Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 59

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 59 PÁSKAMYIMDIR KVIKMYNDAHUSANNA TÖLVULEIKUR; van Damme mundar byssuna. TÍSKUFYRIRBÆRI; Marcello og Loren í Altman- myndinni. VÍ RUS; Hoffman í hasarmynd. Dustín, Dainme, Jim og félagar Kvikmyndahúsin bjóða uppá nokkrar athyglisverðar páskamyndir en þeirra á meðal eru spennumyndir með Dustin Hoffman og Jean-Claude van Damme, umdeild tískumynd Robert Altmans, nýjasta mynd Jim Carreys og rómantísk gamanmynd með Michael Keaton og Geena Davis. Arnaldur Indriðason flallar um þessar myndir. PERSÓNUR og leikendur páska- mynda bíóanna, sem byrjuðu um síðustu helgi og í þessari viku, eru af ýmsum toga og myndirnar af öllum stærðum og gerðum; spennumyndir um vírusa og bardagamenn, farsi um tísku- heim Parísarborgar, gamanmynd um ævin- týri tveggja annálaðra heimskingja, róman- tísk gamanmynd úr pólitíkinni vestanhafs og fjölskyldumynd um milljónadrenginn Rikka svo eitthvað sé nefnt. Spennumynd með Hoffman Dustin Hoffman fer með aðalhlutverkið í páskamynd Sambíóanna sem heitir vOutbreak“ eða í bráðri hættu á íslensku. I henni leikur Hoffman, sem ekki er þekkt- I ur fyrir að leika í spennumyndum hin síð- ari ár, veirufræðing sem reynir að koma í veg fyrir að banvænn vírus nái að breiðast | út í litlu samfélagi í Kalifomíu og bjarga lífi fyrrum eiginkonu sinnar, sem hefur smitast. Leikstjóri er Þjóðverjinn Wolfgang Peterson, sem síðast stýrði Clint Eastwood í myndinni í skotlínu en með önnur hlut- verk fara m.a. Morgan Freeman, Rene Russo og Cuba Gooding jr. Tvær vírusmyndir fóru í framleiðslu nær samstundis í Hollywood en hin, „Crisis in 1 the Hot Zone“, varð að engu eftir að Rob- ert Redford og Jodie Foster hættu við að ■ leika í henni. Þar með varð leiðin greiðfyr- ■ ir „Outbreak“, sem verið hefur vinsælasta myndin vestanhafs undanfarnar vikur. Framleiðandinn, Arnold Kopelson, fékk Wolfgang í leikstjórasætið og réð Ted Tally til að endurskrifa handritsdrögin en hann hafði gert handrit spennumyndarinnar Lömbin þagna. „Dustin stóð sig vel,“ er haft eftir framleiðandanum, Amold Kopel- 5 son („Platoon"), um hasarmyndaleikarann Hoffman. „Hann á eftir að veita Stallone harða samkeppni." Önnur páskamynd Sambíóanna er ævin- týrið um milljónadrenginn Richie Rich eða Rikka ríka með milljónadrengnum Mac- aulay Culkin í aðalhutverki. Hún segir af strák sem skyndilega verður milljónamær- ingur eftir að foreldrar hans farast í flug- slysi að því að talið er. Hann þráir að eign- ast félaga í nokkrum götustrákum í grennd- inni og á endanum snúa þeir bökum saman 1 gegn óþokkanum John Larroquette, er reyn- ir að hreppa auðinn. Leikstjóri er Donald ■ Petrie. • Myndin komst í fréttir þegar faðir Culk- ins, sem einnig er umboðsmaður hans, gerði óheyrilegar launakröfur fyrir hönd sonar síns og einnig tók það hann dágóða stund að ákveða hver skyldi leikstýra myndinni. Culkin litli hlaut vinsældir í gegnum Aleinn heima- myndimar og er hæstlaunaða barna- stjarna sem til er. Þá sýna Sambíóin einnig nýjustu mynd Tommy Lee Jones, „Cobb“, um samnefnda hornaboltastjörnu í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum aldarinnar. Ástir ræðuhöfundanna Aðalpáskamynd Háskólabíós er róman- tíska gamanmyndin „Speechless" eða Orð- laus með Michael Keaton og Geena Davis í aðalhlutverkum undir leikstjórn Ron Und- erwoods („Tremors"). Keaton og Davis leika ræðusmiði hjá andstæðingum í pólitík sem rugla saman reytunum en svo vill til að það nákvæmlega sama gerðist hjá ræðuhöfund- unum Mary