Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 72

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 72
72 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Suðurhólum 30, er andaðist í Landspítalanum 7. apríl, verður jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Jpn Cleon Sigurðsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Ágúst Óli Óskarsson, Viiborg Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, Miðgörðum, Grenivík, sem lést fimmtudaginn 6. apríl sl., fer fram frá Grenivíkurkirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 14.00. Gísli Friðrik Jóhannsson, Borghildur Ásta ísaksdóttir, Margrét Sigrfður Jóhannsdóttir, Oddgeir ísaksson, Stefán Jóhannsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Nanna Kristín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, BALDUR STEFÁNSSON frá Hvammbóli, verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Systur hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTURBJÖRNSSON frá Brún, Reykjadal, Meðalholti 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 10.30. Kolbrún Gestsdóttir, Ragnar Árnason, Svafar Gestsson, Jakobína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÓLAFUR SIGURÐSSON frá Eyrarbakka, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 15. apríl kl. 13.30. Ólöf I. Símonardóttir, Pétur H. Ólafsson, Lisa Bang, Ása Ólafsdóttir, Gunnhildur Ólaf sdóttir, Borgar Ólafsson, Stefán Örn, Anna Kristín, Tinna, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. I # OLAFUR SIG URÐSSON + ÓIafur Sigurðsson var fæddur í Guðmundarhúsi á Eyrarbakka 1. febrúar 1915. Hann lést 3. apríl siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Guð- mundsson, bæði borin og barn- fædd á Eyrarbakka. Ólafur var 5. í röð 10 systkina. Þau voru: Baldur; f. 1906, Guðmundur, f. 1907, Astríður, f. 1910, Hlíf, f. 1912, d. 1978, Páll, f. 1916, Geirmundur, f. 1915, Garðar, f. 1922, Ingibjörg, f. 1924, Sól- rún, f. 1928. Afkomendur hans eru: Pétur Herbert, f. 13. sept- ember 1940. Móðir hans er Kristín Pétursdóttir, f. 1913. Ása, f. 1945 og Gunnhildur, f. 1949. Móðir þeirra er Soffía Þorkelsdóttir, f. 1915. Barna- börn eru: Stefán Örn Péturs- son, f. 1969, Anna Kristín Pét- ursdóttir, f. 1977. Tinna Stef- ánsdóttir, dóttir Ásu, f. 1973. Barnabarnabörn eru: Pétur Arnar Stefánsson, f. 1991, og Hrafnhildur Ása Ævarsdóttir, dóttir Tinnu, f. 1992. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum á Eyr- arbakka. Hann nam við Barna- skóla Eyrarbakka og Héraðs- skólann á Laugarvatni. Síðar nam hann matargerðarlist á Hótel íslandi (gamla). Hann giftist Soffíu Þorkelsdóttur. Þau skildu. Sambýliskona hans um árabil varð þá Fríður Bjarnadóttir, f. 1911, d. 1978. Sambýliskona hans síðustu árin var Olöf I. Símonardóttir frá Stokkseyri, f. 1916. Þau bjuggu siðustu 15-16 árin á Selfossi. Ólafur verður jarðsettur frá Selfosskirkju 15. apríl kl. 13.30. ÉG ER yngri af tveimur barna- barnabömum hans langafa míns, bara 3ja ára, heiti Hrafnhildur Ása, mamma mín heitir Tinna, pabbi minn Ævar og amma mín Ása, al- veg eins og ég. Við Óli afi skoðuðum alltaf sam- an steinana sem hann og Lalla amma höfðu tínt og slípað, svo margir fallegir og mjúkir. Mamma sat með mig í fanginu, heima hjá okkur í Svíþjóð, sýndi mér stóm myndina af Óla afa, grát- andi sagði hún mér að hann væri dáinn, ég kjökraði. Til að hugga okkur sagði hún að við mundum alltaf geyma hann í hjartanu, þá fór ég að hágráta og sagði henni mömmu að það væri svo sárt að kyngja svona stórri mynd, hún sagði að ég þyrfti þess ekki, svo urðum við glaðar aftur. F.h. Hrafnhildar Ásu Ævarsdóttur. Ása Ólafsdóttir. Ólafur Sigurðsson frá Eyrar- bakka - æskuvinur minn og skóla- bróðir - er látinn eftir alvarleg veikindi hin síðustu misseri. Ég var fyrir