Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 71
GUÐBJORG
STEINSDÓTTIR
+ Guðbjörg
Steinsdóttir
fæddist í Bjargar-
koti i Fljótshlíð 8.
apríl 1910. Hún
lést í hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 1.
apríl. Útför Guð-
bjargar var gerð
frá Þjóðkirkjunni i
Hafnarfirði 12.
apríl sl.
FYRIR hugskotssjón-
um mínum hefst
minning mín um Guð-
björgu Steinsdóttur
sem sólarljós og hefur það varað
lengi. Það ljós tengist sólarsumrinu
1954, er ég var 6 ára sendur að
Hlíð til sumardvalar hjá Guðbjörgu
og Lýð, föðurbróður mínum. Eitt
af því sem fyrst merlar í minningu
þessa góða sumars var sólmyrk-
vinn, sem gekk yfir landið. Við
krakkarnir sátum á blettinum fyrir
framan vesturbæinn með sótað gler
fyrir augum og horfðum dolfallin á
tunglið fara fyrir sólina örskots-
stund. Það sortnaði og kólnaði um
stund en birti á ný.
í minningunni eru raunar sólar-
dagar þessa tíma langtum fleiri en
regndagarnir, þá leið tíminn hratt
við bæði leik og störf til sveita, þá
var börnum kennt að vinna og þau
látin vinna. í Hlíð dvaldist mikill
Ijöldi aðkomubarna og unglinga,
oft voru átta til tíu krakkar yfir
sumarmánuðina í vesturbænum og
svipaður fjöldi var hjá hjónunum í
austurbænum, Katrínu og Steinari.
Að halda heimili fyrir slíkan skara
misdælla barna var vitaskuld ekki
létt verk og ekki á hvers manns
færi. Guðbjörg stjórnaði því af ein-
stakri reisn og skörungsskap. En
það var ekki aðeins haldið heimili
fyrir okkur. Við fengum öll, sem
þarna dvöldumst, það á tilfinning-
una að þetta væri okkar annað
heimili. Allir höfðu hlutverk við
vinnu, sem þeim hjónum á báðum
bæjum var einkar lagið að stýra
þannig að innan við 10 ára aldur
fundu menn til mikillar ábyrgðar
við störf sín. Öllum okkar, sem
þarna dvöldumst var komið til
nokkurs vits og þroska á þann veg
að varla hefur verið unnt að gera
betur. Vinna okkar krakkanna var
þó öll höfð í góðu hófi og vel gætt
að því að allir hefðu eitthvað fyrir
stafni við sitt hæfi, hvorki of né van.
Þetta stóra samfélag krakka á
ýmsum aldri varð skemmtileg fé-
íagsheild. Við krakkarnir í Hlíð
stofnuðum íþróttafélagið Eldingu
til mótvægis við íþróttafélagið
Storm hjá nábúum okkar á Hæli.
íþróttakeppni var háð árlega á milli
félaganna, árviss menningarat-
burður. Var keppnin háð til skiptis
á hvorum bæ í a.m.k. 6 sumur og
endaði með kaffiveislu á einhveiju
þeirra rausnarheimila, sem við
dvöldumst á. Við fengum stuðning
og skilning húsbænda okkar á þessu
óþarfa „sprikli", en á þeim tímum
var talið að sumarstörfin væru næg
hreyfíng og þjálfun fyrir líkamann.
Þetta segi ég hér aðeins sem dæmi
um hið þroskandi uppeldisstarf, sem
þarna fór fram.
Þannig liðu árin að sumrinu til í
Hreppunum fyrir þremur, fjórum
áratugum. Ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að dveljast hjá þeim
hjónum Lýð og Guðbjörgu í 10 sum-
ur og það voru sannkölluð sólskins-
sumur. Guðbjörg var mér og fjöl-
mörgum öðrum sem dvöldust lang-
dvölum í Hlíð í raun sem önnur
móðir. Guðbjörg var einstakur
mannþekkjari og mannvinur. í mln-
um huga sameinar hún alla þá sér-
fræðinga, sem í dag eru að fást við
vandamál barna og unglinga auk
hjúkrunar, sem hún hafði menntað
sig í. Alltaf hafði hún tfma fyrir
okkur krakkana, annaðist okkur
sem móðir hvort sem var í starfí
eða þegar á bjátaði. Hún var réttlát
og réttsýn, hún gat
byrst sig við okkur en
aðeins litla stund, þá
var allt fyrirgefið og
gott gert úr öllu. Til
þess þurfti þó mikið
tilefni. Aldrei voru
menn beinlínis
skammaðir fyrir axar-
sköft eða fátíðar ill-
deilur krakka á milli,
en veitt tiltal þar sem
hinum brotlega var
gerð grein fyrir yfir-
sjón sinni. Refsingum
var lítið beitt en ef
brotið var alvarlegt
vorum við stundum sendir fyrr en
ella í háttinn fyrir augliti allra.
