Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL1995 47
HRAFN Gunnlaugsson bregður á leik með Vladimir Ashkenazy og Elisabeth Söderström við upptökur
á framlagi þeirra. Mynd úr bókinni Krummi, Hrafns sögu Gunnlaugssonar.
KRÁIN Skreiðstu-inn, sem
getið er í 23. pistli Fredmans.
og dauðinn horfði oft yfir öxl
skáldsins. Frægur er 21. pistill
Fredmans sem hefst svo í þýðingu
Jóns Helgasonar: „Svo endar hver
sitt ævisvall / og yfirgefur skál
og kút / er gellur dauðans grimma
kall: / þitt glas er runnið út!“ í
þrítugasta pistli Fredmans segir
svo í þýðingur Hannesar Hafstein:
„Flýt þér, drekk út. Sjá dauðinn
búinn bíður / brandinn sinn hvess-
ir, dokar þröskuld við.“ Einn eftir-
minnilegasti pistill Fredmans er
þó 23. pistillinn, þar sem Bellman
Nils Henning
0rsted-Pedersen
Nils Henning segist hafa
þekkt vel til Bellmans, „enda
er hann hluti af norrænum tón-
listararfi, trúbadúrarfi. Hrafn
sendi okkur lag sem hann hafði
valið, ég leit á
það og svo unn-
um við Björn og
Egill það sam-
an, gerðum
skissu, spiluð-
um okkur sam-
an og það
hljómaði svo
vel að það var
tekið upp. Það
var afskaplega gaman að vinna
þetta verk. Það var vitanlega
glíma að undirstrika textann og
ég vona að það hafi tekist vel,
en ég skil afskaplega lítið í ís-
lensku,“ segir hann og hlær við.
„Þó undirspilið sé í sjálfu sér
einfalt er kúnst að láta einfalda
laglínu skila inntakinu. Þetta
var skemmtileg vinna. Það get-
ur verið erfitt að vinna verk sem
þetta ef menn eru ekki sam-
taka, en við vorum allir sam-
mála um leiðina að markinu og
höfðum allir eitthveija ánægju
af.
Bellman söng um sammann-
legp hluti og söngvar hans um
ást og vín hyóta að höfða til
allra, þó hefðin sé eðlilega
sterkust í Svíþjóð, enda eru ljóð
Bellmans sænskar þjóðarger-
semar.“
segir sína ógæfusögu af miskunn-
arlausri hreinskilni og napurri
kímni. Pistillinn er lagður í munn
Fredmans sem liggur í ræsinu fyr-
ir utan knæpuna Skreiðstu-inn
gegnt Seðlabankahúsinu í Stokk-
hólmi sumarnótt 1768, og segir
meðal annars í þýðingu Jóns
Helgasonar:
Ansa mér móðir, hví æddir þú forðum
upp í til bónda þíns?
Eftir það rann í ófamaðar skorðum
ævi vesalings míns.
Þinn girndareldur
þraut minni veldur,
þungt er hvert mitt stig.
Eftir þinn trylling
á þig seig stilling,
í þér barstu mig.
Hefði betur lás
hangið þér við gás!
Síðar í pistlinum kemur þessi
eftirminnilega hending: „Foreldr-
um á ég fátt gott að inna, / fussa
við þeirra tryggð, / þar sem í ræs-
ið lagstur lít ég minna / larfa viður-
styggð.“ í hverju erindi sekkur
skáldið dýpra í sjálfsvorkunn yfir
drykkjuskap sínum og fátækt, en
þegar hringlar í lyklum og hleypt
er frá gluggum krárinnar tekur
það gleði sína að nýju og lýkur
ljóðinu á lofsöng til foreldranna
og hjónarúmsins þar sem hann var
getinn:
Heill þeim sem forðum lét hjónarúm smíðað
hans reyndist iðja þörf!
Heill ykkur tveim sem áköf stigin í það
unnuð nytsöm störf!
Skáld sem kann skil á
gleði og sorg
Fræðimenn hafa gjarnan deilt
um Bellman og sess hans í bók-
menntasögunni. Framan af var
hann fyrst og fremst metinn sem
alþýðuskáld og þannig barst kveð-
skapur hans um Norðurlönd. Á
nítjándu öld deildu menn um hvort
sögupersónur Bellmans væru ein-
ungis skraut eða lifandi persónur
og mikið var gert úr Bakkusar-
dýrkun hans. Marxískir bók-
menntafræðingar töldu Bellman
handbendi borgarastéttarinnar;
meinlausan vegna þess að hann
fegraði ömurlegt hlutskipti öreig-
ans án þess að beina sjónum að
spilltri yfirstétt. Þeir sem kynnast
Bellman láta sér þó fátt um finnast
um kreddur og krappaþýfi bók-
menntafræðinnar: fyrir þeim er
Bellman skáld sem kann skil á
gleði og sorg og veit að ekki er
alltaf gott að greina á milli.
