Morgunblaðið - 20.01.1995, Side 42
HVÍTA HÚSIO / SÍA
42 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Nú allan
larhringinn
EGLA
-RÖÐOG
REGLA
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
I DAG
HÖGNIHREKKVÍ SI
BRIDS
IJmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞEGAR vörnin er að sækja
sinn lengsta lit í þremur
gröndum, ræður oft úrslit-
um að hægt sé að nota inn-
komurnar í réttri röð,
þ.e.a.s. þannig að sá varn-
arspilarinn sem er styttri í
litnum geti notið sína inn-
komu fyrst. Þetta er þekkt
staða:
Norður
♦ D10976
V -
♦ -
* -
Vestur Austur
4 Á83 4 G52
* -
♦ - INIII 4 -
♦ - 4 -
Suður
♦ K4
V -
♦ -
♦ -
Ef sagnhafi spilar
smáum spaða á kónginn
tryggir vestur vörninni auð-
vitað tvo slagi á litinn með
því að drepa á ás. En ef
hann má ekki við að missa
innkomuna strax, er snjallt
bragð að dúkka. Sagnhafi
er þá vís með að spila næst
á tíuna. Fallegt afbrigði af
þessari stöðu litur þannig
út:
Norður
4 Á64
4 Á87
♦ D7
4 K9632
Vestur Austur
4 1073 4 D952
4 G3 IIIIH 4 D1064
4 KG852 111111 ♦ 1093
4 ÁG5 4 108
Suður
4 KG8
4 K952
♦ Á64
4 D74
Suður spilar þrjú grönd
og vestur kemur út með
smáan tígul. Drottning
blinds á siaginn og sagn-
hafí spilar strax 'laufi á
drottningu. Við sjáum hvað
gerist ef vestur drepur á
ásinn. Sagnhafi dúkkar tíg-
ulkónginn og drepur þriðja
tígulinn á ás. Spilar svo
laufi á níu blinds. Austur
fær slaginn á tíuna.en á
ekki tígul til svo sagnhafi
vinnur sitt spil.
Þessi vandræði getur
vestur séð fyrir og reynt
sitt besta með því að dúkka
laufdrottningu og það fum-
laust. Þegar sagnhafi sér
gosann koma í næsta slag
gæti hann látið lítið úr
borði. Sem er rökrétt spila-
mennska ef reiknað er með
ásunum í austur.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi
til föstudags
Frábær
þjónusta hjá
TM
HRAFNHILDUR Val-
björnsdóttir hringdi til að
lýsa ánægju sinni með þá
þjónustu ‘sem hún fékk
hjá Tryggingamiðstöð-
inni.
í byijun desember,
nánar tiltekið á sunnu-
degi er enginn var heima,
kviknaði í íbúð hennar.
Maður í húsinu varð elds-
ins var og lét lögreglu og
slökkvilið vita og á hann
bestu þakkir skildar fyrir.
Þegar Hrafnhildur kom
heim var íbúðin í rúst svo
hún hringdi í heimasíma
starfsmanns TM og var
hann mættur innan
klukkustundar, náði í
sendibíl sem tók allt úr
íbúðinni, gluggatjöld,
húsgögn o.fl. Morguninn
eftir komu sjö konur til
að þrífa, sem tók 2-3
daga, og annað málað.
Þá komu húsgögnin,
gardínur og annað sem
fjarlægj; hafði verið.
Allar greiðslur sem hún
þurfti að leggja út voru
greiddar strax inn á
reikning hennar frá TM
svo hún gæti staðið í skil-
um. Allir lögðust á eitt
við að koma í stand og
tók það aðeins tíu daga
svo hún gat haldið jól í
tandurhreinu húsi.
Hrafnhildur þakkar
þessa frábæru þjónustu
TM sem henni fannst með
eindæmum.
Gleraugu fundust
GLERAUGU í svartri
umgjörð fundust á
Vesturgötu sl. miðviku-
dagsmorgun. Upplýs-
ingar í vinnusíma 29500
frá kl. 9-17. Ölöf.
Jakki tapaðist
LJÓSDRAPPAÐUR hálf-
síður jakki tapaðist í
Ömmu Lú sl. föstudags-
kvöld. Jakkans er sárt
saknað. Fundarlaun.
Upplýsingar í síma
5512557 eða 620118.