Matalin og James Carville, sem skrifuðu bók um málið um það bil sem myndin komst á skrið og vakti mikla at- hygli vestra. Handritshöfundurinn, Robert King, segist þó hafa fengið hugmyndina löngu fyrir þann samslátt og kynnt hana MGM-kvikmyndaverinu strax árið 1989 svo um helbera tilviljun er að ræða. Framleiðandi myndarinnar er finnski hasarmyndaleikstjórinn Renny Harlin, sem kvæntur er Davis, og er þetta fyrsta mynd- in sem þau gera í sameiningu; stykki núm- er tvö er sjóræningjamyndin „Cutthroat Island“. Aðrar nýjar myndir bíósins yfir hátíðirnar eru rómantíska gamanmyndin „Naked in New York“ eða Nakinn í New York með Eric Stoltz og hópi þekktra leik- ara, m.a. Tony Curtis, og ný mynd frá breska leikstjóranum Peter Greenaway, Barnið í Macon, með Julia Ormond í aðal- hlutverki. Heimskari en Bakkabræður Myndir sem byggjast á ómengaðri heimsku hafa verið vinsælar í Hollywood hin síðari ár en enginn verið heimskulegri eða vinsælli en „Dumb and Dumber“ eða Heimskur heimskari, páskamyndin í Lauga- rásbíói og Borgarbíói á Akureyri. Hún er með Jim Carrey og Jeff Daniels í aðalhlut- verkum og segir frá einkabílstjóra, sem Carrey leikur og hefur ekki hálft vit á við Bakkabræður, og vin hans, leikinn af Dani- els, sem er enn heimskari. Þeir leggja upp í mikinn eltingarleik þegar einn kúnninn, sem Carrey hefur ekið út á flugvöll, gleym- ir tösku sinni, viljandi að því er virðist, og fávitafélagarnir elta hana yfir Bandaríkin að skila töskunni. Vinsældir Carreys, sem er kanadískur skemmtikraftur, hafa verið með ólíkindum frá því hann lék gæludýraspæjarann Ace Ventura í samnefndri mynd. Eftir það kom Gríman, svo Heimskur heimskari og hann fer með eitt aðalhlutverkið í þriðju Batman- myndinni orðinn einn bestlaunaði leikari draumaverksmiðjunnar. Belgískur bardagamaður Nýjasta mynd belgíska sparkfræðingsins Jean-Claude van Damme verður sýnd í Stjörnubíói yfir hátíðirnar. Hún heitir Bar- dagamaðurinn eða „Streetfighter“ og er fyrsta myndin sem handritshöfundurinn Steven E. de Souza leikstýrir en hann á að baki fjölda hasarmyndahandrita eins og „The Running Man“ og „Die Hard“. Þessi mynd er byggð á þekktum tölvuleik og seg- ir frá björgunarleiðangri van Damme í smáríki í þriðja heiminum þar sem einræðis- herrann, Raul Julia, heldur áhrifamönnum í gíslingu. Raul lést úr krabbameini fljótlega eftir tökur myndarinnar. Van Damme hefur eiginlega fyllt upp það tóm sem Chuck Norris skildi eftir en hefur enn ekki náð í vegsemd og vinsældum þangað sem Stall- one og sérstaklega Schwarzenegger standa á stalli. Altman í París Bandaríski leikstjórinn Robert Altman hefur orðið að tískufyrirbrigði hin síðari ár eða frá því hann skopaðist eftirminnilega að Hollywood í Leikmanninum. Nýjasta myndin hans, „Pret-a-porter“ eða Parísar- tískan, tekur fyrir tískuheiminn í háborg fatatískunnar, ParíS, og fær Altman til liðs við sig ijöldann allan af frægum leikurum beggja vegna Atlantsála. Nægir að nefna Tim Robbins og Julia Roberts að vestan og Marcello Mastroianni og Sophia Loren að austan. Eins og í Leikmanninum kvik- myndaði Altman í raunverulegum partýum tískufólksins og á tískusýningum og ber margan tískukónginn fyrir augu. Einum kóngana var ekki skemmt undir myndinni. Karl Lagerfeld brást reiður við ummælum um sig og lét banna hana í Þýskalandi. Altman segist hafa ætlað að gera ekta franskan farsa og hafði Feydeau að fyrir- mynd. MILLJÓNASTRÁKURINN; Culkin í Rikka ríka. RÆÐUHÖLD; Keaton og Davis í Háskólabíói. TVEIR heimskir; Carrey og Daniels.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.