Bellman með þeirra nefi
Bellman með þeirra nefi er á
dagskrá Sjónvarpsins í kvöld eins
og áður er getið, en Hrafn Gunn-
laugsson segir að hugmyndin hafi
kviknað á námsárum hans í Sví-
þjóð. í þættinum koma fram ýmsir
listamenn, Kristján Jóhannsson
syngur með hljómsveit undir stjórn
Guðmundar Emilssonar, danski
jassbassaleikarinn Nils Henning
0rsted-Pedersen, Björn Thorodd-
sen og Egill Ólafsson flytja 23.
pistil Fredmans, Ruta Zilionyte,
fimm ára litháísk stúlka, syngur
Gamla Nóa upp á litháísku og Li-
mal-leikhúsið í Tallinn upp á eist-
nesku, lettneska rokksveitin Pér-
kons, með söngkonuna Ievu Akur-
áta í broddi fylkingar, flytur Fred-
mans-pistil í útsetningu leiðtoga
sveitarinnar, Júris Kulakovs, írska
þjóðlagasveitin Dubliners syngur
Bellman-lög á írskri krá, Donovan
flytur lag, sem tekið var upp hér
á landi, og Vladimir Ashkenazy
leikur undir á píanó hjá söngkon-
unni Elisabeth Söderström Bell-
man-lag í útsetningu sinni, þýska
tríóið Trio Ex Aequo flytur lag og
svo mætti lengi telja.
Frumkveikjan veturinn
1953-54
Hrafn Gunnlaugsson segir að
rekja megi tengsl hans við Bellman
langt aftur:
„Það má í raun segja að frum-
kveikjan sé að veturinn 1953-54,
þegar ég er sex ára, flutti Þjóðleik-
húsið leikrit sem hét Ulla Vinblad
og móðir mín, Herdís Þorvaldsdótt-
ir, lék Ullu og Róbert Arnfinnsson
Bellman. Þá kom oft fyrir að
barnapíu vantaði og þá fór hún
með mig í leikhúsið. Þar beið ég
úti í sal á meðan og horfði á leik-
ritið. Ég-sá leikritið fyrir vikið tíu
eða fimmtán sinnum og kunni það
utanað, fór að hlæja áður en brand-
ararnir komu og truflaði sýning-
una,“ segir Hrafn og hlær við. „Eg
hefði getað gengið inn í hvaða hlut-
verk sem er og þegar ég komst í
handrit að verkinu fyrir stuttu sá
ég að ég hafði valið í þáttinn nán-
ast sömu lög og ég lærði í leikrit-
inu. Fyrir mér var Bellman lifandi
persóna og varð svo raunverulegur
að ég hágrét í lokin þegar hann
dó á átakanlegan hátt,“ segir
Hrafn og hlær að minningunni.
Afskaplega
sérkennilegur maður
„Bellman var í raun afskaplega
sérkennilegur maður,“ segir
Hrafn. „Hann er einhverskonar
rokkari sem er lagið að vinna klass-
íska tónlist. Hann semur jöfnum
höndum drykkjuvísur og ástaróð
og samtímis afskaplega þekktur
skemmtikraftur. Hann flutti lögin
sín sjálfur og var mjög mikil eftir-
herma; lék bumbur og blásturs-
hljóðfæri.
Á hinn bóginn er svo þessi fág-
aði maður sem er að fást við „lied-
er“ eða sönglög fyrir hirðina, lof-
kvæði um konung, hjarðljóð og ljóð
kristilegs eðlis. Hann virðist hafa
mjög breiða menntun og vera vel
lesinn í sænskum tónlistararfi, því
hann sótti innblástur í þjóðlög og
vísur og skapaði eitthvað nýtt úr
þeim efnivið. Bellman er skáld
gleðinnar, fullur af lífsorku og
gleði. Hann er dæmi um það besta
sem dægurtónlist getur yfirleitt
sótt í; dæmi um dægurtónlist sem
er að hefja sig upp í að verða sönn
list. Hann virtist búa að geysimik-
illi lífsreynslu og hann fjallaði til-
tölulega umbúðalaust um mann-
lega ástríðu og yrkja um persónu-
legar tilfinningar sem var mjög
óvenjulegt á þeim tíma.
Ingmar Bergman sagði líka eitt
sinn við mig að Bellman hefði
mótað nútíma sænsku; það væri
samfelldur þráður frá Bellman til
Strindbergs og á þeim þræði léki
sænsk tunga.
Askenazy sagði mér að tónlist
þurfi ekki að vera háspekileg og
lög Bellmans séu eins og þau hafi
fallið af himnum ofan, í þeim séu
laglínur svo einfaldar og fallegar
að það sé eins og þær hafí alltaf
verið til.“
Honda á íslandi - Vatnagarðar 24 - S: 568-9900
nú búinn að eiga þær þrjár, og þær hafa
að það kemur bara ekkert annað til
" ...sonur okkar ráðlagði okkur að kaupa Honda og
við ákváöum að prófa. Og við sjáum svo sannalega
ekki eftir þvi..."
"...Af þvi að mér finnst hann fallegur,
á mjög góðu verði..."