Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
vörulistinn
ókeypis
Hagkvæmasti verslunarmátinn
Ótrúlega ódýr - einungis vönduö vörumerki
16 stk. matarstell kr. 1.588 - Gufustraujárn kr. 1.700 - Verkfærasett kr.
2.383 - Silfurhringir kr. 578 - Ferðataska á hjólum kr. 2.663.
Búsáhöld - skartgripir - vélar/tæki - garðáðhöld - íþróttavörur - leikföng -
kristall - útileguvörur - húsgögn - Ijós - brúðkaups/afmælisgjafir o.fl. o.fl.
Pöntunarsími 52866
B. Magnússon, Hólshrauni 2, Hafnarfirði.
Full búð af vörum - Opið frá kl. 9-18 mánud.-föstud.
ÚR VERIIMU
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
HAFNAREY SU fer væntanlega frá Breiðdalsvík til Valdimars hf. í Vognm.
Hafnarey SU í Vogana
HAFNAREY SU-110 frá Breiðdalsvík, skip Gunnars-
tinds hf., verður væntanlega seld til Valdimars hf. í
Vogum. Kemur skipið í stað Þuríðar Halldórsdóttur
GK-94 sem Valdimar hf. selur til Þorbjarnar hf. í
Grindavík ef af viðskiptunum við Gunnarstind verður.
Stjórnarformaður og framkvæmdasljóri Gunn-
arstinds hf. fengu fyrir skömmu heimild stjórnar
fyrirtækisins til að gera samning um sölu Hafnareyj-
ar án kvóta. Er það liður í breytingum á fyrirtæk-
inu, hugsanlegri skiptingu þess í tvennt, og hefur
verið rætt um möguleika þess að kvótinn fari til
Búlandstinds hf. á Djúpavogi og samvinna verði um
hráefnisöflun fyrir frystihúsin á Djúpavogi og Breið-
dalsvík. Tveir eða fleiri aðilar buðu í Hafnarey og
hefur stjórnarformaður Gunnarstinds hf., Arnar
Bjarnason, samþykkt tilboð Valdimars hf. í skipið
og 100 tonna ýsukvóta með fyrirvara um staðfest-
ingu stjórnar.
Arnar óskaði eftir áliti hreppsnefnda Stöðvarfjarð-
ar og Breiðdalsvíkur sem eru stórir hluthafar í Gunn-
arstindi auk þess sem Breiðdalshreppur a.m.k. hefur
forkaupsrétt að skipinu. Vill hann að vilji hrepps-
nefndanna liggi fyrir áður en stjórnin afgreiðir söl-
una.
Yngt upp í Vogunum
Bæði skipin eru innan við 300 brúttórúmlestir að
stærð. Þuríður Halldórsdóttir (áður Skipaskagi AK)
er liðlega tuttugu ára gamalt skip, smíðað í Bret-
landi. Hafnarey er tólf ára gömul, smíðuð á Akra-
nesi og er eitt svokallaðra raðsmíðaskipa.
Magnús Agústsson, framkvæmdastjóri Valdimars
hf., segir að ef þessi viðskipti verði að veruleika
muni Þuríður Halldórsdóttir verða seld til Þorbjörns
hf. í Grindavík. Hann segir að skipið sé með svipað-
an kvóta og Hafnarey og sé því hægt að kaupa það
nánast kvótalaust. Hann segir vaka fyrir eigendum
fyrirtækisins að fá yngra skip.
Spennandifjölskylduœvintýri um páskana!
Bláa lónið cr útivistarparadís fyrir alla fjölskylduna. Þar upplifir hún hlýjar, spcnnandi
og eftirminnilegar samverustundir alla daga, árið um kring.
I Bláa lóninu er hver dagur ævintýri líkastur því stórkostlegt umhverfið skiptir um
ham eins og hendi sé veifað.
Þcss vegna cr Bláa lónið staður sem er skemmtilegt að heimsækja, aftur og aftur.
Opið yfir páskana:
Skírdagur
Föstudagurinn langi
Laugardagur
Páskadagur
Annar ípáskum
Opid kl.
Opið kl.
Opió kl.
Opid kl.
Opidkl. 10:00-21:00
10:00 - 21:00
10:00 - 21:00
10:00 - 21:00
10:00 - 21:00
Frítt fyrir börn 11 ára og yngri, í fylgd með foreidrum.
Láttu heilla þig upp úr skónum og fötunum,
komdu og upplifðu spennandi fjölskyldu-
ævintýri í Bláa lóninu.
BIAA
LÓNIÐ
-œvintýri líkast!
Heilsufélagið við Bláa lónið hf. Opið alla daga. Sími 68800, myndriti 68888. Víkkið sjóndeildarhringinn og kynnið ykkur útivistarmöguleika til allra átta út frá Bláa lóninu, þeir eru óþrjótandi:
Gönguferðir á Reykjanesfólkvangi, fuglaskoðun, golf, sigling, fomminjar, útilegumannabyggðir, silungsveiði og fleira. Hafið samband, við hjálpum þér að skipuleggja ógleymalega útivistarferð.
----♦ ♦ ♦--
Ufsinn
reyndist
vera þorskur
EFTIRLITSMAÐUR Fiskistofu
uppgötvaði nýlega kvótasvindl í
Keflavík. Með því að kanna inni-
hald fiskikerja sem áttu að vera
full af ufsa komst hann að því að
undir var falinn þorskur. Lögregl-
an var kölluð til og tók hún skýrslu
af skipstjóranum og vörubíl-
stjóranum og að sögn Þórðar Aril-
íussonar veiðieftirlitsmanns fer
málið dómstólaleiðina.
í ketjunum voru um það bil 3,5
tonn af fiski, þar af hátt í 2 tonn
af þorski. Þórður segir að eftirlits-
menn hafi aukið eftirlit með að í
kerjum sé sá fiskur sem upp er
gefinn og með nýrri reglugerð séu
vörubílstjórar gerðir ábyrgir og
gert að kanna þann afla sem þeir
flytja. Segir hann að í sumum til-
vikum hafi verið hvolft úr keijun-
um til að ganga úr skugga um
innihaldið. I 5-6 skipti hafi annar
fiskur komið í ljós en mun oftar
hafi allt reynst í stakasta lagi-
Telur hann algengara að heilu för-
munum hafi verið ekið framhjá
vikt og hafi verið reynt að herða
eftirlit með því, meðal annars með
nýju reglunum um ábyrgð bíl-
stjóra.
„Aðalvandamálið er þó að fá
menn til að koma með aflann að
landi og erfitt er að fylgjast með
því sem gerist úti á sjó,“ segir
Þórður.
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Páska-
vöndurinn
tilbúinn!
Opið skírdag,
laugardag og
annan í páskum
kl. 9-22.