Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 68
68 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BRAGIREYNIR
AXELSSON
J- Bragi Reynir
* Axelsson fædd-
ist í Litlubrekku í
Skagafirði 16. nóv-
ember 1954. Hann
lést af slysförum
5. apríl sl. Bragi
var sonur Axels
Þorsteinssonar, f.
28.10. 1927, og
Kristbjargar Sig-
urjónu Bjarnadótt-
ur, f. 13.5. 1935.
Systkini hans eru
Ingibjörg, f. 14.3.
1956, húsmóðir á
Sauðárkróki,
Bjarni, f. 30.1. 1959, bóndi í
Litlubrekku, Aldís Guðrún, f.
16.1.1963, húsmóðir á Sauðár-
króki, Guðný Hólmfríður, f.
2.2. 1967, rakari á Sauðár-
króki, og Þorsteinn, f. 2.2.
1968, búfræðingur. 6. október
1990 kvæntist Bragi Guð-
Hinriks-
dóttur, f. 2.10.
1959. Þeirra barn
er Inga Jóna, f.
11.8. 1990, og fóst-
ursynir Braga eru
Hinrik Ingi Magn-
ússon, f. 26.3. 1979,
og Þorgrímur
Gunnar Eiríksson,
f. 10.3. 1982. Bragi
starfaði sem línu-
maður hjá Raf-
magnsveitum ríkis-
ins frá 1975, 1990
lauk hann sveins-
prófi í rafvirkjun
frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og starfaði sem raf-
virki og síðar flokksstjóri hjá
RARIK á Blönduósi til dauða-
dags. Útför hans fer fram frá
Sauðárkrókskirkju laugardag-
inn 15. apríl og hefst athöfnin
kl. 14.00.
BRAGI minn, ekki átti ég von á
því að skrifa eftirmæli yfir moldurri
þínum. Ég hélt að það yrðir þú sem
ritaðir fáeinar línur til mín en ekki
Jjfugt. En þannig er það nú samt.
Að morgni miðvikudagsins 5.
apríl, þar sem ég var við vinnu,
var mér tjáð að áríðandi væri að
ég hringdi heim. Þegar sambandi
var náð sagði Hinni mér í símann
að hann hefði slæmar fréttir að
færa. Bragi væri dáinn, hann hefði
orðið fyrir slysi. Ég vildi ekki trúa
því og sagði að það væri ekki satt.
Sorgin hvolfdist yfír mig þar sem
ég var við kennslu í gamla skólan-
um þínum, FB, þar sem þú lærðir
iðn þína og barst ávallt fyrir bijósti
og spurðir um er við hittumst.
Bragi minn, margs er að minn-
ast þó kynnin væru alltof stutt.
Þegar að Guðbjörg dóttir okkar
kom að Skógum til þess að kynna
þig fyrir okkur Hinna geislaði hún
af stolti og ánægju og sagði: „Þetta
er Bragi.“ Þegar við fórum að
kynnast betur þá sáum við hvem
mann þú hafðir að geyma; traust-
an, áreiðanlegan og vandaðan
mann og ekki síst vandvirkan. Því
kynntumst við best er þú komst í
sumarfríi að Skógum til að leggja
kapal frá hitanum niður á Sandi
og heím. Vandvirknin var mikil svo
og snyrtimennskan. Þú baðst um
poka til að setja afklippumar í því
ekki mátti spilla náttúrunni með
afgöngum. Þannig varst þú, vannst
öll verk af alúð, eins og sjá má
af handverki þínu við húsið sem
þið Bubba keyptuð á Blönduósi.
Einnig ef eitthvað vantaði að vita
þá var leitað til þín, þú hafðir ávallt
svör við flestu, en kannski ekki
strax því þú vildir alltaf svara sem
réttast og best.
Einnig man ég eftir stolti þínu
þegar dóttir ykkar fæddist, hvað
þú geislaðir af ánægju og stolti.
Þú varst fóstursonum þínum mik-
ill fróðleiksbrunnur og varst ávallt
reiðubúinn að fræða þá um landið
og þjóðsögur tengdar því. Og þú
tókst að þér uppeldi þeirra eins og
þeir væm þínir eigin synir.
En nú ertu horfínn á braut,
kæri vinur. Minning þín lifir í
hjarta okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Bubba okkar, því miður
varð tími ykkar alltof stuttur sem
þið gátuð verið saman. Því biðjum
við Guð að blessa þig og böm þín
á þessari erfiðu stundu.
Mamma og pabbi.
