vel á þennan
góðlega mann og hugsaði með
mér: „Hann er rétti maðurinn í
starfið." Það fór eftir og Bjarni kom
fljótlega til starfa en verksvið hans
var að annast baðvörslu hjá grunn-
skólanemendum.
Hann hafði alla kosti sem góðan
samstarfsmann mega prýða. Var
samviskusamur, geðgóður, hnittinn
í tilsvörum og skemmtilega stríðinn.
Bjarni hafði gott lag á að halda
uppi hressilegum umræðum. And-
blærinn meðal starfsmanna og
kennara var því fijálslegur og
óþvingaður.
Hann var árrisull og fyrsta verk-
ið var að hella uppá kaffi í kaffi-
stofu eldri byggingarinnar þar sem
kennarar höfðu aðstöðu. Ef ég varð
ekki var við komu hans sagði kaffi-
ilmurinn sitt. Morgunstundimar
okkar eru dýrmætar í minningunni.
Ég held ég taki ekki of djúpt í ár-
inni þó ég segi að kynni okkar
Bjarna hafi þróast í vináttu. Á stutt-
um tíma fræddumst við margt hvor
um annan. Hann var áttundi í röð
tuttugu systkina, fæddur og uppal-
inn á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði.
Bar hann sterkar taugar til heima-
haganna en þekkti víða til. Hann
hafði í mörg ár unnið hjá Vegagerð
ríkisins víðs vegar um land og vann
til dæmis við byggingu Borgarfjarð-
arbrúarinnar. Hann var mikill nátt-
úruunnandi og sagði mér meðal
annars frá sumarbústaðnum sínum
fyrir austan fjall. Þar var hann að
klæða landið sitt skógi.
Að sögn hafði Bjarni alltaf verið
heilsuhrastur. En eftir ánægjulegt
samstarf í u.þ.b. ár dró ský fyrir
sólu. Hann greindist með illvígan
sjúkdóm. En engan bilbug var á
honum að finna. Af bjartsýni og
seiglu barðist hann, en máttinn
þraut smám saman. Að því kom
að hann hafði ekki nægilegt þrek
til að vinna. Síðasti vinnudagur
hans var í október 1993. Eftir það
dvaldist hann oft á sjúkrahúsi og
lést á Landspítalanum árdegis 10.
janúar. Skorti því rúma viku í að
hann næði 67 ára aldri.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka Bjarna fyrir stutta
en ánægjulega samfylgd. Ég votta
eftirlifandi konu hans, Kristínu El-
ísdóttur, afkomendum þeirra og
venslafólki mína innilegustu samúð.
Höfum það hugfast að þó Bjarni
Finnsson sé horfinn af þessu til-
verustigi lifir minningin um góðan
dreng. Hún verður aldrei frá okkur
tekin.
Ingimundur Ingimundarson.
RAÐAUGi YSINGAR
Aðalfundur
Félag jarðeiganda við Þingvallavatn minnir
félaga sína á aðalfundinn á morgun, laugar-
dag 21. janúar, kl. 15.00 í Kringlukránni,
Borgarkringlunni.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
^ VERSLUNARMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, endurskoð-
enda og trúnaðarráðs í Verslunarmanna-
félagi Flafnarfjarðar fyrir árið 1995.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu félags-
ins, Lækjargötu 34D, eigi síðar en kl. 12.00
á hádegi mánudaginn 23. janúar 1995.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embaettisins, Hörðuvöllum 1,
Selfossi, þriðjudaginn 24. janúar 1996, kl. 10.00, á eftirfarandi eignum:
Dynskógar 18, Hveragerði, þingl. eig. Guðmundur Sigurðsson og
Sigríður B. Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur eru Húsasmiðjan hf.,
Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Selfossi.
Laufhaga 9, Selfossi, þingl. eig. Ásgrímur Kristófersson, gerðarbeið-
andi er Búnaðarbanki (slands.
