Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 55
Köllunarákvæði laga um veitingu
prestakalla og aðdragandi þeirra
SAKIR þess uppn-
áms, sem orðið hefur
vegna ákvörðunar
sóknarnefnda Hvera-
gerðisprestakalls um
að kalla sér prest án
auglýsingar, skulu hér
rifjuð upp nokkur atr-
iði um aðdraganda
þess, að ákvæði um
köllun voru lögfest.
Á hinu fyrsta
kirkjuþingi, sem dr.
theol Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, stjórn-
aði árið 1960, flutti
hann frumvarp til laga
um veitingu presta-
kalla og var það fyrsta og aðalmál
þingsins. í 5. gr. þessa frumvarps
segir svo: „Heimilt er kjörmönnum
að kalla prest. Ef kjörmenn einnar
sóknar eða fleiri í prestakallinu eru
einhuga um að kalla prest án
umsóknar, gera þeir prófasti við-
vart um það þegar í stað, en hann
gerir biskupi aðvart. Biskup felur
þá prófasti að boða kjörmenn
prestakallsins á sameiginlegan
fund innan viku og er þá'embætt-
ið eigi auglýst.“
Eins og flestum kirkjunnar
mönnum, og þá ekki síst stjórn
Prestafélags Islands, má vera
kunnugt, börðust margir forystu-
menn kirkjunnar, þar á meðal bisk-
I
I
upamir Sigurbjörn
Einarsson og Pétur
Sigurgeirsson, fyrir
því árum saman að fá
breytt lögunum um
veitingu prestakalla
frá 1915. Einkum var
lögð á það áhersla, að
ákvæði um almennar
prestskosningar félli
brott.
Kirkjuþing eftir
kirkjuþing voru flutt
og afgreidd frumvörp
um veitingu presta-
kalla, og munu engin
önnur mál hafa komið
svo oft til umfjöllunar
á kirkjuþingum. Nefna má, að
frumvarp um veitingu prestakalla
var afgreitt á kirkjuþingi 1962,
1964, 1972, 1976 og oftar. í öllum
þessum frumvörpum er heimild-
arákvæði til handa sóknamefndum
um að mega kalla sér prest „og
er þá embættið eigi auglýst".
Lengi vel sýndi Alþingi þessu
baráttumáli kirkjunnar tómlæti og
fékkst ekki til að afgreiða það.
Frumvarp um veitingu prestakalla
var að vísu lagt fyrir Alþingi vetur-
inn 1973-1974, en kom ekki úr
nefnd.
Hinn 20. júlí árið 1977 skipaði
kirkjumálaráðherra Ólafur Jó-
hannesson nefnd til að endurskoða
lögin um veitingu prestakalla frá
1915. í nefndinni áttu sæti: Gunn-
laugur Finnsson, kirkjuráðsmaður
og þá alþingismaður, sem var for-
maður, Friðjón Þórðarson, alþing-
ismaður og síðar kirkjumálaráð-
herra, Geirþrúður Hildur Bernhöft,
cand theol., frú Guðrún Ásgeirs-
dóttir og sr. Sigurður H. Guð-
mundsson.
Nefndin vann ágætt starf og
skilaði meirihluti nefndarinnar vel
útfærðu og rökstuddu frumvarpi,
sem í meginatriðum var byggt á
áðurnefndum frumvörpum kirkju-
þings. Minnihlutinn (Guðrún As-
geirsdóttir) gerði einnig vel rök-
studda grein fyrir því áliti sínu,
að prestskosningar yrðu ekki afn-
umdar. En öll var nefndin sam-
mála um það að taka inn í lögin
ákvæði, sem heimilaði kjörmönn-
um að kalla prest án undangeng-
innar auglýsingar. Köllun skyldi
þó vera tímabundin og „eigi lengur
en til fjögurra ára í senn“.
Frumvarp meirihluta hinnar
stjórnskipuðu nefndar byggðist á
málamiðlun, þar sem ákvæði um
almennar prestskosningar var ekki
að öllu leyti afnumið, heldur skyldu
prestskosningar fara fram, ef um
það bærist „skrifleg ósk frá minnst
25% atkvæðisbærra sóknarbarna í
prestakallinu“.
Álit hinnar stjórnskipuðu nefnd-
Ámæli, sem sóknar-
nefnd Hveragerðis-
prestakalls hefur orðið
fyrir, eru óréttmæt og
óviðurkvæmileg, segir
sr. Jón Einarsson.
Sóknamefnd og biskup
fara að lögum.
ar (bæði meirihluta og minnihluta)
voru tekin til ítarlegrar umfjöllunar
á kirkjuþingi árið 1978. Um léið
og kirkjuþingið áréttaði fyrri álykt-
anir sínar um breytta skipan á
veitingu prestakalla, sem vikið er
að hér að framan, samþykkti þing-
ið að mæla með samþykkt frum-
varps meirihluta nefndarinnar,
þótt það „gangi skemur en kirkju-
þing óskar“.
Skemmst er frá því að segja,
að eftir nokkurra ára töf og marg-
ar ályktanir kirkjunnar manna
varð frumvarp meirihluta hinnar
stjórnskipuðu nefndar að lögum
með lítils háttar breytingum. Eru
það lög nr. 44 30. marz 1987. Við
þau lög hefur kirkjan búið síðan
eða í átta ár. Eitt af grundvallará-
kvæðum þessara laga er heimild
til handa „kjörmönnum að kalla
prest“. Nýti kjörmenn sér þann
rétt, er „embættið eigi auglýst".
Um þetta höfðu kirkjuþing ályktað
og kirkjunnar menn fyrir þessu
barist í nærri þijá áratugi.
í ljósi þess, sem að framan er
rakið, þarf engan að undra, þótt
sóknamefndir nýti sér lagalegan
rétt sinn til að kalla prest. Þau
ámæli, sem sóknarnefndir Hvera-
gerðisprestakalls hafa orðið fyrir,
em því óréttmæt og óviðurkvæmi-
leg. Hámæli og hörð gagnrýni
meirihluta stjórnar Prestafélags
íslands í garð sóknarnefndanna og
biskups landsins er afar furðuleg
og ósanngjörn. Ljóst er, að sóknar-
nefndirnar og biskupinn fara í
þessum efnum í einu og öllu að
réttum og gildum lögum. Breytir
þar engu um, þótt einhveijir telji
sig þess umkomna að bera brigður
á lögin, þykist vita betur og hafi
í hótunum, ef ákvæði, sem þeim
fellur ekki, er framfylgt.
Vissulega eru lögin um veitingu
prestakalla ekki gallalaus fremur
en önnur mannanna verk. Að sjálf-
sögðu er það álitaefni, hvort svo
skýr og afdráttarlaus ákvæði um
köllun eiga að vera í lögunum, án
undangenginnar auglýsingar. Ekki
verður þó annað séð en köllunar-
ákvæðið standist guðfræðilega.
Nú er til umræðu endurskoðun
laganna um veitingu prestakalla.
Vonandi verður sú endurskoðun til
• góðs fyrir kirkju landsins, starfs-
menn hennar og þjónustu alla.
Höfundur er formaður
Prófastafélags íslands.
Sr. Jón Einarsson