Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna í KA-húsinu eftir söng Diddúar og Kristjáns
Einsöngvararnir
í essinu sínu
Akureyri. Morgunblaðið.
FAGNAÐARLÁTUNUM ætlaði
aldrei að linna eftir óperutón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands með einsöngvurunum
Kristjáni Jóhannssyni og Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur undir
stjórn Guðmundar Óla Gunnars-
sonar í troðfullu KA-húsinu á
Akureyri í gærkvöld. Áhorfend-
um dugði ekki minna en þrjú
aukalög eftir að langþráðum
tónleikunum lauk, en mikil eftir-
vænting var í bænum fyrir tón-
leikana. Vitað er að vegna
ófærðar bæði land- og flugleiðis
komst fólk ekki I tæka tíð fyrir
tónleikana, en húsið var samt
yfirfullt og var fólk þegar farið
að drifa að löngu áður en húsið
var opnað. Einsöngvararnir voru
í essinu sínu, þeir virtust ekki
síður en áhorfendur skemmta
sér hið besta og hrifu mannfjöld-
ann með sér. Fólk gat ekki á sér
setið, spennan var svo gífurleg
og fögnuðurinn að menn ruku
upp með húrrahrópum og klappi
í miðjum lögum. Eftir að ein-
söngvararnir höfðu verið klapp-
aðir upp i fyrsta sinn tók Krist-
ján að sér stjórn hljómsveitar-
innar og Diddú söng, en bros
mátti sjá á hverju andliti í saln-
um. Síðan tók Kristján Hamra-
borgina með tilþrifum og loks
sungu þau og dönsuðu saman í
allra síðasta laginu.
Fagnaðarfundir baksviðs
Að tónleikum loknum urðu
miklir fagnaðarfundir baksviðs.
Ættingjar og vinir Kristjáns,
sem var að syngja í heimabæ
sínum eftir langa fjarveru,
þyrptust i búningsklefana til að
fagna með einsöngvurunum.
Hlátur „Konnaranna", eins og
ættin er tíðum nefnd á Akur-
eyri, hefur eflaust hljómað út til
lögreglumannanna á gatnamót-
unurn sem stjórnuðu umferðinni
af myndarskap eftir tónleikana.
Heiðursgestir átónleikunum
voru Fanney Oddgeirsdóttir,
móðir Kristjáns, Jakob Tryggva-
son, Sigurður Demetz Franzson
og Áskell Jónsson en nöfn þeirra
eru óijúfanlega tengd sögu
sönglistar á Akureyri.
„Þetta voru stórkostlegir tón-
Ieikar,“ sagði Jón Hlöðver
Áskelsson gagnrýnandi Morgun-
blaðsins um tónleikana. „Það er
magnað að upplifa að við skulum
fá að njóta söngs á heimsmæli-
kvarða, að heyra t.d. í Kristjáni
á toppi síns ferils. Það er líka
mikilvægt að Akureyringar skuli
eiga hljómsveit sem náð hefur
eins langt og Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Við njótum upp-
skeru margra ára þróunarstarfs
á þeim vettvangi.“
Tvö feikna kaliber
Helgi Sigfússon og Guðrún
Krisljánsdóttir komu úr Hrísey
siðdegis í gær til að hlýða á
óperutónleikana. Það var þó
nokkuð hvasst og veltingur á
leiðinni á tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands,
Krisljáns Jóhannssonar og Sig-
rúnar Hjálmtýsdóttur.
„Þetta eru tvö feikna kaliber,"
sagði Helgi um einsöngvarana,
Krislján og Diddú. „Það er stór-
kostlegt að vera hér í kvöld,“
bætti Guðrún við. Þau hjónin
voru á tónleikunum í íþrótta-
skemmunni fyrir 8 árum þegar
Kristján söng síðast í heimabæ
sínum. „Hann hefur mikið bætt
sig síðan, hann er feikna góður.
Við höfum ekki heyrt Diddú
syngja á tónleikum áður, hún er
prímadonna.“
Stórkostlegt upphaf á
páskahátíðinni
Forstjórar beggja skipafélag-
anna, Eimskips og Samskips,
voru á tónleikunum í gærkvöld.
„Það er stórkostlegt að hlusta á
Kristján hérna á Akureyri,“
sagði Ólafur Ólafsson hjá Sam-
skip. Ingibjörg Kristjánsdóttir
eiginkona hans sagði að stemmn-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ólafur Ólafsson og
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Alfreð
Gíslason
Helgi Sigfússon og
Guðrún Kristjánsdóttir
ingin í KA-húsinu væri einstak-
lega góð.