Elsku Bragi, mig langar til að
þakka þér fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir mig, Gunna og Ingu
Jónu. Þú sást til þess að mér leið
alltaf vel þegar ég kom í heimsókn
til ykkar mömmu frá afa og ömmu
úr Kópavoginum og þegar þið kom-
uð suður brást það sjaldan að við
skruppum í bíó. Þú gerðir mömmu
mína hamingjusama og hjá ykkur
leið mér vel. Ég sendi þér uppá-
haldsljóðið þitt.
Gakk hægt um gleðinnar dyr
og gáðu að þér.
Enginn veit sína ævina
fyrr en öll er.
Guð blessi þig, mömmu, Gunna
og Ingu Jónu. Minning þín mun
lifa.
Hinrik.
Elsku Bragi, ég sakna þín og
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, mömmu, Hinna og Ingu
Jónu. Ég man eftir því þegar þú
leyfðir mér að keyra bílinn og fara
ofboðslega oft með þér í bíó.
Einu sinni samdi ég ljóð sem ég
gaf afa og ömmu, núna langar mig
til þess að gefa þér það.
Ég er einmana sál,
ég hef verið einmana langa lengi
ég er sál, sál sem Guð skapaði
ég er sál, sál sem er ein
sál sem vantar líkama
góðan líkama.
Þorgrímur Gunnar.
Sórfræðingar
í l>loiliasl\l'4‘\lillgllll!
við öll la kila ri
®blómaverkstæði I
INNA-4
Skólavörðu.stig 12.
á horni Bei'gstaöastraóis,
síini 19090
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
Hvað er Ijós
ef ekki er myrkur
Hvað er mótlæti
ef enginn er styrkur
Hvað er sorg
ef ekki er gleði
Hvað er söknuður
ef engin er minning
Orð sem segja ekki neitt en segja
þó allt, þegar ég hugsa um mág
minn, hann Braga heitinn frá Litlu-
brekku í Skagafírði, sem lést í
vinnuslysi 5. apríl. Eins og ljós sem
lýsir í myrkri og í mótlæti lífs
míns og annarra vina hans. Hann
var eins og stólpinn sem maður
fann að tengdi mann sterku bandi,
staðfastur og vandaður sem hann
var í verki og ráðum. Honum hagg-
aði ekkert nema annað væri betra.
Hvemig á að lýsa góðum vini sem
hverfur af fertugasta ári í miðju
sínu lífí frá konu og bömum og
öllum okkur hinum sem sáum hann
taka á sínum áram sem reri hann
stoltur, faðirinn og fyrirvinnan, og
gera fjölskyldu sinni það besta?
Elsku Bubba systir og bömin
sem syrgja nú sáran, ég bið að
Guð lægi þær öldur sem lífið nú
gerði að táram, um stundir og tíma
og að liðnum nokkram áram lífíð
heldur áfram. Við munum hann
Braga eins og áður, þó meira ég
sakni okkar samræðuftinda um bíó
og bókmenntir og lestur handrita
minna að bókum sem ég gerði
nánast núna í minningunni og ég
tileinka Braga.
Lárus og Freyja.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur
hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þó ég fari um
dimman dal
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur
hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
„Hann Bragi er dáinn.“ Fréttim-
ar komu eins og þrama úr heið-
skíra lofti. Spumingamar dundu
innra með okkur, hvemig, hvenær
og hvers vegna?
Við kynntumst Braga fyrst fyrir
um það bil 8 áram, þegar Bubba
systir okkar kom með hann heim
og kynnti okkur fyrir honum. Við
höfðum reyndar heyrt hana tala
um manninn úr Skagafirðinum en
nú var hann kominn suður í skóla
til þess að ljúka við sveinsprófíð í
rafvirkjun. Við komumst fljótlega
að því að Bragi var vel að sér um
flest. Hann var vel lesinn og ná-
kvæmur námsmaður og Trivial-
spilið hefur lítið verið hreyft eftir
að hann sigraði okkur ein jólin í
hveiju spilinu á fætur öðra. Áhugi
hans á kvikmyndum var líka mik-
ill og í heimsóknum suður var
tíminn vel nýttur og jafnvel farið
í bíó bæði kl. 5 og 9. Vandvirkni
var Braga í blóð borin og maður
varð ekki svikinn af því að fá hann
til aðstoðar hvort heldur var innan
húss eða utan.
Bragi hafði mikinn áhuga á sögu
sveitarinnar sinnar og við minn-
umst ferða okkar um Skagaijörð
í fyigd hans þar sem saga sveitar-
innar stóð okkur Ijóslifandi fyrir
hugskotssjónum eftir frásögn
hans.
Bragi gekk sonum Bubbu, þeim
Hinna og Gunna, í föðurstað.
