Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
62,3 millj-
ónir fyrir
lagningu
Suðuræðar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka rúmlega 62,3 milljón króna
tilboði lægstbjóðanda, Víkurverks
hf., í lagningu áfanga B, Suðuræð-
ar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Þrettán tilboð bárust í verkið.
Tilboð lægstbjóðanda er 65,3%
af kostnaðaráætlun. Næsta lægsta
tilboð átti Loftorka Reykjavík hf.,
sem bauð 69,33% af kostnaðaráætl-
un. Næst kom Guðjón Þorkelsson,
sem bauð 69,87% af kostnaðaráætl-
un.
Þrettán tilboð
Aðrir sem buðu voru Klæðning
hf., sem bauð 71,41% af kostnaðar-
áætlun, Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða hf., sem bauð 71,76% af
kostnaðaráætlun, Völur hf., sem
bauð 72,57% af kostnaðaráætlun,
Vinnuvélar Jóa Bjarna, sem bauð
77,98% af kostnaðaráætlun, Grafan
hf., sem bauð 79,64% af kostnaðar-
áætlun, J.V.J. hf., sem bauð 82,03%
af kostnaðaráætlun, Dalverk sf.,
sem bauð 82,55% af kostnaðaráætl-
un, Jarðvélar sf., sem bauð 83,99%
af kostnaðaráætlun, Bergbrot hf.,
sem bauð 85,11% af kostnaðaráætl-
un og Sigurverk hf., sem bauð
99,55% af kostnaðaráætlun.
-----» ♦ ♦
Rúmar 43,2
milljónir í mal-
biksviðgerðir
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka rúmlega 43,2 milljón króna
tilboði lægstbjóðanda Loftorku hf.,
í malbiksviðgerðir í Reykjavík.
Fjögur tilboð bárust gatnamála-
stjóra í heildarverkið en útboðsgögn
gerðu ráð fyrir að hægt yrði að
skipta verkinu í áfanga. Aðrir sem
buðu voru Malbik og völlun hf.,
Halldór og Guðmundur og Hlaðbær
- Colas hf.
I víking
Morgunblaðið/Þorkell
JÓN Baldur Þorbjörnsson á hafnarbakkanum í Reykjavík við breyttan Toyota Hilux
sem seldur hefur verið til Þýskalands.
Fyrsti breytti jeppinn
fluttur út til Evrópu
FYRSTI jeppinn sem fluttur er
út breyttur frá íslandi til kaup-
anda í Evrópu fór í skip í gær.
Um er að ræða Toyota Hilux
sem Toyota aukahlutir og fleiri
aðilar hafa breytt fyrir fyrir-
tækið ísfar sem hefur unnið að
markaðssetningu breyttra bíla
í Evrópu á undanfömum miss-
emm. Fjölmargir innlendir aðil-
ar koma að breytingunum á
bílnum og segir Jón Baldur
Þorbjömsson lyá ísfari að hér
geti skapast talsverður iðnaður
í kringum bílabreytingar ef vel
tekst til.
Undirbúningur að þessu máli
hófst fyrir einu og hálfu ári og
hefur Isfar tvisvar tekið þátt í
jeppasýningu í Köln í Þýska-
landi og sýnt þar breyttan Hilux
jeppa. Vörumerki fyrirtækisins
nefnist Der Islander og er það
skrásett þjá þýsku einkaleyfis-
stofunni.
Helmingur aukahluta
íslenskir
í hnotskurn lítur dæmið
þannig út að fluttur er inn
óbreyttur Hilux og hér er hon-
um breytt í samræmi við óskir
kaupenda. Nokkrir aðilar sem
í upphafí tóku þátt í verkefninu
hafa nú dregið sig út úr því,
þeirra á meðal Ujólbarðavið-
gerð Vesturbæjar, Stál og
Stansar og Ferðaskrifstofan
Addís. í þeirra stað kom inn í
verkefnið fyrirtækið Handverk,
sem framleiðir m.a. millikæla
og vatnskassa.
Jón Baldur segir að um helm-
ingur aukahluta í bílnum sé ís-
lensk framleiðsla. Hann segir
að komi fram ósk um aðrar
gerðir bíla verði leitað eftir til-
boðum um breytingar á þeim
þar sem hagstæðast er.
„Ég vildi gjarnan að fleiri
hagsmunaaðilar, þeir sem fram-
leiða aukahluti fyrir þessa bíla
hér á landi, tækju sig saman og
ynnu að markaðssetningunni úti
því þetta er það sem íslendingar
hafa nóg af, varðandi kunnáttu
og þekkingu,“ sagði Jón Baldur.
