Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓSVÖR hf. í Bolungarvík hefur leigt
frá sér tæplega 1.100 tonna kvóta
síðustu þijár vikur þrátt fyrir ítrek-
aða ósk bæjaryfirvalda til stjómar
félagsins um að engar slíkar ákvarð-
anir væru teknar á meðan verið
væri að selja hlutabréf bæjarsjóðs.
Kom þetta í ljós á bæjarráðsfundi í
fyrradag og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins kom þá jafnframt
fram að þeir sem áttu að hafa stað-
fest stærstan hluta kvótaleigunnar
fyrir hönd bæjarfélagsins og verka-
lýðsfélagsins könnuðust ekki við að
hafa gert það. Lögmanni bæjarins
var falið að kanna málið. Útgerðar-
stjóri Ósvarar segist vilja gefa hlut-
aðeigandi aðilum skýringar sínar á
málinu áður en hann ræði það við
fjölmiðla.
Eftir að bæjarstjóm samþykkti
tilboð Bakka hf. í Hnífsdal í hluta-
bréf sín í Ósvör óskaði hún formlega
eftir því við stjóm fyrirtækisins að
hún tæki engar ákvarðanir sem
breyttu stöðu fyrirtækisins og var
meðferð aflaheimilda sérstaklega
nefnd í því sambandi. Þetta var síð-
ar ítrekað og meirihluti bæjarstjóm-
. Fauk út af í
Kömbunum
Hellu. Hveragerði - í óveðrinu í
gær varð það óhapp að flutninga-
bifreið á leið austur fyrir fjall fauk
yfir veginn og út af hinum megin
vegarins neðarlega í Kömbunum.
Miklir sviptivindar voru á þess-
um slóðum um miðjan dag í gær
en að sögn bílstjórans, sem var á
lltilli ferð niður Kamba, skipti eng-
um togum að bQlinn tókst á loft
öðrum megin, sviptist yfír akrein-
ina og skall niður á vegkantinum.
Bílstjóranum tókst með aðstoð veg-
farenda að skriða út um brotna
framrúðuna. Hann slapp með
skrámur og mar, en bifreiðin er
mikið skemmd.
Bíll með krana var sendur frá
Reykjavík til að ná flutningabíln-
um upp á veg en ekki tókst betur
til en svo að stuðningsfótur undir
bílnum gaf sig svo hann fór á hlið-
ina. Þá var fenginn krani frá Sel-
fossi til að hífa upp björgunarbíl-
inn og gekk það ágætlega.
Nokkrir fleiri bílar fuku út af
veginum yfír Hellisheiði í gær en
engin slys urðu á fólki.
Kannast ekki
við að hafa stað-
fest leignna
ar síðan meirihluta stjómar í sínar
hendur á hluthafafundi sl föstudag.
Eftir helgina kom í ljós, samkvæmt
upplýsingum sem bæjarbúi hafði
aflað sér úr gagnabankanum Hafsjó,
að á þessu tímabili hafði fyrirtækið
Ieigt í burtu tæplega 1.100 tonna
kvóta, meðal annars 660 tonn 6.
apríl, daginn fyrir hluthafafundinn.
Kristján Jón Guðmundsson, út-
gerðarstjóri Ósvarar, segir að leiga
á þessum 660 tonnum af kvóta
Dagrúnar, hafi verið löngu ákveðin.
Rætt hefði verið um málið frá því
fyrir áramót og helmingurinn
greiddur 2. mars. Endanlegur frá-
gangur hafi hins vegar tafist af sér-
stökum ástæðum.
Staðfestu ekki leiguna
Bæjaryfirvöld og verkalýðsfélag
þurfa að staðfesta leigu kvóta. A
fundi bæjarráðs könnuðust fulltrúar
þessarra aðila ekki við að hafa stað-
fest stærsta hluta þessarra viðskipta.
Halldór Benediktsson hefur verið
starfandi bæjarstjóri frá 1. febrúar í
veikindaleyfi Ólafs Kristjánssonar og
hefur engar kvótaleigu samþykkt.
Umrædd kvótaleiga frá 6. apríl mun
vera með undirskrift Ólafs Kristjáns-
sonar og Kristínar Karvelsdóttur,
varaformanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Bolungarvíkur. Kristín
kannast ekki við að hafa samþykkt
þessa leigu og ekki heldur aðra sem
hún á að hafa undirritað í lok mars.
Hún segist í samtali við Morgunblað-
ið síðast hafa samþykkt slíkt í janúar
eða febrúar. Ólafur Kristjánsson er
í endurhæfingu á Reykjalundi eftir
erfið veikindi.