Budda tapaðist
LÍTIL svargræn budda
með axlaról tapaðist í
miðbænum eða á ein-
hveiju öldurhúsinu þar sl.
föstudagskvöld. í budd-
unni voru m.a. skilríki.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 5512557 eða
620118. Fundarlaun.
Bíllyklar fundust
TVEIR bíllyklar á kippu
merktir Sjóvá fundust við
Hólmasel í Seljahverfi sl.
miðvikudag. Upplýsingar
í síma 76373.
Með morgunkaffinu
Víkverji skrifar...
OFBELDISMÁL eru oft til um-
ræðu meðal almennings og
þá oftast í kjölfar óhugnanlegra
atburða, sem greint hefur verið frá
í fjölmiðlum. Ohugur slær fólk um
stundarsakir en síðan virðist fenna
yfir atburðinn og margir uppalend-
ur verða kærulausari að nýju til
dæmis varðandi sjónvarpsefni og
tölvuleiki.
I viðræðum sem Víkverji átti við
skólafólk í vikunni kom fram að
ákaflega ofbeldisfull og óhugnanleg
mynd var sýnd á Ríkissjónvarpinu
síðastliðið laugardagskvöld, Tor-
tímandinn II með Arnold Schwarz-
enegger. Sýning myndarinnar hófst
seint um kvöld eða rétt fyrir kl. 23
og því kom það kennara sjö ára
barna mjög á óvart að heyra eftir
helgina, að mörg barnanna ræddu
um myndina eins og þau hefðu séð
hana. Hann gerði því skyndikönnun
í bekknum og gátu tólf sjö ára börn
sagt frá atburðum, þannig að ljóst
var að þau höfðu að einhveiju eða
öllu leyti horft á mynd, sem var
ekki við hæfi yngri en 16 ára eins
og Ríkisútvarpið auglýsti.
xxx
IFRAMHALDI af þessari umræðu
kom fram að fjöldi ofvirkra
barna eykst ár frá ári. Þá telja
kennarar sig geta séð á hegðun
barna hvort þau hafi verið að horfa
á ofbeldisfullar kvikmyndir. Er
nema von að stjórnandi þessa skóla
hafi varpað fram spurningunni:
„Við hvaða vanda eigum við skóla-
fólk ekki að glíma úr því að foreldr-
arnir virðast svona kærulausir um
þessi mál?“
Víkveiji veit einnig dæmi þess
að tölvuleikur var tekinn af barni
sem sýndi ákaft eirðarleysi í skóla.
Einnig var sá tími takmarkaður sem
það mátti vera í öðrum tölvuleikj-
um. í kjölfarið mátti fljótt sjá
nokkra breytingu á hegðan barns-
ins, en foreldrarnir höfðu ekki tengt
hegðanina tölvuleikjunum.
XXX
ETUR verið að þágufallssýki
sé að aukast mikið í þjóðfélag-
inu? Víkveiji hefur lúmskan grun
um að svo sé.
Fljótlega eftir að ung vinkona
Víkveija, sem var vanin á að tala
rétt mál á heimili sínu, hóf skóla-
göngu á síðastliðnu hausti, fór að
bera á ambögum í máli hennar, sem
ekki höfðu heyrst áður; „mér lang-
ar“, „mér hlakkar" og fleiru í þeim
dúr, og foreldrana rak í rogastans.
Greinilegt var að þetta hafði barnið
heyrt í skólanum. Víkveija finnst
skrýtið ef kennarar reyna ekki að
leiðbeina börnum hvað þetta varð-
ar, því þeir hljóta að heyra að ekki
er allt með felldu.
xxx
HAFA menn ef til vill gefist upp
í baráttunni gegn þágufalls-
sýki og öðrum ambögum? Víkveiji
heyrði íslenskufræðing eitt sinn
halda því fram að aukin þágufalls-
sýki væri einfaldlega þróun, sem
ekki yrði stöðvuð. Geta menn sætt
sig við það?
X X x
REYKINGAR eru Víkveija ekki
að skapi, fjarri því. Það er því
ömurlegt til þess að vita, að reyk-
ingar unglinga séu að aukast á ný,
og það mikið. Það er að minnsta
kosti tilfinning Víkveija að sú sé
raunin og fékk hann það reyndar
staðfest hjá starfsmanni í heilbrigð-
isþjónustunni að fleirum finnst svo
vera. Er áróðurinn ekki nægilegur,
ekki nógu „ljótur" eða hvernig
stendur á þessu? Unglingar í dag
hljóta að vera nógu skynsamir til
að skynja hættuna samfara reyk-
ingum.