Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Umskipan sjúkrahús-
mála í dreifbýli
II. hluti
(„GULA skýrslan" er skýrsla
sem gerð var að frumkvæði Sig-
hvats Björgvinssonar heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra sem
hinn 30. apríl 1992 skipaði vinnu-
hóp um málefni sjúkrahúsa. Til-
lögur skýrslunnar gengu út á það
að skera niður fjárframlög til
dreifbýlissjúkrahúsa um 800 millj-
ónir króna og leggja niður skurð-
lækningar á 5 þeirra.)
Nokkur orð um starf-
semina á Húsavík
Við erum með 58 rúm og u.þ.b.
18.000 legudaga á ári. Fjögur af
þessum rúmum eru á fæðingar-
deild. Megnið og uppistaðan í
starfseminni sem þama fer fram
er hjúkrun. Ellihjúkrun, langtíma-
hjúkrun en einnig hjúkrun ly-
flæknis og handlæknissjúklinga.
Eg vil gjarna orða það svo að í
skjóli þess að fram fer elli- og
langtímahjúkrun er hægt að koma
við lyflækningum og skurðlækn-
ingum á hagkvæman hátt. Árlega
eru gerðar 268 skurðaðgerðir á
inniliggjandi sjúklingum og 568 á
göngusjúklingum. (Meðaltal 5 ára
1988-1992). Fæðingar 55 á ári.
I gulu skýrsiunni bls. VII stendur
að kostnaður við rekstur litlu
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
ptorgasttMafrffe
-kjarni málsins!
sjúkrahúsanna sé hár
miðað við þá þjónustu
sem þau veita, ein af
mörgum staðhæfing-
um sem ekki eru rök-
studdar frekar eða
settar í samhengi við
tölulegar upplýsingar.
Ég vil enn minna á
það að raunar er ekki
hægt að segja hvaða
þjónusta (og þá tala
ég um hjúkrun og aðra
þjónustu eins og af-
urðir sem eru mælan-
legar) kemur út úr
þessum né öðrum
sjúkrahúsum fyrr en hjúkrunar-
þyngd hefir verið mæld og skráð
með stöðluðum aðferðum og borin
saman um allt landið í skilgreindan
tíma. Þangað til eru allar tilraunir
til að mæla afurðir eða starfsemi
eða afköst þessara stofnana
dæmdar til ómarks vegna gífur-
legrar skekkju sem þessi upplýs-
ingaskortur veldur. (Má ég vitna
í kaflann hér að framan um galla
gulu skýrslunnar.)
Hvað kosta skurðlækningar
á Húsavík í dag?
I gulu skýrslunni eru uppi til-
burðir til að greina þetta og ekki
með beysnum árangri sem ekki
er von. Það tók færustú menn
Bandaríkjanna 15 ár að læra að
sundurliða og bera saman kostnað
á sjúkrastofnunum og útúr því
kom DRG-kerfíð sem höfundar
gulu skýrslunnar hampa. Ég kann
því miður ekki að gera grein fyrir
DRG-kerfinu og viðurkenni það
hreinskilnislega. Hinsvegar fann
ég mína eigin aðferð til að reikna
út hvað skurðlækningar á sjúkra-
húsinu á Húsavík kosta, aðferð
sem er bæði einföld og örugg.
Aðferðin er svona: Ég spyr
hveijum er hægt að segja upp
störfum ef við hættum skurðlækn-
isþjónustu á Húsavík. Ég ráðfæri
mig um þetta við kollega, hjúkrun-
arforstjóra, deildarstjóra og fram-
kvæmdastjóra. Þegar fyrir liggur
hveijum hægt væri að segja upp
er ekkert annað en að fara í árs-
reikninga og sjá hver launakostn-
aður þessa fólks er á ársgrund-
velli. Með þessu fæst megnið af
kostnaðinum. Auðvelt
á að vera að sjá kostn-
að við efniskaup og
tæki.
Ársreikningar SH
1993 voru uppá 253
milljónir og með ofan-
greindri aðferð fæst
að kostnaður við
skurðlækningar er
undir 15 milljónum
króna á ári eðá 6% af
veltunni.
