Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 43
AÐSENDAR GREIIMAR
Sjávarútvegur
er ekki bara
fiskveiðar
Á UNDANFÖRNUM misserum
hefur umræða um fískveiðistjórnina
farið vaxandi og hafa þær raddir
verið háværastar sem vilja núverandi
kerfí feigt. Það er athyglisvert, að
nær allir sem kreíjast breytinga á
kerfinu gera það vegna eigin hags-
muna eða sérhagsmuna þeirra
byggðarlaga sem þeir eru talsmenn
og góðri þjónustu við viðskiptavinina
á mörkuðunum.
Útgerðarfélag Akureyringa hf. er
gott dæmi um hvernig allir áður-
nefndir þættir spila saman og einn
helsti styrkleiki félagsins er stöðugt
flæði hráefnis til vinnslunnar allt
árið og möguleikar á því að þjóna
þeim viðskiptavinum á hinum ýmsu
mörkuðum sem hafa séð
til þess að þessi fram-
leiðsla er eftirsótt og í
hávegum höfð. Félagið
hefur auk þess aðlagað
sig aflamarkskerfinu
síðan það var tekið upp
og það er þjóðhagslega
hagkvæmt hvemig fé-
lagið hefur tryggt stöðu
sína með auknum veiði-
heimildum til þess að
vega á móti þeim skerð-
ingum sem orðið hafa.
Skerðingarnar hafa þó
verið nauðsynlegar
vegna ástands fiski-
stofnanna og það þarf engann að
undra þótt sjávarútvegurinn í heild,
og þeir sem innan hans starfa, finni
fyrir þeim á beinan og óbeinan hátt.
Lausnin til þess að lina þann sárs-
auka felst ekki í því að eyðileggja
ríkjandi kerfi með þeirri upplausn
og röskun á áðurnefndu
flæði sern af því leiddi.
Hiuthafar og starfs-
fólk ÚA eru um 2.300
manns. Allir þessir aðil-
ar eiga að geta treyst
því, að grundvelli undir
rekstri félagsins verði
ekki hætt með brott-
hvarfi frá aflamark-
skerfínu. Undirritaður
hvetur alla til þess að
standa vörð um að það
gerist ekki, enda er hér
um það að ræða að sjáv-
arútvegurinn í víðustu
merkingu þess orðs
verði ekki rústaður, ef svo má að
orði komast.
Umræðan um gjald fyrir afnota-
réttinn að auðlindinni er svo allt
annað mál. Auðvitað nýtur þjóðin öll
góðs af ríkjandi skilyrðum að þessu
leyti og það er í hennar þágu að sjáv-
arútvegurinn sé bjargálna. Á meðan
þessi atvinnugrein er að fara í gegn
um þær þrengingar og þá miklu að-
lögun sem nú á sér stað er samt
ekki rökrétt að tala um auknar álög-
ur í formi einnar eða annarrar gjald-
töku. Við hljótum þó að vona, að
verndunaraðgerðirnar og aðlögunin
leiði til þess að senn komi betri tíð
og aflaheimildir verði auknar á ný.
Þá á umræðan um gjaldtöku rétt á
sér, að öðru óbreyttu, og þá verður
líka svigrúm til þess að ná sáttum
meðal þjóðarinnar um þessi mál. Á
meðan er varað við því að grípa til
vanhugsaðra grundvallarbreytinga á
sjávarútvegsstefnunni, breytinga
sem gætu leitt til þess að grundveliin-
um undir þeim fyrirtækjum, sem nú
eru burðarásar í íslenskum sjávarút-
vegi, yrði raskað.
Höfundur er framkvæmdastjóri'
Utgerðarfélags Akureyrar hf.
Gunnar Ragnars
Sjávarútvegur, segir
Gunnar Ragnars, er
ekki aðeins veiðar held-
ur líka vinnsla, sala og
þróunarstarf.
fyrir. í hnotskurn gengur þeim það
eitt til að skara eid að eigin köku,
þ.e. að færa veiðiheimildir frá einum
yfír til annars og svo virðist sem fís-
kvemdarsjónarmiðin séu algert
aukaatriði. Þau eru þó 'kjarni málsins
og það sem allt snýst um. Það er
ekki fiskveiðistjómunarkerfinu um að
kenna að við höfum ekki náð mark-
miðum okkar um vemdun fiskistofn-
anna, a.m.k. ekki á meðan við höfum
fískað mörg hundruð þúsund tonn
umfram það sem okkar færustu sér-
fræðinga hafa lagt til. í því sam-
bandi væri nær að tala um sjálfskap-
arvíti.
Sjávarútvegur er ekki bara físk-
veiðar. Sjávarútvegur er líka vinnsla
úr því hráefni sem aflað er og síðast
en ekki síst er sjávarútvegur sala
vörunnar og sú markaðs- og þróunar-
starfsemi sem því fylgir. Það síðast-
nefnda viil hins vegar allt of oft
gleymast. Allir þessir þættir í löngu
og flóknu ferli verða að haldast í
hendur og það er nauðsynlegt, að í
því ríki stöðugleiki og flæðinu sé
haldið sem jafnast yfir árið. Það
hefur ekki verið sýnt fram á, að
annað kerfí en aflamarkskerfið
tryggi að þessum stöðugleika sé náð
og að honum sé viðhaldið. Illa skil-
greind sóknarstýring eða flutningur
aflaheimilda frá einni tegund skipa
yfír til annarrar taka aðeins mið af
veiðunum sjálfum en geta verið
hreint fjandsamleg stöðugri vinnslu
PABBI/MAMMA
Allt fyrir nýfædda barnið
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 - S. 5512136
Fjölbreytt tyflaform parasetaméls fyrir atla aWurshépa
Paratabs Paratabs Paradrops Parasoi Parasupp
TÖFLUR
STÍLAR
MUNNLAUSNAR-
TÖFLUR
DROPAR
MIXTÚRA
(feratabstóOmg
fer.ííupp so’w
i. ’
Notkunarsvið: Parasetamól er verkjastillandi og hita-
lækkandi lyf. Það er notað við höfuðverk, tannpínu, tíöa-
verkjum o.fl. Einnig við sótthita af völdum inflú-
ensu og annarra umgangspesta, t.d. kvefs.
KjL;’ Varúðarreglur: Fólk, sem hefur ofnæmi
fyrir parasetamóli eða er með
lifrarsjúkdóma, má ekki nota lyfið. Nýrna- og lifrarsjúkl-
ingum er bent á að ráðfæra sig við lækni, áður en þeir
taka lyfið. Of stór skammtur af lyfinu getur valdið
lifrarbólgu.
Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverk-
unum og þolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun
lyfsins getur valdið nýrnaskemmdum.
Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun
fylgja lyfjunum. Ekki má taka stærri skammta en mælt
er með.
Lesið vandlega leiðbeiningar, sem fylgja lyfinu.