Strákamir fundu þá fljótt að Bragi
var ákveðinn en sanngjam og
hjálpsamur. Hann var þeim sá fað-
ir sem þá hafði dreymt um. Saman
eignuðust Bubba og Bragi dóttur,
Ingu Jónu, sem nú sér á eftir föð-
ur sínum.
Bragi gat verið kíminn og eitt
sinn sagði hann okkur sögu um
iðnaðarmenn sem vora að metast
um það hvaða iðngrein væri elst.
Rafvirkinn sigraði vegna þess að
þegar Guð sagði ,verði ljós“ þá
vora rafvirkjamir búnir að draga
í! I bókinni Kristallar er að fínna
eftirfarandi tilvitnun eftir skáldið
H. Van Dyke:
Þú skalt gleðjast yfir lífínu því
það gefur þér tækifæri til að elska,
vinna, leika þér — og til þess að
horfa upp til stjamanna. Bragi
hefur öragglega nóg að gera á
nýjum stað og við sem eftir eram
munum horfa upp til stjamanna
og minnast hans með hlýju og
þakklæti í huga.
Elsku Bubba, Hinni, Gunni og
Inga Jóna. Guð veiti ykkur styrk
í ykkar miklu sorg. Missir ykkar
er mikill. Blessuð sé minning
Braga Reynis Axelssonar.
Sigurður, Bryndís, Sigrún,
Ingibjörg og makar.
Mig langar til að minnast með
nokkram orðum vinar míns og
fyrram sveitunga, Braga Axels-
sonar frá Litlu-Brekku á Höfða-
strönd, sem lést af slysföram mið-
vikudaginn 5. apríl sl., langt fyrir
aldur fram.
Við tíðindi sem þessi setur mann
hljóðan og maður spyr sjálfan sig
að því hver sé tilgangurinn með
þessu ótímabæra fráfalli ungs
manns í blóma lífsins. Ekki hef ég
nein svör við því frekar en aðrir
en við sem trúum á Guð almáttug-
an treystum því og trúum að á bak
við búi eitthvað sem við eram ekki
nógu þroskuð til að skilja og hans
bíði mikilvægari verkefíii í heimi
sem okkur er hulinn en munum
þó öll hverfa til í fyllingu tímans.
Þar sem ég sit og reyni að koma
þessum línum á blað riflast upp
atvik frá uppvaxtarárum okkar á
Höfðaströndinni. Ég kynntist
Braga sem ungur drengur þar sem
ég og yngri bróðir hans, Bjami,
voram miklir vinir og félagar. Mik-
ill samgangur var líka á milli
heimilanna í Litlu-Brekku og
Höfða, sérstaklega í seinni tíð. Þar
sem Bragi var fimm áram eldri en
við báram við Bjami strax mikla
og óttablandna virðingu fyrir hon-
um og umgengumst hann með til-
liti til þess. En eftir þvi sem árin
liðu og við kynntumst betur var
eins og aldursmunurinn minnkaði
og -tókst þá á milli okkar Braga
góð vinátta þrátt fyrir að sam-
gangur okkar hafi minnkað und-
anfarin ár vegna atvinnu okkar og
búsetu.
Ég má til með að minnast nokk-
urra atvika sem koma upp í huga
minn á þessum tímamótum. Ég
minnist þess að á hveiju hausti
fóram við saman í göngur ásamt
fjölda annarra Höfðstrendinga og
oft var glatt á hjalla þegar skipt
var liði við Höfðaána. Bragi var
yfirleitt sendur uppá fjall í lengstu
og erfíðustu göngumar þar sem
hann hafði það orð á sér að gefast
aldrei upp og dugnaður hans og
ósérhlífni nýttist vel við að koma
fé til rétta. Á tímabili var Bragi
settur í þáð erfiða hlutverk að
smala Hraunsdal í Unadal og Ár-
skál í Ljótsstaðadal, en þar höfðu
sumarbeit forysturollur úr Hofsós
og þótti það tíðindum sæta ef þær
komu til rétta í fyrstu göngum.
Ég fullyrði að aldrei hafí verið
gerð þar heiðariegri tilraunir til
að koma fé þessu til rétta í fyrstu
göngum en þegar Bragi tók þessar
göngur að sér. Seigla hans og
dugnaður vora aðdáunarverð og
oftar en ekki hafði hann sigur í
þessari baráttu.
Ég minnist haustsins 1975 en
þá unnum við Bragi saman á
sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Ég
fékk far með Braga á milli um
helgar og þá kynntist ég honum
mjög vel. Margt skemmtilegt var
brallað saman þetta haust og er
þetta í mínum huga ógleymanlegur
tími.