Hópur íslenskra vísindamanna hefur sótt um tvær djúpar borholur
norðan Islands á vegum alþjóðaverkefnisins Ocean Drilling Program
Ávinningiirinn samsvaraði
400 ára framlagi íslands
HÓPUR íslenskra vísindamanna hefur sótt um
til alþjóðaverkefnisins Ocean Drilling Program
(ODP) að boraðar verði tvær djúpar borholur
og teknir kjamar úr svokölluðu Tjörnestrogi
norðan við ísland, en það er um 140 km langt
og 40-50 km breitt. Telja vísindamennimir mikl-
ar líkur á að þar séu varðveitt nákvæm gögn
um fomhaffræði norðurhafa, loftslagsbreytingar
síðastliðinna 10 milljóna ára um norðurhvel jarð-
ar og að úr setlögunum megi lesa nánast alla
jarðsögu íslands. Þetta kom fram á vorráðstefnu
Jarðfræðafélags íslands, sem haldin var í Odda
í gær.
Gífurlegur ávinningur
Að sögn Guðmundar Ómars Friðleifssonar,
jarðfræðings hjá Orkustofnun, sem er einn þeirra
vísindamanna sem eiga aðild að umsókninni til
ODP, er fyrsti dómur um umsóknina á þá leið
að hún sé of einskorðuð við staðbundnar veður-
farsbreytingar. Höfundum hennar þykir hins
vegar gæta þar nokkurs misskilnings af hálfu
gagnrýnenda, sem ekki hafi áttað sig á hvflíkur
gagnabanki Island sé í sögu hafstrauma- og
veðurfarskerfa í N-Atlantshafi. Er nú unnið að
því að endurmeta markmið og áherslur vegna
umsóknarinnar og gera áætlun um stuðnings-
rannsóknir sem stuðli að því að skýra betur
setfræðilega uppbyggingu Tjörnestrogsins.
Guðmundur Ómar segir að gífurlegur ávinn-
ingur væri að því ef umsókn íslensku vísinda-
mannanna yrði samþykkt. Árlega eru farnir sex
borleiðangrar á vegum ODP og kostar hver
rannsóknarleiðangur um hálfan milljarð króna.
Alls kostar ODP-verkefnið því um þijá milljarða
króna á ári, en framlag íslands til verkefnisins
er hins vegar aðeins 0,045%, eða um 1,3 milljón-
ir króna. Fyrirliggjandi umsókn íslands um bor-
anir í Tjömestrogið myndi væntanlega taka einn
rannsóknarleiðangur og ávinningur af sam-
þykktri umsókn svaraði þannig til um 400 ára
óbreytts framlags íslands til verkefnisins. Er
þá ótalinn sá rannsóknartími og kostnaður sem
fylgir hveijum leiðangri við úrvinnslu og birt-
ingu niðurstaðna, en það jafngilti 50-100 ára
framlagi íslands til viðbótar.
Eitt stærsta vísinda-
verkefni í heimi
ODP var stofnað árið 1985 og er það eitt af
stærstu vísindaverkefnum sem stunduð eru í
heiminum í dag, og er samstarf 20 þjóða. Starf-
semi ODP gengur að segja má út á það eitt, að
ná borkjömum upp úr hafsbotnunum og er rann-
sóknaskipið Joides Resolution notað til þess.
Skipið er 143 metra langt með bortum sem
gnæfir 62 metra yfir sjávarmál. Það er útbúið
tölvustýrðum staðsetningarútbúnaði sem gerir
því kleift að halda staðsetningu fyrir ofan bor-
holu sem er á rúmlega 8.000 metra sjávardýpi
og getur það tekið um 1.000 langan kjama.
Um borð í skipinu eru einhveijar fullkomn-
ustu rannsóknarstofur í heiminum, búnar tækj-
um til rannsókna á flestum sviðum jarðvísinda.
Hver borleiðangur stendur í um tvo mánuði og
í honum taka að jafnaði þátt 25-30 af fremstu
vísindamönnum á sviði jarðvísinda. Með tilkomu
rannsóknaskipsins og nýrrar bortækni hafa
kjarnaheimtur aukist til muna og hefur það leitt
til þess að vitneskja um hafsbotna jarðar hefur
aukist gífurlega mikið á undanförnum árum,
en ODP hefur skilað af sér um 100 km af bor-
kjömum.