Þessi alúð, hlýja, næmi og skilning-
ur á högum og þörfum hvers og
eins okkar eru mér hugstæð. Engri
opinberri stofnun tækist í dag að
ná þessum göfugu markmiðum, að
hlúa að sálarkytrum viðkvæmra
krakka í þá veru sem Guðbjörgu
tókst að gera.
Það er síst ofmælt að á Hlíðar-
heimilunum báðum hafí ríkt mikil
gestrisni og rausn á þessum árum.
Varla leið sá dagur að sumarlagi
að gest bæri ekki að garði. Þá gilti
einu hvort kóngur eða kotungur fór
um hlað, öllum var hampað, ekki
gert upp á milli manna í meðlæti
eða tali. Aldrei var vísað manni frá
bæ til gistingar. Við krakkarnir
vorum oft send út í hlöðu til að
sofa er bærinn fylltist af gestum
og vorum við vitaskuld hin ánægð-
ustu með það. Raunar var það svo
að á báðum heimilum þótti það
heiður að bjóða fólki inn í bæ strax
og gesti bar að garði og ekki var
örgrannt um að á því eina sviði
væri einhver samkeppnisandi milli
föðurbræðra minna.
Við þennan eril gestrisninnar er
mér minnisstætt viðmót Guðbjargar
og hlýja gagnvart aðkomandi börn-
um. Hún gerði sér far um að tala
við þau jafnt sem þá eldri. Þar kom
sér vel sá eiginleiki hennar að sjá
broslegu hliðarnar á tilverunni,
fyndni og glaðværð voru afar ríkj-
andi þáttur í hennar framkomu en
aldrei þó á kostnað annarra.
Guðbjörg kom að Hlíð árið 1938
sem ráðskona til afa míns og ömmu
og Lýðs og gengu þau Lýður í
hjónaband árið 1942. Hún hafði
áður m.a. unnið við hjúkrun á
sjúkrahúsum í Reykjavík og kunni
því vel til verka við umönnun sjúkra.
Sú þekking kom sér vel þegar ellin
og sjúkleiki færðist yfir afa og
ömmu og sinnti hún þeim af sér-
stakri natni og hlýju eins og raunar
öllum er hún fór höndum um í lífi
sínu.
Lýður og Guðbjörg brugðu búi
árið 1971 og fluttust þá til Reykja-
víkur. Þau bjuggu sér hlýlegt heim-
ili á fögru ævikvöldi, lengst af í
Geitlandi 21. Síðustu árin átti Guð-
björg við nokkra vanheilsu að
stríða, en nánast alla ævi hennar
hijáðu hana engir kvellisjúkleikar.
Hún átti góða að, sonur hennar,
Steinn Þorgeirsson, sem hún kom
með að Hlíð eins árs gamlan og
ólst þar upp í því atlæti, sem að
ofan er lýst, hefur af stakri hlýju
og nærgætni annast móður sína og
stjúpföður ásamt konu sinni, Svan-
hildi Sveinsdóttur. Guðbjörg dvald-
ist aðeins á sjúkrastofnunum í
nokkur misseri og hélt sinni reisn
til hinstu stundar þótt lífskrafturinn
og viljinn hefðu fjarað út með aldr-
inum.
Þegar skugga bar á sólu í sól-
myrkvanum fyrir rúmum 40 árum
á hlaðinu í Hlíð syrti um hra'ð og
kaldur gustur lék um okkur er þar
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sírni 620200
MIIMNINGAR
sátum. Eftir örskamma stund varð
allt bjart og hlýtt að nýju og fannst
okkur sem sólin skini skærar en
áður. Nú skín sólin aftur skært í
lífí Guðbjargar, þó sortnað hafí um
skamma stund eftir dauðann og að
nýju leikur blær kærleikans, birt-
unnar og hins eilífa lífs um hana
og minningu hennar.
Fjölskylda mín, móðir og systkini
votta Lýð, Steini og fjölskyldu og
öðrum ættingjum dýpstu samúð.
Helgi Bjarnason.
Þegar fólk horfir til baka til
æsku sinnar hygg ég að fyrir flest-
um sé myndin fyrst óljós en verði
svo smám saman skýrari eftir því
sem þroskinn hefur aukist. í upp-
hafi erum við öðrum háð að öllu
leyti en verðum svo smám saman
sjálfstæðari. Á þessum ferli mótast
þroski okkar af þeim aðstæðum og
einstaklingum sem takast á hendur
að ala okkur upp. Sjálf gerum við
okkur ekki grein fyrir því hversu
mikið aðrir hafa þurft að hafa fyr-
ir því að annast okkur. Það gerist
ekki fyrr en síðar. Ég er einn af
þeim sem átti því láni að fagna að
hafa tekið út umtalsverðan hluta
af þroska mínum hjá Guðbjörgu
Steinsdóttur og Lýð Pálssyni á
heimili þeirra að Hlíð í Gnúpveija-
hreppi. í fyrstu hef ég áreiðanlega
verið eintóm fyrirhöfn en smám
saman fjölgaði þeim verkefnum
sem maður gat leyst. Mikill hluti
af þessari lífsreynslu er að sjálf-
sögðu gleymdur en eftir situr þó
minning um mikla hlýju sem ég
naut af hálfu Guðbjargar þrátt fyr-
ir það að hún hafi verið mér óskyld.