Þau heyrðu Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur syngja í La traviata í
óperunni í vetur og þá voru þau
viðstödd þegar Kristján debúter-
aði í Ohio í Bandaríkjunum. „Það
var 1986 eða 1987 og hann hefur
mikið bætt sig síðan,“ sagði Ólaf-
ur, en hann setti helst fyrir sig
að hljómburðurinn væri ekki
nægilega góður; tónleikarnir
liðu að nokkru fyrir að vera
haldnir í íþróttahúsi. „En það
er stórkostleg upplifun að vera
hérna, virkilega góð byijun á
páskahátíðinni,“ sögðu þau „Við
förum alltaf til Akureyrar um
páskana, Akureyri er okkar
Austurríki. Og það er ekki ama-
legt að byija á þessu.“
Mikil upplifun
„Þetta er alveg frábært;
hljómsveitin er virkilega góð og
einsöngvararnir stórkostlegir,“
sagði Alfreð Gíslason, formaður
menningarmálanefndar Akur-
eyrar og landsþekktur hand-
boltakappi. „Ég er virkilega
ánægður, sérstaklega finnst mér
að vel hafi tekist til með hljóm-
burðinn en það hefur verið unn-
ið að breytingum á húsinu að
undanförnu,“ sagði Alfreð.
„Stemmningin er gífurlega góð,
fólk hefur beðið með mikilli
eftirvæntingu eftir þessum tón-
leikum, þetta er mikil upplifun,“
sagði Alfreð sem aldrei áður
hafði heyrt í Kristjáni frænda
sínum á tónleikum.
TONOST
íþróttahús KA á Akurcyri
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
NORÐURLANDS, KRISTJÁN
JÓHANNSSON OG SIGRÚN
HJÁLMTÝSDÓTTIR
4. tónleikar Sinfóniuhljómsveitar
Norðurlands starfsárið 1994-1995. Konsert-
meistari: Szymon Kuran. mjómsveitarstjóri:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
TÓNVERK á efnisskrá eftir tónskáldin: Biz-
et: úr óperunni Carmen - forleikur og Blóma-
aría. Gounod: úr óperunni Rómeó og Júlíu -
arían Dieu, quel. Puccini: Cappriccio sinfonico
og aríumar Che gelida manina og Mi chiam-
ano Mimi ásamt dúettinum 0 soave fanciulla
úr óperunni La Bohéme. Mascagni: Intermezzo
úr óperunni Cavalleria rusticana. Giordano:
arían Come un bel di di maggio úr óperunni
Andrea Chénier. Verdi: úr óperunni La trav-
iata — forleikur, aríurnar De’ miei bollenti
spiriti og Sempre libera ásamt dúettunum Un
di felice, etera og Parigi, o cara. Miðvikudagur
12. apríl.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lauk sínu
öðru starfsári með þessum tónleikum. Hljóm-
sveitin er arftaki Kammerhljómsveitar Akur-
eyrar sem áður hafði leikið á 30 tónleikum á
8 árum. Hinn fasti kjarni hljómsveitarinnar
er skipaður hljóðfærakennurum er starfa á
Akureyri eða í nágrenni og nemendum sem
lengst hafa náð í hljóðfæranámi og telur sá
hópur um 30 manns. Svo fer það eftir efnis-
skrá hvetju sinni hve marga þarf að sækja
að, en flestir gestahljóðfæraleikaranna koma
frá Reykjavík, atvinnuhljóðfæraleikarar og
einnig nemendur á efstu stigum hljóðfæra-
náms. Reyndar þarf því að byggja að nokkru
í forgarði
dýrðarinnar
upp nýja hljómsveit fyrir hveija tónleika þó
heimakjarninn eflist við hveija raun.
Slíkar breytingar reyna sérstaklega mikið á
skipulag og stjórnun. Einnig verður val verk-
efna vandasamara. Hlutur hljómsveitarstjór-
ans við slíkar aðstæður er mjög stór því vinna
þarf hart, skipulega og listrænt á mjög skömm-
um tíma, því miður við erfið skilyrði. Því upp-
lifum við í hvert skipti á tónleikum hljómsveit-
arinnar, þegar vel gengur, árangur, sem fræði-
lega á nánast ekki að vera unnt að ná.
Að þessu sinni var hljómsveitin fjölmennari
en nokkru sinni fyrr eða skipuð nær 60 hljóð-
færaleikurum. Nær alla nothæfa stóla úr skól-
um bæjarins þurfti að flytja í íþróttahúsið svo
það mætti hýsa 1.400 áheyrendur. Slíkurstóla-
burður og umturnun íþróttahúsa hefur reyndar
í áratugi verið fastur þáttur í plageríi þeirra
sem standa að slíkum tónleikum á Akureyri.