Til Reykjavíkur í september
Næsta sumar verða tveir borleiðangrar á veg-
um ODP í nágrenni íslands og eru ein til tvær
borholur áætlaðar innan íslenskrar efnahagslög-
sögu í þeim fyrri. Að leiðangrinum loknum í
byijun september kemur rannsóknaskipið Joides
Resolution til Reykjavíkur þar sem skipt verður
um áhafnir og teknar vistir. í tengslum við
komu rannsóknaskipsins verður þá haldinn hér
á landi fundur svokallaðra NORDBOR- og
ESCO-nefnda innan Evrópska vísindasjóðsins,
Europe Science Foundation, en íslendingar eiga
aðild að ODP í gegnum umræddar nefndir.
A göngn-
skíðum
norður
yfir Kjöl
SIGURSTEINN Baldursson, 23
ára, lagði af stað í gærkvöldi í
göngu á skíðum yfir Kjöl. Sigur-
steinn, sem er reyndur fjallamaður,
ætlar að vera 10 daga á leiðinni
og kveðst hann hafa besta fáanleg-
an búnað meðferðis.
Sigursteinn lagði af stað í gær-
kvöldi frá vegamótunum við Gull-
foss og Kjöl og ráðgerir hann að
ganga þaðan að Fremstaveri sunn-
an Bláfellsháls. Þaðan heldur hann
til Hvítárness þar sem hann ráðger-
ir að gista í skála Ferðafélags ís-
lands en Hveravellir er næsti við-
komustaður. Þaðan liggur leiðin að
Ingólfsskála og Rauðafelli og ætlar
hann að ganga austan við Illviðra-
hnjúka og norðan Laugafellshnjúks
á leið sinni að Laugafelli. Næstu
viðkomustaðir eru Urðarvötn en
Sigursteinn ráðgerir að koma niður
í Glerárdal og vera á Akureyri laug-
ardaginn 22. apríl.
Hj’ólaði yfír Vatnajökul
Sigursteinn sagði { samtali við
Morgunblaðið áður en hann hélt af
stað í gær að hann yrði með bestan
fáanlegan búnað í ferðinni, þ.á m.
talstöð, GPS staðsetningartæki og
neyðarsendi. Hann dregur allan
sinn búnað á sérstökum sleða og
vegur hann samtals um 47 kg. Vist-
ir hefur hann til 14 daga. Sigur-
steinn sagði að megintilgangurinn
með ferðinni væri sá að fá útrás úti
í náttúrunni. Hann hafí mikið gert
af því að ferðast einsamall að sumri
til og sér finnist hann nú búa yfir
nægri reynslu til að takast slíka
ferð á hendur.
Sigursteinn er félagi í íslenska
alpaklúbbnum og hefur stundað
klifur á Grænlandi og í Ölpunum
en árið 1991 þjólaði hann yfir
Vatnajökul ásamt fjórum félögum
sínum.
-----»-■» »----
Sölutölur ÁTVR fyrstu
þrjá mánuði ársins
Heildarsala
áfengisjókst
um 4,11%
HEILDARSALA áfengis að bjór
meðtöldum nam 1.990.296 lítrum
fyrstu þijá mánuði ársins, eða
190.592 alkóhóllítrum. Sambæri-
legar tölur frá árinu 1994 eru
1.911.675 lítrar, eða 193.045 alkó-
hóllítrar. Aukningin milli ára er því
4,11% í lítrum en 1,27% samdráttur
í alkóhóllítrum. Stafar sá samdrátt-
ur m.a. af aukinni bjórsölu, en árið
1994 var hún 1.430.180 lítrar á
móti 1.527.273 lítrum í ár, eða
6,79% meiri.
Samdráttur varð í allri tóbaks-
sölu fyrstu þijá mánuði ársins mið-
að við sama tímabil í fyrra. Þannig
nam heildarsala nef- og munntób-
aks 3.190 kg á móti 3.202 kg í
fyrra, sem er 0,36% samdráttur,
heildarsala reyktóbaks nam 3.186
kg á móti 3.260 kg í fyrra, sem
er 2,29% samdráttur, heildarsala
vindlinga nam 89.418 mille á móti
95.020 mille, sem er 5,90% sam-
dráttur og heildarsala vindla nam
2.610.732 stk. á móti 2.750.770
stk. í fyrra, en það er 5,09% sam-
dráttur milli ára.
í þessum tölum er ekki tekið til-
lit til þess áfengis og tóbaks sem
áhafnir skipa og flugvéla flytja inn
í landið, eða þess magns sem ferða-
menn taka með sér frá útlöndum
eða kaupa í fríhöfn.