Ég hefí ekki tök á
að skoða hin sjúkra-
húsin en kostnaður við
skurðlækningar á
þeim öllum er greinilega langt in'n-
an við 100 milljónir kr. eða 2-3%o
af heildarútgjöldum til heilbrigðis-
mála.
Með öðrum orðum skurðlækn-
ingar á Húsavík kosta nánast ekki
neitt ef miðað er við heildarútgjöld
til heilbrigðsmála. Og hvað fæst
þá fyrir þetta ekki neitt? U.þ.b.
900 aðgerðir á ári stórar og smá-
ar, u.þ.b. 900 skráð viðtöl og á
að giska 1.500 önnur erindi, sem
ekki eru skráð sérstaklega. Ef
skurðlækningar á Húsavík yrðu
lagðar niður þyrfti eftir sem áðúr
að reka þessi 3.300 erindi og ólík-
legt að það yrði gert betur eða
ódýrar með öðrum hætti og örugg-
lega yrðu stóraukin útgjöld al-
mennings (aukinn ferða- og dval-
arkostnaður).
Auðvitað er ekki hægt að skilja
endanlega við kostnaðarmatið á
þennan hátt. Það sem samfélagið
hefír áhuga á að vita er það hvort
t.d. kviðslitsaðgerð er dýrust eða
ódýrust á Akureyri, Húsavík eða
Borgarspítalanum, svo dæmi sé
tekið. Þetta getur vérið býsna flók-
ið dæmi (sjá Bandaríkin þar sem
bestu menn þurftu 15 ár til að
leysa dæmið fyrir sitt land) og
hefír sennilega ekki tekist að leysa
það enn á okkar landi svo óyggj-
andi sé.
Litlu sjúkrahúsin koma vel út
Hins vegar er auðvelt að leiða
líkur að því að Húsavík og lík
sjúkrahús komi vel út í þessum
verðsamanburði. Eins og áður var
bent á er kostnaðurinn nauðalítill
ef hann er reiknaður sem hluti af
Minni sjúkrahús á
landsbyggðinni eru,
að mati Jóns Aðal-
steinssonar, hagstæð
í verðsamanburði.
heildarútgjöldum til heilbrigðis-
mála. Þar að auki næst mikil hag-
kvæmni vegna samnýtingar á
hjúkrun en það er hjúkrunin sem
er meginuppistaða starfseminnar
á dreifbýlissjúkrahúsum bæði að
því er varðar magn vinnu og
Íaunakostnað. Á litlu sjúkrahúsun-
um er heldur enginn fastur kostn-
aður vegna gjörgæsludeildar, en
hann er hár.
Hvaða áhrif hefir helmings
niðurskurður á hjúkrun?
Einn liður í tillögum gulu skýrsl-
unnar var að framlög til héraðs-
sjúkrahúsanna yrðu skert um kr.
800 milljónir. Þar af átti að skera
niður á Húsavík ársframlag úr 253
millj. niður í 123 milljónir eða um
130 milljónir. Þar af 15 milljónir
vegna skurðlækninga sem lagðar
yrðu niður. Framlag til hjúkrunar
yrði þá skert um kr. 115 milljónir.
Eftir að hafa starfað á Húsavík í
18 ár get ég fullyrt að afleiðing-
arnar yrðu þær að gamalt fólk og
farlama færi að deyja í heimahús-
um án þess að fá nægilega umönn-
un, en þetta hefír ekki skeð í
nokkra áratugi. Eitt atriði sem
ekki er mikið fjallað um hvorki í
gulu skýrslunni né á almennum
vettvangi er að töluvert mikill hluti
(4,5 milljarðar á ári) útgjalda til
heilbrigðisþjónustu er fólginn í
útgjöldum til hjúkrunar á fólki sem
aldrei kemur aftur útí framleiðsl-
una, m.ö.o. útilokað að peningarn-
ir renti sig á nokkurn hátt. Ég
hefi litið svo á að þetta væri okk-
ar þjóð til sóma og við gætum
borið höfuðið hátt af því að gam-
alt og örvasa fólk losnar við þá
áþján að hrekjast umhirðulaust og
e.t.v. deyja úr næringarskorti og
legusárum. (Fyrir áratugum var
ég almennur læknir í dreifbýli og
neyddist til að horfa uppá það að
Jón Aðalsteinsson
gamalt fólk dó heima úr blóðeitrun
vegna legusára sem engin tök
voru að hirða um.)
