Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 35 mæta allt of seint á stefnumótið. Sá sem hafði orð fyrir Rússunum hristi bara höfuðið og benti á úrið sitt, það vantaði þá tíu mínútur í tólf. Þeir notuðu þá ekki sama tíma og við í Longyearbyen. Biblíusmygl Á tímum kommúnismans í Rúss- landi voru Biblíur bannvara og mik- ill Biblíuskortur í landinu. Skírnir tók þátt í því að bæta úr skortinum. „Biblían var ekki vel séð af rússnesk- um yfirvöldum. Mér var sagt á Sval- barða að rússneskir námamenn sem væru teknir með Biblíur ættu á hættu að vera sendir heim,“ segir Skírnir. „Ég þekkti prest í Norður-Noregi sem stundaði smygl á Biblíum austur yfir í mörg ár. Ég var um tíma milliliður. Við fengum sendar rúss- neskar Biblíur frá presti í Suður-Nor- egi. Það voru mjög margir milliliðir og ég vissi aldrei nákvæmlega hvað- an ég fékk bækumar, né heldur hver tók- við þeim af mér. Eitt sumarið lagði ég Biblíupakkann undir bíl á vissum stað og annar milliliður tók við bókunum þar. Ég sá hann aldr- ei, en þegar ég kom að bílnum dag- inn eftir var pakkinn alltaf horfinn." Villuráfandi hirðir Skímir segist ekki hafa komist í kast við ísbimi á Svalbarða, en þó hafa séð þá bæði úr flugvél og af vélsleða. Dvölin þama hafi yfirleitt ekki verið mjög háskaleg. „Einu sinni lenti ég þó í ævintýri sem hefði getað endað ilia. Það var eftir messu að við ákváðum að fara í smá vélsleðaferða- lag, presturinn og söfnuðurinn. Við vorum á milli 10 og 15 sem fómm á jafnmörgum sleðum og ætluðum að vera um tvo tíma í ferðinni. Söfnuður- inn ók á undan og ég rak lestina. Þegar við vorum komin 5 til 6 kílómetra inn á jökulinn rákumst við á tvo menn á sleða sem var stopp vegna vélarbilunar. Miskunnsami Samvetjinn kom upp í mér svo ég fór að hjálpa þeim. Það tók ekki nema nokkrar mínútur en þegar ég leit upp þafði söfnuðurinn stungið mig af. Ég sá hvergi til þeirra en ákvað að reyna að ná þeim. Það var ekki um annað að ræða en fylgja slóðinni og ég keyrði allt hvað af tók. Þetta var seinni part vetrar, sól og blíða og þykkur snjór yfir öllu. Sleðinn fór eins hratt og reimarn- ar þoldu, en það var sama hvað ég keyrði hratt, ég sá engan. Þegar ég var búinn að keyra lengi fór ég að Morgunblaðið/Ragnar Axelsson. „ÉG HEF alltaf verið Norðurhjaramaður," segir séra Skírnir Garðarsson, sóknarprestur í Tempe-prestakalli í Niðarósi. SENDIHERRA Rússa í Noregi kom í heim- sókn til Svalbarða 1985 og leit við í kapell- unni hjá sr. Skírni. efast um hvert ég væri að fara. Það rann upp fyrir mér að ég myndi ekki ná þeim, þótt ég hefði fylgt slóðinni. Eg skildi ekkert í því að þau höfðu ekki stoppað til að bíða eftir mér. Ég stöðvaði sleðann og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var, þekkti ekki landslag- ið. Þetta ruglaði mig einhvern veginn þannig að ég fór að efast um í hvaða átt ég átti að halda því slóðin var í báðar áttir bg ég rammáttavilltur. Ég ætlaði að snúa við en endaði með því að gera þá vitleysu sem villt- ir menn gera gjarnan, ég keyrði í öfuga átt. Skyndilega beygði slóðin 90 gráður og ég var viss um að þetta gæti ekki verið rétt. Mér fannst norð- ur vera suður og austur vera vestur, það var allt snúið við. Sauðirnir rötuðu heim Nú gerði ég þau reginmistök að fara úr slóðinni og ætla að keyra beint heim eftir því sem mér fannst vera rétt. Það var farið að minnka bensínið á tanknum og ekki gott að verða eldsneytislaus þarna í jöku- lauðninni. Eftir stuttan spöl kom ég á nýja slóð og varð heldur en ekki feginn, þetta hlaut að vera leiðin heim. Þessu spori fylgdi ég og keyrði góða stund. Þá allt í einu rann upp fyrir mér að ég keyrði hring eftir hring í kringum hæð og fylgdi minni eigin slóð.“ Hvert sem litið var sást ekkert nema hvít jökulsléttan, smáhólar og hæðadrög voru það eina sem skar sig úr endalausri auðninni. Skírnir segist hafa stoppað og tekið sjálfan sig taki. Honum varð ljóst að hann varð að hugsa málið upp á nýtt. „Ég kom auga á staur, eða lítinn borturn, uppi í hlíð og hugsaði með mér: Drottinn minn dýri, olíuborturn hér? Ég keyrði upp að þessu mann- virki og sá mér til mikillar skelfingar að á kassa, sem stóð hjá turninum, var letrað á rússnesku Sprengiefni. Ég greip upp vasabók og tók að skrifa hjá mér. ’Klukkan þetta og þetta fann ég ólöglegan rússneskan bor og sprengiefni...’ Þetta ætlaði ég að styðj- ast við þegar ég til- kynnti norska sýslu- manninum um hið ólög- lega athæfi! Ég tyllti mér á kass- ann og þar sem ég sat rann upp fyrir mér ljós: ég var kominn inn að Barentsburg. Ég var meira að segja inni á bannsvæðí þar sem ferðamönnum var bann- að að koma. Ég hafði þá keyrt eina 40 kíló- metra í öfuga átt frá því ég skildi við mennina á bilaða sleðanum. Það sem bjargaði mér var að veðrið var gott og ég því ekki í beinni lífs- hættu. Ég keyrði heim til Rússa sem bjuggu þarna og fékk hjá þeim bensín áður en ég sneri heim. Það var komið fram á kvöld þegar ég loks kom til Longyearbyen. Þá var hafín leit að mér og búið að leita eina tvo tíma að þessum týnda hirði, en sauðirnir höfðu skilað sér með tölu!“ Sóknarprestur í Tempe-sókn Séra Skírnir var búinn að leysa af í Tempe-prestakalli tvisvar áður en hann var kallaður til þjónustu þar árið 1987. Hann segir að það hafi verið tímabært að setjast um kyrrt. Börnin komin á skólaaldur og fjöl- skyldan farin að þreytast á flutning- um. Sóknarbörnin eru vel á 5. þúsund og auk aðalsóknarkirkjunnar heyra tvær kapellur til safnaðarstarfinu. Kirkjusóknin er fremur góð og safn- aðarstarfið öflugt. Aðspurður um muninn á starfs- aðstöðu presta í Noregi og á íslandi telur Skírnir að prestar á Islandi þurfi að sinna fleiri verksviðum en til dæmis presturinn í Tempesókn. Alls vinna 7 starfsmenn hjá söfnuðin- um, ýmist í heilu eða hálfu starfi. í fullu starfi eru tveir prestar, djákni sem annast ýmsa félagslega þjónustu og heimsóknir til fólks og organisti og kórstjóri. Húsvörður, skrifstof- ustúlka og umsjónarmaður bama- starfs eru í hlutastarfi. Auk guðs- þjónustuhalds taka athafnir á borð við skírnir, jarðarfarir og giftingar, auk stjórnunarstarfa, mikinn tíma hjá prestinum. „Miðað við það sem ég kynntist heima var presturinn mikið einn að rolast og svo voru org- anisti og meðhjálpari við hveija kirkju. Hér axla fleiri störfin. Ég hef ekld fylgst með kjaramálum presta á íslandi, en ég held að afkoman sé eitthvað betri hér. Þó eru hér engar aukatekjur, allir prestar era á sama kaupi." Börnum kennt móðurmálið Séra Skímir er mikill málamaður, en segist lesa fleiri mál en hann tal- ar. Auk íslensku og norsku talar hann ensku, þýsku, rússnesku og hefur haldið við grískunni úr guð- fræðideildinni. Hann hefur um árabi lagt stund á móðurmálskennshi fyrii íslensk börn í Þrándheimi. „Ég he: alltaf sagt að það sé leiðinlegt ei íslendingar í Noregi týna málinu,1 segir Skírnir. „Hér í Þrándheimi býi slangur af Islendingum, jafnvel bæð hjónin íslensk en krakkarnir vilje tapa málinu. í vetur er ég með se> börn frá 7 ára til 15 ára aldurs. Þai hafa búið hér frá fæðingu, með einn undantekningu, og hafa gengið norska skóla alla sína skólagöngu Hvert barn fær yfirleitt eina kennslu- stund í íslensku á viku. Maður kemst ekki langt á því en það nægir til að halda íslenskunni við.“ Fyrstu árin var málfræði og staf- setning ofarlega á dagskrá en und- anfarin tvö ár hefur Skímir breytt um námsefni. „Nú legg ég miklu meiri áherslu á íslenska menningu, bókmenntir og þjóðfræði. Við erum búin að pæla í gegnum verk fjögurra höfunda, Stefáns Jónssonar, Guðrún- ar Helgadóttur, Tómasar Guðmunds- sonar og Andrésar Indriðasonar. Ég læt börnin lesa og leysa verkefni. Þau hafa meiri áhuga á þessu en málfræðinni. Auk þess förum við á haustin í gönguferð eða útilegu, skoðum fugla og fiska og ég segi þeim hvað þessi fyrirbæri heita á íslensku. Fyrir jólin steikjum við laufabrauð eða kleinur og svo hitt- umst við á þorranum." Skírnir segir að þessi viðleitni njóti ekki mikils skilnings á íslandi. Móðurmálskennarar á Norðurlönd- um hafa sótt um styrki að heiman og fengið svolítið af kennslugögnum en takmarkaðan stuðning að öðru leyti. Það sem knýr þetta starf er löngunin til að viðhalda tengslunum við föðurlandið. Varðveita tunguna, það sem öðru fremur gerir fólk að Islendingum. Jafnt þótt það búi í Noregi. A INTERNETI Ókeypis áskrift í apríl! http://www.strengur.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.