Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 29

Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 29 má ekki gleyma að tekjur fólks höfðu miklu meiri áhrif á lánsrétt manna í tíð Svavars. Þá skertist lánsréttur manna um 75% af tekj- um umfram ákveðið mark, t.d. gátu barnabætur og barnabóta- auki skert lánsréttinn. Nú hafa þessar bætur ekki áhrif á rétt manna til námslána. Einstæð móð- ir með 1 barn getur því nú haft til ráðstöfunar mánaðarlega um 96.000 krónur með námslánum og öðrum greiðslum (miðað er við 210.000 króna launatekjur) og einstæð móðir með 2 börn 136.000 krónur á mánuði, svo dæmi séu tekin. Því má heldur ekki gleyma að mér vitanlega er ekki til, a.m.k. í Evrópu, námsaðstoðarkerfi sem sér mönnum, með börn á fram- færi, betur fyrir ráðstöfunarfé en menn fá frá LÍN. „Prívat námsfram- vindukröfur" Þá ásakar Svavar mig fyrir að LÍN hafí komið sér upp einhveijum „prívat námsframvindukröfum", sem séu strangari en gert er ráð fyrir í viðkomandi skólum. Þetta segir hann þótt hann eigi að vita manna best að reglur LÍN um námsframvindu hvíla nú á ná- kvæmlega sama grunni og verið hefur um langt árabil, þ.e. upplýs- ingum um skipulag skóla. Ef skóli gefur þær upplýsingar að tilteknu BA-námi sé hægt að ljúka á þrem- ur árum, þá eru þessar upplýs- ingar grunnur reglna LÍN. Lág- marksreglan er sú sama og áður. Menn þurftu skv. fyrri reglum og þurfa nú að ljúka 75% af þessu námi á hveiju skólaári til þess að teljast lánshæfir. Eini munur á reglunum nú er sá að menn fá fullt lán í þijú ár til þess að ljúka þriggja ára námi skv. skipulagi skóla en fengu fullt lán í 4 ár til þess í tíð Svavars. Annars skrifaði ég nýlega ítarlega grein m.a. um skipulag náms í Þýskalandi, sem ég vísa til, ef áhugi er á að kynna sér staðreyndir um þetta atriði. Hrikalegar afleiðingar orðið af greiðsluþroti LIN Sannleikurinn er sá að það hefði haft „hrikalegar afleiðingar" ef fjárhagur LÍN hefði ekki verið reistur við, því spyija má hveija hefði greiðsluþrota lánasjóður stutt til náms? Þá hefðu þúsundir námsmanna hrakist frá námi og það ósannindamoldviðri sem Sva- var þyrlar nú upp orðið sannleik- ur. Fullyrða má að viðreisn LÍN, eftir viðskilnað Svavars Gestsson- ar, sé eitt af bestu verkum núver- andi ríkisstjórnar. Höfundur er formaður stjórnar LÍN. - kjarni málsins! ð Brum ólík en viljum irí Reykjaneskjördæmi fái að njóta sín. Þess vegna kjósum við Sjálfstæðisflokkinn Halldóra LúthersdóttÍ! húsmóöir, Njarðvik Valgeröur Erlingsgióttir verslunarmaður, Alftanesi. I Reykjaneskjördæmi er að finna þverskurð af íslensku samfélagi. Nálægðin við borgina og sambýlið við landið og sjóinn kallar á margbreytilegt atvinnulíf. Reykjaneskjördæmi er stórt og fjölbreytt samfélag og því þarf að hafa hagsmuni allra í huga, svo allir fái notið sín sem best. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum áfram sókn til bættra lífskjara. BETRA ÍSLAND 4) Johannes Oddsson bifreiðastjóri, Mosfellsbæ Sigurbjorn L. Guðmundsson skipstjóri, Grindavík Margret Hognadottir bankastarfsmaður, Sandgerði Þorunn Erna Clausen nemi, Garðabæ Einar S. Guðjonsson matargerðarmaður, Njarðvík Friðrik Jonsson ellilífeyrisþegi, Kópavogi Olafur Jon Guðjonsson bóndi, Kjalarnesi 1 lambahryggur salt og pipar blöð af 2-3 kvistum af nýju rósmaríni svartur pipar úr kvörn Ofninn er hitaður í 220°. Gott er að skera burt sinarnar tvær sem liggja hvor sínum megin við hrygginn miðjan til að hryggurinn vindi ekki upp á sig. Hryggurinn er síðan núinn með salti og pipar. Með hvössum hníf eru skornar í hann grunnar rákir. Rósmarínblöðunum og svörtum pipar er dreift ofan á. Hryggurinn er síðan settur í heitan ofninn og steiktur í 20 mínútur, en þá er fitunni helit úr ofnskúffunni og hitinn lækkaður í 150°. Hryggurinn er svo hafður í ofninum þar til hann er fullsteiktur. Með honum er mjög gott að hafa rauðvínssósu og kartöflur, t.d. kartöflugratín. G K A F I T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.