Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólinn á Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Yaxandi háskóli
og vísindastofnun
á Norðurlandi
Um það bil sem nýjum háskóla á Akureyri var ýtt úr vör, töldu
bölsýnir menn það hið mesta óráð, því slík stofnun þar yrði hvorki
fugl né fískur. Sverrír Páll Erlendsson komst að raun um það
í samtali við Þorstein Gunnarsson, hinn nýja rektor háskólans, að
þessi bölmóður hefur nú verið kveðinn niður. Háskólinn á Akur-
eyri hefur vaxið og dafnað, hægt og hljótt.
HÁSKÓLAMENNTUN á
íslandi hefur tekið tals-
verðum breytingum á
undanfömum árum. Lið-
in er sú tíð að hér var aðeins Há-
skóli íslands því nú munu vera um
10 skólar á landinu þar sem fram
fer kennsla á háskólastigi. Flestir eru
þessir skólar sérskólar þar sem lögð
er stund á nám og kennslu í listum
og vísindum af ýmsu tagi.
Háskóli íslands var til skamms
tíma eini háskólinn með mörgum
námsbrautum en nú eru um 7 ár
síðan Háskólinn á Akureyri var
stofnaður. Þar er starfað í fjórum
deildum, heilbrigðisdeild, þar sem
hjúkrunarfræðingar hljóta menntun
til BS-prófs, rekstrardeild, þar sem
fram fer 2 ára nám og 4 ára BS-nám
í rekstrarfræðum og gæðastjómun,
sjávarútvegsdeild sem kennir til BS-
prófs í sjávarútvegsfræðum og nýj-
asta deildin, kennaradeild, þar sem
uppfræddir eru grunnskólakennarar
til BEd-prófs auk þess sem þar fer
fram kennsla í uppeldis- og kennslu-
fræðum til kennararéttinda.
Nokkuð stormasamt varð um það
bi! sem þessum nýja háskóla var ýtt
úr vör og töldu bölsýnir menn þetta
hið mesta óráð, háskóli á Akureyri
yrði hvorki fugl né fiskur. Bjartsýnni
menn töldu þennan bölmóð minna á
fyrri tíð, þegar fráleitt var talið að
menntaskóli yrði annað en nafnið
eitt utan Reykjavíkur. Á sama hátt
og það reyndist rangt myndi háskóli
vel geta starfað á Akureyri fengi
hann til þess frið.
Eftir því sem árin hafa liðið virð-
ast þeir síðamefndu hafa reynst
sannspárri. Háskólinn á Akureyri
hefur vaxið og dafnað, hægt og
hljótt. Nemendur em nú orðnir um
400 talsins, rannsóknastarf er vax-
andi og gatan virðist greið.
Nýr háskólarektor
Á liðnu hausti kom að Háskólanum
á Akureyri nýr rektor og leysti af
hólmi Harald Bessason, sem staðið
hafði við stjómvölinn frá upphafi.
Hinn nýi rektor er Þorsteinn Gunn-
arsson, Vopnfirðingur að uppruna.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1973 stundaði Þorsteinn nám við
Háskóla íslands og lauk BA-prófi í
sálfræði 1976. Að því loknu kenndi
hann í Kópavogi, Reykjavík, á Egils-
stöðum og Akranesi uns hann hélt
til framhaldsnáms og rannsókna í
Ohio University í Bandaríkjunum
haustið 1985. Þar lagði hann stund
á uppeldis- og menntunarfræði og
lauk 1986 MA-prófi með stjórnsýslu-
fræði háskóla að sérsviði og 1990
lauk hann frá sama skóla PhD-prófi
þar sem sérsvið hans var námskrár-
gerð og kennslufræði framhalds-
skóla.
Eiginkona Þorsteins er Árþóra
Ágústsdóttir, kennari við Barnaskóla
Akureyrar. Börn þeirra em Huginn
Freyr, nemandi við Menntaskólann á
Akureyri, og Sólveig, sem er í Barna-
skóla Akureyrar.
