Morgunblaðið - 23.03.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 31
AÐSEIMDAR GREINAR
Miklar umbætur í frjálsræðisátt
ALÞÝÐUFLOKKURINN er rót-
tækur umbótaflokkur. Fullyrða má
að jafnróttækar skipulagsumbætur
og breytingar í frjálsræðisátt í við-
skiptalífinu hafa ekki verið gerðar
á jafnskömmum tíma og á starfs-
tíma ráðherra Alþýðuflokksins í við-
skiptaráðuneytinu frá 1988.
Markmið breytinganna hefur
verið að auka athafnafrelsi í við-
skiptum, efla samkeppni í hagkerf-
inu og setja traustar og sanngjarn-
ar almennar leikreglur á þessu sviði.
Löggjöfin á þessu sviði er orðin
nútímaleg, frjálslynd og byggist á
sömu meginhugmyndum og gerist
og gengur í nágrannaríkjum okkar.
Að hluta til hafa breytingarnar ver-
ið gerðar vegna aðildar íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu.
Fjármagnsmarkaðurinn
Allt fram á miðjan síðasta áratug
var fjármagnsmarkaðurinn hér-
lendis afar vanþróaður og heftur í
ljötra miðstýringar. Þeim miklu
Fullyrða má, segir Jón
Baldvin Hannibalsson,
að jafnróttækar skipu-
lagsumbætur og breyt-
ingar í frjálsræðisátt í
viðskiptalífinu hafa ekki
verið gerðar á jafn-
skömmum tíma og á
starfstíma ráðherra Al-
þýðuflokksins í við-
skiptaráðuneytinu
frá 1988.
framförum sem orðið hafa í þessum
efnum á síðustu árum hefur ekki
verið nægjanlegur gaumur gefinn.
Bönkum hefur fækkað og einn
öflugur einkabanki orðið til, verð-
bréfafyrirtæki, verðbréfamiðlarar,
verðbréfasjóðir og eignarleigufyrir-
tæki hafa skotið rótum. Undir for-
ystu Alþýðuflokksins hefur íslensk-
ur ijármálamarkaður siglt inn i
nútímann.
Með lögum um verðbréfasjóði
voru settar ítarlegri reglur um
starfsemi þeirra en áður giltu, m.a.
um íjárfestingarstefnu og aðskilnað
frá verðbréfafyrirtækjum. Með
breytingum á lögum um viðskipta-
banka og um sparisjóði árið 1992
voru teknar upp nýjar alþjóðlegai
eiginfjárreglur fyrir banka og spari-
sjóði. Tilgangur þessara breytinga
var bæði sá að samræma reglur
hér á landi alþjóðlegum reglum en
ekki síður að gera ríkar kröfur til
fjárhagslegs styrks banka og spari-
sjóða þannig að þeir geti staðist
áföll.
Frelsi í gjaldeyrismálum
Á sviði gjaldeyrismála hafa ráð-
herrar Alþýðuflokksins rutt úr
■ HJÁ KLETTINUM, kristnu
snmfékigi í Hufnarfirði, verður
helgina 24.-26. mars Wynne Goss
í heimsókn. Hann er fæddur 1953
og veitir forstöðu The Vine Christ-
ian Center í Suður-Wales sem er
ört vaxandi kirkja. Wynne predikar
fagnaðarerindið á áhrifamikinn
hátt, m.a. í gegnum tónlist, en hann
hefur mikla trú á mikilvægi lofgjörð-
ar og tilbeiðslu. Margir hafa frels-
ast og læknast þegar þeir hafa
brugðist við boðskap hans og á slík-
um stundum hefur Drottinn oft
þjónustað í gegnum hann í spá-
mannlegum söng, segir í fréttatil-
kynningu frá Klettinum. Samkomur
verða sem hér segir: Föstudag 24.
mars kl. 20.30, laugardag 25, mars
kl. 20.30 og sunnudag 26. mars kl.