Það var gott að vera hjá henni og
þar var ég í öruggri höfn. Ég hygg
að ég hafí fengið þar gott vega-
nesti fyrir lífshlaupið.
Það var skemmtilegt að vera í
Hlíð. Þar voru margir krakkar og
þar var margt að gera bæði úti og
inni, í leik og starfi. Allur þessi
hópur þurfti að sjálfsögðu sína
umönnun í mat og þjónustu. Þar
stjórnuðu þær mágkonur, Guðbjörg
og Katrín, hvor á sínum bæ. Það
hefur verið mikið verk enda þótt
við sem nutum höfum tæplega gert
okkur grein fyrir því.
Ég man ekki eftir mér að sumar-
lagi annars staðar en í Hlíð og
þaðan var ég fluttur hálfskælandi
eins seint og hægt var á haustin
til að fara í skólann. Hvert tæki-
færi var síðan notað þess utan til
að fara austur. Alltaf voru móttök-
urnar á sama veg. Þarna er sjálf-
sagt að finna rætur þess að ég hef
síðan varið starfsævinni í þágu
sveitanna og landsbyggðarinnar.
Ég tel það hafa verið gæfu mína
að hafa átt þess kost að alaíjt upp
í návist Guðbjargar. Nú þegar kom-
ið er að leiðarlokum hennar vil ég
með þessum fátæklegu orðum
þakka fyrir mig því það hef ég
áreiðanlega ekki gert.
Sigurður Guðmundsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
Iegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðvcldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl(S>centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sln en ekki stuttnefni undir greinunum.
Glæsilegir salir, gott verö
... gób Þjónusta.
Æk VEBLUILDHUSm
ALFHEIMUM 74 - S. 568-6220
Crfisdrykkjur
aVciHnyohúAd
GflM-mn
Sími 55S-4477
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir, fóstur-
faðir, sonur, tengdasonur og bróðir,
BRAGI REYNIR AXELSSON,
Urðarbraut 18,
Blönduósi,
sem lést af slysförum miðvikudaginn
5. apríl sl., verður jarðsunginn frá Sauð-
árkrókskirkju laugardaginn 15. apríl
kl. 14.00.
Guðbjörg Hinriksdóttir, Inga Jóna Bragadóttir,
Hinrik Ingi Magnússon, Þorgrfmur Gunnar Eiriksson,
Kristbjörg Bjarnadóttir, Axel Þorsteinsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Hinrik Lárusson
og systkini hins látna.
t
Eiginkona mín,
ÞURÍÐUR DAGNÝ SKEGGJADÓTTIR,
Geitagerði,
Fljótsdal,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 11. apríl.
Minningarathöfn fer fram í Hjallakirkju,
Kópavogi, laugardaginn 15. apríl
kl. 14.00.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja,
Guttormur V. Þormar.
t
Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GERALD HÁSLER,
sem andaðist 25. mars, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 19. apríl kl. 13.30.
Karitas Sölvadóttir Hásler,
Guðrún A. Jónsson,
llse Anderson,
Gunnar Hásler, Brynja Kristjánsdóttir,
HansGerald Hásler, Valgerður Sigurðardóttir,
Guðrún M. Hásler,
Hafsteinn Hásler, Kristfn E. Guðjónsdóttir,
llse Hásler,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dunhaga11,
Reykjavfk,
sem lést 7. apríl sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag-
inn 15. apríl kl. 10.30.
Guðmundur Sæmundsson, Kristín Eyjólfsdóttir,
Þorvarður Sæmundsson, Ásta Lára Leósdóttir,
Gunnar Sæmundsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðursystir mín,
PETREA SIGTRYGGSDÓTTIR,
áður Hringbraut 58,
Hrafnistu, Reykjavík,
sem andaðist 10. apríl, verður jarðsungin
frá Áskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl.
13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Kristjánsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRI3TINN HELGASON,
Hringbraut 87,
Keffavík,
sem lóst 9. apríl, verður jarðsunginn fró Keflavíkurkirkju iaugardag-
inn 15. apríl kl. 14.00.
Málfríður Larsdóttir,
Lárus Kristinsson, Kristfn Rut Jóhannsdóttir,
Þuríður Kristinsdóttir, Arnór H. Hannesson,
Jakobfna B. Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson;
barnabörn og barnabamabörn.