Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 46

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bellman MEÐ ÞEIRRA NEFI Sjónvarpið sýnir í kvöld þátt Hrafns Gunnlaugssonar Bellman með þeirra nefí þar sem ýmsir listamenn flytja lög og ljóð sænska skálds- ins og háðfuglsins Bellmans á sinn hátt. Ami Matthí- asson kynnti sér ævi Bellmans og ræddi við höfund þáttarins og nokkra flytjenduma. útrýmdi meðal annars frönskum gleðileikjum í Danmörku með leik- riti sínu Kærlighed unden Stram- per, en drakk sig snemma í hel. Óllu veigameira skáld var Daninn Johannes Evald (1743-1781), en þó hann hafi verið mikill gleðimað- ur bar ekki á því í ljóðum hans, hátrimbruðum menningarádrep- um. Bellman skar sig því úr um margt, þó hann hafi ekki verið einn r y i r 1 á báti. Ekki átti hann bara þá fé- laga á Norðurlöndum sem hér hafa verið nefndir, heldur var kerskni og grátt gaman snar þáttur í ljóða- gerð til að mynda á Bretlandi, en segja má að Bellman hafi unnið úr flúri rókókó-stílsins sem barst með Gústafi III. og gert úr sænsk- an ljóðastíl sem sagði sögu skugga- hliða sænsks samfélags og heims- borgarinnar Stokkhólms, sem var CARL MICHAEL Bellman fæddist í Stokkhólmi í febrúar 1740, elstur fimmtán systkina. For- eldrar hans voru vel bjargálna og af góðum ættum. Hann stundaði nám við háskólann í Uppsölum en vann síðar við ríkisbankann sænska, fram til 1763 að hann varð að flýja land um stundarsakir til að forðast skuldafangelsi. Hann hafði þá þegar tamið sér að lifa um efni fram, tottaði pyttluna og lét sér flest í léttu rúmi liggja. Heim kominn vann Bellman hjá ýmsum ríkisstofnunum til ársins 1772. Það ár varð Gústaf III. Svía- konungur nánast einvaldur og orti Bellman af því tilefni lofkvæði við vinsælt lag. Það barst til eyrna konungs og hann launaði fyrir sig með stöðu við ríkishappdrættið, sem dugði Bellman nánast til fram- færslu til æviloka, en vinnuskyldan var lítil. 1777 kvæntist Bellman Lovísu Gröniund og eignuðust þau fjóra syni. Hann hélt þó áfram sínu létt- úðarlífí og safnaði skuldum. Þegar Gústaf konungur var myrtur á grímudansleik hallaði ört undan fæti hjá Bellman og 1794 var hann settur í skuldafangelsi. Hann var þá orðinn heilsuveill og segja má að fangelsisvistin hafi gert útslag- ið, því hann lést ekki löngu síðar, 1795, og var grafínn á kostnað nokkurra vina. Ferskir menningarstraumar Þó hvert mannsbarn kunni stæl- ingu Eiríks Björnssonar víðförla á Gamla Nóa og börnin séu iðin að yrkja við; láta Gamla Nóa keyra kassabíl, eða poppa popp, er ljóð- mál og skáldatök Bellmans fram- andleg flestum. Þegar Bellman hóf sínar yrkingar var píetisminn, grár og drungalegur, á undanhaldi og í hans stað komu ferskir menn- ingarstraumar sunnan að. Gústaf III. bar með sér rókókó-stefnuna til Svíþjóðar og hóf hana til vegs við hirðina, og þaðan hrutu mol- amir til fólksins. Bellman var helsta skáld rókókó-ljóða; flúraðra ljóða með inntakið falið á bak við fjölda laga af skrauti og gaman- prjáli. Þannig taka sögupersónur Bellmans, sem flestar eru sprottn- ar úr ræsum Stokkhólms, stakka- skiptum í ljóðunum; pútur verða að siðprúðum yngismeyjum, svolar að prúðbúnum heiðursmönnum og sóðabæli að menningarmusterum. Bellman gjörþekkti Stokkhólm átj- ándu aldar og dró upp ógleyman- lega mynd af borginni, 70.000 manna borg þar sem knæpur voru á áttunda hundrað og áfengis- neysla almenn, en sagnfræðingur- inn Elias Heckscher reiknaði það út að vínandaneysla á mann hafi verið 40 sinnum meiri á þessum árum, en um 1930 til að mynda. Stokkhólmur skar sig þó ekki úr hvað þetta varðar, því drykkja var almenn í stórborgum víða um Evr- ópu í lok átjándu aldar og vel fram á þá nítjándu, enda sopinn ódýr og félagslegt taumhald lítið. Bell- man orti ótal lofsöngva um áfeng- ið, og reyndar var Gamli Nói slíkur lofsöngur, um manninn sem gróð- ursetti vínviðinn og drakk sem mest hann mátti, enda átti hann slíka gæða konu að hún beinlínis hellti í hann. í þýðingu Sigurðar Þórarinssonar segir svo frá: Gamli Nói, gamli Nói gæðamaður var. Góðri úr örk þá gekk hann, góða hugmynd fékk hann. Gnægðir víns, já gnægðir víns hann gróðursetti þar. Og síðar segir um konu hans: Aldrei sagð’ún, aldrei sagð’ún: „Ekki meira nú. ofmikið sér á þér. eg tek staupið frá þér.