Þegar Þorsteinn kom heim frá
námi varð hann deildarsérfræðingur
í háskóla- og vísindadeild mennta-
málaráðuneytisins auk þess að vera
stundakennari í uppeldisfræði við
Háskóla íslands, og á síðasta ári
gegndi hann starfi vísinda- og
menntamálafulltrúa við sendiráð ís-
lands í Bmssel. í september síðastl-
iðnum var Þorsteinn svo skipaður
rektor Háskólans á Akureyri.
Frá sálfræði til stjórnunar
Þorsteinn var spurður hvers vegna
sálfræðikennarinn hefði snúið sér að
kennslufræðum og stjómun.
- Aðalkennslugrein mín var sál-
fræði og þegar ég var við Fjölbrauta-
skóiann á Akranesi kenndi ég ein-
göngu sálfræði, en í hinum skólunum
kenndi ég jafnframt aðrar félagsleg-
ar greinar, félagsfræði og sögu. Það
sem beindi mér hins vegar að
kennslufræði og stjómun var að þeg-
ar ég var við Menntaskólann á Egils-
stöðum tókst ég á hendur stjómunar-
störf, mjög ungur, var meðal annars
áfangastjóri við skólann og einnig
við annað framhaldsnám á Austur-
landi. Þetta vakti hjá mér löngun til
að læra meira fræðin um skólana,
hvers konar stofnanir þeir em og
hvaða lögmál stýra þeim ferlum sem
þar em í gangi. Það var ekki endi-
lega sálfræðin sem gaf mér svörin
við því heldur fremur uppeldis- og
menntunarfræðin.
Þegar ég hlaut Fulbright-styrk og
komst til framhaldsnáms í Ohio f
Bandaríkjunum snerist meistaranám
mitt einkum um stjómun háskóla.
Mér fannst það hins vegar ekki nægi-
leg undirbygging til að geta valið
úr störfum á íslandi svo ég ákvað
að hafa doktorsnám mitt á fram-
haldsskólasviði og fékkst þar meira
við kennslufræði og námsskrárgerð
en stjórnun.
Satt að segja var ég ekkert viss
um það þegar ég fór til útlanda hvort
ég kæmi heim til starfa. Eftir því
sem böm mín stækkuðu togaði það
þó meira _og meira í mig að koma
aftur til íslands og á seinni hluta
doktorsnámsins var ég orðinn stað-
ráðinn í því.
Gott að nema í Bandaríkjunum
í Bandaríkjunum þótti mér mjög
gott að læra. Fyrir nemanda í fram-
haldsnámi er mjög góður aðbúnaður
í háskólanum þar sem ég var, námið
afar vel skipulagt, bókasafn mjög
gott, góð rannsóknaraðstaða og að-
gangur að öllum upplýsingum mjög
auðveldur og einfaldur. Þarna var
einnig mjög margt erlendra náms-
manna þannig að ég kynntist fólki
alls staðar að úr heiminum. í skólan-
um voru nemendur úr 90 þjóðlöndum
og það var mjög gefandi að fá tæki-
færi til að kynnast þeim breiða hópi
af öllum trúarbrögðum, ólíkum hug-
myndum og ólíkum kerfum.
Ég fór ekki einn vestur. Við vorum
orðin fjögurra manna fjölskylda og
konan og bömin komu með. Það
gekk allt mjög vel, enda var þetta
tiltölulega auðveldur tími tii að fara
með bömin milli landa. Sonur minn
var á þeim aldri að hann var að byija
í bandarískum grunnskóla og lenti í
skóla sem hafði mjög mikla reynslu
í að taka við erlendum nemendum.
Þar var sérstök dagskrá fyrir þá
samhliða almennri kennslu. Konan
mín var heimavinnandi og bar hitann
og þungann af aðlögunarferli fjöl-
skyldunnar og það kom sér mjög vel
að hún gat verið heima, einkum bam-
anna vegna.
Reykjavík - Brussel
Að loknu meistaraprófi í stjórnun
háskóla og doktorsprófi í kennslu-
fræði og námskrárgerð kom Þor-
steinn með fjölskyldu sinni heim á ný.