Verði framlög skorin niður sem
ofan greinir færist klukkan afturá-
bak um fleiri áratugi. Ég þori
varla að segja það, en í tali um
spamað, hagræðingu og forgangs-
röðun: hafa ráðamenn e.t.v. hugað
að þessari hlið mála? Takmörkuð
umhirða flýtir dauða farlama fólks
og dauður maður kostar ekki pen-
inga. Ég held ég afskrifi þennan
möguleika og þessar þenkingar,
þessi fyrirhugaði 7-800 milljóna
niðurskurður er bara til kominn
af fljótræði og takmarkaðri þekk-
ingu á málum.
Hvað er til ráða?
Er þá allt gott og blessað eins
og það er? Á þá bara að hjakka í
sama farinu? Langt í frá. En lausn-
ir og tillögur um áframhaldandi
fyrirkomulag starfsemi þurfa að
vinnast fyrir hveija einstaka stofn-
un, og í samráði við heimamenn
og starfsfólk. Þetta getur vissu-
lega verið erfíð, seinleg og þreyt-
andi aðferð en önnur leið er ekki
til. Ég legg til að samráðsfundir
verði látnir setja þróuninni ramma
innan ákveðins svæðis og þar komi
við sögu aðilar frá heilbrigðistofn-
unum svæðisins, sveitarstjórnum
og landlækni. Ég álít að skurð-
lækningar á litlu sjúkrahúsunum
séu það hagkvæmur kostur að í
stað þess að leggja þær niður
ætti fremur að þróa þá starfsemi
og byggja hana upp innan þeirra
marka sem aðstæður setja, og þar
á ég fyrst og fremst við Ijarveru
gjörgæsludeildar, en fræðilega séð
eru engar aðrar skorður við því
að á þessum stöðum mætti hafa
fjölbreytilegt aðgerðaprógramm,
þar á meðal kögunaraðgerðir en á
því sviði hefir átt sér stað spenn-
andi þróun.
Lokaorð
Ég vil að lokum segja við þá
sem bera umhyggju fyrir málum
velferðar og þá sérílagi heilbrigðis-
þjónustu, sem talið hafa gulu
skýrsluna nýtilega, að kynna sér
plagg það af eigin raun en staldra
síðan við og íhuga það, sem hér
hefír verið bent á.
Vafalaust má nýta betur þá
fjármuni sem verða til í landinu
en hvað varðar vannýtt fjármagn
í dreifbýlinu er einungis um
sparðatíning að ræða. Sjálfsagt
er þó að gæta hagsýni þótt í smáu
sé en umtalsverð skerðing á fram-
lögum svo sem hér hefír verið
boðuð leiðir til skertrar þjónustu.
Svo einfalt er það.
Höfundur er læknir.
Aðalfundur Lyíjaverslunar íslands hf.
Aðalfundur Lyjjaverslunar íslands hf. verður haldinn í Háskólabíói
íReykjavík laugardaginn 29. apríl 1995 og hefst hann kl. ÍO.OO.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um
hlutafélög og niðurfelling ákvæðis um lágmarksmætingu á aðalfundi.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfunri.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins, Borgartúni 7 á 2. hæð, dagana 24.-28. apríl kl. 9-12 og 13-16.
Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16
fösludaginn 28. apríl.
Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf.
Hættum
að reykja
Námskeið Heilsuverndar-
stöðvarinnar gegn reykingum
Takmarkaður fjöldi.
Innritun stendur yfir á maí-námskeið.
Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9-16
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg.
Lungna- og berklavandadeild.