“ Afram skenkti, áfram skenkti öðlingskvinna sú. Þó ljóð Bellmans og söngvar hafí fallið vel að tíðarandanum, þá var ekki til siðs að lofa Bakkus svo ótæpilega og opinskátt. Ludvig Holberg (1684-1754) var alvöru- maður, þó hann hafi haft kímnigáf- una í lagi, og vildi með leikritum sínum bæta menn. Annar sam- tímamaður Bellmans, Sigurður Pétursson sýslumaður 1759-1827, átti það til að sletta úr klaufunum og þótti sopinn góður, en hann hélt til íslands, þar eimdi lengi eftir af píetisma, og leikrit hans Slaður og trúgimi, fyrsta íslenska leikritið, var gamansamt deilurit. Johan Hermann Wessel (1742- 1785) var á líku róli og Bellman, Kristján Jóhannsson Kristján Jóhannsson segir að hann hafi þegið boð um að syngja í þættinum um Bellman án mikillar umhugsunar. „Það leggst alltaf mjög vel í mig að vinna fyrir Hrafn, af því að erum álíka bijálaðir á já- kvæðan hátt og það fer mjög vel á ineð okk- ur. Að vísu tókst honum ekki að taka upp minn hluta sjálfur, þannig að hann fékk samstarfsmann sinn og ágætan listamann, Egil Eðvarðsson, til að sjá um upptökur og stjórn. Ég hef ekki séð útkomuna enn, en efast ekki um að vel hafi tekist tU. Lagið sem ég syng einkennist af glensi og gamni og þetta er allt saman á léttari nótum. Bellman var háðfugl og slagarasmiður, og ég syng gamia fyllirísvísu eftir hann sem er aldrei of oft kveðin hjá Svíum.“ Kristján kveðst hafa þekkt lít- ið til Bellmans fyrir þáttinn, að undanskiidu laginu sem Gamli Nói er sunginn við. „Þetta var skemmtileg uppákoma og ég vil geta þess sérstaklega að mér kom beint og óbeint á óvart frá- bær útsetning Atla Heimis Sveinssonar á laginu sem ég söng. Hann hefur greinilega haft mig og mitt starf í huga þegar hann útsetti lagið, því að hann fléttar inn í upprunalega lagið ýmsum óperuþemum, bæði eftir Verdi og Puccini. Þetta var mjög sniðugt og vel útfært,“ segir Kristján. Donovan Leitch Donovan segist hafa lítið þekkt til Bellmans þegar Hrafn bað hann um að vera með. „Hrafn sagði mér að ég væri eins og Bellman, og þegar ég fór að kynna mér hann sá ég að hann hafði á réttu að standa. Þegar ég var að fara af stað vann ég einmitt upp úr þjóðleg- um tónlist- ararfi og álíka gerði Bellman, setti nýja texta við þjóðvísur og kvæði, samdi lög upp úr sjálfum sér og fléttaði saman við þjóðleg stef og samdi hermilög, þar sem han skaut inn stemmum sem áheyrendur hans hafa sjálfsagt þekkt út og inn. Yrkisefni er vitanlega líka skemmtilegt, vín og víf,“ segir Donovan og hlær við, „Bellman hefur verið mikill gleðimaður. Það var afskaplega gaman að vinna með Hrafni og skemmtilegt að taka þetta upp á íslandi, sérstaklega fannst mér gaman að frumflutningur lagsins skuli hafa verið notaður og gaman fannst mér að klæð- ast búningnum," segir Donovan og hlær við. „Ég hef séð nokkr- ar af myndum Hrafns, Hin helgu vé fannst mér frábær mynd og Hrafninn flýgur er eftirminnileg, hann er mikill listamaður." Sean Keane „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti lítið til Bellmans, en þegar ég fór að skoða það sem Hrafn sendi okkur fannst mér eins og hann hefði getað verið írskur, hrifinn af víni og vífi,“ segir Keane og hlær við. „Hann virðist hafa verið merkileg- ur maður og skemmtilegur lagasmiður, því lögin hans eru