Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
i
■
' ' : '
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
SÉRA SKÍRNIR Garðarsson hóf prestskap í Búðardal og hefur síðan þjónað víða í Norður-Noregi. Bæði meðal flökkufólks og heimiiislausra, fanga,
hreindýrabænda í Finnmörku, sjómanna í Tromsö og námamanna á Svalbarða.
EG HEF alltaf verið Norður-
hjaramaður," segir séra
Skírnir Garðarsson, nú
sóknarprestur í Tempe-
prestakalli í Niðarósi.
Leiðir hans hafa legið víða
um Norður-Noreg frá því
hann flutti frá íslandi fyrir
16 árum. Hann segist kunna því
betur að starfa úti á meðal fólksins
en að sitja á prestafundum og unir
sér best á meðal þeirra sem ekki
vita hvað „kyrie eieison" (Drottinn
miskunna þú oss) þýðir. Hann var
um tíma prestur flökkufólks og
fanga, afleysingaprestur meðal sjó-
manna í Tromsö og hreindýrabænda
í Finnmörku. Séra Skímir þjónaði í
þrjú ár á Svalbarða og tók þar með-
al annars þátt í Biblíusmygli austur
fyrir tjald. Nú hefur hann sest um
kyrrt í Niðarósi, einum höfuðstað
norrænnar kristni.
Tempe-sókn í Þrándheimi liggur
að sóknarmörkum Dómkirkjunnar í
Niðarósi. Við heimsóttum séra Skími
stilltan vetrardag meðan dúraði á
milli lægða sem koma frá íslandi og
ausa snjó yfír Noregsstrendur. Grein-
ar trjánna sliguðust undan drifhvítri
mjöllinni og reykurinn liðaðist úr
skorsteinunum á húsunum í kringum
kirkjuna. Ilmur af bmnnum viði fyllti
loftið og umhverfíð minnti á jólakort.
Séra Skímir lauk guðfræðinámi
frá Háskóla íslands 1976, var vígður
af herra Sigurbimi Einarssyni bisk-
upi til Búðardals og þjónaði þar í tvö
ár. Skírnir er giftur norskri konu,
Torill og eiga þau þijú börn. „Við
kynntumst á íslandi. Hún er fædd í
Noregi en bjó lengi á íslandi og talar
íslensku. Meðan ég var í guðfræði-
námi sótti ég um frí til að kynnast
norsku kirkjunni og leit við í Háskól-
anum í Bergen og einnig í Osló. Ég
tók þrjú fög til guðfræðiprófs hér 5
Noregi og að loknu embættisprófi fór
ég hingað til framhaldsnáms í sái-
gæslu og hef réttindi hér sem sjúkra-
húsprestur.“
Prestur heimilislausra
Þau Skímir og Torill fluttu fyrst
til Mæris. Skímir var ráðinn farprest-
ur og gegndi því embætti í þijú ár.
Hann ferðaðist víða, þjónaði heimilis-
lausu fólki og afbrotamönnum sam-
hliða framhaldsnámi. Aðalviðfangs-
efnið var að sinna farandfólki, sem
stundum er nefnt tatarar. „Ég held
að þessi tegund af fólki hafí aldrei
verið til á íslandi," segir Skírnir.
„Það má segja að þetta fólk sé um
sumt skylt sígaunum í Suður-Evr-
ópu. Það býr gjaman í hjólhýsum
og ferðast um á sumrin en sest um
kyrrt yfir köldustu mánuðina. Þá fær
það sér Ieigt eða kemur hjólhýsinu
fyrir á heppilegum stað. Þegar ég
vann við þetta í lok 8. áratugarins
vom skráðir um 1000 heimilislausir
í Noregi. Þeim hefur heldur fækkað,
enda allt gert til að fá þessu fólki
fasta búsetu."
Skírnir bjó með fjölskyldu sinni í
Svanviken þar sem var opið fan'gelsi
fyrir afbrotamenn úr hópi hinna
heimilislausu. Á stofnuninni var rúm
fyrir tíu fjölskyldur. Margir hinna
heimilislausu voru með minniháttar
brot á samviskunni. Þeir óku próf-
lausir, höfðu jafnvel aldrei tekið bíl-
próf og lentu í ýmsum smáafbrotum.
