Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 60

Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU dagana í Havana vorum við ferðalangar upp- teknir við að ganga um borgina, heimsækja leik- hús og skoða kúbanskar bíómyndir. Kvikmyndin „Jarðarber og súkku- laði“ hafði verið útnefnd til Óskars- jverðlauna í ár og við ákváðum að eyða ekki tíma okkar í að sjá hana á Kúbu því að hún yrði áreiðanlega sýnd fljótlega heima. Höfundurinn Tomás Gutierrez Alea er einn besti og reyndasti kvikmyndaleikstjóri á Kúbu og eiginlega þeirra „Berg- man“. Leiðsögumaður okkar um filmstúdíóin tilkynnti okkur að Al- þjóðlegi kvikmyndaskólinn á Kúbu væri sá besti í heimi og því til sönn- unar gaf hann okkur tímarit með upplýsingum um skólann. Jú, mikið rétt, fyrirsögn einnar greinarinnar var „Besti kvikmyndaskóli heims finnst á Kúbu“. Við nánari lestur kom í ljós að þetta er skoðun fyrsta- árs nema frá Ghana! En skólinn hafði hlotið Rossellini-verðlaunin, sem er glæsileg viðurkenning, og fylgir heiðrinum há peningaupphæð. Þessir peningar komu sér afar vel til að endurnýja úr sér gengin tæki til kvik- myndavinnslu. Og skólinn á sér marga velunnara. Þama heldur Coppola fyrirlestra og aðrir banda- rískir kvikmyndajöfrar, svo sem Ro- bert Redford, Georg Lucas og Paul Mazursky, eru í náinni samvinnu við skólann og styrkja hann á allan hátt þrátt fyrir efnahagsþvinganir stjóm- ar sinnar. Við könnuðumst við heim- ildarmyndir eftir þann fræga Sant- iago Alvarez, en nemendur sem við tókum tali töldu hann vera sinn stærsta meistara. Filmarar sem við hittum úr þessum skóla höfðu líka notið kennslu Evrópuleikstjóra svo sem Szabo og Costa-Gavras. Fyrstu kvikmyndagerðarmenn eftir byltingu 1959 hlutu menntun í Moskvu, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýska- landi. Græni krókódíllinn Eftir skemmtilega dvöl í höfuð- borginni þar sem kvöldum var oftast eytt í dimmum sölum kvikmyndasala og loftkældum leikhúsum hitabeltis- ins fannst okkur ferðalöngum tími til kominn að skoða mannlífíð í sveit- um landsins. Við vorum líka orðin þreytt á rápinu um stórborgina á daginn og hlökkuðum til að komast niður að ströndinni til að skoða kór- alrifin margumtöluðu og njóta róm- aðrar paradísar á hvítum sandi við hafið bláa. Við tókum saman pjönkur okkar, handfarangur var nokkuð þungur, þar sem hann hafði að geyma spennubreyti, tölvu og prent- ara, myndavélar og upptökutæki. Okkur leist því ekki á flugvélina gömlu sem átti að flytja okkur fyrsta áfangann á eyjunni grænu til menn- ingarborgarinnar Santiago de Cuba. Við urðum að stafla þessum verð- mæta og viðkvæma handfarangri okkar með öðrum töskum í farang- ursrými vélarinnar, þar sem ekkert rými var fyrir töskur fyrir ofan sæt- in okkar. Kúba er ekkert ósvipuð grænum krókódíl í laginu sem reiðir upp sporðinn með höfuðborginni Havana að F.lórídaskaganum en teygir hvoftinn í átt að Haití og Dominíska lýðveldinu. Krókódíllinn berar tennumar, sem eru Sierra Maestra-fjallgarðurinn, en í gininu er Santiago de Cuba, þar sem við lendum eftir tæpra tveggja klukku- tíma flug. Þar ætlum við að samein- ast ferðahóp og fara í „pakka“-ferð um eyjuna ásamt fararStjóra sem mun hugsa fyrir öllu. Okkur