Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
af að sjá alla þessa menningu Spán-
vetja. Við heimsóttum fjölmargar
frægar borgir og enduðum í Barcel-
ona. Á þessum tíma var Benidorm
alveg nýr staður, þar voru þá að-
eins til tvö góð hótel.“
Það eru sem sagt liðin allmörg
ár síðan íslendingar voru fyrst á
rölti á suðrænni strönd, léttklæddir
og lausgyrtir og alsendis undrandi
á hinu milda veðurfari. „Þetta var
sannarlega mikil tilbreyting fyrir
íslendinga þá og nýmæli, þótt það
sé það ekki í dag,“ segir Ingólfur.
Um fimmtíu manns voru með Ing-
ólfi í þessari fyrstu Spánarferð
hans, „eins margir og komust í
þessa DC6 flugvél. Meðal farþega
var margt af frammáfólki hins ís-
lenska samfélags. Þessi ferð er
fyrir margra hluta sakir afar eftir-
minnileg. Svo þróaðist þetta stig
af stigi. Þegar þotuöldin hófst, árið
1969, þá fór ég að leigja flugvélar
og fljúga með fólk beint til Spánar
og seinna til Ítalíu.“
Ferðir Ingólfs Guðbrandssonar
nutu frá upphafi vinsælda. „Það
voru auðvitað til einstaka aftur-
haldsseggir sem fannst það fásinna
að eyða peningum í að fara til út-
landa að þarflausu, töldu það sóun
á verðmætum, en það sýnir best
hve fráleitur sá hugsunarháttur er
að ferðaþjónustan er orðin ein aðal-
atvinnugreinin í heiminum," segir
Ingólfur. „En þeir voru fáir sem
þannig hugsuðu, fólk var almennt
allshugar fegíð að fá tækifæri til
að komast á framandi slóðir. Þetta
þóttu langferðir þá þótt þær þyki
það ekki í dag,“ bætir hann við.
En var ekki mikið mál að skipu-
leggja þessar ferðir allar?
„Eg hef alltaf náð góðum samn-
ingum, þeir samningar urðu grund-
völlur þess að ferðalög urðu í fyrsta
skipti almenningseign. Fólk flykkt-
ist suður á strendur Miðjarðarhafs-
ins. Fyrst til Spánar, síðan til ítal-
íu, Júgóslavíu og þar á eftir til
Grikklands og í lokin til Portúgals.
Þetta var blómaskeið sólarlanda-
ferðanna. Ferðir sem þessar hafa
hins vegar dregist mjög mikið sam-
an.“
Hvers vegna skyldi þessi breyt-
ing hafa orðið?
„Þeir staðir sem sköruðu fram
úr sem hvíldar- og skemmtistaðir
í Suður-Evrópu fyrir 20 til 30 árum
hafa flestir mjög dalað og fólk fínn-
ur ekki í dag þá „stemmningu“ sem
ríkti þar þá,“ segir Ingólfur. „Það
er sorglegt hvað margir þessir stað-
ir eru orðnir ofurseldir sölu-
mennsku hvers konar og einkenn-
ast af lélegri þjónustu og lágmenn-
ingu. Það er ekki sama ævintýrið
að koma til þessara landa og var
fyrir tveimur áratugum, ýmsir
þessir staðir eru nú eins og skuggi
af sjálfum sér.“
Góðir samningar
grundvöllurinn
Góðir samningar eru grundvöllur
þess að ferðalög urðu möguleg fyr-
ir íslenskan almenning, er niður-
staða Ingólfs Guðbrandssonar.
Hvernig skyldi hans samninga-
tækni vera?
„Mín viðskipti hafa alltaf byggst
á persónulegum tengslum við fólk,“
segir hann. „Mín sambönd út um
allan heim byggjast enn á þessari
reglu. Ég á hlaða af bókum með
heimilisföngum fólks sem ég hef
samskipti, kunningsskap ogjafnvel
nánin vináttutengsl við. Þetta er
úrvals fagfólk út um allan heim.
Þeir sem kynnast mér vel átta sig
á að ég er mjög næm persóna. Ég
finn marga hluti á mér, það eru
ýmsir slíkir hæfileikar sem nýtast
mér mjög vel, almennt, í samskipt-
um við fólk og viðskiptum, kannski
má kalla þetta innsæi.