Fólk fékk að afplána væga refsidóma
þarna á stofnuninni. „Hlutverk mitt
Séra Skímir Garðarsson
hefur víða þjónað í
Norður-Noregi og er nú
sóknarprestur í Niðar-
ósi. Guðni Einarsson
heimsótti séra Skími og
ræddi við hann, meðal
annars um prestsþjón-
ustu á Svalbarða.
var meðal annars að fara í fangelsin
og meta hveijir ættu frekar heima á
upptökuheimilinu en í venjulegu
fangelsi," segir séra Skírnir. „Óft var
um að ræða sambýlisfólk, þar sem
annað hvort eða bæði voru í fangelsi
og bömin í reiðileysi.
Ég var ráðinn bæði sem prestur
og kennari þessa fólks, kenndi því
meira að segja norsku. Ég hef raun-
ar unnið alltaf meira og minna við
kennslu með prestskapnum. Þarna
var fólk sem hafði ekki verið í skóla
og kunni ekki að lesa hvað þá ann-
að. Áhugi minn á kennslu og starfí
meðal þessa fölks vaknaði. Sú stefna
varð síðan ofaná að loka helst öllum
stórum stofnunum og þessi stofnun
var lögð niður og starf mitt þar með.“
Sóknarprestur á Svalbarða
Séra Skímir og Torill fluttu með
bömin sín þijú til Longyearbyen á
Svalbarða 1985 og bjó fjölskyldan
þar í tvö ár. Sr. Skírni er dvölin í
Longyearbyen eftirminnileg. Þama
er lítil kapella með um 50 sætum
þar sem kirkjulegar athafnir og
guðsþjónustur fara fram. Safnaðar-
starfið ber þess merki að mikill
minnihluti íbúanna er fjölskyldufólk
og lítið af bömum. Meirihlutinn er
einhleypir karlar eða þá að fjölskyld-
ur þeirra búa annars staðar. í norsku
byggðinni bjuggu um 1200 manns
og þar af var meira en helmingurinn
námamenn. Hinir voru við rannsókn-
arstörf og ýmislegt annað.
„Það er bara einn prestur á Sval-
barða í einu og ekki fastráðinn," seg-
ir sr. Skímir. „Á Svalbarða er eigin-
lega ekki neitt til neins sem tilheyrir
daglegu lífí. Þetta er ekki venjulegt
samfélag. Það er ekki einu sinni
hægt að vera þar veikur. Þama er
lítið sjúkrahús en ef fólk lenti í ein-
hveijum verulegum vandræðum var
eina leiðin að senda það heim. Það
var flogið tvisvar í viku og einangrun-
in eiginlega horfín. Nú er bæði hægt
að hlusta á útvarp og horfa þar á
sjónvarp,“ segir sr. Skímir.
Rússar í Barentsburg
Séra Skímir hefur um árabil verið
áhugasamur um tengsl norsku kirkj-
unnar í austurveg. Sá áhugi vaknaði
þegar hann starfaði í Finnmörku í
Norður-Noregi þar sem mönnum
varð oft hugsað til nálægðar rúss-
neska bjamarins. Hann hefur kynnst
bæði Rússum og Pólveijum f gegnum
kirkjulegt starf og átt mikil sam-
skipti við kristna í Póllandi. Skímir
kann svolítið í rússnesku og getur
haldið uppi samræðum á því máli.
Á Svalbarða er byggð Rússa sem
heitir Barentsburg. Skímir gat þó
ekki notað nágrennið við Rússana
til að æfa sig í rússnesku, því á þess-
um árum var íbúum í Longyearbyen
að mestu bannað að hafa samskipti
við Rússana. Eitt lítið atvik sýnir hve
langt var í raun á milli þessara ná-
grannabæja.
Einu sinni sem oftar fóru þau
Skímir og Torill í vélsíeðaferð. Þá
hittu þau nokkra Rússa sem voru á
snjóbfl. Skímir tók Rússana tali og
spurði hvort þeir gætu ekki selt hon-
um samovar, eða rússneskan teketil.
Þeir héldu það nú þótt viðskipti væru
bönnuð á milli þessara nágranna.
„Vjð ákváðum að hittast á sama stað
daginn eftir klukkan 12,“ segir
Skímir. „Við brunuðum á tilsettum
tíma til stefnumótsins en það voru
engir Rússar á staðnum og við
ákváðum að bíða. Klukkan var að
verða tvö þegar við heyrðum drunur
í díselmótor í fjarska og Rússamir
komu brunandi á beltavélinni. Okkur
var orðið kalt og ég hálf afundinn
og spurði hvað það ætti að þýða að