Agúst Oddsson, forseti bæjar-
stjómar og núverandi stjómarmaður
í Ósvör hf., vill ekkert segja um
málið annað en að bæjaryfirvöld
hafi nú fengið upplýsingar um leigu
á yfir eitt þúsund tonna kvóta frá
Ósvör en slíkt ætti ekki að geta far-
ið framhjá bæjaryfirvöldum. Hann
segir að það hafi ekki gerst með
þeirra samþykki.
Kristján Jón vill ekki ræða þetta
mál þegar leitað er eftir skýringum
fyrirtækisins, segist fyrst vilja gefa
hlutaðeigandi aðilum, bæjarstjóra og
verkalýðsfélagi, skýringar sínar. Það
sé síðan þeirra að ákveða framhald-
ið. „En það er farið að ganga langt
héma þegar menn níða skóinn hver
af öðrum,“ segir Kristján.
Morgunblaðið/Aldis
Fr amkvæmdastj óri Hafnarbakka hf. um hlutafjárkaup í SÍF hf.
Höfum eignast 1%
hlut með skuldajöfnun
BRAGI Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hafnar-
bakka hf., dótturfélags Eimskips, sem annast
innflutning og dreifingu salts, vísar því á bug
að félagið sé með einhveija yfirtökutilburði gagn-
vart Sölusambandi íslenskra fískframleiðenda
(SÍF). Fram kom i Morgunblaðinu í gær að Hafn-
arbakki og Skandia hefðu keypt hlut í SÍF.
Einnig kom fram í frétt blaðsins að átta fram-
leiðendur innan SÍF hefðu stofnað eignarhaldsfé-
lag innan SÍF, Saltfiskframleiðendur hf., sem
keypt hefur 4% hlutaflár í SÍF. Sighvatur Bjarna-
son, stjómarformaður SÍF og einn Salfiskfram-
leiðenda hf., hafði í samtali við blaðið uppi efa-
semdir um að hagsmunir framleiðenda og ein-
stakra fjárfesta færu saman. Sagði Sighvatur
að ef skipafélag eða tryggingafélag fari að
gæta hagsmuna sinna innan SÍF gæti það kom-
ið niður á framleiðendum.
Bragi Ragnarsson segir að þarna sé verið að
gera úlfalda úr mýflugu. Hafnarbakki eigi rúm-
lega 1% hlutafjár í SIF eða um fimm milljónir
króna sem félagið hafi að stærstum hluta eign-
ast með skuldajöfnun við einstaka viðskiptavini.
Formsins vegna hafi verið gengið frá þeim við-
skiptum um seinustu ármót. Bragi sagði að það
væri ekkert launungarmál að margir saltfísk-
framleiðendur ættu hlutabréf í SÍF og þeim sem
áhuga hefðu stæði til boða að jafna út skuldir
sínar með hlutabréfum. Miðað við þær upplýs-
ingar sem nú hefðu komið fram um rekstur SÍF
mætti gera ráð fyrir að þetta væri álitlegur fjár-
festingarkostur.
Hörð samkeppni á saltmarkaði
Hörð samkeppni hefur verið á milli Saltkaupa
hf. sem er í eigu SÍF og Hafnarbakka hf. dóttur-
félags Eimskips hf. um saltflutninga og saltsölu.
SÍF yfirtók skuldir og eignir Saltkaupa hf. árið
1993 með samkomulagi við eigendur um kaup
á öllu hlutafénu að andvirði 3 milljónir króna á
genginu 0,2, en rekstur Saltkaupa var þá í jám-
um. Yfirlýst markmið var að styrkja stöðu SÍF
gagnvart saltfiskframleiðendum með því að taka
að sér allan innflutning og dreifingu salts til
framleiðenda innan vébanda SÍF í samkeppninni
við Hafnarbakka. Forsvarsmenn Saltkaupa sök-
uðu Hafnarbakka um að stunda undirboð á salti
til þess að halda markaðshlutdeild sinni en ásak-
anir um undirboð gengu á víxl milli félaganna.
Hafnarbakki var með 70% markaðshlutdeild á
saltmarkaðinum en viðurkennt er að hlutdeild
félagsins hafi dregist saman eftir að SÍF tók
yfír rekstur Saltkaupa, þótt deildar meiningar
séu um hvemig saltmarkaðurinn skiptist í dag.