löngu búinn að telja mér trú um að hann myndi ná a.m.k. 100 ára aldri. Fyrir örfáum ámm leit hann út sem maður um fimmtugt, fallegur, glaðlegur og léttur í öllum hreyfmgum, svo sem voru einkenni hans alla tíð. Það renndi ennfremur stoðum undir þessa skoðun mína að faðir hans náði 99 ára aldri og móðir hans varð 103 ára gömul. Farsælt hjónaband þeirra stóð í meir en 70 ár, sem mun vera mjög sjaldgæft. Svo frétti ég að alvarleg meinsemd hefði komið í ljós í höfði hans og engu yrði bjargað. Þar með urðu spár mínar að engu. Það var gott að alast upp á Eyr- arbakka á þriðja áratugnum og bar þar margt til. Frábær barnaskóli, fjölbreytt félagsstörf fyrir börn og unglinga, og umhverfi sem hafði upp á margt að bjóða bæði til sjós og lands. Þá lá það í loftinu að Eyrarbakki átti merka sögu, sem einn stærsti verslunarstaður á ís- landi í margar aldir. Verslunarhús Lefollís og Kaupmannshúsið eða Húsið á Eyrarbakka báru þessu augljóst vitni. Frá þeim andaði sag- an um reisn og mikil umsvif á liðn- um öldum. Hitt var þó mest um vert að æskuheimili Ólafs á Eyrarbakka - Búðarhamar - var eftirminnilegt myndar- og menningarheimili. For- eldramir voru samhentir í því að búa börnum sínum hin bestu upp- eldisskilyrði sem völ var á. Börnin voru tíu. Sex synir og fjórar dætur, sérlega glæsilegur hópur. Það var því ekkert smá verkefni að ala upp tíu börn með þeim myndarbrag sem hjónin á Búðarhamri gerðu. Húsa- kynnin voru glæsileg að þeirra tíma hætti. Hreinlæti og snyrtimennska eins og best getur verið. Börnin voru frá fyrstu tíð vanin á háttvísi og góða framkomu og báni bemskuheimili sínu fagurt vitni. Foreldramir stjórnuðu hinum stóra barnahópi sínum af ástúð og mildi. Yfirbragð heimilisins var fijálslegt en allt í föstum skorðum. Þar var alla tíð systir Sigríðar - Ása Ólafs- dóttir - sem önnur móðir barn- anna. Ása var mikil myndarkona - bæði i sjón og raun. Hún andaðist fyrir fáum árum nær 100 ára að aldri. Mér er það minnisstætt - sem dæmi um heimilisbraginn - að eitt sinn fyrir hádegi á sunnudegi, er ég átti þangað erindi, var búið að leggja á borð fyrir fjölskylduna, sem var átján manns. Við hvert sæti var auk hins hefðbundna borðbúnaðar mjallhvít tauservíetta í fallegum hring. Þetta var heldur fátítt á Eyrarbakka á þessum tíma, en sýndi þann myndarbrag sem á heimilinu ríkti. Það var svo haustið 1932 að við Ólafur lögðum leið okkar í Héraðs- skólann á Laugarvatni, ásamt Páli bróður hans og Ingibjörgu Heiðdal. Þá hafði skólinn starfaði í fjóra vetur en fáir eða engir sótt hann frá Eyrarbakka. Þetta var yndisleg- ur tími fýrir okkur öll og samheldn- in mikil. Ég og bræðumir voru her- bergisfélagar á Laugarvatni báða vetuma sem við dvöldum í skólan- um. Betri félaga var ekki hægt að hugsa sér. Þar kom háttvísin og snyrtimennskan best í Ijós. Bjöm Jakobsson kennari tók fljótlega upp á því að kalla okkur Bakkabræður. Þegar hann sá okkur saman sagði hann gjaman: Hvað segja Bakka- bræður í dag? Þetta létum við okk- ur vel líka og höfðum gaman af. Ólafur og Páll voru ágætis íþrótta- menn og hafði Björn þá í hávegum. Ólafur var lang besti fímleikamaður skólans þessa tvo vetur og hlaut 10 í íþróttum á burtfararprófi. Gilti einu hvort um var _að ræða æfíngar á hesti eða dýnu. í flikk-flakki gat hann oftlega stokkið það sjö sinnum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 6. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Björg Ragnarsdóttir, Einar Jónsson. Ástkœra, HULDA HELGADÓTTIR, Blönduhlfð 11, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Aðstandendur. + Útför elskulégs eiginmarins míns og föður, ÁRNA SNJÓLFSSONAR skipstjóra, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 18. apríl kl. 13.30. Marta Imsland, Hrefna Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.