Annað mál er það að ég stofna
ekki til neinna samninga án þess
að hafa kynnt mér sjálfur hvað í
boði er. Ég kanna sjálfur allt og
vel úr, það er meginregla. Sem
dæmi get ég sagt frá ferð minni
um slóðir við Karíbahafið fyrir
nokkru. Ég fór með ungum ferða-
skrifstofumanni til þess að skoða
hótel. Hann leit á mig undrandi
þegar ég sagði að ég þyrfti ekki
„Ég hef alltaf náð
góðum samningum,
þeir samningar urðu
grundvöllur þess að
ferðalög urðu í
fyrsta skipti almenn-
ingseign. Fólk
flykktist suður á
strendur Miðjarðar-
hafsins."
nema fimm mínútur til þess að
átta mig á hvort ég vildi tiltekið
hótel eða ekki. Ég þarf oft ekki
nema koma inn í anddyrið til þess
að finná andrúmsloftið og sjá bún-
aðinn, ég hef orðið það mikla
reynslu á þessu sviði að ég sé fljótt
ýmsa hluti sem aðrir veita kannski
ekki athygli."
Talið snýst á ný um innsæi, hef-
ur það nokkurn tíma nýst Ingólfi
sem viðvörun?
„Ég hef verið ákaflega heppinn
á mínum ferli. Ég hef aðeins einu
sinni lent í slysi í mínum ferðalög-
um. En þá var eins og ég fyndi á
mér hvað var í aðsigi áður en ferða-
lagið hófst. Það var bílferð sem
stóð í tvo daga og lauk hársbreidd
frá dauðanum, ég gat ekkert gert,
var aðeins fórnarlamb glæfraháttar
annarra. Forboðinn var samt ekki
nægilega sterkur til að hindra mig
í að fara.
Ég er trúaður maður og hef
hugsað mikið um rök og gang til-
verunnar, en þessi innsæistilfínning
tengist því samt ekki nema óbein-
línis, líklega stafar þetta fremur
af því að skynjun mín er á ýmsum
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 31
Fullhomlega frjáls!
M eð Freeway 4sa frá simdnsen
LólastóT vasatatstaT og
bWas\m\ ty'w \s\ensW.a
tatsimaV.e'rttó iHWÁ 4001
S\e\Vu(,\feYw< oq
m\bQ meótæ\Wegu\
Ua\Q\\ 'pasgWeQW e\a\o\eto\
Ho\sV,\\ó\\ou\\ 09
óapóosV. ijæba \\am\e\ós\a
K'jtuWuþfet Wostma
Síöumúla 37-108 Reykjavík
S. 91-687570 - Fax.91-687447
i-ermmgartUDoo z
HLJÓMTÆK|ASAMSIÆÐA
Þessi fullkomna hljómtækjasamstæba, Goldstar FFH-333
er hlabin tæknibúnabi - ú góbu verbi!
• ÞriggjQ ljósráka geislospilari met 32 laga minni
• 64 W magnari með innb. forstilltum tónjafnara
• Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa
• Fjarstýiftur styrkstillir
• Tengi fyrir sjónvarp eba myndbandstæki
• Allar abgerbir birtast ó fljótandi kristalsskjó
• Klukka og tímarofl
Útvarp meb FM, MW og LW-bylgjum 30
stöbva minni
Tvöfalt Dolby kassettutækí m.a. meö:
Sjálfvirkri spiiun beggja hliöa og hmbupptöku
Fullkomin fjarstýring
Tveir vandabir hátalarar meb loftun f/ bassa
Stærb: Br.: 27 cm, hæb: 33,3 an, dýpt: 43,7 cm
Verb ábur: kr.
Verb nú: 49.900,- kr.
eöa
HLJÓMTÆKJASAMSIÆÐA
Þessi frábæra hljómtækjasamstæba, Goldstar F-272L 3CD
er nú á sérstöku fermingartilbobi, á meban birgbir endast!
friggja diska geislaspilari meb 20 laga minni
32 W magnari meb innb. forstilltum tónjafnara
Tengi fyrir hljóönema (Karaoke)
Tengi fyrir sjónvarp eba myndbandstæki
Allar abgerbir birtast á fljótandi kristalsskjá
Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum
20stöbvammni
Tvöfalt kassettutæki m.a. meb:
Síspilun og hraöupptöku
Fullkomin flarstýring
Tveir vandabir hátaíarar meb loftun f/ bassa
Stærb: Br.: 27 an, hæb: 31 cm, dýpt: 33 cm
"■SB* stgr.
...og þetta er abeins brot af úrvalinu!
Verb áörxr:
Verö nú: 44.900,
eba.
kr.
lcr.
EUROCARD
raðgreiðslur
VISA
RAÐGREIÐSLUR
TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA TIL ALLT AÐ 24 MANAÐA
SKIPHOLTI 19
SIMI 91-29800