Stofnun Saltfiskframleiðenda hf.
gagnrýnd
Róbert Guðfínnsson, framkvæmdastjóri Þor-
móðs ramma hf. á Siglufirði, gagnrýndi stofnun
eignarhaldsfélagsins Saltfiskframleiðenda hf. í
samtali við Morgunblaðið. „Ég er einn þeirra sem
stóð að kjöri Sighvatar Bjamasonar, stjórnar-
formanns SÍF og ég undrast mjög að hann sé
búinn að stofna eignarhaldsfélag innan SÍF,“
sagði Róbert.
„Þegar ákveðið var að gera félagið að almenn-
ingshlutafélagi mátti búast við að einhveijir
aðrir en framleiðendur sýndu bréfunum áhuga,
enda þar með búið að samþykkja að þau gengju
kaupum og sölum. Mér þykir því undariegt þeg-
ar stjómarformaðurinn gætir hagsmuna nokk-
urra hluthafa umfram annarra og þyrlar upp
moldviðri skömmu fyrir aðalfund. Það er síst
af öllu hlutverk hans að vera í forsvari fyrir
einhveija blokk hluthafa,“ sagði Róbert.
Talsverður áhugi er sagður á hlutabréfum í
SÍF en sölugengi þeirra er nú 1,45. Á seinasta
ári var 164 millj. kr. hagnaður af rekstri félags-
ins eftir skatta og á aðalfundi SÍF í næstu viku
verður lagt til að eigendum verði greiddur 8%
arður.
Stunginn
með hnífi
í bringu
MAÐUR á fimmtugsaldri var
stunginn nokkrum stungum
með hnífi á heimili sínu aðfara-
nótt miðvikudagsins og var
fluttur á slysadeild, Hann er
ekki í lífshættu. Árásarmaður-
inn var handtekinn og gisti
fangageymslur þá nótt.
Maðurinn sem fyrir árásinni
varð var staddur á veitingahúsi
og hitti þar mann og konu sem
hann bauð heim til sín. Þar kom
til átaka milli karlmannanna.
Nágranni sem varð þess
áskynja að ekki væri allt með
felldu í íbúð mannsins hringdi
á lögreglu. Áverkar voru á
húsráðanda, fleiri en eitt
stungusár eftir hníf, m.a. á
bringu. Lögreglan handtók
árásarmanninn og húsráðandi
var fluttur á slysadeild þar sem
gert var að sárum hans.
Tölvusíma-
skrá í
Windows-
umhverfi
TÖLVUVÆDD símaskrá fyrir
Windows-umhverfið kemur út
15. júní í útgáfu Bókaútgáf-
unnar Aldamóta. Skráin inni-
heldur í fyrstu útgáfu nöfn fyr-
irtækja og stofnana.
Auðvelt á að vera að velja
og afrita upplýsingar i Tölvu-
símaskránni og skeyta inn í
önnur forrit. Notandi getur
bætt eigin upplýsingum við
Tölvusímaskrána og fyrirtæki
með netkerfí geta samnýtt allar
upplýsingar hennar. Gular síð-
ur gefa m.a. þann möguleika
að senda póstlista eftir starf-
sviðum.
Skráningargjald er 1.890 kr.
og gjald fyrir disklinga til
skráðra aðila er 365 kr. Skrán-
ingu á að senda í pósthólf Alda-
móta fyrir 25. apríl nk.
Hrefna Ingólfsdóttir upplýs-
ingafulltrúi Pósts og síma segir
að símaskráin hafi verið gefin
út á tölvutæku formi fyrir
nokkrum árum en reynslan
verið slæm. Símaskráin hefði á
þessu formi verið fjölfölduð og
stolið en Póstur og sími seldi
hana á 50 þúsund krónur. Að-
eins sárafá eintök seldust. „Það
er þó jafnmikil þörf fyrir þetta
nú. Við höfum því verið að
velta því fyrir okkur að selja
aðgang að símaskránni í gegn-
um mótald."
Hrefna sagði að Tölvusíma-
skráin yrði ekki í líkingu við
símaskrá Pósts og síma þar
sem yfir 140 þúsund nöfn eru
og því væri ekki hægt að bera
saman verðið á Tölvusíma-
skránni og skrá Pósts og síma.
Arangurslaus
samninga-
fundur
ENGIN árangur varð á samn-
ingafundi Sjómannafélags
Reykjavíkur og vinnuveitenda
í gær. Engar nýjar tillögur voni
lagðar fram til lausnar deil-
unni. Fundurinn stóð aðeins í
rúma tvo klukkutíma. Næsti
fundur hefur verið boðaður nk.
laugardag kl. 17. Bóðað verk-
fall Sjómannafélagsins kemur
til framkvæmda á miðnætti á
sunnudag hafi samningar ekki
tekist.