Vallholt 16, íbúð C á 1. hæð, Selfossi, þingl. eig. Björn H. Eiríks-
son, gerðarbeiðendur eru Lifeyrissj. verkalýðsfél. á Suðurlandi, Líf-
eyrissj. rafiðnaðarmanna og Byggingarsjóður ríkisins.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
19. janúar 1995.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1,
3. hæð, þriðjudaginn 24. janúar 1995 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum:
Aðalgata 47, Suðureyri, þingl. eig. Þorvaldur Þór Maríusson, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Brautarholt 6, Isafirði, þingl. eig. Kristján B. Guðmundsson, gerðar-
beiðendur Búnaðarbanki íslands, Bæjarsjóður ísafjarðar, Elías Gísla-
son, G.H. heildverslun, heildverslunin Edda hf., innheimtumaðurríkis-
sjóðs, Landsbanki (slands, ísafirði, og Lifeyrissjóður Vestfirðinga.
Brekkugata 1, e.h., Þingeyri, þingl. eig. Birgir Örn Ólafsson, gerðar-
beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs.
Fjarðargata 30, 0104, Þingeyri, þingl. eig. Ragnar Örn Þórðarson,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Hafraholt 44, ísafirði, þingl. eig. Agnar Ebenesersson og Sigríður
Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Heimabæjarstígur 2, (safirði, þingl. eig. Sigurður R. Guðmundsson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóöur ríkisins, Tryggingastofnun rfkisins
og íslandsbanki hf.
Hlíðarvegur 7, 0102, 1. h. t.h., (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd
(safjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Hlíðarvegur 7, 0201, 2. h. t.v., (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd
(safjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Hlíðarvegur 7, 0301, 3. h. t.v., Isafirði, þingl. eig. Dröfn Snorradótt-
ir og Magnús Rafn Magnússon, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík-
islns.
Mb. Sigurvon (S-500, þingl. eig. Fiskiðjan Freyja hf., gerðarbeiöandi
Landsbanki fslands, (safirði.
Sólbakki 6, Flateyri, þingl. eig. Einar Oddur Kristjánsson, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild.
Túngata 31B, Eyrarbakka, þingl. eig. Júlíus Geir Geirsson, gerðarbeið-
endur eru Lífeyrissj. starfsm. ríkisins, Eyrarbakkahreppur, sýslumað-
urinn á Selfossi og (slandsbanki hf. 0513.
Urðartjörn 9, Selfossi, þingl. eig. Karl Svavar Þórðarson og Svava
Björk Jónsdóttir, gerðarbeiðendureru Byggingarsjóður ríkisins, Gjald-
heimtan í Reykjavík, (slandsbanki hf. 0586, sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, tollstjórinn í Reykjavík og Bæjarsjóður Selfoss.
Túngata 17, efri hæð, ísafirði, þingl. eig. Hlynur Þór Magnússon,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Þuríður Péturdóttir.
Túngata 19, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna.
Flugmenn
-flugmenn
Allsherjaratkvæðagreiðsla um heimild til -
stjórnar FÍA til boðunar verkfalls hjá Flug-
félaginu Atlanta hf. hefst í dag kl. 14.00 og
lýkur fimmtudaginn 26. janúar 1995.
Átkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu FÍA,
Háaleitisbraut 68, milli kl. 09.00 og 16.00.
Stjórnin.
Aðalfundur Sammenntar
verður haldinn íTæknigarði
20. janúar 1995 kl. 15.30
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1993-1994.
Reynslan af COMETT áætluninni.
Kynning á Leonardó áæltun Evrópusam-
bandsins um starfs- og endurmenntun.
Umræður um þátttöku ísiands í Leonardó
áætluninni.
Kosning stjórnar.
Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum, sem áhuga hafa á
samstarfi atvinnulífs og skóla, en þeim, sem
hafa áhuga á að sækja fundinn, eru vinsam-
legast beðnir að skrá sig í síma 569 4900.
Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla.
Blab allra landsmanna!
Sýslumaðurinn á Isafirði,
19. janúar 1995.
- kjarni máhins!