Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 67
MARGRET
KONRÁÐSDÓTTIR
+ Margrét Konr-
áðsdóttir fædd-
ist 25. febrúar
1908. Hún lést 6.
apríl siðastliðinn.
Foreldrar hennar
Konráð Andrés-
son, bóndi á Nýja-
Bæ, Vatnsleysu-
strönd, og kona
hans, Guðrún
Krisfjánsdóttir.
Margrét átti þijú
systkini; Guðrúnu,
er dó í æsku, Krist-
ján og Valdimar,
er einn lifir þeirra
systkina.
Með Arna Eiríkssyni átti
Margrét tvær dætur, Guðrúnu
og Sigríði. Þau slitu samvist-
um. 1960 giftist Margrét Aðal-
steini Th. Gíslasyni, sjómanni,
og bjuggu þau í Stigahlíð 22
þar til heilsa Margrétar bilaði
og þau fluttust að Hrafnistu
áriðl993.
Margrét verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 18. apríl næstkomandi
og hefst athöfnin kl. 15.00.
MARGRÉT Konráðs-
dóttir var langamma
sona minna og einhver
magnaðasti persónu-
leiki er ég hef kynnst.
Hún var komin yfir
sextugt er ég fór að
fara á fjörurnar við
nöfnu hennar og dótt-
urdóttur og við fyrstu
kynni heillaði hún mig
uppúr skónum allt
annan hátt en dóttur-
dóttirin.
Margrét var glæsi-
leg kona, líkamleg
reisn hennar mikil, en
þó var innri maðurinn enn magn-
aðri. Sá kærleikur er verið hefur
inntak kenninga kristindóms sem
jafnaðarstefnu var henni innbor-
inn og þó framkvæmd þeirra hug-
sjóna í stórsamfélögum mannsins
hafi jafnan verið í molum, voru
kærleiksboðorðin á hreinu hjá
Margréti og allt vildi hún fyrir
mann gera. Mér er til efs að ég
hefði haldið áttum, er kona mín
hélt til náms í Danmörku og synir
okkar voru ungir, hefði Margrét
Konráðsdóttir ekki verið sú sem
MINIMINGAR
alltaf var hægt að treysta á. Syn-
irnir, sem flökkuðu landa á milli,
fundu miðju alheimsins í Stigahlíð
22, og alltaf var jafn spennandi
að fara til gömlu ömmu, sem töfr-
aði góðgætið úr ísskápnum eða
stofuskápnum og ef í hart fór
svefnhebergisskápnum.
Margrét var eðalkrati og óvæg-
in lífsbarátta mótaði lífskoðanir
hennar. Hún vann fyrir sér og
dætrunum hörðum höndum; í bak-
aríi, verslunum eða á pijónastofu
og skúraði á Tryggingastofnun
snemma morguns jafnt sem síðla
kvölds.
Tímamót urðu í lífi hennar er
hún giftist á miðjum aldri, Aðal-
steini Th. Gíslasyni, sjómanni
dáðadrengi, úr Innri-Njarðvík. Það
varð þeim báðum til gæfu og hún
kunni lagið á þeim gamla þegar á
þurfti að halda.
„Æ, Magga mín,“ sagði Steini
stundum, þegar þau hlupu undir
bagga með okkur feðgum og
keyrðu okkur á Keflavíkurflugvöll
í hið heimsfræga næturflug Flug-
leiða. „Ósköp er dimmt yfir
Ströndinni." Þá svaraði sú gamla
að bragði. „Það er annað en í
Njarðvíkinni. Þar er alltaf sól.“
Margrét Konráðsdóttir vakti
ætíð yfir velferð ættarinnar. Þegar
ég hóf búskap með nöfnu hennar
og dótturdóttur í Þorlákshöfn var
Kákasusgerlinum fljótlega komið
í fóstur til okkar og átti hann,
ásamt hákarlinum, er Aðalsteinn
færði okkur í búið, stóran þátt í
að heilsu minni var ekki ógnað í
þorpinu því. Þó var eitt sem okkur
vantaði: Kartöflurnar rauðu ís-
lensku. Margrét taldi þær undi-
stöðufæði hvers íslendings og það
var ekki fyrr en við hjónin fluttum
til Reykjavíkur að Margrét lét mig
skrifa undir skjal þar sem sótt var
um garðland að Korpúlfsstöðum.
