Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 41

Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Tilvísanakerfið - Nýjasta aðförin Frá Sigríði Gunnarsdóttur: NÚ ER MIKIÐ rætt og ritað um áform heilbrigðisráðherra um að koma á tilvísanakerfí og sýnist sitt hveijum, eins og jafna er þeg- ar auknar álögur á sjúklinga eru til umræðu. Líklega gera margir sér grein fyrir að tindinum í lífs- gæðum hefur verið náð í bili og eftir það liggur leiðin annaðhvort lárétt eða niður á við. Við verðum samt að reyna að sporna við fótum og glata ekki umræðulaust áföng- um til jafnara lífs sjúkra og heil- brigðra, sem tók áratugi að ná. Mér er til efs að ráðamenn (flestir heilbrigðir þegnar með bærileg laun) geri sér nokkra grein fyrir því hversu mikilvægt trúnaðar- samband er milli læknis og sjúkl- ings, sér í lagi ef um langvinna sjúkdóma eða afleiðingar slyss er að ræða. Nú skal áframhaldið lagt í dóm heilsugæslulæknis sem telur sig ef til vill fullfæran um að sjá um það sem þarf að gera. Flestir eru uppburðarlitlir þegar til átaka kemur og sætta sig við orðin hlut, eða halda menn að með því að kæra afstöðu heimilislæknis haldi þeir áfram að hafa þann sama heimilislækni? Þá hefur það trún- aðarsamband verið rofið. Mig langar líka til að nefna áhyggjur og ótta sem fyrrnefndir sjúklingahópar finna til þegar allt- af er verið að breyta og skerða og fólk með laun undir fátæktar- mörkum er svo sannarlega komið á heljarþröm. Einnig gamalt fólk sem bundist hefur trúnaðarsam- bandi við einhvern ákveðinn lækni og þarf að fá að leita til hahs áfram. Ég trúi því líka að þetta fyrirkomulag geti í vissum tilfell- um orðið til að seinka sjúkdóms- greiningu, til dæmis á alvarlegum gigtsjúkdómum og öðrum sjúk- dómum sem krefjast sérhæfðra rannsókna. Nú skora ég á fólk að láta álit sitt í ljós, það hefur lítið heyrst frá raunverulegum þolendum þessarar breytingar - sjúklingum - sem bæði munu borga og taka afleiðingum, ef eitthvað fer miður við þennan óljósa sparnað. Einnig vil ég minna lækna á að hafa jafn- an hag skjólstæðinga sinna í fyrir- rúmi, þegar þeir taka ákvarðanir um mótleik og heilbrigðisyfirvöld á að taka upp betri vinnubrögð og leyfa meiri umræðu í samfélag- inu, áður en ákvarðanir eru teknar um mikilvæg mál. Förum því gæti- Iega og gefum okkur tíma til að komast að bærilegu samkomulagi öllum til hagsbóta, það skiptir ekki öllu máli hvaða mánaðamót verða fyrir valinu. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Heiðarási 14, Reykjavík. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenglng vlð helmasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina: http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upp- lýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðlð á Internetlnu Hægt er að nálgast Morgunblaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heima- síðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimas- íðu blaðsins og velja Morg- unblaðið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til I. febrúar nk. Senrilng efnls Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýs- ingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar send- ingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýs- ingar og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tenglngar við Internet Þeir sem hafa Net- scape/Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k.14400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic teng- ingar. Hægt er að nota af- kastaminni mótöld með Gopher-forrtinu. Frá Jónasi Guðnasyni: ARNHILDUR Valgarðsdóttir hélt tónleika í Norræna húsinu 28. desember. Eins og fram hefur komið í blöðum er hún að ljúka Post-graduate gráðu frá The Roy- al Scottish Academy of Music and Drama nú á komandi vori. Þetta voru mjög ánægjulegir tónleikar. Arnhildur kynnti sjálf verkin sem var skemmtileg ný- breytni og það skapaði strax per- sónulegt og jákvætt andrúmsloft. Arnhildur byijað á Preludiu og fúgu eftir Bach og lék síðan Part- itu númer 6 einnig eftir Bach. Flutningur hennar var lifandi og skýr og hljómaði einkar áheyri- lega. Túlkun Arnhildar á Bach var Tónleikar Arnhildar Valgarðs- dóttur frjálslegri en margir eiga að venj- ast en slíkt er alþekkt í sögu tón- listarinnar nú á dögum og nægir að nefna tvo heimsþekkta píanó- leikara í því sambandi þá Horow- itz og Glenn Gould. Andstæðurnar í þessum verkum Bachs tókst henni að láta hljóma sannfærandi og mynda hljómfagra heild. Eftir hlé spilaði Arnhildur fyrsta kafla „Reliqué“ sónötunnar eftir F. Schubert. í kynningu Arnhildar á þessu verki sýndi hún með tóndæmum hversu skyld „Reliqué“ sónatan er hljómsveitarverkum. Þetta veitti innsýn í verkið svo áheyrand- inn naut betur þessa ljúfa verks í flutningi Arnhildar. Þessir tónleik- ar eru eins og fram hefur komið þáttur í lokaprófi hennar frá skosku academíunni. Að baki slíkra tónleika hlýtur að liggja mikil vinna og ögun og augljóst að Arnhildur hefur notið tilsagnar frábærra kennara. JÓNAS GUÐNASON, Hringbraut 87, Reykjavík. ALDARMINNING Tónleikar í Gerðubergi laugardaginn 21. janúar kl. 17.00 fiavíð Stefánsson frá F agraskógi r r Elín Osk Oskarsdóttir, sópran Þorgeir J. Andrésson, tenór & Jónas Ingimundarson, píanó flytja söngva við ljóð Davíðs Stefánssonar Kynnir: Valgerður Benediktsdóttir, ritstjóri Menningarmiðstöðin Gerðuberg Ríkisútvarpið/Rás 1 Borgarbókasain Reykjavíkur Vaka Helgafell - kjarni málsins! ÚTSALA 10-60% AFSLÁTTUR Vetrarfatnaður, skí&agallar, dúnúlpur, °p'ö )) hufl1in6l ^ íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. k|U9ío-u? sportbúðin * Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.