Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 80
80 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ nægir ekki aðeins, að fara að vöggu dæg- urlagaflutnings í ís- lensku útvarpi, á árun- um upp úr 1950, til að nálgast þær rætur, sem liggja að tónlistar- manninum Rúnari Júl- íussym, fæddum í Keflavík 13. aprii 1945. Það verður að leita víðar fanga. Þó er vert að staldra þar aðeins við og horfa yfir sviðið, því það er engin spuming, að ís- lensk dægurlagahefð eftirstríðsár- anna var lifandi hluti af tónlistar- legu uppeldi drengsins, sem ólst upp í hinum örtvaxandi útgerð- arbæ á Suðurnesjum. Á öldum ljósvakans bárust raddir þeirra Hauks Morthens, Alfreðs Clausen, Bjöms R. Einars- sonar, Sigurðar Ólafssonar, Skafta Ólafssonar og fleiri góðra manna, sem sungu um sjómanns- lífið, sveitasæluna, ástir og þrár, bjartar vonir og brostin hjörtu. Þessi lög, sem gjarna vora kölluð „slagarar", áttu öðram þræði ætt- ir sínar að rekja til Mið-Evrópu, eða vora vinsæl sönglög hvítra manna úr Vesturheimi. Textum var annaðhvort snarað á íslenska tungu, eða þá samdir nýir um ís- lenskan veraleika þess tíma og þeir felldir að lögunum. Tónlist þessi seytlaðist inn í sveinninn lag- vissa og varð þar að brunni, sem hann seinna átti eftir að bergja af. Til að reyna að varpa skýrara ljósi á þau tónlistarlegu áhrif, sem hvað mestan þátt hafa átt í að móta tónlistarmanninn Rúnar Júl- íusson, eins og þjóðin þekkir hann best, sem „Rokkkónginn frá Kefla- vík“, verður að gæta að nálægð Rúnars í uppeldinu við bandarísku herstöðina. Það var nefnilega nær eingöngu Kanaútvarpið, sem á árunum upp úr 1955 flutti þá tón- listarstrauma, sem heltóku huga drengsins og hafa líklega öðra fremur mótað fjölbreytnina í hans tónlist eins og við þekkjum hana í dag. „Rokk & Roll“ var í vöggu, Þegar faríð er yfír svið íslenska rokksins síðustu áratugina verður ekki horfb framhjá þætti Keflvíkingsins Rúnars Júlíussonar. Á fímmtugsafmæli hans í dag fjallar gamall vinur hans Ottar Felix Hauksson um þennan úthaldsgóða tónlistarmann og um rætur hans í dægurlagaheiminum. RÚNAR á gullaldardögum Hljóma. skilgetið afkvæmi bandaríska ryt- hmablúsins, sem stóð traustum fótum í blúshefð bandarískra blökkumanna. Það er þessi tónlist fyrst og fremst, sem höfðaði til Rúnars. Rokkið, rythmablúsinn, blúsinn og soultónlistin, ásamt angurværam stefjum kántrísöngv- aranna, allt þetta glumdi nær sleitulaust frá herstöðinni alla daga og nætur og hefur án alls vafa kveikt neistann í þeim kyndli, sem Rúnar átti eftir að bera og logað hefur skært á himni ís- lenskrar dægurtónlistar í meira en þijátíu ár. Nýir straumar Það má heldur ekki gleyma því, að á áranum upp úr 1960 vora starfræktar fljótandi útvarps- stöðvar undan ströndum Eng- lands. Svokallaðar sjóræningja- stöðvar, sem starfræktar voru um borð í skipum, utan lögsögu Breta og útvörpuðu dægurlagatónlist í trássi við bresk lög, sem bönnuðu öðrum en ríksreknu stöðinni BBC að útvarpa. Radio Caroline var ein slík og náðust útsendingar hennar allvel um sunnan- og austanvert ísland. Þessar stöðvar, aðallega Radio Caroline og Radio Luxemb- urg, voru helstu boðberar hinna nýju strauma í dægurlagatónlist- inni snemma á sjöunda áratugn- um. Það var hið svokallaða „Mers- ey beat“ sem mest bar á í þessum stöðvum. Nafngiftin „Mersey beat“, var tilkomin vegna þeirrar gífurlegu grósku sem var í dægur- tónlistarlífi hafnarborgarinnar Li- verpool, sem áin Mersey rennur í gegnum. Hljómsveitir spruttu þar upp eins og gorkúlur og sendu hvert lagið á fætur öðru inn á bresku vinsældalistanna. Helstu fulltrúar Merseybítsins vora án efa The Beatles, sem fyrst um sinn ásamt hljómsveitum á borð við The Searchers, The Holli- es, Gerry and the Pacemakers o.fl., leiddu þessa nýbylgju. í kjölfarið komu fram um allt Bretland hljóm- sveitir, sem voru á svipuðum nót- um og áttu greiða leið að hjörtum unglinganna. Þar tróna hæst þeir sem seinna urðu helstu keppinautar Bítlanna um vinsældir unglinganna og eru enn að, The Rolling Stones, sem komu fram í London u.