Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 73
MINNINGAR
í einni runu. Það lék enginn eftir
honum. Hann var einnig ágætur
söngmaður og skipaði sér í bassa
í Laugarvatnskórnum. Ólafur var
vel metinn skólaþegn og vinsæll af
nemendum skólans.
Snemma í júlímánuði 1934 var
haldið nemendamót á Laugarvatni.
Þar mættu margir af nemendum
skólans frá upphafí. Við Ólafur
ákváðum að sækja mótið og fara á
reiðhjólum frá Eyrarbakka. Eftir
ánægjulega mótsdaga var hjólað
heim næstu nótt eftir að því lauk.
Þetta var björt og fögur júlinótt,
eins og þær geta verið fegurstar á
íslandi, þegar sólin blundar skamma
stund bak við íjöllin. Þessi ferð var
sannkallaður sólskinsdagur í lífí okk-
ar, sem oft var síðar minnst á.
Á næstu árum skildu leiðir okkar
og haldið var til ólíkra starfa. En
vináttuböndin frá Laugarvatni voru
sterk og varanleg. Ólafur átti lengst
af heima í Keflavík og starfaði þar
sem matreiðslumaður eða bryti -
bæði á skipum og í landi. Hann var
ánægður með starf þetta og fórst
Krossar á íeiði
liyðfrítt stá(— varaníeyt efni
JQ'ossarnir crufrandeidcfír
úr hvíthúðuðu, ryðfríu státi.
Minnisvarði sem endist
um óígmna tíð.
SóCkross (táiCnar eilíft Líf)
tHxð 100 smfrájörðu.
‘Jíefðbundinn kross m/munstruðum
endum. tHœð 100 smfrá jörðu.
Sóíkross m/geisCum.
Hczð 100 sm.frájörðu.
'TvöfaCdur íqoss.
ttxð 110 smfrá jörðu.
Hringlð I slma 93-11075 og félð lltabækllng.
k BLIKKVERKf8
m Dalbraut 2,300 Akraneal. Slml 93-11076, fax 93-13076
það vel úr hendi. Þegar líða tók á
ævina flutti hann til Reykjavíkur
og vann við matargerð í kjötbúð.
Síðar sneri hann sér að verslunar-
störfum - fyrst í Reykjavík og síð-
ar á Selfossi - en þangað flutti
hann fyrir tæpum tíu árum.
Ólafur var maður trygglyndur
og vinfastur. Hlýr og ljúfur í um-
gengni en hlédrægur um of. Hann
var alla ævi mikill íþróttamaður.
Stundaði sund og fjallgöngur. Á
síðari árum ferðaðist hann mikið
um landið með Ferðafélagi Islands
og naut þess vel. Hann starfaði um
skeið í Árnesingakórnum í Reykja-
vik, enda söngmaður góður.
Fyrir sextán árum hóf Ólafur
sambúð með skólasystur okkar frá
Laugarvatni - Ólöfu Símonardóttur
frá Stokkseyri. Hún fór til- Dan-
merkur nokkru fyrir stríð, giftist
þar dönskum manni en flutti heim
nokkru eftir að hún varð ekkja.
Þessi ár hafa verið þpim báðum
mikill hamingjutími. Ólöf er vel
gerð mannkostakona og myndarleg
húsmóðir. Þau áttu fallegt og aðlað-
andi heimili á Selfossi sl. tíu ár en
áður í Reykjavík.
Þegar góður æskuvinur kveður
koma upp í hugann ljúfar minning-
ar um bjarta framtíðardrauma og
sterk vináttubönd. Engin vinátta
endist lengur en sú sem'myndast á
æskuárunum. Hún stendur jafnan
ævina út. Því hefur Þorsteinn Erl-
ingsson lýst öðrum betur:
Hve glöð er vor æska, hve létt er vor lund,
er lifsstríð ei huga vorn þjáir.
Þar áttum við fjölmarga indæla stund
er ævi vor saknar og þráir..,
(Þorsteinn Erlingsson)
Ég blessa minningu Ólafs Sig-
urðssonar. Þakka honum öll hin
góðu kynni og sendi Ólöfu, börnum
hans og systkinum einlæga samúð-
arkveðju.
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
Aðrir með söng
er aldrei deyr. (Þ.V.)
Daníel Ágústínusson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin-
áttu vlð andlót elginkonu mlnnar, sonar og ófæddar dóttur,
tengdadóttur og barnabarna,
HAFDfSAR HALLDÓRSDÓTTUR
. 09
HALLDORS BIRKIS ÞORSTEINSSONAR.
Þorsteinn Þorkelsson,
Halldór Jóhannesson, Þorkell Þorsteinsson,
Guðlaug G. Vilhjálmsdóttir, Guðrún Pétursdóttir
og fjölskyldur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Núpi,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. apríl
kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sendum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs bróður okkar og frænda,
EYMUNDAR SVEINSSONAR
frá Stóru-Mörk.
Sórstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra á Hvolsvelli.
Systkini, systkínabörn og fjölskyldur.
Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð og vin-
semd við andlát og útför konu minnar
og móður okkar,
SIGRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR.
Erlendur Sigmundsson,
Ragnhildur Ragnarsdóttir,
Sfmon Ragnarsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andlóts
og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
DAGNÝJAR WESSMAN.
V
fbWessman, Inga Wessman,
ína Petersen, Chrfstian Petersen,
Dagga Lfs Kjærnested, Harrý Kjærnested,
Wilhelm Wessman, ÓlöfWesSman,
Ragnar Wessman, Alda Wessman,
Anna Sigrfður Wessman, Helgi Hálfdánarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinóttu við andlót og útör eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞÓRIS KONRÁÐSSONAR
bakarameistara,
Krummahólum 29,
Reykjavfk.
Hrönn Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR,
Grindavfk.
Börn, tengdabörn og barnabörn.-
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður,
GUÐRÚNAR RÓSMUNDSDÓTTUR.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Þröstur Þorsteinsson, Kristfn Gfsladóttir,
Hólmfrfður B. Þorsteinsdóttir.
t
Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
VALGERÐARINGVARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Ljósheimum.
Guðrún Helgadóttir,
Sigurjón Helgason,
Elfn Erlingsdóttir,
Valgerður Erlingsdóttir,
Loftur Erlingsson,
Erlingur Loftsson,
Hildur S. Arnoldsdóttir,
Magnús Sigurjónsson,
Helga Guðrún Sigurjónsdóttir,
Hjalti Sigurjónsson.
t
Hugheilar þakkarkveðjur sendum við
öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam-
úð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR S. EINARSDÓTTUR
frá Hróðnýjarstöðum.
Steinunn Árnadóttir, Gunnar A. Aðalsteinsson,
Inga Árnadóttir, Sigurður Markússon,
Guðrún L. Árnadóttir, Guðmundur Benediktsson,
Árni J. Árnason, Edda Þorsteinsdóttír,
Brynhildur Erna Árnadóttlr,
barnabörn og aðrir afkomendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu samúð við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
fööur, afa og langafa,
BJÖRNS JÓNSSONAR
fyrrv. yfirflugumferðarstjóra,
Kópavogsbraut1,
Kópavogi.
María Hafliðadóttir,
Hafliði Orn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir,
Hilmar Þór Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir,
Steínunn Ásta Björnsdóttir, Jón Frímann Eiríksson,
Sigrfður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard,
barnabörn og barnabarnabarn.