Ég minnist skemmtilegra dans-
leikja í Höfðaborg í gegnum tíðina.
Einn áramótadansleikur er mér þó
minnisstæðari en aðrir vegna þess
að við Bragi unnum þar saman
áramótaheit sem vakti mikla
kátínu vina okkar sem þama vora.
Það var komið að lokum ballsins
og flestir sem eftir vora í húsinu
höfðu safnast saman við borð í
norðursalnum. Fólk var þar að taka
lagið og segja frá áramótaheitum
sem það hafði unnið fyrr um kvöld-
ið. Flestir ætluðu að hætta að
reykja, en þar sem við Bragi reykt-
um hvoragir var ekki um það að
ræða í okkar tilfelli. Var gerð hörð
hríð að okkur að vinna nú eitt-
hvert heit og í hita leiksins stakk
ég upp á því að við myndum reyna
að festa ráð okkar á árinu. Bragi
hugsaði sig um augnabiik og sagði
svo við mikinn fögnuð viðstaddra
að okkur væri ekkert vandara en
öðram að falla á áramótaheiti.
Ekki man ég og veit hvort allir
stóðu við heit sín en við Bragi
a.m.k. gerðum það ekki.
Ég man líka eftir skemmtilegri
heimsókn minni og skipsfélaga
míns í búðir RARIK við Egils-
staði. Við höfðum komið til löndun-
ar á Eskifirði og farið á puttanum
til Seyðisfjarðar og Egilsstaða.
Komið var fram á nótt og við orðn-
ir heldur félitlir og í vandræðum
með að komast í tæka tíð til baka.
Ég var þá nýlega búinn að hitta
Braga og mundi að hann hafði
sagt mér að hann væri að vinna á
Austfjörðum og þeir væra með
búðimar rétt hjá Egilsstöðum.
Ákváðum við að kanna hvort Bragi
væri þama og fá hann til að keyra
okkur niður á EskiQörð. Vöktum
við upp í skúranum og þegar Bragi
hafði áttað sig á hveijir þetta vora
var auðsótt og sjálfsagt að aðstoða
okkur í vandræðum okkar. Þetta
atvik lýsir hjálpsemi Braga vel og
ekki er ég viss um að hann hafi
náð að sofa mikið þá nótt, en hann
sagði aðeins á sinn hægláta hátt
að nægur tími væri til að sofa
seinna.
Ég minnist líka þegar Bjami
vinur minn og jafnaldri lét skíra
sitt fyrsta bam um jólaleytið fyrir
nokkram áram. Þá voram við
Bragi skímarvottar og tókum hlut-
verk okkar mjög hátíðlega í kirkj-
unni á Hofi og held ég að allir sem
þetta sáu hafí haft gaman af vand-
ræðagangi okkar við þessa athöfn.
Samskipti okkar Braga vora
ekki mikil undanfarin ár. Kom það
til vegna búsetu okkar og atvinnu
hvor á sínum landshluta og báðir
höfðum við stofnað heimili, hann
á Blönduósi og ég í Kópavogi. Það
var þó sl. sumar að ég var að taka
bensín á Blönduósi á ferð minni
norður í Skagafjörð að ég hitti
Braga og urðu þar fagnaðarfundir.
Við töluðum um okkar hagi og
hann sýndi mér stoltur unga dóttur
sína sem ég hafði aldrei séð. Við
enduðum okkar samtal með því að
við yrðum endilega að taka upp
þráðinn að nýju og endumýja
kynni okkar á komandi áram. En
nú verður einhver bið á því að við
geram það eftir hið voveiflega slys
og sannast þar einu sinni enn að
enginn ræður sínum næturstað.
Eg læt fylgja með hér að lokum
brot úr kvæði eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson sem ég hnaut um fyrir
nokkra og hefur verið mér síðan
mjög hugleikið. Mér finnst það eiga
vel við, kæri vinur, að kveðja þig
í bili með þessum ljóðlínum.
Verði mér hugsað að veðrahami lægðum
í undariegri,kyrrð
um óbugieikans blóm:
Ljósbera á mel,
liíju á strönd,
bláhvíta í Qörumöl,
eða bumirót á sillu:
þá veit ég ekki fýrr til,
vinur minn góður
en ég hugsa til þín
og heimti seigluna aftur.
Beri mig í eftirleit
að upprunans lindum
og reyni þar að lesa
af lifandi vatninu
lögmál þolgæðis
og lögmál drengskapar,
hvað niðar þá í hlustum
nema nafn'þess vinar