grípandi og að- gengileg. Það var gaman að fást við lagið og sitthvað í því minnti mig á enska og írska þjóðlagatónlist frá þessum tíma, með barokkáhrifum, enda má segja að hann hafi stundum verið að sækja í sameiginlega arf og því kominn af sömu rót og sú tónlist sem við fáumst við. Hugmyndin að þættinum var snjöll en líka léttgeggjuð, eins og góðar hugmyndir eru gjarn- an. Hrafn Gunnlaugsson fannst mér líka léttgeggjaður og skemmtilegt að vinna með hon- um. Ég man eftir því þegar við fórum út að borða með honum í Stokkhólmi fyrir tónleika sem við héldum þar, að hann stóð upp í miðri máltíðinni og fór að syngja fullum hálsi öðrum i veitingahúsinu til mikillar furðu; hann er svo áhugasamur að hann hrífur alla með sér og honum virðist ekkert ógerlegt.“ í raun ofvaxið sveitaþorp. Um- hverfi Stokkhólms varð Bellman ekki síður áleitið yrkisefni og nátt- úrulýsingar hans eru með því feg- ursta sem hann orti. Bakkusarreglan í pistlum Fredmans bregður fyr- ir grúa persóna, sem flestar eiga sér fyrirmyndir meðal svallbræðra Bellmans, eða hann hefur þekkt af afspurn, en alltaf er fært í stílinn til að þjóna innblæstri skáldsins. Glaumurinn varð jafnan mestur í veislum Bakkusarreglunnar, sem Bellman stofnaði 1769. í bók Sig- urðar Þórarinssonar um Bellman, Bellmaniana, er rakin frásögn J.G. Oxenstiernas skálds og greifa, sem kom á einn af fyrstu fundum regl- unnar, 4. desember 1769. Hann segir frá því að inn í regluna fái enginn inngöngu nema hann hafi legið að minnsta kosti tvívegis í göturæsi fyrir almennings augum. „Hann heldur svona samkundur af og til, slær regluriddara, þegar um einhveija er að ræða, sem til þess hafa unnið, og í kvöld flutti hann eftirmæli um látinn riddara, öll í ljóðum við lög úr óperum. Hann syngur sjálfur og leikur und- ir á sittru. Látbragð hans, rödd hans og leikur, allt er þetta óvið- jafnanlegt." Eftirlæti bræðranna í Bakkusar- reglunni er Ulla Winblad. Hún átti sér fyrirmynd í lauslætisdrós einni sem hét Maria Christina Kiellström Winblad. Þær Ulla og Maria áttu fátt sameiginlegt annað en eftir- nafnið, en getum hefur verið að því leitt að ástarljóðin sem Bellman orti til Ullu, sem eru með því feg- ursta sem hann samdi, hafi hann í raun ort til stúlku sem hann unni hugástum sem ungur maður, Ingrid Maria Lissander, en um leið hgfur hann verið að yrkja til sak- leysisins og óflekkaðra tilfinninga æskunnar. Dauðinn horfði yfir öxl skáldsins Hér hefur mikið verið sagt frá gleðimanninum og skáldinu Bell- man, en hann orti líka um dauðann Júris Kulakovs „Það var sérstaklega skemmtilegt að vinna þetta verk og ég hef aldrei eytt öðrum eins tíma í útsetningu á nokkru lagi. Ég lagði svo mikla vinnu í það að mér finnst í dag eins og það sé hluti af mér; að ég eigi hluta í því,“ segir Kulakovs og hlær við. „Það var afskaplega gaman að hitta Hrafn og fá tækifæri til að vinna með honum, því hann er frábær kvikmyndagerðarmað- ur og atvinnumaður fram í fingurgóma. Hann var rögg- samur og það stóð allt eins og stafur á bók svo það var sérstak- lega þægilegt að vinna með honum. Ég vissi ekkert um Bellman þegar Hrafn bað okkur um að vinna þetta lag, en fór af stað til að kynna mér verk hans og margir félagar mínir, bók- menntafræðingar og skáld, þekktu vel til hans og gátu sagt mér af honum. Við Lettar eigum skáld sem svipar um margt til hans, var heimsmaður sem þótti sopinn góður, spilaði á fiðlu og söng um hlutskipti alþýðunnar svo ég átti auðvelt með að skilja hann. Við spiluðum lagið í vinsæl- asta sjónvarpsþætti Lettlands í sérstökum áramótaþætti sem helgaður var tónlist og við hyggjumst leika það inn á plötu síðar á árinu, en við höfum haft hægt um okkur upp á síðkast- ið,“ segir Júris að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.