Er kominn tími til að breyta? Allt bramboltið
eykur trúlega á eftirvæntinguna' í loftinu, þó
var hún fyrst og fremst bundin því sem áheyr-
endum var boðið að hlýða á.
Táknrænum fyrir komu vorsins, frægasta
farfugli og söngvara á Akureyri, Kristjáni
Jóhannssyni stórtenór, er fagnað innilega og
ekki spillir að helmingur söngvaraparsins, hún
Sigrún Hjálmtýsdóttir, hafi náð hvað glæsileg-
ustu og hæstu flugi íslenskra söngkvenna á
söngsviði okkar á síðustu árum. Með sérstakri
tilhlökkun og eftirvæntingu var því haldið á
tónleikana í gærkvöldi. Tónleikar eiga, ef vel
á að vera, að búa um sig og hrærast í bijósti
áheyrenda áður en þeir hefjast.
í upphafi var hljómsveitin í Carmen-forleikn-
um eftir Bizet svolítið varfærnisleg og tréblást-
urshljóðfærin ögn litdauf í seinni hlutanum,
byijunartakta hljóðfæra í Blómaaríunni vant-
aði meiri hlýju, en söngur Kristjáns frá fyrsta
tóni laðaði fram heitari og tilfinningaríkari
leik og raunar var stigmögnun hlýju og auð-
ugra blæbrigða allan tímann til loka tónleik-
anna. í aríunni Dieu, quel úr óperunni Rómeó
og Júlíu eftir Gounod lék Sigrún við hlustir
okkar með silkimjúkum tónum fluttum af sér-
stakri leikni. í Capriccio sinfonico eftir Puccini
vantaði meiri andstæður í styrkleika, meiri
kraft í byijun og einnig leiftur í valstaktinn
síðar og tenóraría allra tenóraría, Che gelida
manina úr óperunni La Bohéme eftir sama
höfund hljómaði frá Kristjáni eins og þeim sem
valdið hefur. í aríunni Mi chiamano Mimi og
dúettinum 0 soave fanciulla úr sömu óperu
var söngur beggja hrífandi en Sigrún var að-
eins of varfærin.
Að loknu hléi lék hljómsveitin hið þekkta
Intermezzo úr óperunni Cavalleria rusticana
af miklu næmi og var mótun Guðmundar Óla
á heildinni góð. Aríuna Come un bel di di
maggio úr óperunni Andrea Chénier eftir Gi-
ordano söng tenórinn af glæsibrag og þrótti.
Svo kom niðurlag tónleikanna með framúr-
skarandi hætti. Strax og fyrsta stefið hljóm-
aði veikt og rólega í La traviata - forleik
Verdis, þar sem konsertmeistarinn leiddi af
miklu næmi og öryggi, var maður staddur í
forgarði dýrðarinnar og aríurnar De’ miei bol-
lenti spiriti og Sempre libera, ásamt dúettunum
Un di felice, etera og Parigi, o cara færðu
mann inn í heitan unaðsreit, sem vel hæfði
því hitastigi sem var í salnum.
Það væri vanþakklæti og raunar fyrst og
fremst til að sýna hæfni gagnrýnandans að
telja upp smáatriði, s.s. ósamræmi milli tenórs
og hörpu, er hann söng baksviðs eða örlitla
hæsi Kristjáns á miðsviði. Langvinnt klapp,
sú gleði sem ríkti, svör söngvara með aukalög-
um og meiri gleði segir það sem segja þarf.
Framúrskarandi frammistaða hljómsveitar,
hljómsveitarstjóra og söngvara.
Það var mjög ánægjulegt að heiðursgestir
tónleikanna voru fulltrúar þess starfs sem
hefur verið varið til að yrkja tónlistaijarðveg-
inn á Akureyri og um leið miklir örlagavaldar
í söngferli Kristjáns, þeir Jakob Tryggvason,
fyrrverandi organisti og skólastjóri Tónlistar-
skólans á Akureyri, Áskell Jónsson söngstjóri
og Sigurður Demetz, söngvari og söngkennari
Kristjáns, að ógleymdri móður hans, Fanneyju
Oddgeirsdóttur. Það er skemmtilega kínverskt
að muna eftir þeim sem vörðuðu veginn og
komu okkur þangað sem við erum.
Jón Hlöðver Áskelsson