Þar vorum við hjón komin í komp-
aní með þeim Aðalsteini og dætr-
unum og íslenskar rauðar voru
ræktaðar um árabil. Þvílíkar kart-
öflur — meir að segja smælkið
smakkaðist betur en styijuhrogn.
Eðlislæg jafnaðarmennska
gerði Margréti að vini alls þess
sem lífsanda dró. Hörð ævikjör
komu ekki í veg fyrir að hún
næði miklum andlegum þroska.
Hún kynntist dönskum siðum er
hún var í vist hjá Mogensen apó-
tekara ung að árum, og heimili
hennar og Aðalsteins, í Stigahlíð
22, var danskt um margt. Þar
fékk maður skinku og stundum
bjór og Bing & Grondahl plattarn-
ir skreyttu veggi. Þó átti nútíminn
sitt griðland í heimi hennar. Hún
hló sig máttlausa við að hlusta á
smásögur Ólafs Ormssonar í út-
varpinu og fannst myndir Tryggva
Ólafssonar æði. Þegar hún var
áttræð gáfum við Margrét, Henrik
og Steinn henni og Aðalsteini lítið
málverk eftir Tryggva. Þar var
þorskhausinn í aðalhlutverki —
enda Aðalsteinn tengdari sjónum
öðrum höfuðskepnum fremur —
og það ótrúlega gerðist. Margréti
tókst að koma myndinni þannig
fyrir í stofunni í Stigahlíð að
Tryggvi Ólafsson varð hluti af
dönsku aldamótaheimili.
Þegar við Margrét Aðalsteins-
dóttir slitum samvistum varð eng-
in breyting á sambandi okkar
Margrétar Konráðsdóttur. Hún
var enn sem fyrr gamla amma
sona minna, vinkona mín og ein-
hver hjartahlýjasta manneskja
sem ég hef kynnst.
Vernharður Linnet.
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.680
Mikiö úrval af
allskonar buxum
Opib ó laugardögum
Bjóddu makanum með í viðskiptaferðina!
90% afsláttur fyrir maka ef hjón ferðast saman á viðskiptafarrými
Fullt 90% Euroticket* 90%
verð makaafsl. makaafsl.
Keflavík - Kaupmannahöfn Keflavík - Álaborg 99.290 99.290 11.890 11.890 79.790 9.890 Tilboðið gildir til
Keflavík - Árósar 99.290 11.890 30. júní 1995
Keflavík - Karup 99.290 11.890
Keflavík - Osló 96.980 12.180 78.080 10.280 Hámarksdvöl 1 mánuöur,
Keflavík - Bergen 96.980 12.180 82.780 10.780 lágmarksdvöl engin.
Keflavík - Stavanger 96.980 12.180 82.780 10.780 *Euroticket fargjald þarf aö bóka meö minnst fjögurra
Keflavík - Stokkhólmur 109.670 12.370 88.070 10.170 daga fyrirvara.
Keflavík - Gautaborg 99.670 11.370 79.970 9.370 Flogið er á þriöjudögum og föstudögum. Frá 3. júní er
Keflavík - Jönköping 115.670 12.970 98.570 11.270 einnig flogiö á laugardögum.
Keflavlk - Kalmar 115.670 12.970 98.570 11.270 Flugvallarskattur er innifalinn
Keflavík - Malmö 103.470 11.670 88.170 10.170 í veröi.
Keflavlk - Norrköping 117.570 13.170 100.170 11.370
Keflavík - Váxjö 115.670 12.970 98.570 11.270
Keflavík - Vásterás 110.770 12.470 100.170 11.370
Keflavík - Örebro 110.770 12.470 100.170 11.370
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína
eða söluskrifstofu SAS.
M/SAS
SAS á Islandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 172 Sími 562 2211