þ.b. ári eftir að Bítlarnir slógu í gegn. Og fyrst minnst er á Rolling Stones í þessu sambandi verður að draga fram í dagsljósið hljómsveitir eins og Kinks, Pretty Things, The Who og Spencer Davis group. Allar þessar hljómsveitir áttu það sam- merkt, að þær leituðu í byijun, meira og minna að fýrirmyndum í rythmablús bandrískra blökku- manna. Áhrifavaldarnir í rauninni vora áhrifavaldar þeirra þeir sömu og Rúnars Júlíus- sonar. Og það engin goðgá að fullyrða, að þessar hljómsveitir hafi varðað veginn fyrir Rúnar og félaga, sem eyddu gjarna löngum síðkvöldum í að hlusta á Radio Caroline og sýnt þeim fram á með hvaða tökum ætti að takast á við tónlistargyðjuna. Ef að ungir hvít- ir Bretar gátu nálgast unglingana með svörtum rythmablús, þá gátu ungir hvítir Keflvíkingar það svo sannarlega líka. Þetta var sú tón- list, sem þeir höfðu lifað í nálægð við til margra ára! Og þarna hófst tónlistarferill Rúnars fyrir alvöra, með stofnun Hljóma á árinu 1963. Nánast á einni nóttu varð Rúnar landsfræg- ur maður, ásamt félögum sínum í Hljómum. Það var skjótur frami. Hljómar vora fyrstu boðberar bítlatónlistarinnar hér á landi og íslensk ungmenni, sem greinilega höfðu þörf fyrir að eignast eigin fulltrúa á sviði bítlamenningarinn- ar, lyftu þeim samstundis á efsta stall vinsældanna. Fyrsti smellur- inn, sem Rúnar söng inná plötu með Hljómum á árinu 1964, „Fyrsti kossinn“, var upphaflega með enskum texta og var nokkurs- konar lofsöngur um Radio Carol- inej Ég ætla ekki að rekja hér ítar- lega hljómsveitarferil Rúnars, heldur leyfa mér í staðinn að bregða upp skemmtilegri mynd, sem útlagaskáldið góða úr Svía- ríki, Jóhann Árelíuz, hefur dregið af goðinu (athuga ber, að með allan rithátt fer að vilja skáldsins): Hljómarnir springa út „Rúnar hefur trúlegast verið fjörfiskur allt frá vöggu. Og valla varð knattspyrnan til þess að draga úr honum ástríðumóðinn. Né heldur hástökk önnur og gönu- hlaup uppvaxtarins. Það hefur áreiðanlega verið gróska í Kefla- vík á þessum áram. Ekki síst eftir að Viðreisn tók völd, höftum létti og allskonar fijáls verslun komst í öndvegi, undir heilsusamlegum áhrifum herstöðvarinnar. „Life is Strange in an Armybase", eins og hann hváði þulurinn amríski á stuttri vertíð minni í Garðinum ’74. Af vellinum streymdi músíkin nótt sem nýtan dag. Metsala í briljantíni og támjóum skóm, kols- vörtum og gljáandi. Rúnar er á réttum aldri, þegar þeir slá í gegn Elvis og Jerry Lee, Little Richard og sjálfur erki- Chuck-inn Berry og hefur aldrei beðið þess bætur síðan. Má segja að tónlistarrótarsfi þessa frum- heija rokksins sé eitt með holdi hans og blóði. Og verður Rúnar ekki sakaður um annað en stök- ustu trúmennsku við upprunann. Bítlaæðið tekur svo af skarið um ferilinn og Hljómarnir springa út. Ég man fyrst eftir þeirri ágætu hljómsveit í Sjallanum á barna- balli. Er mér þá einna minnistæð- ast, fyrir utan tónlistarflutninginn, sem hafði djúp áhrif á mig, hversu Engilbert geiflaðist allur voðalega í framan við sönginn á House of
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.