var komið fyrir á nýbyggðu glæsihóteli sem taldi fimm stjömur. Ferðafélag- ar okkar voru níu manns, ung og nýgift frönsk hjón, tvenn hollensk hjón, hjón frá Brussel í Belgíu og svo trúðurinn í hópnum, Hollending- urinn Frans, sem stakk okkur oft af til að blanda geði við innlendar stelpur. Fararstjórann kölluðum við okkar á milli Mr. Wonderful, hann var svo dásamlegur og svo upptekinn af því að vera svo dásamlegur að sumum þótti nóg um. Bíllinn okkar var þægilegt og splunkunýtt rúg- brauð og kyrfilega merktur Cubanac- an, en það er stærsta ferðamála- stofnun á Kúbu og að sjálfsögðu rekin af ríkinu! Það var ljúf tilfmning að þurfa ekki neitt að hafa fyrir líf- inu, næstu fjórir dagar voru svo þræl- skipulagðir af ferðaskrifstofunni að við höfðum engan tíma til að hugsa, bara skoða og njóta og gleðjast. eldur var kveiktur í bálkestinum sem umlauk stólpann sem hann var hiekkjaður við var honum boðið að gerast kristinn svo sál hans kæmist til himnaríkis. Hann spurði hvort það væri sá staður sem kristnir menn færu til eftir dauðann. Hann var fullvissaður um að það væri rétt. Þá sagðist hann enga löngun hafa til að fara til þess staðar eða nokkurs annars staðar sem vildi hýsa jafn grimma menn og Spánveija ... frek- ar kysi hann helvíti. Jón Sigurðsson kúbanskrar sjálfstæðisbaráttu Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að skoða kirkjugarða þeirra landa sem maður heimsækir. Kirkjugarðar hafa ætíð mikla sögu að geyma. í gamla kirkjugarðinum í Santiago de Cuba skoðuðum við minnismerki að- alfrelsishetju þeirra Kúbana, en það er José Martí, sem lést í orrustu gegn Spánverjum árið 1895. Reynd- ar liggja jarðneskar leifar hans ekki þama í jörðu því Spánveijar skiluðu aldrei líkinu. Þetta minnir á örlög hinnar frelsishetjunnar, Che Gue- vara, sem var drepinn í Bólivíu árið 1967, þegar hann var að undirbúa byltingu þar. Bólivíumenn skiluðu ekki líki hans, þar sem þeir voru hræddir um að hann yrði tekinn í dýrlingatölu af byltingarsinnum. En báðir þessir menn eru nú eins konar dýrlingar hjá þjóðinni og Castro reis- ir þeim minnismerki hvarvetna og flennistórar myndir eru hengdar upp af þeim á flestum torgum landsins. José Martí, sem var fæddur árið 1853, er eins konar Jón Sigurðsson kúbanskrar frelsisbaráttu. Hann var skáld, blaðamaður og hugmynda- fræðingur og barðist fyrir frelsi Kúbu. Hann stofnaði byltingarflokk árið 1892 og þessi byltingarflokkur hóf eitt síðasta frelsisstríðið gegn Spánveijum. En José Martí var frek- ar maður hugmyndafræði en fram- kvæmda og félagar hans átöldu hann fyrir að taka ekki virkan þátt í stríð- inu heldur sitja að baki víglínunnar með pennann einan að vopni. José Martí vildi reka af sér þetta sliðruorð og ákvað að taka þátt í orrustunni. Hann fékk lánaðan hest bróður síns , þrautþjálfaðan víghest, en sjálfur hafði José litla sem enga þjálfun. Þegar fyrstu byssukúlumar riðu af í óvinaliðinu, hlýddi fákurinn kallinu og þeysti af stað til orrustu. Hestur- inn hafði verið taminn á þann hátt að um leið og hann heyrði skotið af byssu tók hann á rás í átt að hljóð- inu. Knapinn gat ekki stöðvað fákinn og á örskotsstund var hann kominn inn í mitt óvinaliðið vopnaður byss- usting