- Upphaflega stóð til að ég færi
til kennslu við Háskóla íslands og
var raunar byrjaður að kenna þar á
vormisseri 1990 þegar mér bauðst
skyndilega starf í menntamálaráðu-
neytinu sem ég ákvað að taka. Þar
var ég í þijú ár deildarsérfræðingur
í háskóla- og vísindadeild ráðuneyt-
isins auk þess að vera stundakennari
af og til við Háskóla íslands, þar til
ég tók við starfi vísinda- og mennta-
málafulltrúa við sendiráð íslands í
Brussel.
Framan af var ég einn í Brussel
en kona mín og dóttir komu til mín
og voru hjá mér síðastliðið sumar. Á
meðan ég var í Brussel kom það til
að staða rektors við Háskólann á
Akureyri var laus og ég sótti um og
var veitt embættið.
Háskólinn á Akureyri -
vaxandi stofnun
Þorsteinn flutti með fjölskyldu
sinni til Akureyrar í haust og tók
við starfi rektors við Háskólann þar,
fámennan skóla og einn af nyrstu
háskólum í heimi.
- Ég get ekki annað sagt en að
aðkoman hafi verið góð, hér hefur
mér verið tekið vel. Það er hins veg-
ar alltaf erfitt að taka við stjórnunar-
starfi hjá stofnun sem maður hefur
ekki unnið við áður, en ég þekkti
nokkuð til mála þessa háskóla, hafði
fylgst með því sem hér gerðist þegar
ég vann við ráðuneytið, og það var
fyrst og fremst af þeim sökum sem
ég treysti mér til að takast á við
þetta. Það er gífurlega spennandi
viðfangsefni að taka við Háskólanum
á þessum tíma. Við getum sagt að
viss tímamót séu að verða í starfsemi
skólans, nemandafjöldinn er að þok-
ast upp fyrir 400, sem er að jafnaði
um 100 nemendur í hverri deild, og
síðan er verið að úthluta Háskólanum
framtíðarsvæði í bænum, og það
skiptir framtíð hans geysilega miklu
máli og gerir alla framtíðarvinnu
miklu auðveldari.
Við Háskólann eru um 45 stöðu-
gildi, þar af eru stöðugildi kennara
um 35. Við þurfum að reiða okkur
töluvert mikið á stundakennara sem
koma frá Reykjavík. Þetta er ein-
kenni á deildunum á meðan þær eru
að byggjast upp, en svo kemst þetta
í jafnvægi, fólk sest hér að og þá
verða í auknum mæli heimamenn
sem taka að sér kennslu hér. Ég sé
samt fram á það að við leysum alls
ekki alla kennslu með þeim einum
sem hér búa, og það er ekki ókost-
ur. Við munum stefna að því að
hafa hæfilegt sambland fastra kenn-
ara og stundakennara þannig að við
getum alltaf sótt þá þekkingu sem
við þurfum á að halda til hæfasta
fólksins.
Háskóli er samfélag fólks, nem-
enda og kennara. Vegna þess hve
Háskólinn á Akureyri er dreifður um
bæinn hefur ekki myndast hér enn
sá samkenndarandi sem ríkir í skólum
sem standa á fomum grunni, en and-
rúmsloftið er afar vinsamlegt og afs-
lappað. Samskipti mín við nemendur
hafa verið mjög jákvæð og þeir hafa
verið vinsamlegir í garð stjómarinn-
ar. Mér fínnst þeir hafa mikinn metn-
að fyrir Háskólann, þeir hafa verið
virkir í umræðum um hann og þeir
bera hag hans mjög fyrir brjósti.
Námsleiðum fjölgar
innan deilda
í Háskólanum em nú fjórar deild-
ir og vöxtur skólans felst þessi árin
einkum í að efla þær og fjölga náms-
leiðum innan þeirra fremur en að
fjölga deildum. Nýjasta viðfangsefn-
ið, sem fór af stað nú í haust, er
raungreinasvið fyrir kennaradeildina
og í þeirri deild era til áætlanir um
nýjar námsbrautir, til dæmis lista-
svið og leikskólakennarasvið. í
rekstrardeildinni er verið að um-
stokka námið og bjóða upp á þriggja
ára BS-nám í rekstrarfræðum með
fimm sérsviðum, sem við vonumst
til að geta ýtt úr vör næsta haust,
og ég sé fyrir mér að þær breytingar
efí deildinni stækkunarmöguleika.
sjávarútvegsdeildinni era uppi hug-
myndir um matvælasvið sem tengist
nýtingu sjávarafla og það svið myndi
tengjast matvælamiðstöð, sem við
eram að vinna að því að koma á fót
ásamt fyrirtækjum og framhalds-
skólum hér á Norðurlandi.
