Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 20

Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Hryllingiirinn í deild 731 Fyrst nú eftir hálfa öld hefur hulunni ver- ið svipt af skelfílegum tilraunum Japana á lifandi fólki í síðari heimsstyijöldinni. Fólk var smitað með svarta dauða-sýklum o g tilgangurinn var sá að búa til sýkla- sprengjur, sem nota átti í styrjöldinni. ÍBÚAR kínversku borgarinnar Changteh á flótta undan sókn Japana 1943 en þeir notuðu m.a. eiturgas gegn borgarbúum. GAMLI maðurinn er glettinn og slær á létta strengi um leið og hann ber fram hrískökurnar, sem konan hans bakaði. Síðan tekur hann til að segja frá því í hvers- dagslegum tón hvernig það sé að rista upp 30 ára gamlan mann, sem er bundinn niður í rúm, og skera hann sundur ósvæfðan. „Hann vissi, að öllu væri lokið og barðist því ekki um þegar við leiddum hann inn í herbergið og bundum hann niður,“ segir gamli maðurinn. Hann er bóndi, 72 ára gamall, og var sjúkraliði í jap- anskri hersveit í Kína í síðari heimsstyijöld. Var greint frá þessu í bandaríska dagblaðinu The New York Times á dögunum. „Hann fór ekki að æpa fyrr en ég tók upp hnífinn. Eg risti hann frá bijósti og niður á maga og hann öskraði af lífs og sálar kröftum, andlitið af- myndaðist af kvölum. Hljóðin í honum voru skelfileg en svo þagnaði hann. Fyrir læknana var þetta daglegt brauð en ég var að upplifa þetta í fyrsta sinn og það fékk mikið á mig.“ Mesta leyndarmálið Fanginn, sem var kínverskur, hafði verið smitaður með svarta dauða-sýklum og tilgangurinn var sá að búa til sýklasprengjur, sem nota átti í styrjöldinni. Hann var opnaður lifandi til að sjá hvemig sjúkdómurinn léki líkamann. Um var að ræða rannsóknaráætlun en það er fyrst nú, hálfri öld eftir stríðslok, að skýrt hefur verið frá henni í smáatriðum. Áætlunin var mesta leyndarmál Japana í stríðinu og eftir það en markmiðið var að smíða sýkla- sprengjur með svarta dauða-, miltisbrands- og kólerusýklum og mörgum öðrum. Það var deild 731 í japanska keisarahernum, sem annaðist rannsóknirnar en þær fóru fram á lifandi fólki og með „vettvangstilraunum", til dæmis með því kasta sýklasprengjum á kínverskar þorgir. Þær „tókust vel“ að því leyti, að þær komu af stað faraldri. Á síðustu áratugum hafa öðru hveiju birst frásagnir af þessum hryllingi en nú er eins og stífla hafi brostið. Settar hafa verið upp sýningar og bækur skrifaðar um þessi grimmdarverk, sem sumir virt- ustu læknar í Japan tóku þátt í. Fræðimenn og sumir, sem voru í deild 731, segja, að um 3.000 manns hafi verið drepin með þess- um hætti en aðrir segja, að talan sé allt að sjö sinnum hærri. Gegn Bandaríkjunum Ljóst er, að Japanir hugðust nota sýklana gegn Bandaríkja- mönnum, ýmist með því að láta loftbelgi flytja þá inn yfir banda- rískar borgir eða sjálfsmorðflug- menn, sem áttu til dæmis að dreifa sýktum flóm yfir San Di- ego. Eftir stríð var ekkert frá þessu sagt og meðal annars vegna þess, að bandaríski herinn hét læknunum griðum gegn því að fá í sínar hendur allar rannsóknanið- urstöðurnar. Byijað var á japönsku sýkla- vopnaáætluninni á ijórða ára- tugnum og meðal annars vegna þess, að með Genfarsamþykktinni 1925 voru þau bönnuð. Japanskir embættismenn ályktuðu sem svo, að fyrst ástæða væri til að banna þau, hlyti eitthvað að vera í þau spunnið. Japanski herinn, sem þá hafði stóran hluta Kína á sínu valdi, lét flytja burt íbúa átta þorpa skammt frá Harbin í Mansjúríu til að rýma til fyrir höfuðstöðvum deildar 731. Kína hafði þann kost í augum Japana, að þar var nóg framboð af „tilraunadýrum", sem þeir kölluðu „boli“ eða „sprek“. Var aðallega um að ræða Kín- veija en einnig Rússa, sem bjuggu í Kína. „Sýnishornin“ Takeo Wano, sem var í deild 731 og býr nú í borginni Morioka í Japan, segist einu sinni hafa séð tæplega tveggja metra háa glerkrukku og innan í henni lík af Vesturlandamanni í formalde- hýði. Hafði maðurinn verið skor- inn í tvo hluta eftir endilöngu. Hjá deild 731 var mikið af slíkum „sýnishornum" og sum merkt „Bandaríkj amaður", „ Englend- ingur“ eða „Frakki“ en langflest af Kínveijum. Ekki voru aðeins gerðar sýkl- atilraunir á föngunum, heldur einnig með eiturgas og margt fleira. Japanskir hermenn eitruðu brunna og vatnsból með kóleru- og taugaveikis- sýklum en stundum urðu þeir sjálfir fyrir barðinu á þessum hern- aði. 1942 létust 1.700 japanskir hermenn í blóðkreppu- sóttarfaraldri, sem þeir höfðu sjálfir komið af stað. Rannsóknir á kali Tilraunir Japana miðuðu einnig að því að fínna bóluefni gegn sjúk- dómum og aðrar læknisaðferðir. Þeir uppgötvuðu til dæmis, að besta ráðið við kali er ekki að nudda liminn eða kalblettinn eins og áður var talið, heldur að setja hann ofan í rúmlega 100 gráða heitt vatn. Sú vitneskja var hins vegar fengin með því að binda fólk úti í hörðu frosti með bera handleggi og hella köldu vatni yfir það reglulega. Var lamið í handlegginn með priki öðru hveiju og þegar hann gaf frá sér sams konar hljóð og viðar- borð, var kalið byijað. Ekki er vitað hvort Hirohito keisari vissi af þessum grimmdarverkum en yngri bróðir hans, Mikasa, skoðaði höfuðstöðv- ar deildar 731 í Kína og segir frá því í endurminningum sínum, að honum hafi verið sýndar kvik- myndir af kínverskum föngum, sem notaðir voru sem tilraunadýr í eiturgashernaði. Mesta leynd- armál Japana í stríðinu Lifandi fólk notað sem til- raunadýr H- : s I. I b l » I t. ft » t i ft Afl fjöldans undir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.