sínum. Hann var drepinn fyr- irhafnarlaust og líki hans ekki skilað yfir víglínuna. í minningarkapellu þessa skálds og frelsishetju brennur eldur dag og nótt og fersk blóm og kransar þekja altarið. Á stórum hvít- um borða sem bundinn var við ilm- andi rósakrans lásum við nafn Isa- belle Allende. Skáldkonan frá Chile, frænka hins myrta forseta, sendir ár hvert blóm til minningar um þessa kúbönsku frelsishetju sem hún hefur gert að sinni. Nú býr skáldkonan í Bandaríkjunum en José Martí spáði því að næsta ógnun við Kúbu, ef yfirráðum Spánveija létti, væri ásælni Bandaríkjamanna. Skrýtlan okkar Einn daginn er ákveðið að skoða fornbílasafn í nágrenni borgarinnar. Okkur þótti þetta fyndið þar sem fornbílar aka um allar götur og óþarfi að safna þeim á einn stað. En þegar á staðinn var komið urðum við ferða- langar gripnir algerri nostalgíu eða fortíðarþrá því þarna fundum við gömlu Skoda Felecíuna okkar, litla rauða blæjuskódann sem við áttum í yfir tuttugu ár og þá rifjaðist upp að einmitt þennan dag var brúð- kaupsdagurinn okkar, sá tuttugasti og sjötti í röðinni. Við fengum Frans hinn hollenska til að taka af okkur mynd við þennan glæsivagn, sem var eins og nýr útúr kassanum. Nokkru áður en við fórum að heiman hafði maður í íslenska fornbílaklúbbnum hringt í okkur og beðið um mynd af gamla sportbílnum. Hann hafði fundið hann í skemmu og var að gera hann upp til að koma honum aftur á götuna. Við fundum nokkrar svarthvítar myndir og gáfum honum en nú gátum við tekið litmyndir af módelinu í bak og fyrir, af hjólkopp- um, mælaborði og stuðurum. Frans hollenski, sem er bílavarahlutasali í Tropicana Eitt kvöldið vorum við drifin á kvöldskemmtun sem kölluð er „Tropicana", einskonar karnival-sýn- ing á annað hundrað hljómlistar- manna, söngvara og leggjalangra dansmeyja. Leiksviðið, gríðarstórt flæmi, var undir stjöraubjörtum himni, þar sem baksviðið var hamra- belti vaxið vafningsviði og kókos- pálmum. Búningar voru mjög íburð- armiklir og litfagrir, höfuðskraut dansmeyjanna á lengd við leggina, en þama í Santiago státa þeir sig af að eiga leggjalengstu dansmey- jamar. í Tropicana-útileikhúsinu byggðu þeir svo sannarlega á gam- alli hefð. Þama blandast saman það sem Kúbanir kalla Zarzuela, eða spænskir söngleikir, afrískir dansar og helgiathafnir indíána. Kúbanir hafa seinni árin farið að rannsaka og virða arfleifð sína frá Afríku og leita uppi gamla dansa og tónlist. En auk þess hafa þeir reynt að grafa upp leifar indíánamenningarinnar, en indíánum var útrýmt á Kúbu á 16. og 17. öld. í Tropicana-sýning- unni gaf á að líta dansa tileinkaða þessum horfnu frumbyggjum eyjár- innar, þjóðsaga var túlkuð í dansi og látbragði. Við kneyfuðum bjór á meðan sem merktur var mynd og nafni indíánans Hatueys, en Hatuey var indíánahöfðingi sem gerði síðustu alvarlegu uþpreisnina gegn Spán- veijunum. Hann var brenndur á báli af spönsku innflytjendunum. Þegar Þriðja og síðasta grein Brynju Benedikts- dóttur um Kúbu. Hún var á nokkurra vikna ferðalagi um eyjuna ásamt Erlingi Gíslasyni leikara. Þau, leiklistarfólkið, ferð- uðust fram og aftur um eyjuna og kynntu sér listir og lystisemdir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.