16.30. Samkomurnar verða haldnar
í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu
7, Hafnarfirði.
vegi áratuga gömlu hafta- og
skömmtunarkerfi. Frá 1990 hefur
markvisst verið unnið að því að
brjóta niður gjaldeyrismúrana,
ýmist með breytingum á reglu-
gerðum eða lögum. íslendingar
búa nú loks við algert frelsi í gjald-
eyrismálum.
Á síðustu árum hefur færst í
vöxt að glæpamenn noti fjármála-
fyrirtæki til að koma illa fengnu fé
í umferð, þ.e. þvætti peninga. Und-
ir forystu Álþýðuflokksins var
ákveðið 1992 að ísland skyldi taka
þátt í alþjóðlegu samstarfi um að-
gerðir gegn peningaþvætti. Gildi
þess sýndi sig seint á árinu 1994
þegar í ljós kom að
erlent fjárglæfrafyrir-
tæki reyndi að nota
íslenska banka til að
koma illa fengnu fé í
umferð.
Samkeppnislögin
Ein mikilvægustu
lög síðari ára fyrir ís-
lenskt viðskiptalíf eru
án efa hin nýju sam-
keppnislög sem sett
voru snemma árs
1993. í þeim er gengið
út frá samkeppni sem
meginreglu og lagt
Jón Baldvin
Hannibalsson
bann við hvers konar
aðgerðum sem eru til
þess fallnar að skerða
samkeppni. Þessi lög
eru mikilvæg fyrir
smáfyrirtæki og ein-
staklinga í atvinnu-
rekstri sem starfa í
samkeppni við opinber
fyrirtæki og stofnanir.
Verkefnin
framundan
-Áfram þarf að
vinna að umbótum á
fjármagnsmarkaði.
Sétja þarf ný lög um
Seðlabanka íslands, breyta ríkis-
bönkunum í hlutafélög og selja
þá þegar markaðsaðstæður leyfa.
Það er arfur frá liðinni tíð að hólfa
fjárfestingarsjóði atvinnuveganna
í sundur og reisa víggirðingar
milli þeirra. Það stenst ekki á
nútíma markaði. Alþýðuflokkur-
inn vill að þetta kerfi verði stokk-
að upp, sjóðir sameinaðir og þeim
breytt í hlutafélög. Það verk er
þegar hafið undir forystu Alþýðu-
flokksins.
Alþýðuflokkurinn getur státað
af árangri af umbótum í fijálsræðis-
átt. Honum er treystandi til að
halda því starfi áfram. Um það
verður m.a. kosið 8. apríl.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins - Jafn-
aðarmannaflokks Islands.
Vandaðar og nytsamar
fermingargjafír
BAKPOKAR
Jrail 45 1 Verð kr. 8.880
IMlllHJimimmr. 7.992
BBHbHCSbRHHHKSJHBBBBBBHHIHHIIBBHHHHEhÍIHBHBBIH
1
Discovery 55 1 Verð kr. 10.880
1'ÍHliHHIlliHHlBBlkr. 9.792
\ ^
Panther 60 1 Verð kr. 12.680
Fermingartilboð
ajnngilak.
SVEFNPOKAR
Scout LUXÍ -8-° - " Verð kr. 9.990
nimuimiiiiBikr. 8.991-
Lillehammer io° verðkr.10.480
Fermingartilboð
IgloO -18°
Fermingartilboð
».390‘
Verð kr. 13.495
11.470*
TJOLD Lichfieldiii
Falcon 130
Fermingartilbo
2 manna Verð kr. 11.990
□kr. 10.791*
Falcon 180 2-3 m. Verð kr. 13.840
mTimmiiMkr. 12.456-
Hawk 180 2-3 m. Verð kr. 16.990
r. 15.29F
Fermingartilboð
GONGUSKOR
Mirage leðurgonguskór Verð kr. 9.990
kr. 8.99F
Fermingartilboð
Einnig skiðatöskur frá kr. 2.000, hanskar,
húfur, gleraugu og margt, margt fleira.
‘Tilboösverö miöast viö staögreiöslu.
S/tfWR fRAMUR
Raögreiöslur • Póstsendum samdægurs.
Umboðsmenn um land ailt. Snorrabraut 60 • Sími 561 2045