Stækkun Háskólans felst ekki ein-
göngu í að auka kennsluframboð
heldur ekki síður í að efla rannsókna-
starfsemi hans og matvælamiðstöð
er nærtækasta sóknarfæri okkar t.il
að flétta saman kennslu og rann-
sóknir. Ég held að sé mikilvægt fyr-
ir okkur að vera ekki með of mörg
jám í eldinum í einu heldur sinna
vel því sem við höfum þegar sett af
stað. Ég held að Háskólinn sé á því
stigi núna að þær deildir sem eru
við hann styrki sig enn frekar í sessi
og aukning í starfi skólans verði á
vettvangi þeirra. Til þess höfum við
ýmsar aðferðir eins og að samnýta
námskeið deildanna, auka val milli
deilda og koma þannig upp fjöl-
breyttara námi fyrir nemendurna.
Til marks um mikilvægi þess að
deildimar fái að festa sig í sessi og
eflast, frekar en að einblína á að
ijölga deildum, má nefna að í sjávar-
útvegsdeildinni hjá okkur vora til-
tölulega fáir nemendur framan af,
en eftir að héðan vora brautskráðir
fyrstu sjávarútvegsfræðingarnir með
BS-prófí síðastliðið vor stóijókst að-
sóknin. í haust byijuðu þar 40 nem-
endur en höfðu verið á bilinu 10-20
á hveiju ári fram að því. Ég á von
á því að þessi fjölgun haldi sér og
það er gleðilegt, einkum vegna þess
að í sjávarútvegsdeildinni er það
námsframboð sem aðrir skólar hér á
landi hafa ekki.
Á margan veg
sérstæður háskóli
Það mætti hafa langar ræður um
sérstöðu Háskólans á Akureyri, en
þar á meðal er sjávarútvegsdeildin,
sem nú var nefnd. Auk þess er sér-
hæfíng rekstrardeildarinnar í gæða-
stjórnun eina nám sinnar tegundar
hér á landi og í kennaradeild og
heilbrigðisdeild eru öðruvísi áherslur
í námi en tíðkast í Reykjavík. Á hinn
bóginn er það skoðun mín að það sé
óraunhæft að byggja upp nýjan há-
skóla eingöngu með nýjum náms-
greinum hér á landi. Það er nánast
eins og að fínna upp hjólið einu sinni
enn.
Ég tel að sérstaða Háskólans á
Akureyri eigi að felast í fleiru en
náminu sjálfu. Eitt af því er að hér
eigi að vera háskóli sem menntar
fólk til starfa þar sem er veraleg
eftirspurn eftir háskólafólki á lands-
byggðinni. Þetta gildir um allar deild-
ir Háskólans, þær eru að mennta
fólk sem er mikil eftirspurn eftir á
landsbyggðinni og reynslan sýnir að
héðan fer fólk einkum til starfa þar.
Sérstaða Háskólans á Akureyri
felst ennfremur í þeirri uppbyggingu
rannsókna sem hér á sér stað. Við
höfum þá stefnu með rannsóknir hér
við skólann að vinna þær í samstarfi
við rannsóknastofnanir sem hafa
öðlast reynslu og eru mjög öflugar.
Þar á ég til dæmis við Hafrannsókna-
stofnun, Rannsóknastofnun fískiðn-
aðarins.Iðntæknistofnun og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins. Við
höfum samstarfssamninga við allar
þessar stofnanir og sérfræðingar frá
þeim kenna hjá okkur og stunda
rannsóknir ýmist fyrir okkur eða sín-
ar stofnanir. Þetta eykur einnig mjög
tengsl okkar við atvinnulífið og við
eram hér að skapa mun öflugra rann-
sóknasamfélag en fjöldi fastra kenn-